Morgunblaðið - 30.09.2021, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 30.09.2021, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Það er þekkt að þeir eru til sem láta sig stundum hafa að fiska í gruggugu vatni, þótt ekki sé það geðfelldasti veiðiskapurinn, þyki þeim mikið liggja við. Og reyndar benda allmörg dæmi til þess að oft sé sama manngerðin og jafnvel sömu mennirnir iðulega á ferð í slíkum er- indum. Kapp fylgir kosningum og er það sjálfsagt og eins hitt að vilja ekki tapa sínum slag fyrr en fullreynt er og teygja sig því eins langt og fært er í þeim tilgangi. En einnig slíkt hefur þó sín tak- mörk. Nú seinast var á ferð lög- fræðingur og frambjóðandi í sama manninum að fiska eftir því að fá fram nýjar kosningar í „sínu kjördæmi“ vegna meintra alvarlegra mistaka af hálfu þeirra yf- irvalda sem umsjón höfðu með kosningu, talningu og kynningu á niðurstöðum í Norðvesturkjördæmi. Þótt skilja megi kappsama fram- bjóðendur og jafnvel að nokkru marki þá sem einsk- is svífast, þá þurfa þeir líkt og aðrir sem mikilvægu hlutverki gegna að gæta sín á að láta ekki draga sig með út fyrir öll mörk. Ábendingar Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um slíkt eiga fullan rétt á sér. Björn segir í sínum pistli m.a.: „Þegar rætt er um al- varlegt og viðkvæmt mál eins og framkvæmd kosn- inga ber að kynna öll máls- atvik á hlutlægan hátt. Engra slíkra grundvallar- reglna var gætt í Kastljósi ríkissjónvarpsins að kvöldi þriðjudags 28. september. Annar viðmælendanna, Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og oddviti Pírata í NV-kjördæmi, var eins van- hæfur til að fjalla um málið og verða má. Hann fékk 6,3% atkvæða í kosning- unum og náði ekki kjöri. Nú er honum greinilega kapps- mál að fá að reyna aftur og gengur harkalega og ein- strengingslega fram með þá kröfu sína að alþingismenn ógildi kosninguna, þing- flokkur Pírata tekur undir þessa kröfu.“ Fyrir liggur í málinu að engin raunveruleg efni standa til þess að draga end- anlegar niðurstöður í fyrr- nefndu kjördæmi í efa. Verulegir og alvarlegir gall- ar sem raunverulegu máli skipta þurfa að vera á fram- kvæmd kosninga og taln- ingar svo kröfur um endur- tekningu kosninga í einu af kjördæmum landsins komi til mála. Eins og Björn Bjarnason bendir réttilega á hefur ekkert slíkt enn komið fram. Reynt er að gera sér mik- inn mat úr því að innsigla skuli kjörgögn áður en þau eru send áfram til réttra að- ila og láta eins og í því til- viki hafi lög verið brotin af yfirkjörstjórn kjördæm- isins. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að þar hafi í raun verið ágalli á vinnubrögðum yfirkjör- stjórnar. Reynt er að gera það tor- tryggilegt að einn af hús- ráðendum á kjörstað hafi tekið mynd af kjörgögnum óinnsigluðum í talningarsal í lok talninga. Áðurnefndur frambjóðandi Pírata í kjör- dæminu segir að sá sem tók myndina hafi „valsað“ um salinn þar sem kjörgögnin voru og höfðu áður verið talin og voru geymd. Ekk- ert bendir til þess. Fram er komið að fulltrúi yfirkjör- stjórnar fylgdist með þess- ari myndatöku og ekkert var athugavert við hana. Fréttamenn Ríkisútvarps- ins höfðu áður verið með myndir frá talningarsalnum og sýnt þær, enda ekkert athugavert við það. Eftirlitsmyndavélar voru við inngangsdyr í talning- arsalinn og þær hafa verið afhentar réttum yfirvöldum og ekkert bendir til að nokkur hafi farið þar um sem ekki hafi verið til þess bær. Það er alvarlegt mál að grafa undan trausti al- mennings á alþingiskosn- ingum. Það sem fram er komið í þessu máli gefur ekkert tilefni til að það sé gert. Þeir sem boðið hafa fram krafta sína á þingi í þjóðarþágu þurfa að sýna að þeir rísi undir slíku} Jafnvel ákafamenn verða að kunna sér hóf SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is H röð þróun á sér stað í raf- rænum greiðslulausnum fyrir einstaklinga við kaup á vöru og þjónustu. Fram hefur komið að í um eða yfir 90% tilvika notfæra heimili landsins sér rafrænar greiðslur, kort og greiðsluöpp við kaup á vörum og þjónustu auk millifærslna. Peninga- seðlar eru sjaldséðir þótt því sé enn ekki spáð að Ísland verði með öllu seðlalaust samfélag í fyrirsjáanlegri framtíð. Í fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans sem út kom í gær er minnt á að kannanir sem bankinn lét gera leiði í ljós að heimili landsins nota sjaldan reiðufé þegar keypt er vara eða þjónusta og að í kjölfar þess að heimsfaraldur kórónuveirunnar reið yfir varð notkun reiðufjár enn minni „Úttekt reiðufjár úr hraðbönk- um dróst líka saman. Þá hefur orðið mikil aukning í netverslun sem kallar á notkun greiðslukorta í stað reiðu- fjár. Eftirspurn eftir reiðufé minnk- aði hins vegar ekki í farsóttinni í takt við aukna notkun á rafrænum greiðslulausnum og minnkandi neyslu í landinu,“ segir í skýrslu Seðlabankans. Sjálfsafgreiðslan eykst Notkun greiðsluappa í snjall- símum færist jafnt og þétt í aukana. Samkvæmt tölum bankans í gær eykst hlutdeild greiðsluappa í heild- arnotkun greiðslukorta í verslunum frá einum mánuði til annars. Hlutfall sjálfsafgreiðslu í matvörubúðum og stórmörkuðum fer ört vaxandi og ný- verið var greint frá nýjung sem Krón- an kynnti þar sem viðskiptavinir geta skannað strikamerki á vörum í sím- ann og greitt fyrir í gegnum snjall- forrit sem eru byggð ofan á greiðslu- kort. „Sjálfsafgreiðslan í matvöru- verslunum er orðin yfirgnæfandi. Þetta gerist með ógnarhraða,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu. Reynslan sýni að sögn hans að allir læra mjög hratt á sjálfs- afgreiðslukassana, eldri kynslóðin ekkert síður en þeir sem yngri eru og kom það mönnum aðeins á óvart að sögn hans. Seðlabankinn fjallaði fyrr á árinu um niðurstöður könnunar sem bank- inn fékk Gallup til að gera seint á síð- asta ári. Þá kom í ljós að yfir helm- ingur heimila landsins sagðist ekki nota reiðufé og af þeim rúmlega 40% sem sögðust nota reiðufé, var það ekki endilega notað til kaupa á vöru eða þjónustu heldur til að gefa eða greiða öðrum. Ríflega 31% heimila voru þá farin að nota greiðsluöpp í snjalltækjum. Notkun reiðufjár til kaupa á vörum og þjónustu var um 10%. Einnig var spurt hvort menn væru með reiðufé á sér á þeim tíma sem könnunin fór fram. Um 70% svöruðu því játandi og var meðalfjár- hæðin rúmlega ellefu þúsund krónur. „Þetta gerist með ógnarhraða“ Morgunblaðið/Eggert Greiðsluöpp Sífellt fleiri lands- menn nota snertilausar greiðslur. 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2021 Notkun á reiðufé og greiðsluöppum Þróun hraðbankaúttekta 2014 til 2021, breyting frá fyrra ári (%) Hlutfall greiðsluappa af heildarnotkun greiðslukorta í verslunum (%) 20% 10% 0% -10% -20% 5% 4% 3% 2% 1% 0% Færslufjöldi Velta Færslufjöldi Velta 2020 2021 Heimild: Seðlabankinn okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí Allar kreditkortafærslur inn- lendra greiðslukorta og 95% allra debetkortafærslna fara í dag í gegnum alþjóðlega korta- innviði en þetta hlutfall debet- korta var um 9% fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í fjármála- stöðugleikaskýrslu sem Seðla- banki Íslands birti í gær. Minnt er á að bankinn hafi um nokk- urt skeið fjallað í ritum sínum um áhættu í smágreiðslu- miðlun „og þá sérstaklega varðandi þá þróun að stöðugt fleiri innlendar smágreiðslur fari í gegnum erlenda kortainn- viði,“ segir í skýrslu Seðla- bankans. Bent er á að þá fari einnig allar greiðslur með greiðsluöppum, hvort sem not- að er debet- eða kreditkort, eingöngu í gegnum alþjóðlegt kerfi en notkun á öppum í við- skiptum hafi aukist mikið á síðustu misserum. Í gegnum al- þjóðleg kerfi KORTAFÆRSLUR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ S kilaboðin sem kjósendur sendu stjórnvöldum um liðna helgi voru skýr. Þjóðin valdi annars vegar áframhaldandi stöðugleika í efna- hagsmálum og hins vegar að fjár- festa í fólki. Ríkisstjórnin jók þingstyrk sinn og fékk umboð til að endurnýja samstarfið. Sam- ræður þar að lútandi eru hafnar og á næstu dög- um ættu línur að skýrast. Í samningaviðræðum gengur enginn að neinu vísu og fólk mætir til leiks með opnum hug, en markmiðið er skýrt; að vinna þjóðinni gagn og auka velsæld í landinu. Efnahagshorfurnar fyrir árið hafa styrkst, eftir því sem hjól atvinnulífsins snúast hraðar og áhrif heimsfaraldurs minnka. Gert er ráð fyrir 4% hagvexti í ár og atvinnuleysi hefur minnkað hratt. Atvinnuþátttaka nálgast það sem hún var fyrir Covid og horfur eru góðar. Mótvægisaðgerðir vegna áhrifa heimsfaraldurs kostuðu sitt, en í samanburði við önnur lönd er staða ríkissjóðs góð. Vissulega er halli á ríkissjóði um þessar mundir, en sterk staða fyrir Covid og markviss niðurgreiðsla skulda á und- anförnum áratug skapar góða viðspyrnu sem stjórnvöld munu nýta til að snúa við tímabundnum hallarekstri. Rétt er að minna á, að ríkisútgjöldum vegna Covid var fyrst og fremst ætlað að verja afkomu fólks og samfélagslega inn- viði svo áhrif heimsfaraldurs yrðu ekki varanleg. Framsóknarflokkurinn leggur ríka áherslu á stöðugleika í efnahagsmálum. Að samspil peningastefnu, ríkisfjármála og vinnumarkaðarins sé gott og sjálfbært til langs tíma. Þá er mikilvæg að vaxtastig í landinu sé hagstætt, en með eðlisbreytingu á lánamarkaði eru stýri- tæki Seðlabankans nú skilvirkari en áður. Stór hluti húsnæðislána er nú óverðtryggður og fyr- ir vikið skilar stýrivaxtahækkun sér miklu hraðar en áður inn í neysluna. Það er fagnaðar- efni, enda betra til að halda niðri verðbólgu sem er eitt helsta hagsmunamál almennings. Á undanförnum árum hefur Framsókn lagt áherslu á að fjárfesta í fólki. Þeirri stefnu héld- um við til streitu í aðdraganda kosninga, og það munum við gera í viðræðum um myndun rík- isstjórnar. Í menntamálum eru spennandi tímar fram undan, þar sem fyrir liggur að- gerðaáætlun til þriggja ára sem mun efla menntun í landinu, árangur og skilvirkni í skólastarfi, læsi ungmenna og sköpunarkraft þeirra. Allt miðar að því tryggja heildstæða skólaþjónustu, með viðeigandi stuðningi við þá sem þurfa og inngrip strax í upphafi skólagöngu til að bæta nám og farsæld barna. Samhliða er mikilvægt að kerfisbreytingar í málefnum barna nái fram að ganga, en barnamálaráðherra hefur verið óþreytandi í baráttu sinni fyrir aukinni velsæld barna og mun fyrir hönd Framsóknar leiða vinnu til hags- bóta fyrir eldri borgara. Staða þeirra er misjöfn, því á með- an sumir hafa það gott eru aðrir illa staddir. Brýnt er að leysa þann vanda, í góðri samvinnu við alla helstu hagaðila svo enginn verði út undan. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Fjárfesting í fólki er líka efnahagsmál Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.