Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
Mjög sterkur svitalyktaeyðir,
hannaður til að koma í veg
fyrir svita og svitalykt hjá
einstaklingum með
ofvirka svitakirtla.
Skilar frábærum árangri.
MAXIMUM5
SVITASTOPPARI
Sölustaðir: Apótek
„NENNIR EINHVER AÐ LÁTA NÝJA GAURINN
VITA AÐ ÉG ER BÚINN AÐ FINNA JAKKANN
HANS.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að þora að stíga
skrefið.
MÝSLURNAR ERU AÐ
HALDA BARNAAFMÆLI
OG ÞÆR SPÖRUÐU
EKKERT TIL
HOPPUKASTALAR ERU
EKKI ÓDÝRIR
VÚÚÚ
húúú!DO J NG
DO J NG
DO J NG
DO J NG
DO J NG
DO J NG
DO J NG
DO J NG
DO J NG
DO J NG
DO J NG
DO J NG
HÆ, STRÁKAR!FINNST ÞÉR EKKI FRÁBÆRT
ÞEGAR NÝFALLINN SNJÓR
HYLUR ÞAÐ HVAÐ BÆRINN ER
SKÍTUGUR?
SÖLVI SÓÐI!
MIKIÐ ER GOTT AÐ
SJÁ ÞIG!
NEI! MIG
VERKJAR Í
AUGUN VEGNA
OFBIRTU!
„ÆTLARÐU AÐ HALDA ÁFRAM AÐ
MISÞYRMA PRIKINU EÐA VILTU AÐ ÉG
SEGI ÞÉR HVAÐ ER RAUNVERULEGA AÐ
HRJÁ ÞIG?“
morgnum stóran hluta ársins á skrif-
stofu KGRP.“
Fjölskylda
Eiginkona Þórsteins er Elsa Guð-
mundsdóttir, f. 25.4. 1951, fyrrver-
andi bankaritari. Þau gengu í hjóna-
band 15.8. 1971 og áttu því gullbrúð-
kaup í ágúst sl. Þau búa í Hlíðunum í
Reykjavík. Foreldrar Elsu voru
Svanhildur Ólöf Eggertsdóttir, f.
28.8. 1931, d. 21.3. 2009, húsmóðir á
Siglufirði, og Guðmundur Óli Þor-
láksson, f. 21.6. 1928; d. 29.11. 1977;
húsasmíðameistari og tónlistarmaður
á Siglufirði. Þau voru gift en skildu.
Dætur Þórsteins og Elsu eru 1)
Svanhildur Ólöf, f. 8.10. 1969, deildar-
stjóri, býr í Reykjavík, maki: Gestur
Hreinsson, fer með umsjón fasteigna;
2) Herdís, f. 16.6. 1974, kennari, býr í
Reykjavík, maki: Sturlaugur Þór
Halldórsson, framkvæmdastjóri og
jógakennari; 3) Guðný, f. 4.3. 1980,
sérfræðingur, býr í Reykjavík, sam-
býlismaður: Birkir Pálsson þroska-
þjálfi; 4) Valý Ágústa, f. 16.12. 1983,
verkefnastjóri, býr í Reykjavík, maki:
Ingimar Hólm Guðmundsson leikja-
forritari. Barnabörnin eru þrettán
talsins og eitt barnabarnabarn.
Systkini Þórsteins eru Guðrún
Briem, f. 12.9. 1950, félagsfræðingur,
býr í Reykjavík; Helga Valý, f. 28.8.
1953, hjúkrunarfræðingur, býr í
Hafnarfirði; Lárus, f. 30.10. 1954,
læknir, býr í Reykjavík; Ragnheiður
Jensína, f. 5.4. 1956, hjúkrunarfræð-
ingur, býr í Reykjavík; Halldóra
Anna, f. 16.9. 1964, húsmóðir á
Kjalarnesi.
Foreldrar Þórsteins voru hjónin
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, f. 15.6.
1927; d. 26.6. 2005, sóknarprestur og
prófastur í Reykjavík, og Herdís
Helgadóttir, f. 10.7. 1928; d. 19.1.
2017, deildarhjúkrunarfræðingur í
Reykjavík. Þau voru gift í 54 ár.
Þórsteinn
Ragnarsson
Sr. Arnór Jóhannes Þorláksson
sóknarprestur á Hesti í Andakíl, Borgarfirði
Guðrún Elísabet Jónsdóttir
húsfrú á Hesti
Lárus Arnórsson
sóknarprestur á Miklabæ í Blönduhlíð, Skagafirði
Jensína Björnsdóttir
var alla tíð búsett á heimili
sonar síns og tengdadóttur
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson
sóknarprestur og
prófastur í Reykjavík
Sr. Björn Jónsson
sóknarprestur og prófastur
á Miklabæ
Guðfinna Jensdóttir
húsfrú á Miklabæ
Ólafur Jóhannsson
farandkennari í Skagafirði
Guðlaug Kristrún Guðnadóttir
hagyrðingur í Skagafirði og
Reykjavík
Helgi Ólafsson
kennari á Akureyri og í Reykjavík
Valý Þorbjörg Ágústsdóttir
húsmóðir á Akureyri og í Reykjavík
Ágúst Benediktsson
veitingamaður í Reykjavík
Halldóra Halldórsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Úr frændgarði Þórsteins Ragnarssonar
Herdís Helgadóttir
hjúkrunardeildarstjóri
í Reykjavík
Gátan er sem endranær eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Lítið, kringlótt ílát er.
Úr henni fæ tóbakskorn.
Ölkær þykir þessi ver.
Þetta skip er lélegt horn.
Guðrún B. á þessa lausn:
Að tæma byttu tekst vel henni,
af tóbaksbyttu snusar.
Þó fyllibyttan fallvölt renni,
á floti á byttu krusar.
Karl að norðan svarar:
Í byttu alltaf blekið hef.
Í byttu er tóbak fyrir nef.
Byttu drukkna er bágt að sjá.
Byttan vaggar úti á sjá.
Baldur leysir gátuna þannig:
Tóbaksbyttan bros mér ljær;
úr byttu penninn drekkur;
fyllibyttan fórst í gær;
fúna byttan sekkur.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Í byttu smárri blekið er.
Úr byttu fæ mér tóbakskorn.
Bytta þykir þessi ver.
Þessi bytta er lélegt horn.
Þá er limra:
Í tófuleit Skarphéðinn skytta
og Skjöldólfur fyllibytta
skolla fundu,
skothvellir drundu
og Skjöldólfi tókst að hitta.
Og síðan er ný gáta eftir Guð-
mund:
Regnið bylur rúðum á,
rís ég brátt úr fleti,
gátu þarf að ganga frá,
getur hér að líta þá:
Þessi er um borð í bát.
Býsna langur tími.
Fólk,er sér hann, fer með gát.
Fljót á miklu stími.
Björn hét maður og kallaður
Langi-Björn, fjarska hár vexti en
ónytjumaður og þungur til vinnu.
Um hann var eitt sinn kveðið:
Björn er rekinn burt frá oss
býsna smátt þó feti,
þungan hefur á herðum kross,
hann er nefndur leti.
Mývargurinn er hin mesta plága í
Mývatnssveit. Um hann kvað Sig-
mundur Árnason (Blót-Sigmundur)
á Vindbelg:
Af öllu hjarta eg þess bið
andskotann grátandi,
að flugna óbjarta forhert lið
fari í svarta helvítið.
Gömul vísa að lokum:
Hugsaðu ekki um himininn
hvar hann muni vera.
Handa þér mun heimurinn
hafa nóg að gera.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Bytta er margrætt orð