Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 Vilt þú vinna í alþjóðlegu umhverfi á Íslandi? GOODGOOD.NET @ GOODGOODBRAND GOOD GOOD óskar eftir að ráða Demand and Supply Chain Director fyrirtækisins í Evrópu og Norður-Ameríku. Um er að ræða starf í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Helstu verkefni og ábyrgð • Innkaupaspár, greiningarvinna og áætlanagerð • Móta og viðhalda aðfangakeðju fyrirtækisins • Birgðastýring og innkaup á hráefnum og fullunnum vörum • Samningar og samskipti við birgja og þjónustuaðila • Samskipti við erlendar starfstöðvar fyrirtækisins • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur • MSc. í verkfræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði eða sambærilegt • Reynsla af aðfanga- og vörustjórnun er nauðsynleg • Mjög góð enskukunnátta og geta til að vinna í alþjóðlegu umhverfi • Mikil greiningar- og tæknihæfni • Æskileg tölvukunnátta: AGR, Targit eða önnur BI kerfi og bókhaldskerfi • Áreiðanleiki, nákvæmni og frumkvæði GOOD GOOD er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir gómsætar vörur án viðbætts sykurs og byggir á íslensku hugviti, hönnun og markaðsstarfi. Vörur GOOD GOOD eru seldar í yfir 10.000 verslunum víða um heim en framleiddar í Hollandi og Belgíu. Öllum umsóknum skal skila inn á Alfreð.is. Demand and Supply Chain Director Aðstoðarsaksóknari við embætti ríkissaksóknara Laus er til umsóknar staða aðstoðarsaksóknara við embætti ríkissaksóknara. Starfshlutfall er 100%. Hæfniskröfur Umsækjendur skulu hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði og er einkum leitað eftir lögfræðingum sem hafa lagt sig eftir námsefni á sviði refsiréttar og sakamálaréttarfars í laganámi sínu. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi reynslu af lögfræðistörfum. Einnig er nauðsynlegt að umsækjendur hafi mjög gott vald á íslensku og gott vald á ensku. Lögð er á það áhersla að viðkomandi hafi skipulagshæfileika, geti viðhaft öguð og sjálfstæð vinnubrögð og eigi auðvelt með mannleg samskipti. Lýsing á starfi: Meginverkefni starfsmannsins eru: a. Meðferð réttarbeiðna frá erlendum yfirvöldum og mál vegna kröfu um framsal/afhendingu erlendra ríkisborgara, þ.m.t. beiðnir á grundvelli Norrænu- og Evrópsku handtökuskipunarinnar. b. Meðferð kærumála vegna ákvarðana héraðssaksóknara og lögreglustjóra um að vísa kæru frá, hætta rannsókn, fella mál niður eða falla frá saksókn, sbr. 52. gr., 145. gr., 146. gr. og 147. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. • Starfsmaður á samskipti við lögreglumenn, lögmenn, dómstóla og ýmis embætti og stofnanir, þ.m.t. erlendar stofnanir, í tengslum við mál sem honum eru falin til meðferðar og afgreiðslu. • Starfsmaður tekur þátt í gæðastarfi ríkissaksóknara eftir því sem óskað er eftir. • Starfsmaður sinnir öðrum verkefnum sem ríkissaksóknari felur honum. Ráðningarkjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Stéttarfélags lögfræðinga. Nánari upplýsingar veitir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari – sjf@saksoknari.is, s. 444-2900. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, skal senda til embættis ríkissaksóknara, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík, eða á netfangið saksoknari@saksoknari.is. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum skulu umsækjendur gefa upp netfang sem notað verður til að eiga samskipti við umsækjendur. Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2021. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2022. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.