Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 26

Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vertíð farþega- og skemmti- ferðaskipa er lokið á þessu sumri. Síðasta skipið, Quest, lét úr höfn í Reykjavík á mánudagskvöldið, áleið- is til Bergen í Noregi. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur sem kunnugt er haft gríðarleg áhrif á siglingar farþegaskipa um heimshöfin. Hvert risaskipið á fætur öðru kom að Skarfabakka á sumrin og hafnarsvæðið iðaði af lífi. En þetta breyttist snarlega og sumarið 2020 kom ekkert stórt skemmti- ferðaskip til Reykjavíkur. Nokkur skip, sem kalla má meðalstór, komu í sumar en fá tækifæri gáfust til að mynda tvö slík skip samtímis við Skarfabakka. Meðfylgjandi mynd var tekin fyrr í mánuðinum þegar tvö skip voru samtímis í höfn, Mar- ella Explorer II, 72.458 brúttótonn, og Viking Jupiter, 47.842 brúttó- tonn. Sumarið 2019 var sett nýtt met í komum farþega/skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur. Alls voru skipakom- ur 190 og fjöldi farþega 188.630. Sumarið 2020 varð algjört hrun þeg- ar skipakomur voru sjö og farþegar aðeins 1.346. Þetta var hvorki meira né minna en 99% samdráttur. Heldur hefur ræst úr í sumar og 11. september sl. voru skipakomur orðnar 58 og farþegafjöldinn 32.067. Fyrir sumarið 2020 er horfurnar góðar. Alls er bókuð 181 skipakoma með 210.432 farþega. Þessar bókanir miðast við væntingar skipafélag- anna og margt getur breyst á næstu mánuðum eins og dæmin sanna. Þreföldun leiðangursskipa Af þessum skipakomum er áætlað að 98 verði með farþegaskipti og far- þegatalan er 51.022. Þetta er þre- földun leiðangursskipa frá árinu 2019, ef allt gengur eftir. Af bókuðum skipakomum næsta sumar eru aðeins 15 bókanir skipa sem eru stærri en 100 þúsund brúttótonn. Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna, metur það svo að skipafélögin fari hægt í sakirnar og fikri sig áfram. Risa- skipum gæti því fjölgað ef þróun heimsfaraldursins verður hagstæð. Fjölgun leiðangursskipa kallar á breyttar þarfir fyrir afgreiðslu far- þega og farangurs og á fundi stjórn- ar Faxaflóahafna í sumar kynnti Magnús Þór Ásmundsson hafnar- stjóri hugmyndir um uppbyggingu á aðstöðu. Var hafnarstjóra falið að mynda starfshóp sem greina mun þarfir og gera tillögur. Magnús sagði í samtali við Morg- unblaðið nýlega að gert væri ráð fyr- ir að Faxaflóahafnir þyrftu að anna skipum með allt að 3.000 farþegum með þessum hætti. Til að sinna því samkvæmt stöðlum og öryggis- kröfum sem gerðar eru kalli það á aðstöðu til að meðhöndla farangur, svo sem skönnun á farangri, geymslu og flutning. Einnig þarf að vera aðstaða til að skanna farþegana sjálfa, s.s. með málmleitartækjum. Í farvatninu eru síðan auknar kröfur um landamæra- eftirlit sem aðstaða þarf að vera til að sinna, bæði með sjálfvirkum og handvirkum hætti. Morgunblaðið/Eggert Sundahöfn Það var sjaldgæf sjón í sumar að sjá tvö farþegaskip liggja samtímis við Skarfabakka. Ef þóun heimsfaraldurs verður hagstæð ættu risaskipin að sjást í Sundahöfn á ný næsta sumar. Koma risaskipin næsta sumar? - Vertíð farþega- og skemmtiferðaskipa lokið á þessu sumri - Þróun heimsfaraldurs skiptir máli Notaðir bílar Meira úrval á notadir.benni.is Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035 Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Tökum aðeins 1 bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl. **Forsendur: 7 ára lán hjá Lykli. Útborgun 500.000 kr. SsangYong Tivoli Xlv Hlx ‘18, sjálfskiptur, ekinn60 þús. km. Verð: 3.490.000 kr. Hyundai Tucson Classic ‘18, Sjálfskiptur, ekinn 129 þús. km. Verð: 3.490.000 kr. Nissan Qashqai Acenta ‘20, sjálfskiptur, ekinn 47 þús.km. Verð: 4.490.000 kr. 800414 446423 591802 SsangYong Korando Dlx ‘18, sjálfskiptur, ekinn 76 þús.km. Verð: 3.390.000 kr. 8001624x4 4x4 4x4 4x4 Verð ....................................... 3.490.000 kr. Innborgað ............................. 500.000 kr. Eftirstöðvar .......................... 2.990.000 kr. Afborgun á mánuði ............ 46.653 kr.** Gott úrval notaðra jeppa Einnig tökum við gamla bílinn uppí valda bíla fyrir 500.000 kr.*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.