Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021
Opið
streymi
Sérstakir formannaþættir í aðdraganda kosninga og á morgun situr
Logi Einarsson
formaður Samfylkingarinnar fyrir svörum
Leiftrandi umræða sem þú skalt ekki láta fram hjá þér fara
mbl.is/dagmal
17. sept.
Bandalag sjálf-
stæðra leikhúsa – SL
kallar eftir tafar-
lausum björgunar-
aðgerðum stjórn-
valda. Staða
sjálfstætt starfandi
leikhúsa og sviðs-
listahópa hefur verið
afar slæm frá upphafi
faraldursins og nú
þegar annað Covid-
haust gengur í garð eru áhyggjur
listamanna jafnvel enn meiri en
áður.
„Þeir sem hafa tekið það á sig
fyrir samfélagið að loka sinni
starfsemi hljóta að eiga skilið að
fá stuðning frá samfélaginu.“
Þetta sagði Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra í ræðustól á Al-
þingi í apríl 2020. Nú rúmum 16
mánuðum síðar eru sjálfstætt
starfandi leikhús og sviðs-
listahópar enn að bíða eftir stuðn-
ingi.
Staða lítilla leikhúsa og sjálf-
stæðra sviðslistahópa er graf-
alvarleg í kjölfar lokana og íþyngj-
andi samkomutakmarkana
síðastliðna 18 mánuði. Stjórn SL
og framkvæmdastjóri hafa frá því
að faraldurinn skall á bent ráða-
fólki á að skilyrði sértækra stuðn-
ingsaðgerða vegna Covid-19 úti-
loka nær alla sjálfstæða
sviðslistahópa vegna þess að um
rekstur þeirra eru yfirleitt stofnuð
almenn félög.
Þessir aðilar voru t.a.m. útilok-
aðir frá hlutabótaleiðinni mjög
snemma og hafa ekki getað sótt
um lokunar- eða viðspyrnustyrki
heldur. Enn hefur ekkert verið
gert til að bæta stöðu þessa hóps
og við okkur horfir raunverulegur
möguleiki á alvarlegum spekileka
og atgervisflótta úr faginu. Það
getur ekki verið viljaverk stjórn-
valda að valda skemmdarverkum á
íslenskum sviðslistum en komi
ekki til bjargráða verður útkoman
listrænt og menningarlegt tjón.
Það voru sár vonbrigði að lög til
viðspyrnustyrkja og tekjufalls-
styrkja hafi verið afgreidd á Al-
þingi án þeirra örfáu breytinga
sem til þurfti svo að lítil leikhús
og atvinnusviðslistahópar gætu
þegið þá aðstoð sem þeim lögum
var ætlað að veita. Þegar allar dyr
höfðu verið okkur lokaðar var það
salt í sárin að sjá sett lög um sér-
stakar greiðslur til íþróttafélaga
vegna launakostnaðar og verk-
takagreiðslna á tímum kór-
ónuveirufaraldurs án þess að taka
atvinnufélög í sviðslistum undir
þann hatt eins og við bentum á og
báðum um.
Vandi atvinnufélaga í geiranum
varð til í mars 2020 og hefur bara
vaxið síðan. Reynslan hefur sýnt
að þær efnahagsaðgerðir sem
stjórnvöld hafa gripið til í því
skyni að bregðast við áhrifum
heimsfaraldursins hafa ekki nýst
menningarfélögum nema að mjög
litlu leyti. Aukinn stuðningur við
framþróun og vöxt greinarinnar
hefur um langa hríð verið helsta
keppikefli SL, enda hefur nýliðun
í stéttinni verið mikil og afköstin
og framlagið í takt við það. Helsta
viðbragð stjórnvalda til að mæta
vanda sjálfstætt starfandi sviðs-
listafólks hefur verið tímabundin
innspýting fjár í launa- og verk-
efnasjóði. Nokkuð sem listamenn
hafa lengi kallað eftir og óskandi
að hlustað væri á raddir þeirra um
að þessi viðbót verði til fram-
búðar. Þessi ágæta aðgerð er hins
vegar eingöngu til nýrra verkefna
og hjálpar ekki við skuldbindingar
sem þegar var búið að stofna til.
Fjölda sýninga sem flytja átti í
faraldrinum var frestað, jafnvel
oft, sviðslistahóparnir urðu af
tekjum í tengslum við þá viðburði,
til viðbótar við þann aukakostnað
sem lokanir og takmarkanir höfðu
í för með sér við að halda verk-
efnum við, æfa þau upp og kynna
að nýju o.s.frv.
Við stefnum nú inn í annan vet-
ur þar sem sviðslistafólk þarf að
sæta takmörkunum vegna farald-
ursins. Þeir aðilar sem náðu að
þreyja síðasta vetur gerðu það af
eigin rammleik, með sárum nið-
urskurði og rekstrartapi. Þeir
munu ekki lifa af annan vetur
nema til komi sérstakur fjárstuðn-
ingur þeim til handa. Þetta eru fá-
ir aðilar og fjármunirnir sem þeir
þurfa á að halda eru smávægilegir
í öllu samhengi, en bráðnauðsyn-
legir svo að þeir geti lifað þetta
ástand af og verið til staðar til að
sinna sínu hlutverki, sem er að
auðga listalíf, landi og þjóð til
ánægju og heilla.
Stjórn SL skorar því á stjórn-
völd að koma fram með úrræði til
að mæta því þunga höggi sem
þvingandi samkomutakmarkanir
hafa verið og eru fyrir þennan hóp
sviðslistafólks.
Virðingarfyllst, f.h. stjórnar
Bandalags sjálfstæðra leikhúsa –
SL.
Staða sjálfstætt starfandi
sviðslistafólks
Eftir Orra Hugin
Ágústsson og Frið-
rik Friðriksson
»Bandalag sjálfstæðra
leikhúsa – SL kallar
eftir björgunaraðgerð-
um. Staða sjálfstæðra
leikhúsa hefur verið afar
slæm frá upphafi farald-
ursins.
Orri Huginn
Ágústsson
Höfundar eru formaður Bandalags
sjálfstæðra leikhúsa SL og fram-
kvæmdastjóri SL og Tjarnarbíós.
orri@leikhopar.is
Friðrik
Friðriksson
Ögmundur Jónasson
fyrrverandi ráðherra og
alþingismaður skrifar
grein í Morgunblaðið
sunnudaginn 12. sept-
ember sem heitir „Nefnd
hefur verið nefnd“. Þar
segir meðal annars orð-
rétt: „Er þá komið að
máli málanna. Hvernig
skyldu framboðin til Al-
þingis ætla að svara
spurningu samtaka
áhugafólks um spilafíkn? Styðja þau
lokun spilakassa eða gera þau það
ekki? Já eða nei.“
Við í Flokki fólksins segjum ekki
bara já við spurningu hans heldur
lögðum fram og mæltum með frum-
varpi um bann við spilakössum (151.
löggjafarþing – 95. fundur, 11. maí
2021 kl. 17). Þá mælti ég fyrir frum-
varpi til laga um breytingu á lögum
um happdrætti Háskóla Íslands og
lögum um happdrætti (bann við spila-
kössum).
Í greinargerð með frumvarpi er
lagt til að rekstur spilakassa verði
með öllu bannaður og þar kemur einn-
ig fram m.a. að Samtök áhugafólks um
spilafíkn (SÁS) hafa undanfarin tvö ár
staðið fyrir átakinu „Lokum spila-
kössum“, eða Lokum.is.
Stjórn SÁÁ ákvað árið 2020 að
draga sig út úr rekstri Íslandsspila
þrátt fyrir vænt tekjutap upp á tugi
milljóna króna. Einar Hermannsson,
formaður SÁÁ, sagði um ákvörðunina
að þeim fyndist það ekki þess virði og
ekki samræmast gildum SÁÁ að taka
þátt í rekstri á spilakössum og vera
þátttakandi í Íslandsspilum. Sagði
hann afleiðingarnar fyrir SÁÁ beint
vera tugmilljóna króna skerðingu á
sjálfsaflafé en traust og virðing væri
meira virði.
Þá koma þar einnig fram sláandi
tölur, eins og Ögmundur bendir á, þar
sem SÁS lét framkvæma skoð-
anakönnun um viðhorf almennings til
spilakassa. Leiddi hún í ljós að um
86% Íslendinga vilja banna slíkan
rekstur. Þá var 71% aðspurðra ósátt
við að starfsemi í almannaþágu væri
fjármögnuð með rekstri spilakassa.
Í greinargerð með frumvarpinu
segir einnig að spilakassar séu hann-
aðir til að ýta undir spilafíkn. Ólíkt
happdrætti skila þeir niðurstöðu sam-
stundis og hægt er að taka þátt strax
aftur. Það ýtir undir vanamyndun og
því eru þátttakendur mun líklegri til
að þróa með sér fíkn en þátttakendur í
happdrætti.
Það er orðið löngu tímabært að
hætta rekstri spilakassa á Íslandi. Það
getur ekki réttlætt svo skaðlega starf-
semi að ágóðinn renni til góðgerðar-
mála. Það gerir lítið gagn að innleiða
svokölluð spilakort. Sú aðferð myndi
hvorki leysa fjármögnunarvanda góð-
gerðarfélaga né vinna gegn vanda
spilafíkla.
Það eina sem dugar er algert bann.
Þá er það engin afsökun að vísa til
þess að Íslendingar hafi aðgang að
fjárhættuspilum í gegnum erlendar
vefsíður.
Það er algjörlega með ólíkindum að
Háskóli Íslands sé fjármagnaður með
spilafíkn. Ég spyr: Hvernig í ósköp-
unum er það hægt að menntastofnun,
þar sem siðfræði er kennd, fjármagni
á sama tíma ákveðinn hluta af húsa-
kynnum sínum með spilakössum!
Gróða af spilakössum sem kemur úr
vasa spilafíkla, sem er
HÍ til háborinnar
skammar.
Þetta er siðferð-
islega kolrangt. Það
segir sig sjálft að spila-
fíkn hefur valdið gíf-
urlegu tjóni hjá við-
komandi spilafíkli og
ekki síður hjá fjöl-
skyldu hans og vinum.
Það er ekki bara fjár-
hagstjónið heldur and-
legt og líkamlegt tjón
og það skelfilega
ástand sem skapast hjá viðkomandi
spilafíkli.
Það er ekki hægt að réttlæta það á
nokkurn hátt að ríkið setji lög sem
eru til þess fallin að ákveðin fé-
lagasamtök sem eru að gera góða
hluti, SÁÁ, Landsbjörg, Rauði kross-
inn og Háskóli Íslands, þurfi að reiða
sig á spilafíkla. Það segir sig sjálft að
það er okkur algerlega til háborinnar
skammar að örfáir veikir ein-
staklingar séu að leggja aleiguna
undir, aleigu sína og jafnvel fjölskyld-
unnar og jafnvel framfærslu fjöl-
skyldunnar, jafnvel allt húsnæði
hennar eins og við vitum dæmi um.
Það verður að segjast alveg eins og
er að við verðum að taka ofan fyrir
SÁÁ fyrir að draga sig út úr þessu.
Það er vonandi fyrsta skrefið í þá átt
að hinir geri það einnig, sjái villu síns
vegar.
Við getum ekki, við eigum ekki og
við megum ekki leyfa því að viðgang-
ast að æðsta menntastofnun okkar,
Háskóli Íslands, sé háð spilafíklum.
Það getur ekki á neinn hátt verið
réttlætanlegt að ungmenni okkar fari
inn í þá stofnun til að leita sér mennt-
unar, fari jafnvel í siðfræðideildina til
að kortleggja siðferði mannkyns.
Hvar á þá að byrja á því siðferði?
Auðvitað byrjum við á því að tékka á
því hvernig fjármögnun háskólans er
háttað.
Auðvitað á ríkisstjórnin og við að
sjá til þess að ekki þurfi að vera neinn
vafi um að ekki eigi að fjármagna
neinar svona stofnanir, eins og
Landsbjörg, SÁÁ eða Rauða kross-
inn, með framlögum spilafíkla úr
spilakössum. Því er gert ráð fyrir í 2.
og 3. gr. laganna að bæta þessum
stofnunum upp áætlað tekjutap.
Það er engin afsökun að segja að
þetta fari í önnur spil á netinu vegna
þess að spilakassarnir eru allt öðru
vísi byggðir upp. Þeir eru byggðir
upp til þess að valda fíkn, þeir eru
byggðir upp til þess að sjá til þess að
halda fólki í spilafíkn.
Því miður dagaði frumvarpið uppi í
nefnd og varð því ekki að lögum, en
við í Flokki fólksins munum leggja
það aftur fram og hættum ekki fyrr en
þetta réttlætismál verður samþykkt.
Flokkur fólksins segir: Fólkið
fyrst, svo allt hitt.
Lokum
spilakössunum
Eftir Guðmund Inga
Kristinsson
» Við getum ekki, við
eigum ekki og við
megum ekki leyfa því að
viðgangast að æðsta
menntastofnun okkar,
Háskóli Íslands, sé háð
spilafíklum.
Guðmundur Ingi
Kristinsson
Höfundur er þingmaður og þing-
flokksformaður Flokks fólksins.
Gudmundurk@althingi.is
Móttaka aðsendra greina
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.