Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 ✝ Jóhann Sæ- mundsson fæddist 16. október 1928 í Búðardal á Skarðsströnd, Dalabyggð. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Silfurtúni í Búðardal 4. sept- ember 2021. Foreldrar hans voru Sæmundur Guðmundsson og Margrét Jóhannsdóttir. Systkini Jóhanns eru: Lilja Lára, f. 1933, d. 1998, Kristján Finnur, f. 1937 og Grétar Sigmundur, f. 1943, d. 2020. Þann 22. október 1952 giftist Jóhann eiginkonu sinni, Jar- þrúði Ingibjörgu Kristjáns- dóttur, f. 10. sept. 1933, d. 18. okt. 2018. Foreldrar hennar voru Kristján Ó. Jóhannsson og Valgerður Hannesdóttir. Jó- hann og Jarþrúður eignuðust sjö börn, þau eru: 1) Kristján Valgeir, f. 2. júní 1954, d. 3. des. 1963, 2) Sæmundur Grétar, f. 23. janúar 1956, dætur Sæ- mundar og Jóhönnu B. Ein- arsdóttur: a) Kolbrún Rut, f. 1996 og b) Eyrún Harpa, f. 1984 (fósturdóttir Sæmundar), 3) Jó- hanna Björg, f. 9. okt. 1957, maki Guðbjörn Guðmundsson, þau í Búðardal og síðar að Ási í Laxárdal árið 1968 þar sem þau bjuggu allt til ársins 2014 er þau fluttu í Búðardal aftur. Bjuggu þau síðustu árin á Dval- arheimilinu Silfurtúni. Jóhann starfaði í 30 ár sem gjaldkeri og síðar skrifstofu- stjóri hjá Búnaðarbanka Íslands en auk þess lagði hann í gegn- um tíðina stund á ýmis önnur störf, s.s. smíðavinnu, vega- vinnu og sem ökukennari í rúm 20 ár. Auk þessa voru þau hjón- in með búskap til ársins 1984 og ráku einnig til lengri eða skemmri tíma sveitaverslun í Ási, gistiheimili í Búðardal og Saumastofuna Saum. Eftir að hefðbundinni starfsævi lauk lagði Jóhann stund á útskurð, rennismíði og ýmiss konar fönd- ur. Jóhann var mikill félagsmála- maður og starfaði hann mikið í félagsmálum alla tíð. Meðal fé- laga sem hann starfaði með og gegndi trúnaðarstörfum fyrir má nefna ungmennafélögin Stjörnuna og Ólaf Pá, UDN, Veiðifélag Laxdæla, Lands- samband veiðifélaga, Lions, Rauða krossinn, handverkshóp- inn Bolla og Félag eldri borgara í Dölum. Enn fremur starfaði Jóhann í ýmsum nefndum á veg- um sveitarfélagsins. Útför Jóhanns fer fram frá Staðarhólskirkju í dag, 25. sept- ember 2021, og hefst athöfnin kl. 14. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat börn þeirra: a) Björk, f. 1977, b) Ólöf Inga, f. 1980, c) Auður, f. 1984 og d) Guðmundur, f. 1997, 4) Margrét, f. 8. sept. 1960, maki Finnbjörn Gíslason. Börn Margrétar: a) Jóhann Ingi, f. 1980, b) Bjarni Marel, f. 1982 og c) Lísa Margrét, f. 1995, 5) Kristján Valgeir, f. 8. mars 1967, maki Svanhildur Halldórsdóttir, börn þeirra: a) Kristjana, f. 1990, b) Signý Rut, f. 1993 og c) Brynjar Óli, f. 1999, 6) Ingibjörg, f. 6. janúar 1969, maki Þórður Már Svav- arsson, börn þeirra: a) Þröstur Leó, f. 1991 og b) Sóley Rós, f. 1996, 7) Jarþrúður Hanna, f. 7. nóv. 1974, maki Freyr Jónsson, börn þeirra: a) Jón Bald, f. 2000, b) Jarþrúður Pálmey, f. 2000, c) Júlíus Már, f. 1986 (fóstursonur Jarþrúðar) og Þórarinn Ágúst, f. 1987 (fóstursonur Jarþrúðar). Barnabarnabörnin eru 20 tals- ins með fósturbörnum. Jóhann og Jarþrúður hófu búskap sinn að Skógum á Fells- strönd, Dalasýslu, bjuggu síðan að Neðri-Brunná og Litla-Múla í Saurbæ en árið 1965 fluttust Elsku pabbi. Það er skrítið að koma í Búð- ardal núna og vera ekki á leið í heimsókn til þín (ykkar) líkt og undanfarin rúm 40 ár. Það er margs að minnast frá þessum 60 árum sem við höfum verið sam- ferða, en þakklæti er mér samt efst í huga. Þakklæti fyrir að fá að fæðast í þennan heim sem dóttir ykkar mömmu og fá að njóta sam- vista við ykkur svona lengi. Þakk- læti fyrir hvað þið voruð alla tíð góðar fyrirmyndir fyrir okkur systkinin og afkomendur og að þið kennduð okkur að vera góð við hvert annað og koma af virðingu fram við alla í kringum okkur og mæta þeim sem jafningjar. Þakk- læti fyrir að þið kennduð okkur nýtni og nægjusemi og að fara vel með það sem við eigum. Þrátt fyrir mikla vinnu ykkar alla tíð höfðuð þið samt ætíð tíma til að taka þátt í því sem var á döf- inni hverju sinni, hvort sem það voru íþróttaviðburðir, menningar- viðburðir eða ferðalög. Kannski var það vegna þess að þið bjugguð alla tíð í litlu samfélagi þar sem allir skipta máli og fá að vera með. Minnisstæðar eru t.d. ferðir í Húsafell um verslunarmanna- helgar í kringum 1970, þátttaka í hátíðarhöldum 17. júní ár hvert, spilakvöld í veiðihúsinu, áramóta- brennur o.m.fl. Þið mættuð einnig á mörg Landsmót UMFÍ, enda varst þú mikill áhugamaður um næstum allar íþróttir fram á síð- asta dag. Það var ógleymanlegt að fara með ykkur í fyrstu utanlands- ferðina ykkar og að fara í tveggja vikna ferð um hálendi Íslands, í sumarbústaði og ýmislegt fleira. Að því ógleymdu að horfa með þér á kosningasjónvarp og fylgjast með nýjustu tölum, því er vel við hæfi að útför þín sé á kosninga- degi. Það er ótrúlegt að þú hafir ver- ið stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins alla tíð, ekki síst þegar horft er til þess hvernig sá flokkur hefur hagað sér undanfarin ár, því græðgi og að skara eld að eigin köku var ekki til í fari þínu. Þar sem allt sem þú tókst þér fyrir hendur fólst í því að koma góðu til leiðar með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Eins og sést best á því að þú stóðst að því að koma á fót saumastofu ásamt öðru góðu fólki til að skapa atvinnu og einnig að stofna ásamt fleirum fyrirtæki til að yfirtaka rekstur verslunar þegar Kaupfélagið varð gjald- þrota til að íbúar yrðu ekki versl- unarlausir. Þú fékkst aldrei nein laun eða aðra umbun fyrir vinnu- framlag þitt við þennan rekstur, en þú varst samt sáttur við að hafa getað orðið að liði. Það sama er að segja um handverkshópinn Bolla, Félag eldri borgara, uppbyggingu Eiríksstaða, söfnun muna fyrir Byggðasafnið, rekstur Veiði- félagsins, umsjón sjúkrabíla að ógleymdu ötulu starfi fyrir Lions í 55 ár. Ég er mjög þakklát fyrir að geta eytt mér þér mörgum góðum stundum síðustu mánuði. Það var gaman að geta farið með þér á landafundasýninguna í Leifsbúð í fyrra. Og síðan að sjá hvað þú varst glaður og ánægður að kom- ast á ættarmótið í Ási í sumar og hitta alla ættingja þína sem þar voru, enda vissir þú þá að þetta yrði þitt síðasta ættarmót. Takk fyrir samfylgdina og hvíl í friði elsku pabbi. Ég, Finnbjörn og börnin mín söknum ykkar mömmu mikið. Margrét Jóhannsdóttir. Jóhann Sæmundsson ✝ Áslaug Sigrún Sigurðardóttir fæddist í Hafnar- firði 23. desember 1929. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 3. september 2021. Foreldrar henn- ar voru Magnea Ingileif Símonar- dóttir og Sigurður Kristjánsson. For- eldrar Áslaugar byrjuðu að búa í Reykjavík og bjuggu þau með- ormur Vigfússon frá Neskaup- stað. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 15. júlí 2015. Þau kynntust meðan hann var í Sjó- mannaskólanum í Reykjavík, hann lauk námi með skipstjóra/ stýrimannaréttindi 1951. Áslaug fór svo til Kaupmannahafnar og vann þar í eitt ár. Saman áttu þau dreng, f. 1954, látinn, Magn- eu Sigríði, f. 1956, gift Guðjóni Sigmundssyni, þeirra dætur eru Tinna Björt, f. 1985 og Áslaug Sif, f. 1991. Yngri dóttir þeirra hjóna er Sigurbjörg Ásta, f. 1961, gift Svein Refsli. Dætur hennar eru Evin Sigrún, f. 1984 og Helin Ásta, f. 1987. Evin á börnin Lilju, f. 2014 og Björn, f. 2016 Útför hennar hefur verið gerð í kyrrþey. al annars í Víðinesi, Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd og í Hafnarfirði. Systkini hennar voru Kristján, f. 1931, látinn, Ás- mundur, f. 1932, látinn, stúlka, f. 1938, látin, Finnur, f. 1939, Finnbogi, f. 1941, Símon, f. 1943, og Ástráður, f. 1945. Maður Áslaugar var Gutt- Mamma fór í húsmæðraskól- ann á Blönduósi, þar sem mikið var brallað miðað við bréfin frá vinkonum hennar frá þessum tíma. Eftir að hún kynntist pabba bjuggu þau á Akranesi í örfá ár, en fluttust svo til Hafn- arfjarðar, þar sem hún bjó það sem eftir var ævinnar. Mamma var mikil sauma- kona og saumaði oft kjóla og dragtir á sig sjálfa og okkur systur. Við systurnar neituðum mjög fljótt að vera í heima- saumuðum fötum. Hún saum- aði stundum eins föt á barna- börnin. Mamma vann um stund sem saumakona en lærði svo snyrtifræði. Hún vann á snyrti- stofum í Reykjavík og Hafnar- firði, einnig opnaði hún snyrti- stofu á Álfaskeiði 105 í Hafnarfirði þegar þau fluttu þangað í 1967. Mamma og pabbi áttu sum- arbústað fyrir austan fjall, þar áttu þau margar góðar stundir saman. Pabbi plantaði trjám meðan mamma sá um blómabeð- in. Við áttum þar margar góðar stundir með þeim. Barnabörnin höfðu mikið gaman af að heim- sækja þau þangað. Alltaf var eitthvað fyrir þær að gera, hvort sem það var í rólunum og sand- kassanum sem afi þeirra bjó til handa þeim eða að labba um lóð- ina með afa og sjá hvar öll fugla- hreiðrin voru. Mamma elskaði að ferðast bæði innanlands og erlendis, saman ferðuðust þau pabbi til Englands, en aðallega til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Þau fóru oft til Línu mágkonu hennar mömmu í Dan- mörku og til Sigurbjargar sem býr í Noregi. Elsku mamma, takk fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Magnea Sigríður Guttormsdóttir og Sigurbjörg Ásta Guttormsdóttir. Áslaug Sigrún Sigurðardóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Okkar ástkæra HERDÍS Þ. SIGURÐARDÓTTIR, Garðarsbraut 2, Húsavík, lést laugardaginn 18. september á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Húsavík. Útför fer fram frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 29. september klukkan 14. Óli Halldórsson Halldór Tumi Elín Anna Sigurður Búi Brynjúlfur Nóri Anna María Karlsdóttir Sigurður Brynjúlfsson Herdís Þ. Arnórsdóttir og aðrir aðstandendur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR RÓSINKRANS GUÐNASON, Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu 10. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Gunnar Ólafsson Birgir Ólafsson Jónína Ásbjörnsdóttir Anna Kristín B. Jacobsen Eiríkur Fannar Jónsson Katrín Birgisdóttir Bjarki Þór Ingimarsson Ólafur Egill Birgisson Okkar ástkæra eiginkona, móðir og tengdamóðir, ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 3. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjartadeildar Landspítalans fyrir einstaka alúð og umhyggju. Guðmundur Helgason Friðrik Helgi Guðmundsson Rebekka Rún Oddgeirsdóttir Elskuleg móðir mín og amma, BIRNA S. ÓLAFSDÓTTIR lést á heimili sínu miðvikudaginn 22. september. Einar Viðar Gunnlaugsson Ásta Halldórssdóttir Birkir Einarsson Silfá Björk Jónsdóttir Fanney Gunnlaugsdóttir Ástkær faðir okkar, bróðir og afi, SIGURBJÖRN BLÖNDAL SIGURBJÖRNSSON, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 21. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 7. október klukkan 13. Ari Blöndal Sigurbjörnsson Sandra Dögg Einarsdóttir Páll Blöndal Sigurbjörnsson Elfa Dís Austmann Sigurður Sigurbjörnsson Hafdís Ingimundardóttir Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir Sigurður Eyþórsson Hafþór Sigurbjörnsson Erla Magnúsdóttir Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir og barnabörn MAGNÚS ÓLAFUR EINARSSON lést föstudaginn 10. september. Útför hans fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 28. september klukkan 13. Aðstandendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.