Morgunblaðið - 25.09.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 25.09.2021, Síða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2021 WWW.ASWEGROW.ISUMHVERFISVÆN ÍSLENSK HÖNNUN Guðni Einarsson gudni@mbl.is Allir munir Miðgarðakirkju gjöreyðilögð- ust þegar kirkjan brann til grunna 21. september. Ítarleg umfjöllun um kirkjuna og gripina er í Kirkjum Íslands, 9. bindi. Tryggingar flestra kirkna eru á forræði sóknanna. „Hver sókn er sjálfstæð fjárhags- og stjórnunareining,“ sagði séra Kristján Björnsson, vígslu- biskup í Skálholti. „Kirkjur eru flestar tryggðar samkvæmt brunabótamati og það er frekar lágt.“ Kristján segir að kirkjugripir séu yfir- leitt ekki tryggðir sér- staklega. Einstaka sinnum eru þó dýrir gripir, eins og t.d. pípuorgel, tryggðir. Það er ekki síst ef til þeirra hefur verið safnað. Eins krefjast lánveitendur stund- um sérstakra trygginga þegar lánað er til kirkjubyggingar eða orgelsmíði. Friðlýstar kirkjur eru á þriðja hundrað og allmargar þeirra sóknarkirkjur. Krist- ján sagði að oft hafi fámennar eða mann- lausar sóknir verið sameinaðar öðrum. Þá fær sameinuð sókn í fangið gamla kirkju eða kirkjur tryggðar skyldutryggingu. Nokkrar bændakirkjur eru í einkaeigu, en þeim hefur fækkað. Þannig var t.d. bændakirkjan Grundarkirkja í Eyjafirði afhent söfnuðinum. Tvær kirkjur eru í eigu ríkisins, Þingvallakirkja og Hóla- dómkirkja. Skálholtsdómkirkja og allar fasteignir í Skálholti eru eign þjóðkirkj- unnar. Söfnun fyrir kirkju í Grímsey Kristján hvetur landsmenn til að styðja byggingu nýrrar kirkju í Grímsey í stað þeirrar sem brann með framlagi til sókn- arinnar. „Ég mæli með kr. 10.000 á mann því það er nálægt því sóknargjöld ein- staklings í eitt ár, eitt sóknarbarn til liðs- auka í Miðgarðasókn!“ skrifaði Kristján á Facebook-síðu sinni. Reikningsupplýs- ingar sóknarinnar eru banki 565-04- 250731 og kt. 460269-2539. Ljósmynd/Kirkjur Íslands Söngtafla Skorin út og máluð af Einari Einarssyni djákna. Hann skar út og gaf kirkjunni fleiri gripi. Ljósmynd/Kirkjur Íslands Altarisstjaki Annar af tveimur stjökum sem Átthagafélag Siglu- fjarðar gaf kirkjunni á 20. öld. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Prestatal Í kirkjunni var skjöld- ur með nöfnum sóknarpresta sem sátu í eynni og þjónuðu þar. Ljósmynd/Kirkjur Íslands Ljósahjálmur Þrír ljósahjálmar voru í kirkjunni. Sá elsti var keypt- ur fyrir árið 1884. Kirkjur eru flestar lágt tryggðar - Allt gjöreyðilagð- ist þegar Miðgarða- kirkja brann Ljósmynd/Kirkjur Íslands Altaristaflan Arngrímur Gíslason málari frá Skörðum í Þingeyjarsýslu málaði alt- aristöfluna árið 1879 eftir frægu málverki Leonardo da Vinci af kvöldmáltíðinni. Ljósmynd/Kirkjur Íslands Prédikunarstóll Hann var úr gömlu torfkirkjunni. Á honum var útskorin mynd eftir Einar Einarsson djákna í Grímsey. Snorri Guðvarðsson málarameistari málaði stólinn 2002. Ljósmynd/Kirkjur Íslands Ljósakróna Leifar af gömlum ljósa- hjálmi sem geymdur var á kirkjulofti Miðgarðakirkju. Séra Kristján Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.