Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Ísland fór á dög- unum upp um fjögur sæti í ný- sköpunarvísitölu Alþjóðahug- verkastofnunar- innar (WIPO). Landið situr nú í 17. sæti. Staða Íslands á listanum hefur verið ólík milli ára og þannig féll landið úr 13. í 23. sæti árið 2018. Jón Gunnarsson samskiptastjóri Hugverkastofunnar segir frétt- irnar jákvæðar. Þær séu áhugavert innlegg í umræðu um stöðu og framtíð nýsköpunar hér á landi. „Þetta er vonandi til vitnis um að við séum að gera eitthvað rétt hér á landi. Þegar við féllum niður í 23. sæti um árið skapaðist umræða um stöðuna,“ segir Jón. Vísitalan er helsta nýsköpunar- vísitala heims, notuð af stjórnvöld- um og alþjóðastofnunum til að meta umfang og stöðu nýsköpunar. Upp um fjögur sæti - Ísland komið í 17. sæti hjá WIPO Jón Gunnarsson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu, segir útlit fyrir að verðbólga á erlendum mörkuðum muni skapa þrýsting á verðlag á Íslandi. „Það er engum greiði gerður með því að mála skrattann á vegginn. Við erum hins vegar raunsæ á stöðuna. Við horfum fram á fordæmalausar aðstæður en, eins og allir vita, hefur verðbólga á Íslandi í gegnum tíðina verið hærri en í nágrannalöndum okkar. Verðbólga í Bandaríkjunum er nú hærri en á Íslandi, eða 5,3%, og í Þýskalandi, landi stöðugleikans, er hún áþekk og hér og litlu minni í Bretlandi (3,2%) en hér (4,3%). Hráefnisverðið á uppleið Þetta er ný staða en Alþjóðabank- inn og alþjóðlegir greiningaraðilar eru sammála um að orsökin sé hinar gífurlegu hækkanir sem hafa verið og eru enn á öllum hrávörumörkuð- um. Þ.m.t. öllum lykilhráefnum til matvælaframleiðslu og öllum málm- um til iðnaðarframleiðslu,“ segir Andrés sem telur þetta hljóta að skapa þrýsting á verðlag hér á landi en flutningskostnaður milli heims- álfa hafi hækkað mikið (sjá graf). Það eigi sinn þátt í þessari þróun að stóru alþjóðlegu skipafélögin hafi lesið rangt í eftirspurn í faraldrinum og afskráð fjölda flutningaskipa og sent í brotajárn. Með því hafi fram- boðið af gámarými verið skert en eftirspurn eftir ýmsum vörum aukist mikið í faraldrinum vegna tímabund- inna breytinga á neyslumynstrinu. Röskunin hefur víðtæk áhrif Með hliðsjón af því að nær 30% af framleiðslu heimsins fari fram í Kína, og að þar séu sjö afkastamestu hafnir heims, hafi þessi röskun í sigl- ingum milli heimsálfa haft mikil áhrif. Sökum þess að verðbólgu- þrýstingurinn sé innfluttur, líkt og fulltrúar Seðlabankans hafi bent á, hafi bankinn ekki önnur tæki til að bregðast við því en að hækka vexti, með tilheyrandi afleiðingum. Spurður hvort innlend verslun hafi borð fyrir báru til að taka á sig hærra innflutningsverð, í ljósi kröft- ugrar eftirspurnar í faraldrinum, segir Andrés að samtökin tjái sig ekki um verðlagningu verslana. Hitt sé ljóst að með því að utanlandsferð- ir féllu niður frá mars í fyrra hafi eft- irspurn innanlands þess í stað aukist mjög mikið og verslun á Íslandi notið góðs af því. Verðbólguálagið á uppleið Agnar Tómas Möller, sjóðstjóri hjá eignastýringu Kviku banka, bendir á að verðbólguálag ríkis- skuldabréfa (sjá graf) hafi hækkað snarpt í aðdraganda kosninganna. Það endurspegli óvissu um þróun efnahagsmála með nýrri ríkisstjórn. Fari verðbólga af stað með óábyrgri hagstjórn muni Seðlabankinn þurfa að grípa í taumana og hækka vexti talsvert meira en ella. Verðbólguþróunin ytra sé áhyggjuefni þótt flest bendi til að hún gangi niður þegar líður inn á næsta ár. Erlendis sé mikið rætt um hversu mikill hluti af kostnaðar- hækkunum sé nú þegar kominn fram í verðlagi og hvað muni ganga til baka. Sem dæmi hafi kínverskir framleiðendur skilað litlum hluta hennar í verðlag til neytenda – hæg- ari vöxtur í kínverska hagkerfinu hafi sitt að segja um það. Varðandi þróunina hér heima hafi komið fram í síðustu Peningamálum Seðlabankans að innlend og innflutt verðbólga hafi verið að hjaðna en húsnæðisliðurinn orðið ráðandi í verðbólgunni. „Þessar verðhækkanir að utan munu leiða til eitthvað hærri verð- bólgu í haust en menn reiknuðu með í sumar,“ segir Agnar Tómas. Almennt hafi eftirspurnin í heim- inum verið að færast úr vörum yfir í þjónustu, eftir því sem dregur úr áhrifum faraldursins, og það muni vega á móti verðbólguþrýstingi. Hækkandi verð á hrávörum og fram- leiðsluvörum sé aðeins einn þáttur í flóknu púsluspili. Til dæmis hafi framleiðni verið að aukast á móti víða í faraldrinum. Gæti haft áhrif á væntingar Þá telur Agnar Tómas að nú gæti helst mikillar bjartsýni í hagspám en ekki sé útilokað að væntingar geti farið að dempast á ný þegar líður á veturinn. Meðal annars hafi ferða- þjónustan ekki tekið jafn hratt við sér og vonir stóðu til og vaxtahækk- anir Seðlabankans muni mögulega bíta „fast inn í óvissu vetrarins“. Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca Cola European Partners á Ís- landi, segir kostnað við gámaflutn- inga lítið hafa breyst innan Evrópu, enn sem komið er. Hann hafi hins vegar aukist mikið á lengri siglinga- leiðum. Til að mynda kosti nú allt að tvöfalt meira að flytja vín sjóleiðina til Íslands frá Suður-Ameríku. „Ef sú þróun heldur áfram sjáum við okkur ekki annað fært en að þurfa að hækka verð á þeim vínum umtalsvert,“ segir Einar. Flutningskostnaðurinn sé enda talsverður hluti af heildarkostnaði við vöruna á lengri leiðum. Mun vara fram á næsta ár Þá hafi verið skortur á áldósum frá byrjun ársins og Coca Cola á Ís- landi því þurft að leita annarra leiða til að fá dósir, á hærra verði. Vegna þessa hafi Coca Cola á Íslandi aukið framleiðslu á plastflöskum. Einar Snorri telur aðspurður að þetta ástand muni vara a.m.k. fram á mitt næsta ár. Varðandi framleiðsl- una á bjór fyrir norðan hafi fyrir- tækið getað tryggt sér dósir en á hærra verði. Það geti aftur smitast í smásöluverð. Erlendar verðhækkanir á leiðinni - Samtök verslunar og þjónustu segja ekki við öðru að búast en að erlend verðbólga hafi áhrif hér - Verðbólguálag á uppleið - Forstjóri Coca Cola á Íslandi segir innflutt vín geta hækkað mikið í verði Verðbólguálag ríkisskuldabréfa Frá júní 2021, fimm ára bréf 3,7% 3,5% 3,3% 3,1% 2,9% júní júli ágúst september Heimild: Kvika/ eignastýring 3,72% Shanghai-vísitalan yfir flutningskostnað Kostnaður við gámaflutninga frá janúar 2019 til júní 2021 Heimild: Reuters Eikon 2019 2020 2021 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 3.158 1.872 865819 25. september 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.46 Sterlingspund 177.45 Kanadadalur 102.15 Dönsk króna 20.4 Norsk króna 15.042 Sænsk króna 14.959 Svissn. franki 140.08 Japanskt jen 1.1766 SDR 183.73 Evra 151.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.6091 Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Höldur – Bílaleiga Akureyrar festi nýlega kaup á 70 Kia E-Niro rafbílum hjá bílaumboðinu Öskju. Um er að ræða stærstu einstöku kaup bílaleigu hér á landi á rafbílum, að sögn Krist- manns Freys Dagssonar, sölustjóra fyrirtækjasölu Öskju. Bílarnir sem eru með yfir 450 km drægi á rafmagni, við bestu aðstæður, verða notaðir bæði í langtímaleigu Hölds sem og í skammtímaleigu til viðskiptavina Hölds, að því er fram kemur í samtali Morgunblaðsins við Pálma Viðar Snorrason, aðstoðar- framkvæmdastjóra hjá Bílaleigu Akureyrar. Mikilvægur áfangi „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur þar sem við erum að stíga sí- fellt stærri skref í að auka hlutdeild rafknúinna ökutækja í okkar flota,“ segir Pálmi „Við erum núna með 240 rafbíla í notkun og 600 tengiltvinnbíla – alls 840 umhverfisvæna bíla. Okkar kolefnisspor fer því lækkandi með hverju ári. Á þessu ári höfum við auk- ið hlutdeild þessara bíla í okkar flota. Þeir hafa reynst okkur mjög vel bæði í rekstri og endursölu og notendur bílanna eru ánægðir,“ bætir Pálmi við. Askja, sem er umboðsaðili Kia, hef- ur á árinu að sögn Kristmanns aukið hlutdeild sína töluvert og er Kia nú önnur mest selda bíltegund landsins. Hlutfall raf- og tengiltvinnbíla af sölu Kia er á þessu ári um 45%. „Þetta hlutfall mun hækka töluvert á næsta ári. Við erum að fá mikið úr- val tengiltvinn- og rafbíla frá Kia – og nú er drægni tengiltvinnbíla orðin mun meiri en áður. Allir tengiltvinn- bílar frá Kia eru með drægni að lág- marki um 60 km miðað við bestu að- stæður og rafbílarnir komast lengst um 528 km. Auk þess koma fjórhjóla- drifnir bílar í lok ársins.“ Þróun orkugjafa til bílaleiga á Íslandi Hlutfall orkugjafa 2017-2021 Fjöldi eftir orkugjöfum 2017-2021 60% 40% 20% 0% Bensín Dísel Aðrir orkugjafar 2017 2018 2019 2020 2021 Heimild: Bílgreina- sambandið 2017 2018 2019 2020 2021 Samtals Bensín 4.231 3.485 2.806 859 1.365 12.746 Dísel 3.842 2.959 1.672 587 574 9.643 EV 23 22 39 130 217 431 Hybrid 32 156 164 265 1.038 1.655 PHEV 7 34 146 164 654 1.005 Vetni/gas/metan 20 3 23 52% 58% 49% 36% 15% 35% 7% 47% 1% Stærstu kaup bílaleigu - Höldur keypti 70 nýja rafbíla - Aukin hlutdeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.