Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 Á sínu gullna skeiði hefur Ásta Sigurðardóttir bor- ið af öllum. Klárust, orð- heppnust, flinkust, frökk- ust, fallegust. Hreinlega best í öllu. Síðast en ekki síst nútímalegust. Hvernig gat það eiginlega gerst? Kotbóndadóttir úr Kolbeinsstaða- hreppnum, alin upp á Eddukvæð- um og brennisteinsríkari hlutum Biblíunnar með skyrinu og slátr- inu. Og hvernig gat svo hitt gerst; að allir þessir mannkostir og möguleikar brynnu upp og koðn- uðu síðan niður? Hvorki lífeðlis- fræðilegar tilgátur um alkóhólfíkn, inngróið samfélagslegt óréttlæti um miðja síðustu öld né sálfræði- kenningar um afleiðingar sífellds umtals og fordæmandi gláps full- nægja okkur. Kannski viljum við bara fá að syrgja í friði allar sög- urnar sem aldrei voru skrifaðar, óristu dúkana og hversdagslegu lífshamingjuna sem stundum virð- ist vera innan seilingar og okkur langar svo að hefði getað orðið hlutskipti hennar. Leikverk og sýning Ólafs Egils Egilssonar ætlar sér ekki að leysa neinar af þessum gátum. Nema kannski með því að leggja spilin á borðið enn einu sinni og leyfa okk- ur að horfa á mynstrið myndast. Rifja upp fyrir þeim sem þekkja og kynna magnaðan kima fyrir hinum. Verkið byggir á heimildarvinnu og rannsóknum, lestri smásagnanna og annarra texta Ástu, grúski í bréfum og opinberum skjölum og viðtölum við fólk. Vafalaust hafa þau Ólafur Egill og Andrea Elín Vilhjálmsdóttir dramatúrg haft mikinn stuðning af Minn hlátur er sorg, ágætri bók Friðriku Benón- ýsdóttur um Ástu frá 1992 sem nú hefur verið endurútgefin. Þetta tekst þegar á allt er litið harla vel. Stundum, sérstaklega í fyrri hlutanum, er eins og einhvern tímann hafi staðið til að þetta væri einhvers konar stórsjó í anda Þreks og tára, með helmingi fleiri leikurum, hringsviðinu á yfirsnún- ingi og tíðarandanum í aðalhlut- verki. En fljótlega þrengist sjónar- hornið um Ástu, samferðafólk hennar í bóhemalífinu og hvernig allt sem hún gerir virðist stuða og ógna kyrrstöðunni og siðgæðinu. Módelstörfin auðvitað, en líka ein- faldlega plássið sem hún tekur sér. Og svo stóra bomban, smásagan „Sunnudagskvöld til mánudags- morguns“, sem engum dettur í hug annað en sé sannsöguleg, að þarna hafi höfundurinn „stigið fram“ eins og það er kallað í nútímanum, og eins og nú má ekki á milli sjá hvort er ljótari synd; að afhjúpa ofbeldi tæpitungulaust eða nefna ekki nöfn. Úrvinnsla Ólafs Egils og hans fólks á sögunni frægu, sem er flétt- uð saman við hina grimmilegu hrollvekju „Dýrasögu“, er áhrifarík og snjöll. Þaðan liggur leið Ástu að mestu niður á við með stuttu sælu- tímabili og barnaláni í Kópavogi, og áhrifamáttur sýningarinnar og tök hópsins á efninu styrkist að sama skapi. Lokin, þar sem bréfa- sendingum milli móður og barna er fléttað saman við skýrslutexta um nöturlegar aðstæður hennar og þeirra, eru sérlega sterk, og brillj- ant lausn hefur fundist á að gefa tilfinningu fyrir börnunum án þess að leikhópnum sé gert að „túlka“ þau sem slík, sem erfitt er að sjá fyrir sér að hefði endað öðruvísi en með vandræðagangi. Fram að því hafa þau Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Gunnar Smári Jóhannesson, Hákon Jóhannesson, Oddur Júlíusson og Steinunn Arin- bjarnardóttir í nógu að snúast við að skapa samfélagið í kringum Ástu. Aðalbjörg er flott sem hin harðneskjulega móðir, sem þrátt fyrir sína heitu trú er stundum líka rödd jarðneskrar skynsemi, sem auðvelt er að leiða hjá sér eða slá út af laginu með vel formuðu guð- lasti. Bitastæðasta hlutverk Stein- unnar er systirin sem virðist bjarg- ast þó óreglan heilli hana líka. Gunnar Smári fer fínlega með það vandasama verkefni að vera Þor- steinn frá Hamri, sem hvorki sýn- ingarhöfundar né gestir kæra sig líklega um að sé afgreiddur sem lítilsigldur óþokki þó erfitt sé að horfa á hann yfirgefa fjölskylduna. Hákon dregur upp fallegar myndir af föður Ástu og Geir Kristjáns- syni. Sterkust tökin á að draga upp skyndimyndir hefur þó Oddur, sem er óborganlegur sem Jónas Svafár, Karl rafvélavirki og skýr Jóhannes Geir, þó það sé ekki skopmynd heldur einfaldlega sannfærandi mannlýsing í fáum dráttum. Allt hverfist þetta síðan í kring- um Birgittu Birgisdóttur í hlut- verki Ástu, sem ber sýninguna á herðum sér með umtalsverðum glæsibrag. Það er viss, og pínu óvænt, hófstilling í túlkun og fram- setningu persónunnar, sem Birg- itta heldur mjög fallega utan um. Vel hefði verið hægt að hugsa sér nærgöngulli, grófari, trylltari lögn. Þess í stað mætti kannski tala um „hetjusögunálgun“ í sýningunni, næstum en ekki alveg dýrlinga- smíð. Það vottar ekki fyrir hinni óforskömmuðu glennu sem birtist í kjaftasögunum. Hefði ekki mátt gefa í skyn að það hafi verið ein- hver fótur fyrir þeim án þess að rugga ímyndarbátnum um of? Þessi hófstilling gerir fyrri hlut- ann dálítið bragðminni og einfeldn- ingslegri en hann hefði orðið með margræðari túlkun aðalpersón- unnar. Á hinn bóginn verður síðari hlutinn, niðurleiðin hroðalega, bæði bærilegri og áhugaverðari en hún hefði orðið með vægðarlausri nálgun. Sem vafalaust hefði hrist meira við tilfinningunum, en verið í stórhættu með að sökkva í fen melódramans. Og staðreyndir málsins um seinni ár Ástu Sigurð- ardóttur duga alveg til að hreyfa við manni. Umgjörð Sigríðar Sunnu Reynis- dóttur er skemmtilega hráslagaleg, en það er dálítið þröngt um sýn- inguna í rýminu, innan um þessar tvær hreyfanlegu tröppur og annað sem hún kallar á. Búningar smart- ir, sérstaklega auðvitað dívuleg og litsterk klæði söguhetjunnar, en þar á Sigurbjörg Stefánsdóttir hlut að máli ásamt Sigríði Sunnu. Tón- listin á ekki minnstan hlut í að skapa tíðarandann, og á það bæði við um gömlu lögin og þau sem Guðmundur Óskar Guðmundsson og Matthildur Hafliðadóttir sömdu við ljóð Ástu í tilefni sýningar- innar, og eru sérlega glæsileg og fallega flutt af vel spilandi bandi og Matthildi sem syngur þau fagur- lega. Vonandi lifa þau áfram. Þótt höfundaverk Ástu Sigurðar- dóttur sé ekki mikið að vöxtum er engin hætta á að hún falli í gleymsku. Þekktustu smásögurnar verða lesnar, spilin hennar kröft- ugu lögð á borðið og við munum halda áfram að stara í forundran á ljósmyndir Kaldals þegar við vilj- um fá augnablikstilfinningu fyrir elegans miðrar tuttugustu aldar- innar. Og við munum halda áfram að undrast og harma þessi dapur- legu örlög sem svo margt í fari hennar sjálfrar, tíðarandanum og grimmri menningunni skapaði henni í sameiningu. Sýning Þjóð- leikússins er fagmannleg, vel hugs- uð og þörf upprifjun á þessu öllu. Kona stígur fram Þjóðleikhúsið Ásta bbbmn Leikverk byggt á höfundarverki Ástu Sigurðardóttur. Handrit og leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson. Dramatúrg og að- stoðarleikstjóri: Andrea Elín Vilhjálms- dóttir. Tónlist: Guðmundur Óskar Guð- mundsson og Matthildur Hafliðadóttir. Tónlistarstjórn: Guðmundur Óskar Guð- mundsson. Leikmynd: Sigríður Sunna Reynisdóttir. Búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir og Sigurbjörg Stefáns- dóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Myndbandshönnun: Steinar Júlíusson. Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson. Sviðshreyfingar: Katrín Mist Haralds- dóttir. Hljómsveit: Guðmundur Óskar Guðmundsson, Matthildur Hafliða- dóttir, Rögnvaldur Borgþórsson og Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir. Leik- arar: Birgitta Birgisdóttir, Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Gunnar Smári Jóhann- esson, Oddur Júlíusson, Hákon Jóhann- esson og Steinunn Arinbjarnardóttir. Frumsýning í Kassanum í Þjóðleikhús- inu föstudaginn 17. september 2021. ÞORGEIR TRYGGVASON LEIKLIST Klár „Á sínu gullna skeiði hefur Ásta Sigurðardóttir borið af öllum. Klárust, orðheppnust, flinkust, frökkust, fallegust.“ Berfættur strengjakvartett lék Árstíðirnar eftir Vivaldi til merkis um von og endurreisn Feneyja að loknum kórónuveirufaraldrinum. Kvartettinn var stað- settur ofan á 12 metra löngu fleyi í formi fiðlu sem sigldi um Canal Grande og vakti mikla athygli vegfar- enda. Fleyið er úr smiðju listamannsins Livio De Marchi sem nefnt hefur það „Fiðlu Nóa“. Í samtali við The New York Times segir De Marchi að markmiðið með fleyinu, sem smíðað er úr 12 mismunandi trjáteg- undum, sé að vekja athygli á hvers kyns listum. Þar kemur fram að hljóðfæraleikararnir hafi valið að spila berfættir til að hafa betri fótfestu á fleyinu. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig ef frá er talið að nótur fiðlu- leikarans fuku í síkið, en fljótt tókst þó að ná þeim upp. Fiðlufley í Feneyjum boðar von AFP Í myrkri eru allir kettir gráir nefnist tvíleikur sem atvinnuleikhópurinn Umskiptingar sýnir í Hlöðunni, Litla-Garði, á Akureyri um þessar mundir. Um er að ræða tvo einleiki sem sýndir eru sama kvöldið. „Verkin eru að mörgu leyti ólík en fjalla þó bæði í grunninn um mennskuna og hvernig fólk glímir á ólíkan hátt við áföll. Fyrra verkið heitir Heimþrá og fjallar um Öldu, sem vinnur að lokaritgerð sinni til meistaragráðu í HA og tekur viðtöl við flóttamenn. Einn þeirra lánar henni stílabók með frásögnum sam- landa sinna úr flóttamannabúðunum og smám saman vekja þær hjá Öldu viljann til að vinna sig út úr eigin missi. Seinna verkið heitir Líf og fjallar um Sissu, sem er tónlistarkona af lífi og sál. Hún hefur óbilandi trú á eigin ágæti en finnst hún ekki alltaf njóta sannmælis í listaheiminum, þar sem klíkuskapurinn ræður ríkjum. Eftir eins sumars frægð á unglings- árunum og vinsælan einsmellung dreymir hana um meira. Svo miklu meira. En lífið þvælist fyrir henni og áframhaldandi frægð lætur bíða lengi eftir sér. En Sissa gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og loks- ins, einn góðan veðurdag, springur allt út,“ segir í tilkynningu. Sesselía Ólafsdóttir skrifar og leikur í Heimþrá en Margrét Sverrisdóttir skrifar og leikur í Lífi. Leikstjóri og framleiðandi er Jenný Lára Arnórsdóttir. Næstu sýningar eru 25., 26. og 30. september kl. 20. Sýna Í myrkri eru allir kettir gráir - Umskiptingar í Hlöðunni um helgina Einleikir Margrét og Sesselía.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.