Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 Hægðu á þér! Umferðarskilti af öllum stærðum og gerðum. Bannmerki Viðvörunarmerki Bílastæðamerki Einkastæði ATHUGIÐ! Bílastæði eingöngu ætluð starfsmönnum og gestum skólanna frá 07:30 - 17:00 Óviðkomandi bílar verða fjarlægðir Skilti BSV S:5514000 Boðmerki Xprent ehf. | Sundaborg 3 | 104 Reykjavík | 555 65 00 | xprent@xprent.is 40 ÁRA Justin Shouse ólst upp í Erie í Penn- sylvanínu og Buffalo í New York , útskrifaðist með BA-gráðu í kennslufræðum frá Mercy- hurst-háskóla og spilaði körfubolta með há- skólaliðinu. Justin fluttist til Íslands 2005 og spilaði með Drangi í Vík í Mýrdal. „Það var frábært að vera þar, yndislegt fólk og landslag.“ Hann spilaði síð- an með Snæfelli og Stjörnunni. Justin var einu sinni valinn besti erlendi leikmaður ársins og tvisvar sinnum besti innlendi leikmaður ársins, en hann varð íslenskur ríkisborgari 2011. „Það var gott ár og ég er mjög stoltur að vera orðinn Ís- lendingur og spila fyrir íslenska landsliðið.“ Nú rekur Justin veitingastaðinn Just Wingiń it ásamt Lýði Vignissyni í Garða- bæ. „Það hefur gengið frábærlega og gaman að kynna fyrir Íslendingum mat- arkúlturinn þaðan sem ég kem og þeir virðast elska þetta, en við erum með 31 bragðtegund af kjúklingum.“ FJÖLSKYLDA Sambýliskona Justins er Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir, f. 1984, verkfræðingur hjá Hnit verkfræðistofu. Dætur þeirra eru Sóley Lilja, f. 2017, og Alma Ingibjörg, f. 2021. Justin Shouse Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú þarft að setja þig vel inn í allar þær breytingar sem orðnar eru í sam- skiptum. Leyfðu öðrum að njóta lífsins með þér. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er ekki slæmt að þarfnast smá meiri ástar en vanalega. Líttu á þetta sem tækifæri til að sýna örlæti og bæta heiminn. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Gerðu það sem þú getur til að brjóta upp hversdagsleikann í dag. Eitthvað kemur ánægjulega á óvart í kvöld. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú ert skýjum ofar því draumar þínir eru orðnir að veruleika. Ef þú þarft ráðgjöf sjálfur verðurðu að skipta um hlutverk. Vertu kurteis en ákveðinn og gefðu þér smá- tíma til að spjalla. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Ferðalög þurfa ekki alltaf að taka svo mikið á. Ekki gefa loforð sem þú getur ekki staðið við, sértaklega ekki þeim sem hafa völd. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú þarft að takast á við ábyrgð og skyldur þessa dagana. Samræður geta orðið glaðlegar og borið góðan árangur. 23. sept. - 22. okt. k Vog Sparsemi er dyggð en níska ekki. Hug- myndir annarra munu gera það að verkum að þú ferð að hlusta betur á sjónarmið þeirra. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Stundum er eins og allt sé und- ir manni einum komið. Innsæið hjálpar manni við að leysa vandamálin, og krefst ekki mikillar áreynslu. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú átt gott með að koma fyrir þig orði og skalt nú viðra gamlar hugmyndir við félaga þinn. Fólk hefur tekið eftir því hvað þú hefur lagt hart að þér að undanförnu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Leyfðu voninni að lifa því án hennar er allt svo lítils virði. Reyndu að sýna þolinmæði og umburðarlyndi. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Varastu að gera nokkuð það sem getur sett blett á starfsheiður þinn. Biddu vini þína að segja þér undrasögur og þær gefa þér von um að þín bíði hinar fullkomnu aðstæður. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Settu þér það markmið að gera eitt- hvað skemmtilegt í vikunni. Njóttu hans meðan tími gefst til, því þú átt allt gott skil- ið. eiginkonu sinni, í gegnum sameigin- lega vini á balli á Iðnó. Þau eign- uðust saman fimm börn en Gunnar átti fyrir tvo stráka af fyrra sam- bandi og Lára eina stelpu. Þau bjuggu fyrstu árin í Steinagerði 10, þar sem þau eignuðust saman fimm börn á níu árum. Það var því orðið nokkuð ljóst að þau þyrftu að stækka við sig. Þeim áskotnaðist lóð, neðarlega í Fossvogsdalnum, og byggðu þar einbýlishús, þar sem Gunnar hefur búið síðan. Gunnar stofnaði smurstöðina Klöpp árið 1955 við Skúlagötuna ásamt Páli Ólafssyni og bræðrunum Sigurhans og Herði Hjartarsonum. Árið 1988 þurfti að rífa smurstöðina á Skúlagötunni þar sem það átti að breikka götuna. „Ég hefði þá orðið atvinnulaus svo ég ákvað að opna mína eigin smurstöð.“ Nokkrum mánuðum seinna var Smurstöðin Klöpp opnuð við Vegmúlann. „Ég hitti Sverri Þórðarson sem sagði mér að það væri tómt verkstæði hjá Gunnari Ásgeirssyni. Ég talaði við son hans Gunnars sem heitir Stefán. Hann sagði að það væri upplagt fyr- ir mig að kaupa plássið en ég keypti það nú ekki, heldur leigði ég helm- inginn af plássinu frá bílaleigunni Geysi sem hafði þá keypt húsnæðið. Gunnar fór til hans og spurði hann hvort hann gæti ekki fengið lóð. „Hann sagði já, Gunnar minn. Það eru fjórir menn sem vinna hjá bæn- um sem hafa fengið lóð í Steina- gerðinu þannig að það hljóta að vera góðar lóðir, ég læt þig fá lóð númer 10.“ Hann byggði sér því hús þar. Gunnar kynntist Eyrúnu Láru, G unnar Björgvin Gíslason fæddist 16. september 1926. Hann ólst upp á Óðinsgötu 16 í Reykja- vík sem þá hét Klapp- arholt. Gunnar var næstyngstur í hópi átta systkina. Hann byrjaði ungur að vinna og var meðal annars sendill fyrir Veð- urstofu Íslands, einnig bar hann út Vísi og Alþýðublaðið. „Foreldrar mínir áttu kýr og ég rak þær þang- að sem Reykjavíkurflugvöllur er í dag. Við vorum með 4-5 kýr á Óð- insgötunni ásamt nokkrum hestum. Valsvöllur var þar sem Hótel Loft- leiðir er í dag og við rákum kýrnar þar yfir og niður í Vatnsmýrina. Síðan hjólaði ég með mjólkina í mjólkursamsöluna við Snorrabraut. Það voru ekki margir með skepnur í nágrenninu á þessum tíma, ég hugsa að það hafi verið á þremur til fjórum bæjum.“ Gunnar kláraði barnaskólann en hann var í Miðbæjarskólanum. Einnig var hann mjög virkur í íþróttum og keppti meðal annars í frjálsum íþróttum og knattspyrnu hjá Ármanni og Val þar sem hann vann oft til verðlauna. „Þegar ég var um tvítugt var smíðaverkstæði fyrir ofan húsið á Óðinsgötunni, ég var beðinn að hjálpa til við að smíða skíðasleða og harmonikkubedda. Síðan var ég sjálfur að smíða í skúrnum heima á Óðinsgötunni. Þar smíðaði ég bíla og kerrur eftir sænskri fyrirmynd sem ég svo seldi, þetta var ægilega fínt og mjög vinsælt.“ Hann fór að vinna í Blikksmiðju Reykjavíkur og seinna hjá sænsk-íslenska frystihús- inu. „Þar var vatn sett í form 1 x 1 m og fryst. Síðan var ísinn brotinn í kvörn og settur í stóra poka. Ísnum var hlaðið á bíl og keyrt niður á kæjann þar sem hann var losaður úr pokanum í rennur og sturtað nið- ur í lestina á skipunum.“ Eftir það fór hann að vinna hjá ESSO við Hafnarstræti og byrjaði þar að gera við bíla. Þegar Gunnar vann hjá ESSO kom maðurinn sem sá um lóðirnar hjá bænum alltaf til þeirra. Þá var verið að byggja Smáíbúðahverfið. Bílaleigan ákvað svo að hætta þann- ig að ég keypti allt plássið á end- anum.“ Vinnan var stór hluti af líf- inu enda þurfti að sjá fyrir stórri fjölskyldu. „Það var unnið frá sjö til sjö og oft fram eftir nóttu.“ Gunnar hefur skaffað fleiri hundruð manns vinnu á þessum langa ferli og þar á meðal hafa flest- ir karlmenn í fjölskyldunni unnið hjá honum. Í dag rekur Gunnar smurstöðina með hjálp nokkurra fjölskyldumeðlima. Hann mætti alla daga í vinnu þar til fyrir tveimur ár- um þegar heilsan fór að segja til sín. „Ég læt mér samt ekki leiðast. Ég geri ennþá við vinnugallana á smurstöðinni, skipti um rennilása og geri við götin. Síðan fer ég yfir og reikna virðisaukann fyrir smur- stöðina.“ Gunnar hefur á seinni ár- um haft mikinn áhuga á fótbolta og fylgist vel með öllum leikjum, það mætti með sanni segja að hann sé einn dyggasti stuðningsmaður Man- chester United á Íslandi og hefur farið á fleiri leiki en hann getur tal- ið. Fjölskylda Eiginkona Gunnars var Eyrún Lára Þórey Loftsdóttir, f .13.10. 1926, d. 30.1. 1993, hjúkrunarfræð- Gunnar Björgvin Gíslason, framkvæmdastjóri Smurstöðvarinnar Klappar – 95 ára Fjölskyldan Gunnar og börn heima í Haðalandi í Fossvogi. Þar byggði Gunnar sér hús og býr þar enn. Sinnir enn þá rekstrinum Feðgar Sigfús og Gunnar. Til hamingju með daginn Kópavogur Alma Ingibjörg Shouse er fædd 6. maí 2021 á Landspítalanum. Hún var 3.560 g og 51 cm löng. For- eldrar hennar eru Guðrún Edda Svein- björnsdóttir og Justin Shouse. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.