Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Bætt hreinlæti í nýjum heimi Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is Góður gangur hefur verið í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar Snæfellsjökuls á Hellissandi frá því að fram- kvæmdir hófust sumarið 2020. Byggingin er nú fokheld og inni- vinna hafin. Stefnt er að því að húsið verði tilbúið til notkunar í júní 2022. Byggingin er í samræmi við sam- keppnistillögu Arkís arkitekta ehf. Aðrir aðilar hönnunarteymis eru EFLA hf., Liska ehf. og Verkís hf. „Byggingin er í laginu eins og skip. Það kallar á flókið stálburðar- virki sem kostaði mikil heilabrot í hönnun, smíði og uppsetningu,“ er haft eftir Ólafi Ragnarssyni hjá Húsheild á heimasíðu Fram- kvæmdasýslunnar. Húsheild bauð lægst í byggingu Þjóðgarðs- miðstöðvarinnar í útboði, 420 millj- ónir króna. Þjóðgarðsmiðstöðin verður 710 fermetrar að stærð og saman- stendur af tveimur meginbygg- ingum sem tengjast saman með mið- rými. Önnur byggingin hýsir umsýslu fyrir daglegan rekstur þjóðgarðsins svo sem rými fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, skrifstofur og geymslur. Í hinni verður starf- semi sem snýr að kennslu, fræðslu og upplýsingastarfi. „Til viðbótar hangir hluti hússins „í lausu lofti“ – hluti gólfplötunnar hefur engan styrk frá sökklum. Þetta kallaði á eftirspennta plötu þar sem vírbarkar eru lagðir í steypumótið og strekkt á til að halda spennu í plötunni. Þetta er eitthvað sem við hjá Húsheild höfum ekki gert áður, en var spennandi við- fangsefni,“ bætir Ólafur Ragnarsson við í viðtalinu og segir að bygg- inguna einstaklega fallega. sisi@mbl.is „Skipið“ á Hellis- sandi að rísa Ljósmynd/FSR Miðstöðin Er í laginu eins og skip. Sindra Viðarssyni, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöð- inni, þegar slegið var á þráðinn til hans í gær. „Við fengum fyrsta síldarfarm- inn 11. september og síðan hafa verið sólarhringsvaktir nær óslitið hjá okkur. Við erum með þrjá báta, Hugin VE, Ísleif VE og Kap VE, og er Ísleifur að landa og Huginn bíður,“ sagði Sindri. VSV er með 13.000 tonna kvóta í norsk-íslensku síldinni, eða 11,5% af heild og 8.000 þúsund í heima- síldinni sem eru um 12% af heild- arkvótanum. „Veiðin er góð og í allt eru þetta um 100 manns hjá okkur sem koma að þessu með einum eða öðr- um hætti. Við byrjuðum í makríl um miðjan júlí, þá tók síldin við og nú erum við að fá jákvæðar fréttir af loðnunni. Við getum því öll glaðst yfir stöðunni í uppsjáv- arveiðum hjá okkur Íslendingum,“ sagði Sindri að endingu. Nóg að gera í síldinni í Eyjum - Góður gangur í síldveiðum út af Héraðsflóa - Síldin hjá Vinnslustöðinni og Ísfélaginu unnin til manneldis - Fyrirtækin bíða spennt eftir niðurstöðu Hafró á morgun fyrir komandi loðnuvertíð Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Síldarveisla Skipin landa ört í Eyjum, en fyrsti síldarfarmurinn kom til hafnar 11. september. Unnið Óskar og Agnieska unnu af miklu kappi enda vantaði ekki hráefnið. SVIÐSLJÓS Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Síldveiðum og -vinnslu fylgir alltaf ákveðin stemning þótt margt hafi breyst með aukinni tækni og stærri og fullkomnari skipum. Síld- arplön á bryggjum þar sem bátar lönduðu nánast beint á borð síld- arstúlknanna heyra sögunni til. Þær heyrast ekki kalla; „tóma tunnu, salt“ um leið og full tunnan var tekin frá þeim og merki stung- ið í stígvélið. Skipin hafa stækkað og síldin unnin í hátæknivæddum vinnslustöðvum og færra fólk þarf bæði til sjós og lands. Síldin flökuð og fryst og söltun heyrir til und- antekninga. Núna stendur síldarvertíð sem hæst og mikið að gera í Vest- mannaeyjum sem eru með um 30 prósenta hlutdeild í norsk-íslensku síldinni og heimasíldinni. Síldin er unnin í Ísfélagi og Vinnslustöð sem hvort um sig gerir út þrjú full- komin uppsjávarskip. „Við fengum annan farminn af norsk-íslensku síldinni um helgina og eigum fljótlega von á þeim þriðja,“ sagði Björn Brimar Há- konarson, framleiðslustjóri Ís- félagsins, þegar rætt var við hann í gær. „Þetta er mjög góð síld og öll unnin til manneldis. Ísfélagið vinn- ur síld hér og á Þórshöfn og er með þrjú skip, Álsey VE, Heimaey VE og Sigurð VE, sem koma með kælt hráefni í land.“ Í allt um 200 manns Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. er ánægður með gang mála. „Það er góð veiði út af Hér- aðsflóa. Við erum búin að veiða um 7.500 tonn úr norsk-íslensku síld- inni en í heildina er hlutdeild okkar 22.000 tonn sem eru um 20% heild- arkvóta Íslendinga. Þá taka við veiðar á heimasíldinni þar sem við eigum 10.000 tonn sem eru rétt um 14%. Það munar um þetta hér í Vestmannaeyjum því í vinnslu, bræðslu og á sjó eru yfir 100 manns sem koma að þessu hjá okkur,“ sagði Eyþór, sem bíður spenntur eftir niðurstöðu Hafró á morgun eftir loðnuleiðangur í haust. „Fyrri mælingar voru jákvæðar og verði niðurstaðan á morgun í takt við þær er bjart fram undan í uppsjávarveiðum og vinnslu.“ Það var ekki síður létt yfir Gleði Létt var yfir þeim Marek og Eeyta enda gaman á vertíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.