Morgunblaðið - 30.09.2021, Page 30

Morgunblaðið - 30.09.2021, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 aðstæður sem sköpuðust í heimsfar- aldrinum dregið fram mikilvægi þess að sjóflutningar og fiskveiðar gangi vel fyrir sig. Hafi það meðal annars komið fram í þeim tilfellum þar sem starfsemin hefur raskast með tilheyrandi skakkaföllum. Á sama tíma og nauðsyn þessarar starfsemi hefur sýnt sig þá hefur einnig reynt allverulega á áhafnir skipa. Hafi faraldurinn haft neikvæð áhrif á aðstæður far- og sjómanna, meðal annars vegna röskunar á áhafnaskiptum. „Það sem gerðist var að farmenn, sérstaklega um borð í farþega- og flutningaskipum, urðu innlyksa á skipum vegna samgöngutakmark- ana. Áhafnir sátu fastar því ferðir milli landa voru ekki tiltækar. [...] Innan Evrópuríkja hefur verið mikil umræða um hvað sé hægt að gera til að greiða úr þessari stöðu því auðvit- að er óviðunandi að sjómenn sitji fastir á skipum til lengri tíma og fái ekki nauðsynlega afleysingu.“ Hvíld nauðsynleg Meðal þeirra þátta sem Jón Gunn- ar telur mikilvægt að tekið verði til skoðunar til að bæta úr stöðu þeirra sem starfa á sjó eru samræmdar að- gerðir milli landa og heimsálfa sem tryggi að sjómenn geti komist á milli staða og fái sína hvíld. Bætir hann við að innilokun geti meðal annars leitt til ofþreytu og andlegrar vanlíðunar. Slíkt ástand skapi aukna áhættu á að öryggi sé ógnað um borð. „Andleg heilsa skiptir gríðarlega miklu máli. Sjó- mennska er erfitt starf, hvort sem þú ert í flutningum farms eða á fiski- skipi. Andleg og líkamleg heilsa verða að vera í lagi, mannlegi þátt- urinn er gríðarlega mikilvægur. Ef fólk er ekki í stakk búið að takast á við erfiðar aðstæður getur mikil hætta skapast.“ Jón Gunnar vill þó vekja athygli á því að þessi málaflokkur hafi verið tekinn föstum tökum hérlendis og að í heildina litið hafi vel verið staðið að málum sjómanna í faraldrinum þótt víða mætti gera betur. „Á alþjóðavísu er greinilegt að þetta hefur valdið miklum vanda. Hér á Íslandi hafa aðstæður verið betri og gengið hefur vel að halda fiskveiðum gangandi þrátt fyrir allt en aðstæður hafa verið mjög krefj- andi.“ Mikil fækkun banaslysa Vekur hann jafnframt athygli á þeirri jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað í siglingaöryggi íslenskra skipa undanfarin ár. Hefur þetta að Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is „Megininntakið snýst um mikilvægi þess að sjómönnum séu tryggðar viðunandi aðstæður við störf sín. Ör- yggi er þar þungamiðja. Allur að- búnaður og skilyrði þurfa að vera með þeim hætti að það sé tryggt sem best. Sú áhersla hefur skilað okkur á Íslandi miklu og bæði Alþjóðasigl- ingamálstofnunin og Siglingaörygg- isstofnun Evrópu undirstrika mik- ilvægi öryggismála,“ segir Jón Gunnar Jónsson forstjóri Sam- göngustofu um Alþjóðadag siglinga sem er í dag. Þemað í ár er tileinkað farmönnum á sjó, mikilvægi starfa þeirra og þeim áskorunum sem þeir hafa staðið frammi fyrir á tímum heimsfaraldurs. Að sögn Jóns Gunnars hafa þær leitt til mikillar fækkunar banaslysa á sjó en á síðustu 10 árum hafa níu banaslys orðið á sjó, samanborið við 21 banaslys á tímabilinu 2001 til 2010 og 63 banaslys á árunum 1991 til 2000. Telur Jón Gunnar marga sam- verkandi þætti liggja að baki þessari jákvæðu þróun, meðal annars aukna öryggisvitund sjómanna og útgerða, menntun og þjálfun sjómanna, skipaeftirlit, regluverk um búnað og skoðanir, tækniþróun skipa, starf björgunarsveita og spár um veður og sjólag, svo eitthvað sé nefnt. „Það er alveg klárt að það hefur orðið vitundarvakning. Sjómennska er í eðli sínu áhættusamt starf en það er alveg hægt að skapa að- stæður um borð þar sem fyllsta ör- yggis er gætt. [...] Hér áður fyrr voru sjóslys tíð, svo jafnvel var litið á þau sem nokkurs konar náttúrulög- mál. Hugsunin var bara sú að sjór- inn gefur og sjórinn tekur, þannig að fjöldi banaslysa á sjó væri óumflýj- anlegur. Með breyttum hugs- unarhætti, samvinnu og marghátt- uðum framförum er þetta mikið breytt. Það á að vera sjálfsögð krafa allra, hvort sem það eru sjómenn eða aðrir, að þegar þeir fari til vinnu komi þeir heilir heim.“ Segir hann að lokum að mikilvægt sé að halda áfram því góða starfi sem hefur átt sér stað undanfarin ár. „Við erum ekki komin á endastöð. Það verður alltaf að horfa til þess hvað er hægt að gera enn betur. Góður árangur í dag er engin trygg- ing fyrir árangri seinna,“ segir Jón Gunnar að endingu. Faraldurinn vegið að öryggi á sjó - Sjónum beint að mannlega þættinum á Alþjóðadegi siglinga - Mikilvægt að tryggja sjómönnum viðunandi aðstæður við störf sín - Slysahætta og ofþreyta eykst með lengri dvöl á sjó Morgunblaðið/Eggert Forstjórinn Jón Gunnar Jónsson segir andlega heilsu mjög mikilvæga forsendu í öryggi sjómanna. 31 19 34 21 12 20 10 13 20 23 14 7 16 16 8 23 8 7 7 10 13 12 9 4 3 10 6 2 2 2 6 2 1 2 1 2 5 0 1 1 0 4 2 0 1 2 0 0 0 0 Fjöldi banaslysa á sjó 1971-2020 35 30 25 20 15 10 5 0 1971 1978 1985 1992 1999 2006 2013 2020 1971-1980 1981-1990 1991-2000 2001-2010 2011-2020 250 200 150 100 50 0 Banaslys á sjó, þróun fjölda á tíu ára tímabilum 203 116 63 21 9 Heimild: Samgöngustofa Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 21.995 kr. / St. 37-42 Vnr.: E-212303 21.995 kr. / St. 37-41 Vnr.: E-21230301378 ECCO SHAPE 21.995 kr. / St. 36-42 Vnr.: E-21230301001 21.995 kr. / St. 36-42 Vnr.: E-21230301178 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.