Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
THERE’S A LITTLE HERO INSIDE US ALL
RYAN REYNOLDS – JODIE COMER – TAIKA WAITITI
GEGGJUÐ NÝ GRÍNMYND
FRÁBÆR NÝ MYND FRÁ MARVEL STUDIOS
MYND SEM ALLIR VERÐA AÐ SJÁ Í BÍÓ
SIMU LIU AWKWAFINA WITHMICHELLE YEOH ANDTONY LEUNG
92%
KOMIN Í BÍÓ
T H E T E L E G R A P H
T H E G U A R D I A N
E M P I R E
TOTA L F I L M
90%
T
itill kvikmyndarinnar
Minari er fenginn frá
plöntu sem er upprunnin í
Austur-Asíu og þekkt sem
vatnasteinselja eða vatnanípa á
íslensku. Í Minari fær plantan tákn-
ræna merkingu þar sem hún verður
sterkari á öðru vaxtarári sínu eftir að
hafa dáið í lok þess fyrsta og endur-
fæðst. Þessi hugmynd um dauða og
endurfæðingu er áberandi stef í kvik-
mynd Chung sem segir frá kóreskri
fjölskyldu á níunda áratug tuttugustu
aldar. Hjónin Jacob (Steven Yeun) og
Monica (Yeri Han) flytja til Arkansas
ásamt börnum sínum tveimur, David
(Alan S. Kim) og Anne (Noel Cho), til
þess að byrja nýtt líf, endurfæðast.
Þetta er ákvörðun sem Jacob tekur
upp á sitt eindæmi. Hann telur að
með því að byggja frá grunni bónda-
býli á nýrri lóð sinni geti hann orðið
að þeim manni sem hann telur sig
þurfa að vera fyrir fjölskylduna.
Þrátt fyrir að segja sögu fjölskyldu
innflytjenda í bandarísku samfélagi
dvelur leikstjórinn ekki sérstaklega
við það heldur beinir sjónum sínum
almennt að mannlegum samskiptum
og kemur ekki til móts við væntingar
áhorfenda sem bíða eftir að
kynþáttafordómar skíni í gegn.
Fyrsta og eina augljósa rasíska
athugasemdin í myndinni hljómar í
messu þar sem lítill drengur spyr
David af hverju hann sé með flatt
andlit. Eftir samtalið verða David og
drengurinn bestu mátar. Leikstjór-
inn leggur þannig ekki sérstaka
áherslu á að um sé að ræða fjölskyldu
innflytjenda heldur er þetta fremur
sígild saga af fjölskyldu sem er að
reyna að lifa af og elta uppi ameríska
drauminn.
Hugmyndin um ameríska draum-
inn kemur snemma fram í myndinni.
Þeir feðgar, Jacob og David, sitja
fyrir utan verksmiðjuna þar sem þau
hjónin vinna við að flokka hænsn eftir
kyni. David bendir á brennslustöð
verksmiðjunnar og spyr föður sinn
hvaða tilgangi hún þjóni. Jacob svar-
ar án þess að hika að þangað sé karl-
fuglunum fleygt af því að það séu
engin not fyrir þá; þeir verpi ekki
eggjum. Þessi setning endurspeglar
hugmyndir Jacobs um sjálfan sig og
sem föður. Hann finnur sig þving-
aðan til þess að framfleyta fjölskyld-
unni og bjóða henni upp á betra líf.
Jacob gengur út frá hugmyndum
Bandaríkjamanna um velgengni í
stað þess að spyrja hvað það sé sem
fjölskyldan raunverulega þarf. Til
þess að uppfylla drauminn er hann
reiðubúinn til þess að gera hvað sem
er, jafnvel þó það gæti kostað hann
fjölskylduna. Á meðan Jacob eyðir
öllum klukkustundum sínum í garð-
inum, ásamt hinum ógleymanlega
vini sínum og nágranna Paul (Will
Patton), fyrrverandi hermanni úr
Kóreustríðinu og trúarofstækis-
manni, veltir Monica fyrir sér hvort
hjónaband þeirra Jakobs sé dautt.
Snemma í sögunni fær Monica
Jacob til þess að samþykkja að móðir
hennar flytji frá Suður-Kóreu og inn
á heimilið. Amman, sem Yuh-Jung
Youn leikur listilega, stelur allri
athygli áhorfandans og samband
hennar við David gefur myndinni
gáskafullan blæ. Þess má geta að fyr-
ir leik sinn í myndinni vann Yuh-
Jung Youn til Óskarsverðlauna fyrir
besta leik í aukahlutverki kvenna.
Amman kemur færandi hendi með
afleggjara af vatnanípu og gróður-
setur þar sem hún telur að plantan
geti best vaxið sjálfstætt. Þessi
endurfædda jurt ögrar Jacob sem
hefur unnið að því allt sumarið að
rækta grænmeti. Jacob er fangi hug-
mynda sinna en amman fylgir takti
umhverfisins og öðlast þannig lækn-
ingamátt sem græðir hjartasár fjöl-
skyldunnar.
Lee Isaac Chung ólst sjálfur upp á
litlum sveitabæ í Arkansas. Minari er
í raun byggð að hluta til á bernsku
leikstjórans og mætti líkja kvik-
myndinni við minningarskírn sem
framkallar blendnar tilfinningar
sorgar og ástar hjá leikstjóranum og
um leið áhorfendum. Ástin birtist
skýrast í óvæntu sambandi ömm-
unnar og Davids. Það er þó sorgin
sem Chung tekst að framkalla með
áhrifaríkustum hætti en hana má
meðal annars finna sterkt í atriðinu
þar sem börnin kasta pappírsskutlu í
átt að foreldrum sínum sem eru að
rífast. Á skutluna hafa þau skrifað
„ekki rífast“.
Minari var frumsýnd á Sundance-
kvikmyndahátíðinni í byrjun síðasta
árs og vann þar til tvennra verðlauna.
Hún er á lista American Film Insti-
tute (AFI) yfir tíu bestu kvikmyndir
ársins 2020 og hlaut sex tilnefningar
til Óskarsverðlauna núna í vor, þar á
meðal fyrir bestu mynd og bestu leik-
stjórn. Það kemur ekki á óvart;
Minari er vel heppnuð og mannleg
kvikmynd sem dregur upp sannferð-
uga mynd af samskiptum innan fjöl-
skyldna og flóknum tengslum hennar
við umhverfið. Þetta er mynd sem
kvikmyndaunnendur ættu ekki að
láta fram hjá sér fara.
Að deyja og endurfæðast
Mannleg Minari er vel heppnuð og mannleg kvikmynd sem dregur upp sannferðuga mynd af samskiptum innan
fjölskyldna og flóknum tengslum hennar við umhverfið, að því er fram kemur í gagnrýni.
Bíó Paradís
Vatnanípa/ Minari bbbbn
Leikstjórn: Lee Isaac Chung. Handrit:
Lee Isaac Chung. Aðalleikarar: Steven
Yeun, Yeri Han, Yuh-Jung Youn, Alan S.
Kim og Noel Cho. Bandaríkin, 2020. 115
mín.
JÓNA GRÉTA
HILMARSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Streymisveitan Netflix hefur keypt
höfundarréttinn að öllum bókum
Roalds Dahl af fjölskyldu höfund-
arins. Netflix mun því framvegis
stjórna allri útgáfu bókanna og kvik-
myndaaðlögunum. Í frétt um málið á
vef BBC kemur fram að samning-
urinn feli í sér að fyrirtækið The
Roald Dahl Story Company, sem
Luke Kelly, barnabarn Dahl, stýrir
og áður var í eigu fjölskyldunnar og
starfsfólks, verður deild hjá Netflix.
Heildartekjur The Roald Dahl Story
Company vegna höfundar-
réttargreiðslna námu árið 2019 sam-
tals 26 milljónum sterlingspunda
sem jafngildir rúmlega 4,6 millj-
örðum íslenskra króna.
Í sameiginlegri yfirlýsingu sem
Kelly og Ted Sarandos, forstjóri
Netflix, sendu frá sér kemur fram að
þeir séu að „sameina krafta sína til
að miðla sumum af ástsælustu sög-
um heims til núverandi og komandi
aðdáenda á nýjan skapandi hátt.“
Samkomulagið nú byggist á grunni
samkomulags sem fjölskylda Dahl
og Netflix gerðu 2018 sem heimilaði
streymisveitunni að búa til teikni-
myndir byggðar á bókum höfund-
arins. Samkvæmt því samkomulagi
vinnur Taika Waititi um þessar
mundir að þáttagerð sem byggist á
sögunni um Kalla og súkkulaði-
verksmiðjuna auk þess sem Sony og
Working Title vinna að aðlögun á
söngleiknum Matthildi. „Þessi verk-
efni opnuðu augu okkar fyrir enn
metnaðarfyllra samstarfi – gerð ein-
staks sköpunarverks sem nær yfir
teiknimyndir og leiknar kvik- og
sjónvarpsmyndir, bókaútgáfu, leiki,
leiksýningar, varning og meira,“ er
haft eftir Kelly og Sarandos.
Netflix kaup-
ir réttinn að
bókum Dahl
Rithöfundur Roald Dahl lést 1990.