Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 14
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Margvíslegar áætlanir hafa verið gerðar svo takast megi að ná at- kvæðum frá kjörstöðunum 44 í Norðausturkjördæmi á skikkan- legum tíma á talningarstað á Ak- ureyri. Veðurspá fyrir kjördag er allt annað en spennandi sem gæti sett strik í reikninginn. Á Norður- og Austurlandi er spáð roki og rigningu í byggð, með slyddu eða snjókoma til fjalla. „Allra veðra er von nú þegar langt er liðið á september. Við höf- um sett okkur í samband við ýmsa sem eru í startholunum þannig að flutningur á atkvæðum til taln- ingar gangi upp. Þetta á ekki að verða neitt mál,“ segir Gestur Jónsson formaður yfirkjörstjórnar. Aðstæðna vegna hefur sér- staklega þurft að hugsa fyrir flutn- ingi á kjörkössum úr Grímsey. Miðað er við að sigla með atkvæð- in í land þegar kjörfundi lýkur, sem gjarnan er um hádegi eða þegar allir sem staddir eru í eynni hafa kosið. Ef sjóleiðin er ekki fær verður flogið og þriðja planið er þyrla frá Landhelgisgæslunni. „Flutningur á atkvæðum á taln- ingarstað er annars með ýmsu móti,“ segir Gestur. „Á stundum er þetta eftir atvikum í höndum kjörstjórnanna sjálfra eða ein- hverra á þeirra vegum, í ein- hverjum tilvikum kemur lögreglan að málum og stundum björg- unarsveitir. Núna höfum við til dæmis sett okkur í samband við liðsmenn þeirra um flutning af Langanessvæðinu og eins ef ekki er flugfært frá Egilsstöðum til Ak- ureyrar vegna flutnings kjörgagna þaðan. Björgunarsveitabílarnir eru öflugir og komast þetta.“ Yfirleitt hafa öll atkvæði úr Norðausturkjördæmi verið komin í hús á Akureyri á þriðja tímanum á kosninganótt – og talningu þeirra gæti lokið milli milli klukkan 6 og 7 á morgni. Um 50 manns eru í talningarsveit og í öðrum verk- efnum sem sinnt er hjá yfirkjör- stjórn sem hefur aðsetur í Brekku- skóla á Akureyri. „Kosningar eru alltaf skemmtilegar,“ segir Gestur Jónsson sem hefur verið í kjör- stjórnum og ýmsum hlutverkum þar frá 1974. Þetta eru því 14. al- þingiskosningarnar sem hann kem- ur að – og þar við bætast kosn- ingar til bæjarstjórnar, forseta og fleira. Margar áætlanir um flutning atkvæða - 14. alþingiskosningar Gests Jónssonar á Akureyri - Hefur verið í kjörstjórn samfleytt frá árinu 1974 - Huga þarf að mörgu við undirbúning kosninga - 50 manns eru í talningarsveitinni nyrðra Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir Yfirkjörstjórn Gestur Jónsson yfirfer kjörgögn. Allt þarf að vera á hreinu. Búast má við að fyrstu at- kvæðatölur berist úr Suður- kjördæmi þegar eitthvað er liðið á ellefta tímann í kvöld. Talning at- kvæða fer fram í húsi Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi, þang- að sem atkvæðum er smalað af svæðinu frá Vatnsleysuströnd austur á Hornafjörð. „Ég fer ekki í sjónvarpsútsendingu með fyrstu tölur fyrr en 6.000-8.000 atkvæði hafa verið talin. Þá þarf líka að vera til staðar góð blöndun, það er að atkvæðin úr þessu stjóra kjör- dæmi komi víða frá,“ segir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjör- stjórnar. Atkvæði frá Hornafirði koma síðla nætur Síðla dags verður komið með fyrstu kjörkassana á Selfoss og þá strax hefst flokkun atkvæða. Lög- um skv. getur talning hins vegar ekki hafist fyrr en kl. 22 þegar kjörfundi er lokið. Kjörseðlar eru svo að berast í hús langt fram á nóttina. Þannig má reikna með að um eða eftir klukkan 04 – ef ekki síðar – komi bíll með sendinguna frá Höfn í Hornafirði það- an sem eru alls 401 kílómetri út á Selfoss. Hugsað er fyrir öllu varðandi flutning at- kvæða frá Vestmanna- eyjum. „Fyrsta planið er að lóðsinn flytji kjörkassana í Land- eyjahöfn, eins og jafnan er gert. Gangi það ekki upp er Landhelg- isgæslan til taks, bæði með þyrlu eða varðskip. Svona eru atkvæðin að tínast í hús alla nóttina og í haustkosningum fyrir nokkrum ár- um man ég að vegna færðar á veg- um barst sendingin frá Hornafirði ekki fyrr en klukkan hálfsex um morguninn og þá var talning – einnig á utankjörfundaratkvæðum – eftir. Svo þurfti að láta allt stemma, fara yfir fylgibréf og fleira þannig að öllum formsskil- yrðum væri fullnægt. Framkvæmd kosninga er jafnan mjög vanda- söm,“ segir Þórir Haraldsson. Lóðsinn flytur kjörkassana en Gæslan er í viðbragðsstöðu ALLUR ER VARINN GÓÐUR VEGNA VESTMANNAEYJA Þórir Haraldsson 14 Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 2021 ALÞINGISKOSNINGAR Nánari upplýsingar á www.jaxhandverk.is jaxhandverk Búbblan lýsir og hitar upp fallegt vetrarkvöld á Íslandi Ekkert eldstæði skapar jafn fallega og rómantíska stemmingu og Búbblan. Hún er sannarlega falleg við hvaða aðstæður sem er. Sérsmíðuð úr níðsterku stáli, með sérstakri ryðvarnarhúð sem tryggir endingu og fallega áferð. Búbblan er á léttum gúmmíhjólum, létt og meðfærileg og getur staðið á hvaða undirlagi sem er. Framleidd af Focus i Frakklandi, einum virtasta framleiðanda eldstæða í Evrópu s.l. 50 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.