Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
MADONNA, ÍTALÍU
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
SKÍÐAFRÍ 2022
Nú er tíminn til að bóka skíðaferðina eftir áramót.
Madonna er einn þekktasti skíðabær Ítalíu sem
er fallegt fjallaþorp í ríflega 1500 metra hæð yfir
sjávarmáli. Þessi þúsund manna bær státar af
fjölbreyttu skíðasvæði við allra hæfi, fallegum
hótelum, glæsilegum veitingastöðum, verslunum
og fallegu umhverfi.
Kláfur tengir skíðasvæðin Pinzolo og Madonna
svo auðvelt er að nýta sér bæði skíðasvæðin.
Innifalið, flug, gisting, flutningur á skíðabúnaði,
íslensk fararstjórn og innritaður farangur
22. - 29. JANÚAR
VERÐ FRÁ:138.900 KR.
á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með hálfu fæði
SKÍÐI
2022PINZOLO EÐAMADONNA
ÍSLENSK
FARARSTJÓRN OG
FLUTNINGUR Á
SKÍÐABÚNAÐI
INNIFALIÐ Í VERÐI
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Þriggja vikna loðnuleiðangri skipa
Hafrannsóknastofnunar lauk í gær.
Loðnu varð vart víða á svæðinu við
Austur-Grænland, mesti þéttleikinn
var um miðbik svæðisins, en minnst
fannst á svæðinu norðanverðu, sam-
kvæmt upplýsingum Guðmundar
Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávar-
sviðs. Á næstu dögum verður unnið
úr gögnum og ráðgjöf um veiðar eftir
áramót gæti legið fyrir seinni hluta
næstu viku.
Mælingar á loðnustofninum voru
unnar í samvinnu Íslendinga og
Grænlendinga, sem leigðu Árna
Friðriksson til þátttöku í verkefninu.
Árni Friðriksson, sem kannaði norð-
ursvæðið, kom til Hafnarfjarðar í
gær, en Bjarni Sæmundsson á mið-
vikudag. Að sögn Guðmundar gekk
leiðangurinn í heildina vel, en nokkr-
ar tafir urðu vegna veðurs á suður-
svæðinu. Alls sigldu rannsóknaskip-
in um sjö þúsund sjómílur í
leiðangrinum.
Meginmarkmiðið var mæling á
stærð veiðistofns loðnu sem ætla má
að komi til hrygningar í vetur og
mæling á magni ungloðnu, sem verð-
ur uppistaðan í veiðistofni 2023.
Mælingar á ungloðnu haustið 2020
leiddu til þess að gefinn var út upp-
hafskvóti fyrir vertíðina 2022 upp á
400 þúsund tonn.
Vísitala ungloðnu í leiðangrinum
fyrir ári var sú næsthæsta frá upp-
hafi slíkra mælinga. Ef ekki væri
varúðarnálgun í aflareglu upp á fyrr-
nefnd 400 þúsund tonn hefði upp-
hafskvótinn verið mun hærri.
Ráðgjöf um loðnu-
veiðar í næstu viku
- Loðnu varð víða vart á leitarsvæðinu
Loðnuleiðangur
Leiðarlínur rannsókna-
skipanna Bjarna
Sæmundssonar og
Árna Friðrikssonar
Heimild: Hafrannsóknastofnun
Bjarni Sæmundsson
Árni Friðriksson
ÍSLAND
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Kuml fannst í vikubyrjun í landi land-
námsjarðarinnar Fjarðar í Seyðis-
firði og voru bein af manni og hesti í
kumlinu. Hauskúpa mannsins var
nokkuð heilleg, en hluta af kumlinu
hefur verið raskað í aldanna rás og
bein manneskjunnar voru ekki öll á
sínum stað. Rónaglar eða bátasaum-
ar voru í kumlinu, einnig viðarleifar,
og síðdegis í gær fannst þar gripur
sem verður rannsakaður nánar, m.a.
röntgenmyndaður.
Ragnheiður Traustadóttir, forn-
leifafræðingur hjá Antikva, stjórnar
uppgreftri á staðnum og segir hún að
uppgreftri í kumlinu sé ekki lokið og
áfram verði haldið eftir helgi. Bein og
annað sem finnst í kumlinu verður
sent í margvíslegar greiningar, með-
al annars kolefnisrannsókn til að
skera úr um aldur.
Margvíslegar minjar
Ragnheiður segist telja líklegt að
kumlið sé frá miðri 10. öld og byggir
þá tímasetningu m.a. á gjóskulagi í
og við kumlið og afstöðu jarðlaga.
Hún telur kumlið ekki nægjanlega
ríkmannlegt til að það hafi geymt
Bjólf landnámsmann á Seyðisfirði.
„Það er óneitanlega spennandi og
alltaf merkilegt að finna kuml,“ segir
Ragnheiður. Alls eru þekkt hér á
landi um 400 kuml eða grafir úr
heiðnum sið. Kuml hefur ekki áður
fundist í Seyðisfirði, en það, ásamt
ýmsum minjum sem hafa verið grafn-
ar upp í sumar, eru þær elstu sem
fundist hafa þar.
Ragnheiður segir að við uppgröft-
inn hafi umfangsmiklar mannvistar-
leifar og minjar frá miðöldum og
landnámsöld komið í ljós sem m.a.
tengist sjósókn. Síðustu daga hafi
meðal annars fundist klébergsbrot og
perlur og vísbendingar séu um fleiri
minjar. Áfram verður grafið við
Fjörð út næstu viku og komi fleiri
spennandi minjar í ljós komi til
greina að halda áfram undir tjaldi inn
í veturinn.
Kumlið fannst í jaðri skriðu um 100
metra norðaustur af bæjarstæði
Fjarðar. Ragnheiður segir að þau
hafi fyrst talið að skriðan væri frá
forsögulegum tíma. Svo hafi ekki ver-
ið og undir henni fundist minjar frá
10. og 11. öld. Líklegt sé að skriðan sé
frá miðri tólftu öld, en aldur hennar
verður metinn nánar í næstu viku.
Grafið í gamlan bæjarhól
Í gær var m.a. unnið að því að fjar-
lægja móöskulag, sem að hluta var
undir skriðunni. Þarna fundust eld-
brenndir steinar og í framhaldi af því
sagðist Ragnheiður reikna með að
finna eldstæði og fleira.
Rannsóknirnar í Seyðisfirði eru
liður í undirbúningi að gerð snjó-
flóðavarna, sem að hluta munu fara
yfir rannsóknasvæði fornleifafræð-
inganna. Næsta sumar er áformað að
grafa í bæjarhól frá miðöldum sem
einnig var við landnámsjörðina
Fjörð.
Ljósmynd/Arthur Knut Farestveit
Uppgröftur Snædís Sunna Thorlacius og Jani Causevic hreinsa hauskúpuna í kumlinu í Seyðisfirði.
Alltaf merkilegt að finna kuml
- Maður og hestur í kumli sem fannst í Seyðisfirði - Líklegt að sé frá miðri 10. öld
Ljósmynd/Jani Causevic
Kuml Hauskúpa og mannabein á miðri mynd, hrossið sést vinstra megin.
Íbúðalánasjóður hafði betur gegn
hjónum í Héraðsdómi Reykjavíkur á
fimmtudag í máli er sneri að greiðslu
svokallaðra uppgreiðslugjalda.
Hjónin kröfðu Íbúðalánasjóð, sem
heitir ÍL-sjóður í dag, um 2.744.856
krónur. Héraðsdómur sýknaði sjóð-
inn af kröfum hjónanna.
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi uppgreiðslugjöld ólögleg í
nóvember í fyrra en Hæstiréttur
sneri þeim dómi við fyrr á þessu ári.
Nær til um 8.500 lántakenda
Uppgreiðslugjöld eru þau gjöld
sem Íbúðalánasjóður krafði lántak-
endur um þegar þeir greiddu upp
eða inn á lán sín. Mat héraðsdóms
var að slík gjaldtaka stæðist lög.
Í maí á þessu ári höfðu um 5,2
milljarðar króna verið innheimtir í
uppgreiðsluþóknanir og ógjaldfallin
uppgreiðslugjöld virkra lána stóðu í
um 3 milljörðum til viðbótar.
Málið allt nær til um 8.500 lántak-
enda og gæti það haft tugmilljarða
króna afleiðingar fyrir ríkið ef ein-
hvern veginn tekst að færa sönnur á
að uppgreiðslugjöld séu ólögleg.
Héraðsdómur Kveðinn var upp
dómur í málinu á fimmtudag.
ÍLS hafði
betur gegn
hjónum
- Uppgreiðslugjöld
undir í málinu