Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.2021, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021 . up.is Úrval útiljósa VIÐTAL Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Einhverjir teldu það í besta falli draumórakennt, ef ekki hreint brjál- æði, að hætta 17 ára gamall í fram- haldsskóla utan fósturjarðarinnar og stofna fyrirtæki. Flestir vinir Pat- reks Sólrúnarsonar voru á þeirri skoðun þegar hann labbaði sig út úr skólanum sínum í Tønsberg í Noregi á dögunum og stofnaði ræstinga- fyrirtækið Support Service Partner með sínum besta vini, Ghazi Khder Jezdin, flóttamanni frá Norður-Írak. Nú er öldin hins vegar önnur, þeir félagar eru með 300 manns í vinnu, velta 80 milljónum norskra króna, vel rúmum milljarði íslenskra, á ári og vinirnir, sem á sínum tíma gerðu allt til að fá Patrek ofan af þessari vit- leysu, eru núna að sækja um vinnu hjá honum. Patrekur, sem er sonur Sólrúnar Margrétar Stefánsdóttur, vaxtarræktarkonu og naglasérfræð- ings í Tønsberg, sem ræddi við Morgunblaðið fyrir skemmstu, er næsti viðmælandi. „Ég ólst upp á Akureyri með fjöl- skyldu minni, ég fæddist 1995, og svo var það þannig að árið 2007 flutti æskuvinur minn hingað til Noregs með fjölskyldu sinni,“ segir Patrekur við upphaf samtals sem á sér stað á þakpalli reisulegs einbýlishúss hans í Revetal, einu úthverfa Tønsberg. Fór aldrei til baka „Ég ætlaði bara að koma í heim- sókn til hans eitt sumar, en svo fór ég aldrei til baka,“ rifjar hann upp. „Svo hringdi ég í mömmu og sagði henni hvað allt væri fínt hérna og að við yrðum bara að flytja og það gekk eft- ir.“ Þau mæðginin hófu Noregs- ferilinn í Kongsberg en fluttu þaðan til Drammen, suður af Ósló, þar sem þriggja ára búseta beið þeirra. Pat- rekur játar þó að líf í nýju landi hafi ekki verið eintómur dans á rósum. „Vissulega var það erfitt fyrir mig að flytja til annars lands, til dæmis var erfitt að eignast hérna vini þótt ég hafi verið mjög spenntur fyrir þessu í byrjun. En þegar hversdags- lífið tók við fór mesti glansinn af þessu og þetta var mjög erfiður tími þangað til maður komst inn í sam- félagið,“ segir Patrekur en straum- hvörf urðu í lífi hans eftir flutning til Tønsberg þar sem hann komst í kynni við vin sinn og síðar samstarfs- mann Ghazi Jezdin. Máttu ekki stofna hlutafélag „Við vorum 17 ára og höfðum þekkst í þrjá mánuði þegar hann stakk upp á að við stofnuðum fyrir- tæki. Við vissum náttúrulega ekki neitt, ekki einu sinni hvernig fyrir- tæki við ætluðum að stofna, þangað til Ghazi minntist á að pabbi hans hefði einu sinni kennt honum ræst- ingar sem hann hafði þá unnið við,“ rifjar Patrekur upp af árdögum fyrir- tækis þeirra en eins og fyrr segir kom Írakinn sem flóttamaður til Noregs ásamt fjölskyldu sinni. „Svo ákveðum við að byrja að þrífa fyrirtæki og viljum bara byrja strax en við vorum báðir 17 ára og hérna í Noregi þarftu að vera 18 til að mega stofna hlutafélag svo við sögðum bara við alla kúnnana að við þyrftum að bíða með að senda þeim reikning þar til við yrðum 18 ára,“ segir Pat- rekur af þessu nánast lygilega uppá- tæki þeirra vinanna. Hægt og bítandi óx þeim þó fiskur um hrygg þrátt fyrir enga reynslu af atvinnulífinu. „Fyrsti kúnninn okkar var veit- ingastaður hérna niðri á bryggju sem við þrifum klukkan sex á hverjum morgni áður en við fórum í skólann, hann hét Himmel og hav, löngu far- inn á hausinn núna. Svo fengum við alls konar smáverkefni með því að skrá okkur á netsíðu þar sem fólk og fyrirtæki geta nálgast alls kyns iðn- aðarmenn,“ segir Patrekur frá. Ekki gekk þó að láta menntakerfið þvælast of mikið fyrir ungum frum- kvöðlum frá Írak og Íslandi. „Ég man einu sinni þegar við vorum í skólanum, þá barst okkur tilboð um verkefni sem varð að vinna sama dag. Við læddumst út úr tímanum og stál- um bílnum hennar mömmu, hvor- ugur okkar var með bílpróf, fundum svo eitthvert ryðgað moppuskaft og sápu í bílskúrnum heima hjá Ghazi og mættum svo á staðinn. Við feng- um næstum ekkert borgað fyrir þetta verkefni en þetta sýnir kannski hvað við vorum viljugir til að ganga langt svo fyrirtækið yrði að veru- leika,“ segir þessi ungi íslenski eld- hugi og hlær við tilhugsunina. „Ég get alveg sagt þér að það leist engum á þetta. Vinir okkar, kenn- ararnir, mamma og bara allir sögðu okkur að þetta væri ekki góð hug- mynd, allt of mikil áhætta og við viss- um ekkert hvað við værum að fara út í. „Gleymið þessu og farið í skólann,“ fengum við að heyra, meðal annars frá vinum okkar sem í dag eru að sækja um vinnu hjá okkur,“ segir Patrekur og hlær af hjartans lyst. Hún var bara í sjokki „Mamma fékk næstum því hjarta- áfall, hún var bara í sjokki eftir að ég sagði henni að ég væri hættur við að verða viðskiptafræðingur og ætlaði að stofna þetta fyrirtæki,“ segir Pat- rekur, en ekkert hjartaáfall virðist þó á döfinni lengur hjá móður hans sem situr inni í stofu í góðu yfirlæti með ákaflega huggulegri og mjög óléttri kærustu Patreks, Celinu Svanberg frá Larvik, en móðir Patreks þjón- ustaði blaðamann með því að aka með hann heim til sonar síns í Reve- tal. Fyrsta lógóið í Paint „Okkur var alveg sama hvað annað fólk var að segja, þetta átti bara að gerast,“ segir Patrekur af því sem allir í kringum þá vinina töldu verstu hugmynd í allri sögu vondra hug- mynda. „Svo urðum við 18 ára og þá gátum við stofnað hlutafélag. Við vorum bara tveir og gerðum allt sjálfir, unnum allan sólarhringinn, sáum um bókhaldið og markaðs- setninguna. Að lokum kom að því að þeir félagarnir þurftu að hefja ráðn- ingar, vinnuálagið var orðið allt of mikið fyrir tvo menn. „Við vissum ekkert hvernig við átt- um að ráða fólk og svo þurftum við að kaupa vinnuföt og setja lógó fyrir- tækisins á þau, við bjuggum fyrsta lógóið okkar til í [myndvinnsluforrit- inu] Paint og límdum það á skyrtur. Svo fengum við skrifstofu á leigu í kjallara niðri í bæ, fengum hana ótrú- lega ódýrt og fengum gefins húsgögn sem við fundum á netinu. Við reynd- um bara að eyða ekki peningum í neitt, allt kostar og við þurftum pen- inga til að vaxa. Við borguðum okkur engin laun fyrsta árið og tókum held- ur engin lán. En við vorum auðvitað bara 18 ára, vorum ekki fluttir að heiman og fengum mat heima þannig að þetta hentaði ótrúlega vel. Við lifð- um bara á hrökkbrauði heima hjá mömmu,“ rifjar Patrekur upp. Á öðru ári í rekstrinum hafi þeir Ghazi leyft sér launagreiðslur sem námu á bilinu tvö til þrjú þúsund norskum krónum. „Það var nátt- úrulega geðveikt mikið þá,“ segir Patrekur. Þeir kröfluðu sig svo gegn- um ýmsar hindranir og ljón á veg- inum. Blaðamaður biður um dæmi. „Já, ég skal nú segja þér eitt,“ segir Patrekur glaðbeittur, „þegar við byrjuðum að senda reikninga vissum við ekki að virðisaukaskatturinn væri eitthvað sem við þyrftum að skila til ríkisins. Á öðru ári fyrirtækisins fengum við reikning frá skattinum fyrir virðisaukaskattinum og það var peningur sem við áttum ekki, við vor- um búnir að eyða honum í sápu,“ seg- ir Patrekur og glottir við tönn. Þeir brugðu þá á það ráð að senda viðskiptavinum sínum reikninga fyrir fram, ekki eftir á. „Þá fengum við smá pening til að borga virðisauka- skattinn. Oft höfðum við líka áhyggj- ur af því að geta ekki borgað laun og ofan á það vorum við 18 ára, við vor- um að taka fólk í atvinnuviðtöl á kaffihúsum. Þangað kom fullorðið fólk í atvinnuviðtal hjá einhverjum unglingum með bólur og viðtalinu lauk kannski með því að fólk sagði bara: „Sorrí, ég bara treysti ykkur ekki,““ segir Patrekur. „Við höfðum varla verið í atvinnuviðtölum sjálfir og svo vorum við allt í einu að taka viðtöl við fólk sem vildi vinna hjá okk- ur.“ Eins og tannhjól Blaðamann fýsir að heyra um næstu skref eftir þessi bólugröfnu at- vinnuviðtöl manns sem nú hefur á að skipa 300 starfsmönnum. „Fyrsta ár- ið var veltan hjá okkur 360.000 norskar krónur, árið eftir var hún 1,4 milljónir, svo 3,2, 7, 14, 25, 40, 64 í fyrra og núna í ár erum við með 80 milljónir í veltu,“ segir Patrekur, en sú upphæð nemur 1,2 milljörðum ís- lenskra króna. „Við Ghazi sitjum núna hlið við hlið á aðalskrifstofunni okkar hérna í Vear, en við erum líka með skrif- stofur í Lier og Sarpsborg. Við ger- um allt saman og það gengur bara ótrúlega vel þannig. Við Ghazi pöss- um svo vel saman, við höfum aldrei rifist, hann er góður í sumu sem ég er ekki góður í og öfugt. Við erum bara eins og tannhjól. Auðvitað kemur fyr- ir að við þurfum að ræða hvaða leið við ætlum að fara en það endar alltaf í góðri sátt þar sem áfangastaðurinn er alltaf sá sami,“ segir Patrekur af samstarfi þeirra vinanna. Litið niður á ræstingar Hann játar þó að ekki sé heiglum hent að reka stórfyrirtæki og hafa fjölda manns í vinnu. „Það er ein- manalegt að vera stjórnandi, þú ert ekki með neina við hliðina á þér þannig séð, þú ert bara með undir- menn og þú getur aldrei hleypt þeim of nálægt þér, þú þarft alltaf svigrúm til að taka ákvarðanir og reka fyrir- tækið almennilega. Þú færð aldrei sömu tenginguna við samstarfsfólkið þitt. Þetta er í rauninni eins og hjóna- band að vissu leyti,“ segir Patrekur og getur ekki varist brosi. Önnur áskorun tengist tungu- málum, auðvitað. „Í þessum bransa eru margir útlendingar, margir sem tala litla norsku og jafnvel lélega „Mamma fékk næstum hjartaáfall“ - Patrekur hætti 17 ára í framhaldsskóla til að stofna fyrirtæki - Með 300 manns í vinnu í Noregi - Einmanalegt að vera stjórnandi - Eftirsóttur fyrirlesari í norskum framhalds- og háskólum Morgunblaðið/Atli Steinn Í Revetal Patrekur heldur heimili með huggulegri og mjög gestrisinni kærustu, Celinu Svanberg frá Larvik, í út- hverfi Tønsberg og fyrsti erfinginn er á leiðinni, hún Ilma Patreksdóttir, stúlka sem von er á í október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.