Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 AKUREYRARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Prestur er Stefanía G. Steinsdóttir. Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur, Ísólfur Raymond leikur á orgel og Hákon Geir á gítar. Umsjón hafa Sigrún Magna og Ylfa. Molasopi í Safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 þar sem fermingarbörn vorsins 2020 taka virkan þátt með lestrum, leik og söng. Sr. Þór Hauks- son, sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Ingunn Björk Jónsdóttir þjóna. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Hrafnkels Karlssonar organista. For- eldrafundur verður eftir messuna. Sunnudaga- skólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Andreu Önnu Arnarsdóttur og Thelmu Rósar Arnarsdóttur. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 13. Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Viktoría Ásgeirsdóttir og Þorsteinn Jónsson ann- ast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn. Orgelleikari er Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu. Guðsþjónusta á sal á 2. hæð á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli kl. 14.15. Séra Sigurður Jónsson þjónar. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Al- mennur söngur. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 17. Davíð Sigurgeirsson tónlistarstjóri kirkjunnar leiðir tónlistina. Prestur er Arnór Bjarki Blomster- berg. Ókeypis heitur matur á eftir guðsþjónustu. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk, Pétur og Þórarinn. Síðdegisguðsþjónusta í Bessastaðakirkju kl. 17. Lærisveinar hans og Ástvaldur organisti spila undir sönginn. Margrét djákni, Vilborg Ólöf djáknanemi og sr. Hans Guðberg. BREIÐHOLTSKIRKJA | Hausthátíð sunnu- dagaskólans í Breiðholtsprestakalli kl. 11. Sam- eiginleg hátíð Breiðholtskirkju og Fella- og Hóla- kirkju. Hátíðin hefst með helgistund í kirkjunni. Í safnaðarsalnum verður margt til skemmtunar, andlitsmálun, þrautir og föndur. Popp og pylsur, gleði og gaman. Alþjóðlegi safnaðurinn, guðs- þjónusta kl.14. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa og kveðju- messa! Barnamessa sunnudag kl. 11. Sóley Adda, Katrín Eir, sr. Eva Björk, Jónas Þórir og Rebbi taka á móti börnunum. Kveðjumessa sr. Pálma kl. 13. Sr. Pálmi Matthíasson lætur af störfum sem sóknarprestur. Hann verður kvadd- ur í guðsþjónustu sunnudag 26. sept. kl. 13. Sr. Pálmi og Hólmfríður djákni þjóna. Tónlistarveisla Kammerkórs, Jónasar Þóris og vina. Allir vel- komnir. Eftir messu verður boðið upp á léttar veitingar. DIGRANESKIRKJA | Digraneskirkja kl. 11. Guðsþjónusta með altarisgöngu. Sr. Helga leiðir stundina ásamt Kára Allanssyni og félögum í Karlakórnum Esju. Sunnudagaskóli í umsjá Höllu æskulýðsfullrúa og leiðtoga. Léttar veitingar í safnaðarsal kirkj- unnar að messu lokinni. Hjallakirkja kl. 17. Guðsþjónusta með léttara ívafi. Fermingarbörnin eru sérstaklega boðuð til þessarar helgistundar. Sr Karen, sr. Helga og Halla æskulýðsfulltrúi leiða stundina, Sálmari sér um tónlist. Pizza í safnaðarsal eftir stundina DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prestur er El- ínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. FELLA- og Hólakirkja | Fjölskylduguðsþjón- usta og hausthátíð Breiðholtsprestakalls í Breiðholtskirkju kl. 11. Sr. Pétur Ragnhildarson og sr. Magnús Björn Björnsson þjóna ásamt Steinunni djákna, Mörtu og Dagnýju. Hoppu- kastali, andlitsmáling, skemmtilegt föndur og grillaðar pylsur. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðsþjón- usta á sunnudag kl. 14. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson leiðir stundina. Barnakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Álf- heiðar Björgvinsdóttur. Sönghópurinn við Tjörn- ina og hljómsveitin Mantra leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fermingarfjölskyldur sér- staklega boðnar til guðsþjónustu. GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 26. september fellur guðsþjónustan niður vegna framkvæmda. Sunnudagaskólinn verður á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Umsjón hefur Ásta Jó- hanna Harðardóttir. Selmessa verður í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er Gísli Magna Sigríð- arson. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjón- um. Organisti er Antonía Hevesi, Kirkjukór Grensáskirkju leiðir almennan messusöng. Ritn- ingarlestrar sunnudagsins eru sérstaklega áhugaverðir ,,að harma hefur sinn tíma og að dansa hefur sinn tíma,“ segir í Predikaranum. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjón- usta og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson sem prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Kirkjukór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Hrannar Helgadóttur organista. Hvetjum fermingarbörn og foreldra þeirra til að koma í messuna. Sunnudagaskóli í safnarheimilu í umsjá Ástu Guðmundsdóttur og félaga. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 með fjölbreyttri dagskrá sem Helga, Rósa Hrönn og Inga Steinunn stýra. Djassmessa kl. 20 þar sem Barbörukórinn undir stjórn Guð- mundar Sigurðssonar syngur verk eftir Bob Chil- cott, Billy Joel og Duke Ellington. Tríó Andrésar Þórs leikur. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar. Sjá nánar í heimasíðu Hafnarfjarðarkirkju HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Eirík- ur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Forsöngvarar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Barnastarf í umsjón Kristnýjar Rós- ar Gústafsdóttur og Ragnheiðar Bjarnadóttur. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju syngja. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. HVALSNESKIRKJA | Messa kl. 14. Organisti er Keith Reed, prestur er Sigurður Grétar Sig- urðsson. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma með lofgjörð og fyrirbænum kl. 13. Ræðumaður er Guðjón Vilhjálmsson. Kaffi að samverustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudagskvöld kl. 20 bjóðum við til Eidemessu. Félagar úr Kór Kefla- víkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vilbergs- sonar organista. Helga Jakbobsdóttir og Þórey Eyþórsdóttir eru messuþjónar. Sr. Erla Guð- mundsdóttir þjónar. Sunnudagaskólinn er í höndum leiðtoganna Marínar, Helgu og Alexand- ers og fer fram í kirkjunni kl. 11. KIRKJA heyrnarlausra | Messa verður í Kirkju döff í Grensáskirkju 26. september kl. 14. Tákn- málskórinn syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafs- dóttur. Kaffi eftir messu. KIRKJUSELIÐ í Spöng | Sunnudag 26. sept- ember verður Selmessa kl. 13. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Vox Populi leiðir söng. Undir- leikari er Gísli Magna Sigríðarson. KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund kl. 11 í kap- ellu safnaðarheimilisins Borga. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11, umsjón hafa þær Hjördís Perla Rafnsdóttir og Laufey Brá Jónsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Börn úr krúttakórnum syngja undir stjórn Bjargar Þórsdóttur og Móeiðar Kristjánsdóttur. Prestur er Aldís Rut Gísladóttir. Kaffisopi eftir messu. LÁGAFELLSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 13. Söngur, bæn, gleði og gaman! Stundin er í umsjá Boga, Þórðar og Bryndísar. Messa dagins verður í Mosfellskirkju kl. 11. www.lagafellskirkja.is LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Kór Linda- kirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Rolf Gaedeke leikur á básúnu. Loksins verður gengið til heilagrar kvöldmáltíðar eftir langt hlé. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Mess- unni verður streymt á Facebook-síðu Linda- kirkju. MOSFELLSKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Blóma - og grænmetisbændur úr Mosfellsdaln- um leggja fram uppskeru sína til blessunar. Prestur er Ragnheiður Jónsdóttir, organisti er Þórður Sigurðarson, Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir söng. Bryndís Böðvarsdóttir er meðhjálpari. NESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudaga- skóli kl. 11. Þema í guðsþjónustu er sköpunin, náttúran og vernd hennar. Félagar úr kór Nes- kirkju syngja og leiða söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Umsjón með sunnudagaskóla hafa Kristrún Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Söngur, leikir, sögur og gleði. Hressing og samfélag á Torginu eftir stundirnar. Meðal annars boðið upp á myntute úr garði kirkj- unnar. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 20 í Njarðvíkurkirkju (Innri) á sunnudaginn. Sr. Baldur Rafn þjónar til altaris og félagar úr kirkjukórnum leiða söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. Munum eftir andlitsgrímunum, það er grímu- skylda í athöfninni þar sem ekki er unnt að við- halda eins metra reglunni. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Á sunnudaginn kl. 14 verður tónlistarmessa. Sr. Pétur sér um messuhald og flutt verður tónlistarguðsþjónusta Per Harling við íslenskan texta Þórhalls Heim- issonar. Óháði kórinn leiðir messu og sálma- söng undir stjórn Kristjáns Hrannars og Óskar Kjartansson við trommurnar. Petra aðstoðar og Ólafur mun að venju taka á móti kirkjugestum. Barnastarf og maul eftir messu. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Léttmessa og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgel og flygil. Fé- lagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Sólveig Ragna, sr. Bára og Messíana sjá um sunnudagaskólann. Veitingar í safnaðarheim- ilinu eftir athöfn. Sýning Sigrúnar Jónsdóttur stendur yfir í kirkjunni. Á þriðjudag kl. 12.30 verður kótelettuveisla í safnaðarheimilinu. Kyrrðarstund miðvikudag kl. 12. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Axel Á. Njarðvík annast prestsþjónustuna. Org- anisti er Jón Bjarnason. SKJÓL, hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta á sal á 2. hæð á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 14.15. Séra Sigurður Jónsson þjónar. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Almennur söng- ur. ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 16. Organisti er Keith Reed, prestur er Sigurður Grétar Sigurðs- son. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Henning Emil Magnússon. Félagar úr kór Vídalínskirkju syngja, organisti er Jóhann Baldvinsson. Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10 og kl. 11 í Vídalínskirkju, ath. gengið inn um Safnaðar- heimili. Biblíusögur, brúðuleikhús og söngur. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Popp- messa kl. 17. Guðrún Árný sér um tónlistarflutn- ing ásamt Sveini Arnari organista kirkjunnar og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Morgunblaðið/KristinnBústaðakirkja Messur á morgun Umræða um nýja stjórnarskrá hefur að vonum vaknað til lífs- ins í aðdraganda kosn- inga, enda hafa Píratar gert það að skilyrði fyrir þátttöku í nýrri ríkisstjórn að lögfesta tillögur stjórnlagaráðs þar að lútandi. Vísað er til þjóðarviljans, sem fram hafi komið í þjóð- aratkvæðagreiðslu í október árið 2010, þar sem tillögur stjórnlag- aráðs hafi verið samþykktar með yf- irgnæfandi meirihluta kosn- ingabærra Íslendinga. Full ástæða er til að draga þessar fullyrðingar í efa. Flestir eru sammála um að tímabært hafi verið að gera ákveðnar breytingar á gömlu lýð- veldis-stjórnarskránni, enda væri hún barn síns tíma. Menn eru hins vegar ekki á eitt sáttir um aðferða- fræðina sem beitt var og hvernig að þessum tillögum var staðið á sínum tíma. Staðreyndir málsins eru í stuttu máli þessar: Í kosningunum til stjórnlagaþingsins var þátttakan að- eins 36,8%, það er að 63,2% virtust ekki hafa áhuga á framgangi máls- ins. Hæstiréttur dæmdi þessa kosn- ingu ólöglega vegna alvarlegra formgalla og voru þá kjörnir fulltrú- ar skipaðir í svokallað stjórnlagaráð og þeim falið að semja drög að nýrri stjórnarskrá. Kjörsóknin um tillögur stjórnlagaráðs var 48,4%. Með öðrum orð- um höfðu 51,6% þjóð- arinnar ekki áhuga. Af þeim sem kusu vildu 67% miða við uppkastið frá stjórnlagaráðinu. Þetta merkir að þriðj- ungur kjósenda sam- þykkti þetta uppkast. Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar sam- þykktu það ekki, mættu annaðhvort ekki á kjörstað eða greiddu ekki at- kvæði með því. Í ljósi þessara stað- reynda eru fullyrðingar um þjóð- arvilja og yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu því afar vafasamar, svo vægt sé til orða tek- ið. Fremur mætti tala um hreinar og klárar rangfærslur. Falleinkunn Feneyjanefndar Frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var sent til Feneyja- nefndarinnar svokölluðu, sem skip- uð er helstu sérfræðingum Evrópu í stjórnskipunarrétti. Er skemmst frá því að segja að Feneyjanefndin gerði alvarlegar athugasemdir við frum- varpið og gaf því í raun falleinkunn. Fréttastofa RÚV birti frétt 12. febr- úar 2013 þar sem greint er frá áliti Feneyjanefndarinnar og þar segir m.a.: „Í áliti nefndarinnar er sér- staklega tekið fram að margar greinar frumvarpsins eru of almennt og óljóst orðaðar sem leiðir til þess að afar erfitt getur verið að túlka þær og fara eftir þeim. Stofn- anakerfið, sem lagt er til í frumvarp- inu, er sagt frekar flókið og að það skorti á samræmi. Þetta eigi við um þau völd sem falin eru þingi, rík- isstjórn og forseta, valdajafnvægið og samspil þessara þriggja stoða stjórnkerfisins sé í mörgum tilfellum of flókið. Þetta eigi líka við um hið beina lýðræði, sem tryggja á sam- kvæmt frumvarpinu. Sérfræðingar Feneyjanefnd- arinnar segja að þótt fagna megi þeim möguleikum sem frumvarpið færir almenningi til að taka þátt í ákvarðanatöku þá þurfi að skoða þá möguleika mjög vel, bæði hina laga- legu hlið og hina pólitísku. Feneyja- nefndin telur jafnvel hættu á póli- tísku þrátefli og óstöðugleika, sem geti grafið undan stjórn landsins. Í mannréttindakaflanum telja hinir erlendu sérfræðingar að þótt fjöl- mörg grundvallarréttindi séu tryggð skorti bæði á nákvæmni og innihald hvað varðar umfang og eðli þeirra réttinda og þær skyldur sem réttindi leggja á bæði hið opinbera og einka- aðila. Það mætti skýra betur þær greinar sem fjalla um dómskerfið, segir í álitinu, sérstaklega þær sem fjalla um sjálfstæði dómara og rík- issaksóknara.“ – Fjölmargt fleira mætti tína til úr áliti Feneyjanefnd- arinnar sem dregur úr trúverð- ugleika frumvarps stjórnlagaráðs. Þjóðaratkvæðagreiðslan Píratar hafa frá upphafi lagt áherslu á að fá frumvarp stjórnlag- aráðs samþykkt nánast óbreytt. Og þeir eru ekki einir um það því stofn- að hefur verið félag áhugafólks um framgöngu málsins. Nú skal ekkert um það sagt hvort þetta fólk viti ekki af áliti Feneyjanefndarinnar eða kæri sig kollótt og sé ráðið í að hafa álitið að engu. Það er auðvitað sjón- armið út af fyrir sig. Þetta fólk klifar stöðugt á því að nýja stjórnarskráin hafi verið samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta í lýðræðislegri þjóð- aratkvæðagreiðslu, sem er rangt. Í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir 114 greinum og hafa margir lögfróðir menn talið að slíkur greinafjöldi sé óheppilegur þegar um stjórnarskrá sé að ræða, sem reyndar kemur fram í áliti Feneyja- nefndarinnar. Í „þjóðaratkvæða- greiðslunni“ var einungis spurt um sex greinar frumvarpsins. Fyrsta spurningin var: Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? Að túlka það þannig að þeir sem segðu já við þessu væru hlynntir því að nýja stjórnarskráin verði tekin upp óbreytt er villandi og beinlínis forheimskandi að mínu mati. Það er auðvitað margt í frumvarpi stjórnlagaráðs sem nota má til hlið- sjónar við breytingar á stjórnar- skránni, en þar er líka fjölmargt sem ekki á heima í slíkum sáttmála. Þær þjóðir sem hafa borið gæfu til að fara frekar í breytingar á gildandi stjórnarskrám en umbylta þeim frá grunni hafa jafnan náð farsælli lausn í þessum efnum. Stjórnarskráin til- heyrir allri þjóðinni og því er mik- ilvægt að ná víðtækri sátt um breyt- ingar á henni. Að setja í stjórnarskrá ákvæði sem orka tví- mælis eða eru í andstöðu við afstöðu meirihluta landsmanna er ekki lík- legt til sátta í samfélaginu. Ég fæ því ekki betur séð en að með einstreng- ingslegri afstöðu sinni í þessum efn- um séu Píratar að dæma sig úr leik í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Rangfærslur um nýja stjórnarskrá Eftir Svein Guðjónsson » Að setja í stjórnar- skrá ákvæði sem orka tvímælis eða eru í andstöðu við afstöðu meirihluta landsmanna er ekki líklegt til sátta í samfélaginu. Sveinn Guðjónsson Höfundur er blaðamaður á eftirlaunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.