Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 10

Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við vegum og metum kosti og galla. Þarna missum við svolítið af skógi en fáum á móti frábært aðgengi. Það kemur sér til dæmis vel fyrir þá sem eru hvað lúnastir,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Í næstu viku munu tíu bestu skóg- arhöggsmenn landsins koma saman í Vaðlareit í Eyjafirði, gegnt Akur- eyri. Þar bíður þeirra það verkefni að höggva tvo hektara af 85 ára gömlum skógi sem skógræktin plantaði þar. Þetta er gert til að hægt verði að leggja göngu- og hjólastíg eftir endilöngum Vaðlareit, samtals um 2,2 kílómetra langan. Í þessum áfanga verður stígurinn lagður frá Vaðlaheiðargöngum í norðri að væntanlegum Skógarböð- um í suðri. Síðar verður kláruð teng- ing til Akureyrar og í hina áttina, norður Svalbarðsstrandarhrepp. Stígurinn verður malbikaður 3,5 metra breiður og undir honum verða lagnir fyrir heitt og kalt vatn inn til Akureyrar auk þess sem þær munu tryggja vatn fyrir áðurnefnd Skóg- arböð. Verði sveitarsómi „Við erum búin að liggja yfir þessu og þræðum fram hjá sjald- gæfum tegundum,“ segir Ingólfur um það verk sem bíður skógar- höggsmanna. „Það er ekki algengt í svona gömlum skógi að það sé fellt svona mikið í einu. Auðvitað bregður sumum við að heyra af þessu enda erum við ekki vön því á Íslandi það sé verið að fella stór og mikil tré. Þetta er hins vegar eðlilegasti hlut- ur í heimi og við fáum í staðinn betra aðgengi að þessu skóglendi. Ég held að þetta svæði verði sveitarsómi,“ segir hann enn fremur. Auk þess að bæta aðgengi að skóginum mun stígurinn auðvelda alla umhirðu hans að sögn Ingólfs. Þrír áning- arstaðir verða gerðir við stíginn þar sem fólk getur hvílt sig og notið út- sýnis. Geymir fágætar tegundir Það var árið 1936 sem Skógrækt- arfélag Eyfirðinga hóf skógrækt í Vaðlareit. Á þeim 85 árum sem síð- an eru liðin hafa félagsmenn plantað þar alls um 240 þúsund trjám. „Auk algengari trjátegunda sem við þekkjum úr skógrækt má þar einnig finna fágætar tegundir líkt og hlyn, álm, síberíuþin, hvítþin, alaska- sýprus, eik, hrossakastaníu, hæruöl o.s.frv. og skógarfururnar sem lifðu af lúsafaraldur á 6. áratugnum eru nú margar hverjar mikilfenglegir risar og afar verðmæt minnismerki í íslenskri skógræktarsögu,“ segir á Facebook-síðu Skógræktarfélags Eyfirðinga. Krefst mikils skipulags „Þetta er skógur þar sem þú get- ur lesið skógræktarsöguna. Þarna var verið að prófa tegundir sem ekki var vitað hvort virkuðu hér. Það er því sérstaða hans hversu fjölbreytt- ur hann er og þess vegna hafa marg- ir gaman af því að rúnta um hann,“ segir Ingólfur. Þessi fjölbreytni gerir það að verkum að efnið sem til fellur við að höggva niður tvo hektara verður alls konar. Segir Ingólfur að það verði nýtt vel. „Það krefst þó nokkurs skipulags að undirbúa þetta svo efn- ið fari í þann verðflokk sem því sæmir,“ segir hann og upplýsir að eitthvað af efninu verði kurlað, ann- að nýtist í eldivið og borðvið sem er sá verðmætasti enda geti hann nýst í húsbyggingar. Ljósmynd/Skógræktarfélag Eyfirðinga Skógarfura Alls verða tveir hektarar höggnir í Vaðlareit eftir helgi. Höggva tvo hektara af 85 ára gömlum skógi - Rýma fyrir nýjum stíg sem bæta á aðgengi að Vaðlareit Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það má vel vera að konur hafi ekki kvartað við forstöðumann Sundhall- arinnar vegna búningsklefa kvenna, en málið hefur verið rætt rækilega á samfélagsmiðlum og margar konur tjáð þar óánægju sína,“ segir Kol- brún Baldurs- dóttir, borg- arfulltrúi Flokks fólksins. Hún segir að í þjón- ustukönnun Maskínu (nóv- ember 2018 til janúar 2019) megi sjá tugi kvartana vegna búnings- aðstöðu kvenna í Sundhöllinni. Morgunblaðið sagði í gær frá óánægju dr. Vilborgar Auðar Ísleifs- dóttur sem kvartaði við borgaryfir- völd vegna búningsklefa kvenna í Sundhöllinni. Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Sundhallarinnar, sagði að ekki hafi verið mikið kvart- að yfir staðsetningu kvennaklefans. Þá geti konur fengið að fara innan- dyra til laugar í vondum veðrum, þótt sú leið sé ekki skemmtileg. Kolbrún segir að ef til vill hafi fáar konur kvartað við forstöðu- manninn vegna þess að þær telji það tilgangslaust enda liggi ákvörðunar- valdið hjá meirihlutanum í borginni. „Það nær ansi skammt að leyfa kon- um og stúlkum aðeins að ganga inn- andyra úr klefa í innilaug í vondum veðrum. Nú er endurgerð og lagfær- ingum á Sundhöllinni lokið. For- stöðumaðurinn og segir að gamli búningsklefi kvenna verði notaður í einhverri mynd. Af hverju geta kon- ur ekki fengið aftur gamla búnings- klefann óski þær þess,“ spurði Kol- brún. Hún segir að ef það kallar á fleira starfsfólk að taka gamla kvennaklefann í daglega notkun eigi það að vera auðleyst. Konum sýnd lítilsvirðing „Mig skal ekki undra að konum svíði það sárt að svona sé komið fram við þær. Mér finnst persónu- lega að konum hafi verið sýnd mikil lítilsvirðing í þessu máli. Borgin státar sig af jafnréttisstefnu en fer síðan ekki eftir henni, alla vega ekki í þessu máli,“ segir Kolbrún. Hún lagði fram fyrirspurnir um málið í byrjun árs 2020 til skipulags- og samgönguráðs og mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs borg- arinnar. Þar óskaði hún eftir skýr- ingum á því hvers vegna konur hafi ekki fengið aðgang að eldri búnings- klefum sínum þegar endurbótum var lokið eins og karlar. „Hér eru jafn- réttissjónarmið fótum troðin,“ segir hún. Kolbrún lagði einnig til að fram færi skoðun á því hvort endurgerð á Sundhöll Reykjavíkur samræmdist stefnu borgarinnar í jafnréttis- og aðgengismálum. Fjölmargar fyrirspurnir um þetta mál, bókanir og tillaga, liggja fyriir frá Kolbrúnu sem borgarfull- trúa Flokks fólksins. Þær virðast ekki hafa náð eyrum meirihlutans. Hún segir að ekki liggi fyrir neinar haldbærar skýringar á því hvað hindrar það að konur fái aftur gamla búningsklefann sinn. „Þess í stað er þeim gert að ganga langar leiðir á blautum sundfötum frá klefa að laug,“ segir Kolbrún. Hún harmaði í bókun að við hönnun nýbyggingar við Sundhöll- ina hefðu þarfir sundlaugargesta og þá sérstaklega kvenfólks ekki verið skoðaðar nógu vel. Kolbrún telur að umsögn mannréttindastjóra borg- arinnar í málinu sé neikvæð. Þar er fullyrt að eftir breytingar uppfylli Sundhöllin mannréttindastefnu borgarinnar. Kolbrún efast um að það hafi verið kannað til hlítar að hanna svæðið þannig að tekið væri tillit til allra sundlaugargesta. Hún nefnir að í grein Eddu Ólafsdóttur í Morgunblaðinu (18. september 2020) séu nefndir ýmsir möguleikar sem hönnuðum bar ekki gæfa til að koma auga á. Margar konur hafa lýst yfir óánægju sinni - Búningsklefi kvenna í Sundhöllinni Morgunblaðið/Unnur Karen Sundhöll Konur þurfa að ganga utandyra úr klefum í innilaugina. Kolbrún Baldursdóttir www.lindesign.is 25% afsláttur af öllum vörum Tilboðsdagar Kóði í vefverslun: lindesign Opið virka daga 11-18 Opið laugardaga 11-16 Vefverslun - www.grillbudin.is Haustsprengja Fimmtudag, föstudag og laugardag 30% *Ekki afsláttur á varahlutum afsláttur af öllum vörum* Grillbúðin www.grillbudin.is Smiðjuvegi 2 Kópavogi - Sími 554 0400 Aðeins í 3 daga Arnar Þór Jóns- son, héraðsdóm- ari og frambjóð- andi í fimmta sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjör- dæmi í nýaf- stöðnum alþing- iskosningum, hefur ákveðið að láta af störfum sem dómari. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu Arn- ars Þórs í gær. „Ég hef legið undir feldi síð- ustu daga og velt við öllum stein- um um nútíð og framtíð,“ skrifar hann. Kveðst Arnar Þór hafa „tekið ákvörðun um að stíga út fyrir skorður dómskerfisins og nýta bæði meðbyr og mótbyr til að taka flugið á nýjum vett- vangi“. Hefur ákveðið að hætta sem dómari Arnar Þór Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.