Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 Mjög sterkur svitalyktaeyðir, hannaður til að koma í veg fyrir svita og svitalykt hjá einstaklingum með ofvirka svitakirtla. Skilar frábærum árangri. MAXIMUM5 SVITASTOPPARI Sölustaðir: Apótek „NENNIR EINHVER AÐ LÁTA NÝJA GAURINN VITA AÐ ÉG ER BÚINN AÐ FINNA JAKKANN HANS.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að þora að stíga skrefið. MÝSLURNAR ERU AÐ HALDA BARNAAFMÆLI OG ÞÆR SPÖRUÐU EKKERT TIL HOPPUKASTALAR ERU EKKI ÓDÝRIR VÚÚÚ húúú!DO J NG DO J NG DO J NG DO J NG DO J NG DO J NG DO J NG DO J NG DO J NG DO J NG DO J NG DO J NG HÆ, STRÁKAR!FINNST ÞÉR EKKI FRÁBÆRT ÞEGAR NÝFALLINN SNJÓR HYLUR ÞAÐ HVAÐ BÆRINN ER SKÍTUGUR? SÖLVI SÓÐI! MIKIÐ ER GOTT AÐ SJÁ ÞIG! NEI! MIG VERKJAR Í AUGUN VEGNA OFBIRTU! „ÆTLARÐU AÐ HALDA ÁFRAM AÐ MISÞYRMA PRIKINU EÐA VILTU AÐ ÉG SEGI ÞÉR HVAÐ ER RAUNVERULEGA AÐ HRJÁ ÞIG?“ morgnum stóran hluta ársins á skrif- stofu KGRP.“ Fjölskylda Eiginkona Þórsteins er Elsa Guð- mundsdóttir, f. 25.4. 1951, fyrrver- andi bankaritari. Þau gengu í hjóna- band 15.8. 1971 og áttu því gullbrúð- kaup í ágúst sl. Þau búa í Hlíðunum í Reykjavík. Foreldrar Elsu voru Svanhildur Ólöf Eggertsdóttir, f. 28.8. 1931, d. 21.3. 2009, húsmóðir á Siglufirði, og Guðmundur Óli Þor- láksson, f. 21.6. 1928; d. 29.11. 1977; húsasmíðameistari og tónlistarmaður á Siglufirði. Þau voru gift en skildu. Dætur Þórsteins og Elsu eru 1) Svanhildur Ólöf, f. 8.10. 1969, deildar- stjóri, býr í Reykjavík, maki: Gestur Hreinsson, fer með umsjón fasteigna; 2) Herdís, f. 16.6. 1974, kennari, býr í Reykjavík, maki: Sturlaugur Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri og jógakennari; 3) Guðný, f. 4.3. 1980, sérfræðingur, býr í Reykjavík, sam- býlismaður: Birkir Pálsson þroska- þjálfi; 4) Valý Ágústa, f. 16.12. 1983, verkefnastjóri, býr í Reykjavík, maki: Ingimar Hólm Guðmundsson leikja- forritari. Barnabörnin eru þrettán talsins og eitt barnabarnabarn. Systkini Þórsteins eru Guðrún Briem, f. 12.9. 1950, félagsfræðingur, býr í Reykjavík; Helga Valý, f. 28.8. 1953, hjúkrunarfræðingur, býr í Hafnarfirði; Lárus, f. 30.10. 1954, læknir, býr í Reykjavík; Ragnheiður Jensína, f. 5.4. 1956, hjúkrunarfræð- ingur, býr í Reykjavík; Halldóra Anna, f. 16.9. 1964, húsmóðir á Kjalarnesi. Foreldrar Þórsteins voru hjónin Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, f. 15.6. 1927; d. 26.6. 2005, sóknarprestur og prófastur í Reykjavík, og Herdís Helgadóttir, f. 10.7. 1928; d. 19.1. 2017, deildarhjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Þau voru gift í 54 ár. Þórsteinn Ragnarsson Sr. Arnór Jóhannes Þorláksson sóknarprestur á Hesti í Andakíl, Borgarfirði Guðrún Elísabet Jónsdóttir húsfrú á Hesti Lárus Arnórsson sóknarprestur á Miklabæ í Blönduhlíð, Skagafirði Jensína Björnsdóttir var alla tíð búsett á heimili sonar síns og tengdadóttur Sr. Ragnar Fjalar Lárusson sóknarprestur og prófastur í Reykjavík Sr. Björn Jónsson sóknarprestur og prófastur á Miklabæ Guðfinna Jensdóttir húsfrú á Miklabæ Ólafur Jóhannsson farandkennari í Skagafirði Guðlaug Kristrún Guðnadóttir hagyrðingur í Skagafirði og Reykjavík Helgi Ólafsson kennari á Akureyri og í Reykjavík Valý Þorbjörg Ágústsdóttir húsmóðir á Akureyri og í Reykjavík Ágúst Benediktsson veitingamaður í Reykjavík Halldóra Halldórsdóttir húsmóðir í Reykjavík Úr frændgarði Þórsteins Ragnarssonar Herdís Helgadóttir hjúkrunardeildarstjóri í Reykjavík Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Lítið, kringlótt ílát er. Úr henni fæ tóbakskorn. Ölkær þykir þessi ver. Þetta skip er lélegt horn. Guðrún B. á þessa lausn: Að tæma byttu tekst vel henni, af tóbaksbyttu snusar. Þó fyllibyttan fallvölt renni, á floti á byttu krusar. Karl að norðan svarar: Í byttu alltaf blekið hef. Í byttu er tóbak fyrir nef. Byttu drukkna er bágt að sjá. Byttan vaggar úti á sjá. Baldur leysir gátuna þannig: Tóbaksbyttan bros mér ljær; úr byttu penninn drekkur; fyllibyttan fórst í gær; fúna byttan sekkur. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Í byttu smárri blekið er. Úr byttu fæ mér tóbakskorn. Bytta þykir þessi ver. Þessi bytta er lélegt horn. Þá er limra: Í tófuleit Skarphéðinn skytta og Skjöldólfur fyllibytta skolla fundu, skothvellir drundu og Skjöldólfi tókst að hitta. Og síðan er ný gáta eftir Guð- mund: Regnið bylur rúðum á, rís ég brátt úr fleti, gátu þarf að ganga frá, getur hér að líta þá: Þessi er um borð í bát. Býsna langur tími. Fólk,er sér hann, fer með gát. Fljót á miklu stími. Björn hét maður og kallaður Langi-Björn, fjarska hár vexti en ónytjumaður og þungur til vinnu. Um hann var eitt sinn kveðið: Björn er rekinn burt frá oss býsna smátt þó feti, þungan hefur á herðum kross, hann er nefndur leti. Mývargurinn er hin mesta plága í Mývatnssveit. Um hann kvað Sig- mundur Árnason (Blót-Sigmundur) á Vindbelg: Af öllu hjarta eg þess bið andskotann grátandi, að flugna óbjarta forhert lið fari í svarta helvítið. Gömul vísa að lokum: Hugsaðu ekki um himininn hvar hann muni vera. Handa þér mun heimurinn hafa nóg að gera. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bytta er margrætt orð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.