Morgunblaðið - 16.09.2021, Page 33
FRÉTTIR 33Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2021
20.995 kr. / St. 36-42
Vnr.: E-490003
20.995 kr. / St. 36-42
Vnr.: E-490003
ECCO DÖMUSKÓR
ÞÆGILEGIR GRÓFBOTNA LEÐURSKÓR MEÐ MJÚKUM SÓLA
22.995 kr. / St. 36-42
3 litir / Vnr.: E-490063
24.995 kr. / St. 36-41
2 litir / Vnr.: E-490023
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE
Minnst þrír létu
lífið í drónaárás í
austurhluta Sýr-
lands. Hinir
látnu eru sagðir
vígamenn hlið-
hollir Íran en
ekki er vitað
hver stóð að baki
drónaárásinni,
að því er frétta-
veita AFP grein-
ir frá. Þá eru margir sagðir slasaðir
eftir árásina, sumir alvarlega.
Árásin var gerð á fjóra herflutn-
ingabíla sem ekið var frá Írak til
Sýrlands. Voru þeir sprengdir upp
skömmu eftir að komið var yfir
landamærin. Talið er að fleiri en
einn dróni hafi tekið þátt í árásinni.
Bandaríkjamenn hafa tvisvar
staðið fyrir drónaárás í austurhluta
Sýrlands frá því að Joe Biden tók
við embætti, í febrúar og júní á
þessu ári. Fleiri ríki stunda dróna-
árásir í landinu.
SÝRLAND
Óþekktir drónar
gerðu árás á bíla
Tækni Ísraelskur
árásardróni.
Fjórar af fremstu fimleikakonum
Bandaríkjanna báru í gær vitni fyrir
dómsmálanefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþings um kynferðisof-
beldi sem Larry Nassar, fyrrver-
andi læknir bandaríska fimleika-
landsliðsins, beitti þær.
Nassar afplánar nú ævilangan
fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot
sem hann framdi gegn fjöldamörg-
um ungum stúlkum þegar hann
starfaði hjá fimleikasambandinu og
Michigan-háskóla.
Simone Biles, skærasta fimleika-
stjarna heims, var meðal þeirra sem
báru vitni í gær. „Ég ásaka Larry
Nassar og einnig allt kerfið sem
gerði honum kleift að fremja brot-
in,“ sagði Biles meðal annars í
vitnisburði sínum.
Auk Biles báru Aly Raisman,
McKayla Maroney og Maggie
Nichols vitni fyrir nefndinni en þær
báru einnig vitni fyrir rétti árið 2018
í réttarhöldum yfir Nassar og lýstu
ofbeldi sem hann beitti þær. Nassar
var alls sakaður um að hafa beitt yf-
ir 330 konur kynferðisofbeldi.
Christopher Wray, forstjóri
bandarísku alríkislögreglunnar
FBI, kom einnig fyrir nefndina sem
rannsakar nú mistök og tafir sem
urðu í rannsókn FBI á máli Nass-
ars.
Skýrsla sem bandaríska dóms-
málaráðuneytið birti í sumar sýndi
fram á að útsendarar FBI gerðu
fjölda mistaka og reyndu síðan að
breiða yfir þau með ósannindum.
Það varð til þess að Nassar gat hald-
ið brotunum áfram mánuðum saman
eftir að rannsóknin hófst.
Allt kerfið brást þeim
- Bandarískar fimleikastjörnur báru vitni fyrir þingnefnd
um kynferðisofbeldi sem læknir landsliðsins beitti þær
AFP
Vitnisburður Simone Biles, McKayla Maroney, Aly Raisman og Maggie Nichols í vitnaleiðslunum í gær.
Einn af kafbátum Suður-Kóreu
skaut í gær á loft langdrægri eld-
flaug á meðan hann var neðan-
sjávar. Er þetta í fyrsta skipti sem
sjóherinn gerir það og þykir til-
raunin, sem heppnaðist vel, sýna
fram á aukinn herstyrk landsins.
Fréttaveita AFP greinir frá því
að Suður-Kórea sé nú í hópi sjö
ríkja heims sem hafa tækni til að
skjóta úr kafi langdrægri eldflaug
á loft. Forseti Suður-Kóreu fylgdist
náið með tilrauninni. Segir hann
landa sína nú ráða yfir mikilvægu
vopni sem nágrannar þeirra í
norðri ættu að hafa í huga.
Á sama tíma og tilraun þessi stóð
yfir skaut Norður-Kórea tveimur
langdrægum flaugum á haf út. Eru
skot ríkjanna til marks um þá miklu
spennu sem ríkir á skaganum.
Þremur langdrægum eldflaugum skotið á loft við Kóreuskaga
Stórt stökk
hjá Suður-
Kóreubúum
AFP
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, ákvað í gær að stokka upp
í ríkisstjórn sinni. Var aðgerðin sögð
viðbragð við dvínandi vinsældum
ríkisstjórnarinnar, en henni hefur ný-
lega orðið fótaskortur í baráttunni
gegn kórónuveirunni, í skattamálum,
sem og í brottflutningnum frá Afgan-
istan.
Dominic Raab, þáverandi utanrík-
isráðherra, fékk þar stærstan hluta
gagnrýninnar, en hann ákvað að snúa
ekki til baka úr leyfi sínu um miðjan
ágúst, þrátt fyrir að talíbanar væru
þá í óðaönn að hertaka Kabúl. Ákvað
Johnson að lækka hann í tign og gera
að dómsmálaráðherra.
Raab mun hins vegar áfram gegna
starfi varaforsætisráðherra. Í hans
stað kemur Liz Truss, sem áður var
ráðherra alþjóðaviðskipta, en hún
hefur þótt standa sig vel við gerð frí-
verslunarsamninga síðan Bretar
gengu úr Evrópusambandinu á síð-
asta ári.
Truss verður einungis önnur konan
til að gegna starfi utanríkisráðherra
Bretlands á eftir Margaret Beckett,
sem gegndi því á árunum 2006-2007 í
ríkisstjórn Tonys Blair.
Rishi Sunak fjármálaráðherra og
Priti Patel innanríkisráðherra héldu
störfum sínum, en Gavin Williamsson
menntamálaráðherra var rekinn al-
farið, en hann hefur gert röð mistaka
í embætti.
AFP
Nýr ráðherra Liz Truss, nýr utanríkisráðherra Breta, fyrir utan Downing-
stræti 10 í Lundúnum eftir fund með Boris Johnson forsætisráðherra í gær.
Boris stokkaði upp
í ríkisstjórninni
- Dominic Raab lækkaður í tign