Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 WWW.ASWEGROW.ISUMHVERFISVÆN ÍSLENSK HÖNNUN Guðni Einarsson gudni@mbl.is Allir munir Miðgarðakirkju gjöreyðilögð- ust þegar kirkjan brann til grunna 21. september. Ítarleg umfjöllun um kirkjuna og gripina er í Kirkjum Íslands, 9. bindi. Tryggingar flestra kirkna eru á forræði sóknanna. „Hver sókn er sjálfstæð fjárhags- og stjórnunareining,“ sagði séra Kristján Björnsson, vígslu- biskup í Skálholti. „Kirkjur eru flestar tryggðar samkvæmt brunabótamati og það er frekar lágt.“ Kristján segir að kirkjugripir séu yfir- leitt ekki tryggðir sér- staklega. Einstaka sinnum eru þó dýrir gripir, eins og t.d. pípuorgel, tryggðir. Það er ekki síst ef til þeirra hefur verið safnað. Eins krefjast lánveitendur stund- um sérstakra trygginga þegar lánað er til kirkjubyggingar eða orgelsmíði. Friðlýstar kirkjur eru á þriðja hundrað og allmargar þeirra sóknarkirkjur. Krist- ján sagði að oft hafi fámennar eða mann- lausar sóknir verið sameinaðar öðrum. Þá fær sameinuð sókn í fangið gamla kirkju eða kirkjur tryggðar skyldutryggingu. Nokkrar bændakirkjur eru í einkaeigu, en þeim hefur fækkað. Þannig var t.d. bændakirkjan Grundarkirkja í Eyjafirði afhent söfnuðinum. Tvær kirkjur eru í eigu ríkisins, Þingvallakirkja og Hóla- dómkirkja. Skálholtsdómkirkja og allar fasteignir í Skálholti eru eign þjóðkirkj- unnar. Söfnun fyrir kirkju í Grímsey Kristján hvetur landsmenn til að styðja byggingu nýrrar kirkju í Grímsey í stað þeirrar sem brann með framlagi til sókn- arinnar. „Ég mæli með kr. 10.000 á mann því það er nálægt því sóknargjöld ein- staklings í eitt ár, eitt sóknarbarn til liðs- auka í Miðgarðasókn!“ skrifaði Kristján á Facebook-síðu sinni. Reikningsupplýs- ingar sóknarinnar eru banki 565-04- 250731 og kt. 460269-2539. Ljósmynd/Kirkjur Íslands Söngtafla Skorin út og máluð af Einari Einarssyni djákna. Hann skar út og gaf kirkjunni fleiri gripi. Ljósmynd/Kirkjur Íslands Altarisstjaki Annar af tveimur stjökum sem Átthagafélag Siglu- fjarðar gaf kirkjunni á 20. öld. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Prestatal Í kirkjunni var skjöld- ur með nöfnum sóknarpresta sem sátu í eynni og þjónuðu þar. Ljósmynd/Kirkjur Íslands Ljósahjálmur Þrír ljósahjálmar voru í kirkjunni. Sá elsti var keypt- ur fyrir árið 1884. Kirkjur eru flestar lágt tryggðar - Allt gjöreyðilagð- ist þegar Miðgarða- kirkja brann Ljósmynd/Kirkjur Íslands Altaristaflan Arngrímur Gíslason málari frá Skörðum í Þingeyjarsýslu málaði alt- aristöfluna árið 1879 eftir frægu málverki Leonardo da Vinci af kvöldmáltíðinni. Ljósmynd/Kirkjur Íslands Prédikunarstóll Hann var úr gömlu torfkirkjunni. Á honum var útskorin mynd eftir Einar Einarsson djákna í Grímsey. Snorri Guðvarðsson málarameistari málaði stólinn 2002. Ljósmynd/Kirkjur Íslands Ljósakróna Leifar af gömlum ljósa- hjálmi sem geymdur var á kirkjulofti Miðgarðakirkju. Séra Kristján Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.