Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eftir stutta og
snarpa
kosninga-
baráttu ganga kjós-
endur í dag að kjör-
borðinu. Í hugum
margra er hátíð-
arbragur yfir kjördegi. Þá gefst
kostur á að nýta dýrmætan rétt,
sem síður en svo er sjálfgefinn
þótt komið sé fram á 21. öldina.
Nú er að ljúka mjög óvenju-
legu kjörtímabili. Segja má að
kórónuveiran hafi riðið flestu
öðru á slig og sett úr skorðum í
eitt og hálft ár.
Það er ekki áhlaupaverk að
takast á við heimsfaraldur og
þegar horft er til annarra landa
er augljóst að hér hefur að
mestu leyti tekist vel til. Ekki
þurfti að grípa til jafn harka-
legra takmarkana og víða ann-
ars staðar, aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar til að hjálpa
fyrirtækjum að halda sér á floti
þegar ferðaþjónusta lagðist af
hafa gert sitt gagn og óvíða
gengið betur að bólusetja fólk,
þótt blikur hafi verið á lofti í
þeim efnum í upphafi.
Stjórnarandstaðan hefur því
ekki getað hamrað á stjórnar-
flokkunum vegna veirunnar því
að þar er ekki mikinn höggstað
að finna.
Stjórnarflokkarnir virðast
hins vegar ekki ætla að njóta
góðs af því hvernig gekk að eiga
við faraldurinn. Í raun hefur lít-
ið sem ekkert borið á umræðu
um hann í kosningabaráttunni,
þrátt fyrir það
mark, sem hann
hefur sett á und-
anfarin misseri.
Velsæld er mikil
á Íslandi um þessar
mundir og hefur
sjaldan verið meiri. Hér ríkir
meiri jöfnuður en víðast hvar
annars staðar. Kaupmáttur hef-
ur aukist á kjörtímabilinu og
mest hjá þeim, sem minnst hafa
milli handanna. Atvinnuleysi
jókst verulega í faraldrinum, en
er nú á hraðri niðurleið.
Skuldir ríkisins hafa vaxið
vegna faraldursins, en svo vel
var haldið um fjármálin og sax-
að á skuldirnar áður en hann
brast á að staðan til að takast á
við skuldahalann gæti vart ver-
ið betri.
Eins og staðan er ættu kost-
irnir í þessum kosningum því að
vera skýrir. Það er ekki að
ástæðulausu að skoðanakann-
anir hafa sýnt að mikil velvilji
ríkir í garð stjórnarinnar. Sá
hængur er á að fleiri styðja
stjórnina en hyggjast kjósa
flokkana, sem í henni sitja, ef
marka má kannanirnar.
Undanfarna daga hafa kosn-
ingaloforðin streymt í stríðum
straumum og getur verið freist-
andi að nota atkvæðið til að láta
á þau reyna, frekar en að horfa
til reynslunnar af undanförnum
fjórum árum. Fyrir þeim kosti
eru þó gild rök að dæma menn
frekar af verkum sínum en lof-
orðum.
Fyrir þeim kosti eru
gild rök að dæma
frekar af verkum en
loforðum}
Skýrir kostir
Eldur varð laus í
Miðgarða-
kirkju í Grímsey á
þriðjudagskvöld og
virðist hún hafa
brunnið upp á 20
mínútum. Var haft
eftir sjónarvottum að eldurinn
hefði „bókstaflega étið kirkjuna
upp á svipstundu“. Harmur er
kveðinn að Grímseyingum
vegna þessa válega atburðar og
er ljóst að merkar menningar-
minjar hafi þarna farið for-
görðum.
Samkvæmt heimildum var
kirkja fyrst vígð í Grímsey ein-
hvern tíma á árunum 1110 til
1120. Segir að kirkjan í Grímsey
hafi fyrst staðið á Kirkjuhól.
Hún hafi fokið út á sjó í aftaka-
veðri og núverandi kirkjustæði
sé þar sem viðinn úr henni rak á
land þar sem heitir Viðarvík eða
Stertuvík.
Hafist var handa við að reisa
Miðgarðakirkju árið 1867 var
var byggingu hennar lokið árið
eftir. Hún var svo stækkuð árið
1932. Árið 1956 var hún gerð
rækilega upp og endurvígð og
hefur sætt margvíslegu viðhaldi
síðan sem ekki var alltaf í sam-
ræmi við hina upprunalegu
kirkju.
Í kirkjunni glöt-
uðust margir mun-
ir. Má þar helst
nefna altaristöflu
eftir Arngrím
Gíslason alþýðu-
listamann frá 1879.
Fyrirmynd hans var kvöld-
máltíðarmynd Leonardo da
Vinci.
Ekki er vitað hvað olli brun-
anum í Grímsey, en getum hef-
ur verið leitt að því að kviknað
hafi í út frá rafmagni. Bruninn
er áminning um mikilvægi þess
að huga rækilega að brunavörn-
um í kirkjum landsins. Hér á
landi voru 216 friðlýstar kirkjur
árið 2018 og 208 þeirra voru
rúmlega einnar aldar gamlar.
Það er brýnt að vernda þann
arf. Minjastofnun hefur í sam-
vinnu við Mannvirkjastofnun
gefið út leiðbeiningar um
brunavarnir í friðlýstum
kirkjum og leggja verður
áherslu á að fara eftir þeim.
Margir hafa sent Gríms-
eyingum kveðjur vegna brun-
ans og haft orð á mikilvægi þess
að þar rísi kirkja á ný. Gríms-
eyingar eiga skilinn allan stuðn-
ing til þess að tryggja að rúm-
lega 900 ára kirkjuhefð verði
ekki rofin í eynni.
Grímseyingar eiga
skilið allan stuðning
til að kirkja rísi í
Grímsey á ný}
Kirkjubruninn í Grímsey
Í
dag göngum við til alþingiskosninga.
Flokkarnir hafa kynnt stefnumál sín
undanfarnar vikur, hitt og hringt í
kjósendur og drukkið ógrynni bolla af
kaffi.
Við í Samfylkingunni höfum með stolti kynnt
okkar áherslupunkta sem lúta að því að jafna
kjör almennings í landinu. Við viljum byggja
hér upp barnabótakerfi að norrænni fyrirmynd
enda mun það koma öllu samfélaginu til góða.
Önnur ríki hafa fyrir löngu áttað sig á mikil-
vægi alvöru barnabótakerfis en því miður hefur
jafnt og þétt verið dregið úr þessum stuðningi
hér á landi. Í okkar tillögum fær barnafólk með
meðaltekjur og tvö börn á framfæri 650 þúsund
krónur á ári eða 54 krónur í hverjum mánuði í
barnabætur. Enginn annar flokkur býður við-
líka kjarabætur fyrir venjulegt barnafólk né
hafa aðrir flokkar lagt fram hvort tveggja útfærðar og
fjármagnaðar tillögur í þágu fjölskyldna í landinu.
Það eru einnig aðrir hópar í samfélaginu sem hafa jafnt
og þétt verið að dragast aftur úr en fólk sem fær greiddan
lífeyri, hvort sem er elli- eða örorkulífeyri, hefur þurft að
þola óþolandi skerðingar vegna atvinnu- og lífeyristekna
sem hafa dæmt stóran hóp til fátæktar. Við viljum hækka
grunnlífeyrinn upp að lágmarkslaunum og draga verulega
úr skerðingum svo hægt sé að auka virkni og lífsgæði.
Vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins hefur líka bitnað
harkalega á sjúklingum og fjölskyldum þeirra um allt land
en einnig á heilbrigðisstarfsfólki. Biðlistaómenning ríkis-
stjórnarinnar er ekki náttúrulögmál heldur
pólitísk ákvörðun um að leggja mun lægri fjár-
hæð hlutfallslega til heilbrigðiskerfisins en
þekkist t.d. annars staðar á Norðurlöndum og
viljum við í Samfylkingunni gera mun betur
með auknu fjármagni, betra skipulagi og minni
kreddum.
Til þess þarf nýja ríkisstjórn. Ríkisstjórn
sem þorir að sækja tekjur til þeirra sem geta.
Stóreignarskatt sem leggst á ríkasta 1% þjóð-
arinnar eða fólk sem á eignir yfir 200 milljónir
skuldlaust. 1.250 krónur á mánuði af hverri
milljón yfir skuldlausum 200 milljónum eru
hófstilltir skattar og sanngjarnir. Þá leggjum
við til að auðlindagjöld verði hækkuð á 20
stærstu útgerðirnar til hagsbóta fyrir almenn-
ing, eigendur auðlindarinnar. Það munar um
þessa fjármuni við rekstur samfélagsins, svo
sem á heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Kerfi sem grípur
allar fjölskyldur í landinu.
Jöfnuður er ávísun á gott samfélag, því við eigum öll að
hafa jöfn tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi og láta
drauma okkar rætast. Um það snýst jafnaðarstefnan sem
við í Samfylkingunni brennum fyrir. Með góðri útkomu
Samfylkingarinnar í kosningunum aukast líkur á nýrri
ríkisstjórn Íslands þar sem virðing fyrir fólki og náttúru
verður í hávegum höfð. Núna er tækifærið og við eigum að
grípa það. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Samfylkingin fyrir
fjölskyldurnar í landinu
Höfundur skipar 1. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík norður.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
A
ndri Heiðar Kristinsson er
framkvæmdastjóri hjá
Stafrænu Íslandi.
Verkefnið er unnið
innan fjármála- og efnahags-
ráðuneytisins.
Því var ýtt úr vör árið 2018 en
ríkið hyggst verja milljörðum til upp-
byggingar stafrænna innviða.
Spurður hversu stór hluti af verk-
efninu hafi verið unninn innanhúss
segir Andri að verkefnið hafi alfarið
verið unnið af einkaaðilum.
„Við erum með verkefnastjóra
innanhúss. Þannig að öll forritun og
hönnun, og allt slíkt, er keypt í gegn-
um útboð,“ segir Andri Heiðar.
Ætla megi að tugir sérfræðinga
hafi komið að þessari vinnu hjá einka-
fyrirtækjum.
Spurður hvers vegna þessi leið
hafi verið valin segir hann þeirri
stefnu hafa verið fylgt að bjóða út öll
þau verk sem kostur var.
Samnýta fjárfestinguna
„Sömuleiðis að gera þetta í opnum
hugbúnaði þannig að við getum sam-
nýtt opinbera fjárfestingu og byggt á
þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur
sett sér í þessum málum, en kveðið var
á um það í ríkisstjórnarsáttmálanum
2017 að gera átak í þessum málum og
leggja áherslu á miðlæga þjónustugátt,
island.is,“ segir Andri Heiðar. Efnt hafi
verið til fjárfestingarátaks í fyrra, eftir
að faraldurinn skall á, og framlagið til
verkefnisins verið aukið um milljarð
króna á ári. En fjárfestingarframlag á
fjárlögum vegna Stafræns Íslands, og
þróunar á miðlægum upplýsinga-
tækniinnviðum ríkisins, sé ríflega 1,6
milljarðar á ári, samkvæmt núgildandi
fjárlögum.
Andri Heiðar kveðst aðspurður
ekki óttast að ríkið tapi með þessu
fyrirkomulagi hugverkum, eða þekk-
ingu. Það eigi enda kóðann í hinum
opna hugbúnaði, sem sé sameign allra.
Farin sé svipuð leið og í til dæmis
Bretlandi og Eistlandi en hún hafi
reynst mjög vel.
Samtímis hinni stafrænu upp-
byggingu hjá ríkinu hyggst borgin
verja um 10,3 milljörðum í þróun staf-
rænna innviða á árunum 2021, 2022 og
2023 og verða ríflega 60 sérfræðingar
ráðnir hjá borginni í ár.
Morgunblaðið hefur fjallað um
þessi áform borgarinnar og þá stefnu
hennar að byggja upp innviðina með
eigin starfsfólki. Hefur sú stefna verið
umdeild og var kallað eftir útreikn-
ingum sem staðfestu réttmæti þess-
arar stefnu.
Tímagjaldið væri lægra
Óskar J. Sandholt, sviðsstjóri
þjónustu- og nýsköpunarsviðs
Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við
Morgunblaðið síðastliðinn þriðjudag
að tímagjaldið hefði reynst mun
hærra eftir útboð en þegar borgin
ynni verkefnin sjálf. Algengt tíma-
gjald í tilboðum væri á bilinu 12-22
þúsund krónur.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri
iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Sam-
tökum iðnaðarins, segir það mikla ein-
földun að stilla málinu svona upp.
„Um er að ræða eitt stærsta upp-
lýsingatækniverkefni sem hefur verið
ráðist í hér á landi. Stærð og áhrif rík-
is og sveitarfélaga hefur áhrif á allan
markaðinn og þess vegna skiptir út-
færsla svona stórra verkefna miklu
máli. Það er mikil einföldun að horfa
á þetta út frá kostnaði/tímakaupi á
hvern starfsmann í útvistun í sam-
anburði við innvistun. Nær væri að
horfa á það hvernig hagkvæmast er
að leysa verkefnið í heild sinni.
Með sömu rökum gætu sveitar-
félög rökstutt að ráðast í innhýsingu
á fjölmörgum öðrum sviðum. Fjöldi
vinnustunda yfir líftíma hvers verk-
efnis, heildarkostnaður og enda-
afurðin og árangur hlýtur að vera
lykilatriðið í þessu sambandi. Fyrir-
tæki sem sérhæfa sig í þjónustu á
sviði upplýsingatækni í víðum skiln-
ingi, þróun hugbúnaðarlausna og
stafrænna lausna eru að sjálfsögðu
betur til þess fallin að leysa slík verk-
efni af skilvirkni en sveitarfélag sem
hefur ekki reynslu af slíku. Nærtæk-
ast er að líta til þess hvernig aðferða-
fræðin er hjá ríkinu í sömu stafrænu
vegferð. Þar fer öll eiginleg þróun
fram hjá atvinnulífinu sem keppir um
einstök verkefni í gegnum útboð.
Missa fólk til borgarinnar
Félagsmönnum hjá Samtökum
iðnaðarins var mörgum hverjum
brugðið við fréttir af þessu þar sem
ekkert samráð hefur verið haft við
upplýsingatækniiðnaðinn um þetta
risastóra verkefni. Við vitum af fyrir-
tækjum sem hafa misst starfsfólk til
borgarinnar og fyrirtækjum sem
hafa reynt að nálgast borgina með
stafrænar lausnir en mætt lokuðum
dyrum,“ segir Sigríður að lokum.
Hafa boðið út öll verk
hjá Stafrænu Íslandi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Borgartúni Netdeildin verður á nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar.
Andri Heiðar
Kristinsson
Sigríður
Mogensen