Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
Kjarval
Frumsýning
í dag
borgarleikhus.is
Tryggðu þér miða
Popúlistar í framboði draga al-
mennt ekki af sér þegar kosn-
ingar nálgast. Þá er öllu tjaldað til.
Viðreisn fullyrðir til dæmis að út-
gjaldaloforð flokksins séu „full-
fjármögnuð“,
aðallega af því
að flokkurinn
segist geta auk-
ið hagvöxt og
lækkað vaxta-
kostnað ríkisins.
Þetta er aug-
ljóslega hrein
sýndarmennska
og þeir sem setja svona lagað fram
telja eflaust að enginn skoði hvaða
forsendur búa að baki fullyrðing-
unum.
- - -
Þá eru flokkar sem láta eins og
hér á landi sé bullandi ójöfn-
uður þegar staðreyndin er sú að
bæði eignir og tekjur eru hér með
allra jafnasta móti. Tekjujöfnuður
til að mynda meiri en annars staðar
á Norðurlöndum, sem segir allt sem
segja þarf.
- - -
Þrátt fyrir þetta er þess krafist
að skattkerfinu verði beitt af
enn meiri hörku til að auka jöfnuð.
Vandinn við það er hins vegar sá,
að þeir sem eru í fimm lægstu
tekjutíundunum, sem sagt helm-
ingur fólks, greiða 1% af heildar-
tekjuskatti ríkisins, eins og Halldór
Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri SA, benti á í grein í
Viðskiptablaðinu í vikunni.
- - -
Og þeir sem eru í efstu tekju-
tíundinni greiða helming alls
tekjuskattsins. Augljóst er af þessu
að skattkerfinu er þegar beitt mjög
í því skyni að ná fram jöfnuði og
fráleitt að halda öðru fram.
- - -
En popúlistarnir láta það ekki á
sig fá og réttlæta eflaust
rangfærslurnar með því að tilgang-
urinn helgi meðalið.
Popúlistar í
kosningabaráttu
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Tilkynnt var um nokkur þjófn-
aðarmál til lögreglunnar á Suð-
urnesjum í vikunni, m.a. á lömpum
úr gróðurhúsi. Þá var brotist inn í
vinnuskúra og verkfærum stolið.
Ökumaður missti stjórn á bifreið
sinni á Sandgerðisvegi með þeim
afleiðingum að hún hafnaði úti í
móa. Hann slapp ómeiddur.
Nokkrir ökumenn voru svo kærð-
ir fyrir of hraðan akstur.
Endaði úti í móa
Innkaupa- og framkvæmdaráð hefur
samþykkt að taka tilboði lægstbjóð-
anda í tryggingar Reykjavíkurborg-
ar og tengdra fyrirtækja. Sjóvá-Al-
mennar hf. áttu lægsta tilboðið.
Sáralítill munur var á tveimur
lægstu tilboðunum.
Þegar tilboð voru opnuð 14. sept-
ember sl. kom í ljós að Sjóvá-Al-
mennar hf. buðu rúmar 706 milljón-
ir, Vátryggingafélag Íslands hf.
rúmar 1.368 milljónir og Trygginga-
miðstöðin hf. rúmar 1.572 milljónir.
Við yfirferð voru tilboð endur-
reiknuð og komu í ljós mistök við
framsetningu Sjóvár á þann veg að
opinber gjöld vegna brunatrygginga
reiknuðust ekki inn í samtölu tilboðs
og var tilboðið leiðrétt til samræmis.
Í tilboði VÍS voru villur í samtölum,
sem einnig voru leiðréttar miðað við
forsendur útboðsins.
Tilboð Tryggingamiðstöðvarinnar
var óbreytt eftir yfirferðina. Tilboð
VÍS lækkaði í krónur 1.330.075.169
en tilboð Sjóvár hækkaði í krónur
1.328.964.762. Ekki munaði nema
rúmri milljón Sjóvá í vil og var til-
boði tryggingafélagsins tekið, að til-
lögu verkefnisstjóra trygginga.
„Sjóvá er lægstbjóðandi og telst
einnig uppfylla þær kröfur sem
gerðar voru til lægstbjóðanda um
hæfi og framlagningu gagna og fjár-
hagsskoðun hefur verið framkvæmd
af innkaupaskrifstofu Reykjavíkur-
borgar,“ segir í niðurstöðu verkefn-
isstjórans. sisi@mbl.is
Lítill munur á
lægstu tilboðum
- Reikniskekkja í tveimur tilboðum
Morgunblaðið/Eggert
Jón Bernódusson, verk-
fræðingur hjá Sam-
göngustofu, lést á Land-
spítalnum Fossvogi sl.
miðvikudag af völdum
hjartabilunar.
Jón fæddist í Vest-
mannaeyjum 18. febrúar
1952. Foreldrar hans
voru Aðalbjörg Jóhanna
Bergmundsdóttir hús-
móðir og verkakona og
Bernódus Þorkelsson
skipstjóri.
Jón varð stúdent frá
Menntaskólanum við
Hamrahlíð 1974 og fór þá til náms í
skipaverkfræði við háskólann í Ro-
stock í Austur-Þýskalandi. Árið 1979
fluttist hann til Vestur-Berlínar og
var þar í framhaldsnámi og við rann-
sóknir í straumfræði fram til 1990 er
hann kom heim. Fyrst starfaði hann
sem skipaverkfræðingur hjá fyrir-
tækinu Atlas, en var 1998 ráðinn til
Siglingamálastofnunar og vann þá
m.a. að umhverfisvernd í siglingum
með rannsóknum sínum
um orkuskipti í skipum.
Við sameiningu 2013
varð stofnunin hluti af
Samgöngustofu og þar
starfaði Jón til æviloka.
Hann var fagstjóri rann-
sókna, þróunar og
greiningar. Sérsvið hans
síðari ár voru rann-
sóknir á nýtingu repju
til framleiðslu lífrænnar
olíu til manneldis og sem
eldsneyti og var hann í
forsvari fyrir mörgum
rannsóknarverkefnum á
þeim vettvangi. Hans síðasta verkefni
var að semja skýrslu starfshóps um
ræktun og framleiðslu úr orkujurtum
sem afhent var samgönguráðherra
fyrr í mánuðinum. Átti það málefni
hug hans allan.
Kona Jóns er Martína Bernódus-
son tryggingalæknir. Þau eiga tvær
dætur, Maríu Láru lækni sem er í
sérfræðinámi í Sviss og Aðalbjörgu
Jóhönnu sálfræðing í Frankfurt.
Andlát
Jón Bernódusson