Morgunblaðið - 30.09.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.09.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 SKÍÐAFRÍ Á ÍTALÍU ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS SKÍÐAFRÍ 2022 Nú er tími á að bóka skíðaferðina eftir áramót. Madonna er einn þekktasti skíðabær Ítalíu sem er fallegt fjallaþorp í ríflega 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Þessi þúsund manna bær státar af fjölbreyttu skíðasvæði við allra hæfi, fallegum hótelum, glæsilegum veitingastöðum, verslunum og fallegu umhverfi. Kláfur tengir skíðasvæðin Pinzolo og Madonna svo auðvelt er að nýta sér bæði skíðasvæðin. Innifalið, flug, gisting, flutningur á skíðabúnaði, íslensk fararstjórn og innritaður farangur BEINT FLUG VIKULEGA Á LAUGARDÖGUM Í JANÚAR OG FEBRÚAR VERÐ FRÁ:138.900 KR. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með hálfu fæði SKÍÐI 2022PINZOLO EÐAMADONNA ÍSLENSK FARARSTJÓRN OG FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI INNIFALIÐ Í VERÐI 22 kórónuveirusmit greindust inn- anlands sl. þriðjudag. Þar af voru tíu þeirra sem greindust í sóttkví. Þetta kemur fram á Covid.is. Í gær lágu átta sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19- sjúkdómsins, þar af eitt barn. Á bráðalegudeildum spítalans voru sex. Á gjörgæslu var einn sjúkling- ur, ekki í öndunarvél. 351 sjúklingur, þar af 125 börn, voru á Covid-göngudeild spítalans. Alls voru 349 í einangrun á þriðju- dag, sex færri en daginn áður. 874 voru í sóttkví, sem er fjölgun um 19 á milli daga. Á höfuðborgarsvæðinu voru 257 í einangrun, en daginn áður voru þeir þremur fleiri. Næstflestir voru í ein- angrun á Suðurlandi, eða 27 manns. 14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa innanlands var 114. 150 125 100 75 50 25 0 júlí ágúst september Staðfest smit 7 daga meðaltal H ei m ild :c ov id .is kl .1 1. 0 0 íg æ r 22 ný innan- landssmit greindust sl. sólarhring 874 einstaklingar eru í sóttkví Fjöldi innanlands- smita frá 12. júlí 553 eru í skimunarsóttkví349 eru með virkt smit og í einangrun 8 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu 22 veirusmit og helm- ingur fólks í sóttkví - Átta lágu á Landspítalanum í gær Stjórn Sjóvár sendi í gær frá sér yfirlýsingu í kjölfar yfirlýsingar frá Félagi íslenskra bifreiðaeig- enda, vegna áforma Sjóvár um að greiða hluthöfum 2,5 milljarða króna í tengslum við hlutafjár- hækkun félagsins. Í yfirlýsingu frá Sjóvá segir að undanfarna daga og vikur hafi borið á endurteknum og villandi fullyrðingum um rekstur vátrygg- ingafélaga, meðferð iðgjalda öku- tækjatrygginga og meðferð eigin fjár tryggingafélaga þeirra. „Rekstur vátryggingafélaga kallar á langtímahugsun. Þeim er ætlað að bæta tjón vátryggingar- hafa og til að geta staðið við skuldbindingar sínar verða félög- in að hafa fjárhagslega burði til þess. Tryggingafélög reyna að gæta þess að iðgjöld standi undir því tjóni sem verður á venjulegu ári,“ segir í yfirlýsingunni. Benda á endurgreiðslur Þá er tekið fram að iðgjöld hafi vissulega hækkað en sömuleiðis hafi greiðslur vegna tjóna gert það. „Síðustu 18 mánuði hefur Sjóvá greitt rúma 20 milljarða vegna tjóna viðskiptavina sinna. Það er því rangt að iðgjöld séu, eða hafi verið oftekin. Það er mjög villandi að horfa eingöngu á afkomu tryggingafélaganna árið 2020, þegar tjón voru í sögulegu lágmarki vegna Covid-19- faraldursins.“ Sjóvá segist hafa lengi verð- launað þá tryggingataka sem ekki lenda í tjóni með endurgreiðslu iðgjalda og á síðustu átján mán- uðum hefur Sjóvá endurgreitt sínum viðskiptavinum 2,1 milljarð í gegnum stofnendurgreiðslu og með niðurfellingu iðgjalda í maí 2020, þegar fyrirséð var að tjón- um á ökutækjum myndi fækka verulega vegna samdráttar í um- ferð. Sjóvá vís- ar gagn- rýni á bug - Svara FÍB um ið- gjöld og arðgreiðslur BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Alþingi er mikill vandi á höndum vegna mistaka við talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi, sem leiddu til þess að vafi leikur á um kjör jöfn- unarmanna í kosningunum um liðna helgi. Við blasir að þar stóð yfirkjör- stjórn kjördæmisins sig ekki í stykk- inu, en einnig hefur fram komið að sum framboðanna stóðu ekki að eft- irliti með kosningunni svo sem ætlast er til. Af þeim sökum tekur nú við langt og flókið ferli til þess að úr- skurða um hvernig kosningin verði leidd til lykta og hverjir teljist rétt kjörnir á Alþingi. Í gær greindi Kristín Edwald, for- maður landskjörstjórnar, frá því að landsstjórn myndi flýta störfum sín- um og kæmi saman þegar klukkan fjögur á morgun, föstudag, til þess að úthluta þingsætum og gefa út kjör- bréf til þingmanna. Kristín sagði þetta hafa verið ákvörðun landskjör- stjórnar: „Við sáum enga ástæðu til þess að tefja ferlið.“ Deginum áður bókaði landskjör- stjórn að henni hafi ekki borist stað- festing frá yfirkjörstjórn Norðvest- urkjördæmis um að meðferð kjörgagna hefði verið fullnægjandi. Alþingi tekur við málinu Þegar kjörbréf hafa verið gefin út getur Alþingi hafið ferli til þess að skipa bráðabirgðakjörbréfanefnd til þess að fara yfir gögn málsins og búa það í hendur eiginlegrar kjörbréfa- nefndar, sem Alþingi kýs þegar það kemur saman. Willum Þór Þórsson, starfandi for- seti Alþingis, mun óska eftir því við þingflokka að þeir tilnefni menn í bráðabirgðakjörbréfanefnd, en hún er skipuð níu fulltrúum, sem skiptast eftir réttum hlutföllum á Alþingi auk áheyrnarfulltrúa frá minni flokkum. Hún mun svo hefja vinnu við und- irbúning mála fyrir þingsetningu, fara yfir gögn frá Landskjörstjórn, yfirkjörstjórnum kjördæma og þær kærur sem kunna að berast. Sem kunnugt er hafa nokkrar slíkar þegar verið boðaðar. Willum sagði í gær, að það væri „óhyggilegt“ að skipa jöfnunarsætis- þingmenn í undirbúningskjörbréfa- nefnd Alþingis og að þingið verði ekki kallað saman í neinum flýti. Samkvæmt stjórnarskrá þarf for- seti að stefna þinginu saman innan við 10 vikum frá kosningum, svo ekk- ert liggur á í þeim efnum og í raun til lítils að kalla þing saman fyrr en búið er að mynda ríkisstjórn og línur skýr- ast um nefndir þingsins. Nema auð- vitað vegna þessa vandræðamáls í Norðvesturkjördæmi, sem hefur áhrif í fjölda annarra kjördæma að auki. Viðbúið er því að um leið og kjörbréf hafa verið út gefin muni Katrín Jakobsdóttir beina því til for- seta að kalla þingið saman, sem hann gerir bréflega til nýkjörinna þing- manna. Eftir því sem næst verður komist hefur þó engin ákvörðun verið tekin um það enn eða rætt með nein- um hætti. Alþingi dómari í eigin sök Mörgum þykir einkennilegt að Al- þingi fjalli sjálft um hvort þingmenn séu rétt kjörnir, en þannig er það nú samt, beinlínis til þess að verja þingið fyrir afskiptum annarra greina rík- isins, framkvæmdarvalds og dóms- valds. Samkvæmt 46. gr. stjórnar- skrárinnar sker „Alþingi […] sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því hvort þingmaður hafi misst kjörgengi.“ 1. grein þing- skapa, laga um starfshætti Alþingis, fjallar um það, en þar segir að á „fyrsta fundi þingsins eftir kosningar til Alþingis skal kjósa níu þingmenn í nefnd eftir reglum 68. gr. til þess að prófa kjörbréf og kosningu nýkjör- inna þingmanna og varaþingmanna.“ Á þingsetningardegi verður því hin eiginlega kjörbréfanefnd kosin og tekur hún við þeirri vinnu, sem bráðabirgðanefndin hefur innt af hendi. Þegar kjörbréfanefndin hefur lokið störfum gerir hún tillögu til þingsins, þar sem atkvæðagreiðsla ræður niðurstöðunni um gildi kjör- bréfa og þar með kosninganna. Oftast er allt klárt á þingsetning- ardegi og bráðabirgðanefndin búin að vinna alla undirbúningsvinnu, þannig að mál ganga jafnan mjög hratt og snurðulaust fyrir sig á þingsetningar- degi. Ekki víst að sú verði raunin nú. Eins er enn óljóst hve mikla vinnu bráðabirgðakjörbréfanefnd þarf að leggja í rannsókn sína að þessu sinni. Yfirleitt hefur þurft til þess nokkra fundi, jafnvel þótt álitamálin séu smærri en nú. Niðurstaðan óljós Það eitt, að landskjörstjórn hafi bókað að ekki liggi fyrir staðfesting á réttri meðferð kjörgagna í Norðvest- urkjördæmi, felur þó ekki í sér neina forsendu um að kosningin sé ógild, því við mat á því þarf einnig að taka af- stöðu til þess hvort að frávik frá lög- um og reglum þar að lútandi hafi haft áhrif á niðurstöður kosninganna. Markmið lagaákvæða um úthlutun jöfnunarsæta er að sjá til þess að flokkar á Alþingi fái fulltrúa til sam- ræmis við heildarfjölda atkvæða þeirra, þannig að atkvæðin nýtist í öðrum kjördæmum en þau voru greidd. Í þessu tilviki riðlast hlutföll flokka ekkert, heldur hvaða frambjóð- endur viðkomandi flokka nái inn á þing með þeim hætti. Það mætti því vel rökstyðja að kosningin ætti einfaldlega að standa, enda gæti uppkosning í kjördæmi fal- ið í sér fleiri vandræði, sérstaklega ef kjörsókn yrði allt önnur, úrslitin mjög á aðra lund og þar fram eftir götum, sem jafnframt hefði áhrif í öðrum kjördæmum, þar sem ekki væri kosið aftur. Eftir sem áður getur Alþingi auð- vitað úrskurðað kosninguna í Norð- vesturkjördæmi ógilda, svo þá þarf að láta uppkosningu fara fram, að kosið verði að nýju um sömu lista, og skal sú kosning fara fram ekki síðar en mán- uði eftir ógildinguna. Flókið ferli fram undan vegna talningarinnar - Landskjörstjórn gefur út kjörbréf á morgun - Alþingi kemur til skjalanna Morgunblaðið/Unnur Karen Kosningar Innsiglaðir kjörkassar í Smáralind bíða örlaga sinna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.