Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 20
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Vonir eru bundnar við að markaðs- átak fyrir íslenskar sjávarafurðir í Frakklandi skili íslenska þjóðar- búinu auknum útflutningstekjum. Herferðinni Fishmas var hrint af stað fyrr í mánuðinum en hún er hluti af verkefn- inu Seafood from Iceland og að því koma um 30 fyrir- tæki í veiðum, vinnslu, sölu og þjónustu við sjáv- arútveginn, ásamt Samtökum fyrirtækja í sjáv- arútvegi og Ís- landsstofu. Fishmas- herferðin í Frakklandi er framhald af herferð sem hófst í Bretlandi síð- asta haust en heiti hennar vísar til jólanna eða christmas. Björgvin Þór Björgvinsson, fagstjóri sjávarútvegs, útflutnings og fjárfestinga hjá Ís- landsstofu, segir herferðina hafa reynst vel í Bretlandi. „Við vorum mjög ánægð með hvernig til tókst þar og auðvitað erum við að vinna áfram inn á Bretland.“ Þá var síðast í sumar stuðst við Fishmas-markaðs- efni í tengslum við hátíð þar í landi er tengist þjóðarréttinum fiski og frönskum. Hann segir alltaf hafa staðið til að nýta Fishmas-herferðina víðar en í Bretlandi. „Þegar þessi herferð varð til í fyrra var þetta hugsað fyrir fleiri markaði en bara Bretland enda kostnaðarsamt að fara í svona vinnu og svona herferð. Svo fórum við í upphafi árs að skoða [í samstarfi við auglýsingastofu] hvort þetta myndi virka inn á franska markaðinn, þetta er annað tungumál og önnur menn- ing. Niðurstöður gáfu til kynna að hug- myndin skilst, en í Frakklandi er meiri áhersla lögð á matinn og mat- arupplifunina,“ útskýrir Björgvin Þór. Stærsti markaðurinn Hann viðurkennir að það kunni að vera einfaldara að ýmsu leyti að færa herferðina inn á annan enskumæl- andi markað enda ljóst að tengingin milli „fishmas“ og „christmas“ sé bundin við ensku, En Frakkland er stór og mikilvægur markaður fyrir íslenskt sjávarfang og talið að þar sé grundvöllur fyrir markaðssókn, að sögn Björgvins Þórs. Frakkland er stærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir og nam útflutningsverðmæti afurða, sem þangað fóru í fyrra, 36,4 milljörðum króna. Þorskur vegur þar þyngst og stendur tegundin undir 78% útflutn- ingsverðmætanna til Frakklands, en 5% má rekja til ýsu, 5% til karfa, 4% til ufsa og 35 til steinbíts. Ef ein- göngu er horft á útflutnings- verðmæti þorskafurða er Frakkland í fyrsta sæti með 28,3 milljarða króna sem gerir 21% af heildarútflutnings- verðmætum þorsks frá Íslandi. Spurður hvernig hafi tekist að að- laga markaðsefnið frönskum að- stæðum svarar Björgvin Þór: „Það tókst ágætlega til með þýðingu og talsetningu á myndbandi. Við erum nýfarin af stað í Frakklandi og verð- ur áhugavert að sjá mælingar á því hvernig þessu verður tekið.“ Markaðsetningin beinist fyrst og fremst að neytendum í gegnum sam- félagsmiðla og leggur áherslu á tengingu við uppruna afurðanna, að sögn Björgvins Þórs. Markaðsherferðin hófst formlega 10. september er efnt var til fishmas- veislu í sendiherrabústað Íslands í París og mætti þar franskt fjölmiðla- fólk, áhrifavaldar og fulltrúar frá kaupendum á franska markaðnum. Unnur Orradóttir Ramette, sendi- herra Íslands í París, ávarapaði gesti og kynnti Lea Gestsdóttir Gayet, fagstjóri almannatengsla hjá Ís- landsstofu, herferðina. Þá eldaði margverðlaunaði kokkurinn Viktor Örn Andrésson fjóra rétti úr íslensk- um gæðafiski og tóku gestir virkan þátt í eldamennskunni. Blása til sóknar í Frakklandi Herferð Þann 10. september var íslenskur fiskur kynntur frönsku áhrifafólki í París. Björgvin Þór Björgvinsson Markaðssókn Egill Ólafsson í hlutverki Le Père Fishmas, eða fiskisveins- ins, í auglýsingaherferð íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og Íslandsstofu. Markmiðið með herferðinni er að auka útflutningsverðmæti sjávarafurða með því að styrkja vitund og hafa áhrif á viðhorf neytenda til íslenskra sjávarafurða. Skilgreindur var markhópur sem hlotið hefur vinnuheitið „stálpað fjölskyldufólk“ og er skilaboðunum beint markvisst að þeim hópi í gegnum birtingar á samfélagsmiðlum. Sérstök áhersla er lögð á einstök gæði íslenska fisksins og Frakkar hvattir til að elda íslenskan fisk a.m.k. tvisvar í viku. Samstarf verður við fjölmarga franska áhrifavalda sem munu fá ferskan þorsk sendan heim og elda úr honum girnilegar uppskriftir og birta á sínum samfélagsmiðlum. Fjölmörg ný Fishmas- uppskriftamyndbönd er að finna á vefsíðu herferðarinnar. Stálpað fjölskyldufólk MARKMIÐIN - Frakkland er stærsti markaður fyrir íslenskar þorsk- afurðir - Fishmas-herferðin gaf góða raun í Bretlandi þú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.