Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 20.995 kr. / St. 36-42 Vnr.: E-490003 20.995 kr. / St. 36-42 Vnr.: E-490003 ECCO DÖMUSKÓR ÞÆGILEGIR GRÓFBOTNA LEÐURSKÓR MEÐ MJÚKUM SÓLA 22.995 kr. / St. 36-42 3 litir / Vnr.: E-490063 24.995 kr. / St. 36-41 2 litir / Vnr.: E-490023 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE Minnst þrír létu lífið í drónaárás í austurhluta Sýr- lands. Hinir látnu eru sagðir vígamenn hlið- hollir Íran en ekki er vitað hver stóð að baki drónaárásinni, að því er frétta- veita AFP grein- ir frá. Þá eru margir sagðir slasaðir eftir árásina, sumir alvarlega. Árásin var gerð á fjóra herflutn- ingabíla sem ekið var frá Írak til Sýrlands. Voru þeir sprengdir upp skömmu eftir að komið var yfir landamærin. Talið er að fleiri en einn dróni hafi tekið þátt í árásinni. Bandaríkjamenn hafa tvisvar staðið fyrir drónaárás í austurhluta Sýrlands frá því að Joe Biden tók við embætti, í febrúar og júní á þessu ári. Fleiri ríki stunda dróna- árásir í landinu. SÝRLAND Óþekktir drónar gerðu árás á bíla Tækni Ísraelskur árásardróni. Fjórar af fremstu fimleikakonum Bandaríkjanna báru í gær vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um kynferðisof- beldi sem Larry Nassar, fyrrver- andi læknir bandaríska fimleika- landsliðsins, beitti þær. Nassar afplánar nú ævilangan fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot sem hann framdi gegn fjöldamörg- um ungum stúlkum þegar hann starfaði hjá fimleikasambandinu og Michigan-háskóla. Simone Biles, skærasta fimleika- stjarna heims, var meðal þeirra sem báru vitni í gær. „Ég ásaka Larry Nassar og einnig allt kerfið sem gerði honum kleift að fremja brot- in,“ sagði Biles meðal annars í vitnisburði sínum. Auk Biles báru Aly Raisman, McKayla Maroney og Maggie Nichols vitni fyrir nefndinni en þær báru einnig vitni fyrir rétti árið 2018 í réttarhöldum yfir Nassar og lýstu ofbeldi sem hann beitti þær. Nassar var alls sakaður um að hafa beitt yf- ir 330 konur kynferðisofbeldi. Christopher Wray, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, kom einnig fyrir nefndina sem rannsakar nú mistök og tafir sem urðu í rannsókn FBI á máli Nass- ars. Skýrsla sem bandaríska dóms- málaráðuneytið birti í sumar sýndi fram á að útsendarar FBI gerðu fjölda mistaka og reyndu síðan að breiða yfir þau með ósannindum. Það varð til þess að Nassar gat hald- ið brotunum áfram mánuðum saman eftir að rannsóknin hófst. Allt kerfið brást þeim - Bandarískar fimleikastjörnur báru vitni fyrir þingnefnd um kynferðisofbeldi sem læknir landsliðsins beitti þær AFP Vitnisburður Simone Biles, McKayla Maroney, Aly Raisman og Maggie Nichols í vitnaleiðslunum í gær. Einn af kafbátum Suður-Kóreu skaut í gær á loft langdrægri eld- flaug á meðan hann var neðan- sjávar. Er þetta í fyrsta skipti sem sjóherinn gerir það og þykir til- raunin, sem heppnaðist vel, sýna fram á aukinn herstyrk landsins. Fréttaveita AFP greinir frá því að Suður-Kórea sé nú í hópi sjö ríkja heims sem hafa tækni til að skjóta úr kafi langdrægri eldflaug á loft. Forseti Suður-Kóreu fylgdist náið með tilrauninni. Segir hann landa sína nú ráða yfir mikilvægu vopni sem nágrannar þeirra í norðri ættu að hafa í huga. Á sama tíma og tilraun þessi stóð yfir skaut Norður-Kórea tveimur langdrægum flaugum á haf út. Eru skot ríkjanna til marks um þá miklu spennu sem ríkir á skaganum. Þremur langdrægum eldflaugum skotið á loft við Kóreuskaga Stórt stökk hjá Suður- Kóreubúum AFP Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ákvað í gær að stokka upp í ríkisstjórn sinni. Var aðgerðin sögð viðbragð við dvínandi vinsældum ríkisstjórnarinnar, en henni hefur ný- lega orðið fótaskortur í baráttunni gegn kórónuveirunni, í skattamálum, sem og í brottflutningnum frá Afgan- istan. Dominic Raab, þáverandi utanrík- isráðherra, fékk þar stærstan hluta gagnrýninnar, en hann ákvað að snúa ekki til baka úr leyfi sínu um miðjan ágúst, þrátt fyrir að talíbanar væru þá í óðaönn að hertaka Kabúl. Ákvað Johnson að lækka hann í tign og gera að dómsmálaráðherra. Raab mun hins vegar áfram gegna starfi varaforsætisráðherra. Í hans stað kemur Liz Truss, sem áður var ráðherra alþjóðaviðskipta, en hún hefur þótt standa sig vel við gerð frí- verslunarsamninga síðan Bretar gengu úr Evrópusambandinu á síð- asta ári. Truss verður einungis önnur konan til að gegna starfi utanríkisráðherra Bretlands á eftir Margaret Beckett, sem gegndi því á árunum 2006-2007 í ríkisstjórn Tonys Blair. Rishi Sunak fjármálaráðherra og Priti Patel innanríkisráðherra héldu störfum sínum, en Gavin Williamsson menntamálaráðherra var rekinn al- farið, en hann hefur gert röð mistaka í embætti. AFP Nýr ráðherra Liz Truss, nýr utanríkisráðherra Breta, fyrir utan Downing- stræti 10 í Lundúnum eftir fund með Boris Johnson forsætisráðherra í gær. Boris stokkaði upp í ríkisstjórninni - Dominic Raab lækkaður í tign
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.