Morgunblaðið - 30.09.2021, Page 35
35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021
Stökk Ekki virðist sem ferðamanni á hraðferð bregði þótt listaverk sýni kött sem horfir á hann með grimmdaraugum og virðist ætla að stökkva á hann.
Eggert
Verður það hlut-
skipti barna okkar og
barnabarna að lifa við
versnandi lífskjör
næstu áratugina?
Frambjóðendur Sam-
fylkingar og sumir
aðrir boðuðu mikinn
samdrátt í neyslu til
að ná miklu meiri ár-
angri en kveðið er á
um í sameiginlegum
markmiðum Evrópuríkja gagnvart
Parísarsamningnum. Ég tel unnt að
gera miklu betur hvað varðar lofts-
lagsmál og mengun án þess að fórna
lífskjörunum. Mjög hallar á Evr-
ópuríkin í Parísarsamn-
ingnum en aðrir hafa
frítt spil án fullnægjandi
skýringa. Og Ísland á
ekki að taka þátt í að
færa framleiðslu úr landi
til að líta betur út á blaði.
Sameinuðu þjóðirnar
hafa enda varað við slíkri
sýndarmennsku. Evrópa
hamast meðan aðrir
auka losun af miklu
kappi. En þannig er
staðan nú einu sinni og
við hana verður að lifa.
Þróunarhjálp til
hjálpar gegn mengun
Með því að samþætta annars veg-
ar loftslagsmál og mengunarvarnir
og hins vegar þróunarhjálp getum
við gert heiminum miklu meira
gagn en með því að einblína á losun
á Íslandi. Meðal mikilvægustu verk-
efna umhverfismálanna eru að
vernda regnskógana, stöðva plast-
losun í hafið, varðveita villt dýr og
að nýta endurnýjanlega orkugjafa.
Með þróunaraðstoð sem beinist að
nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa
er hægt að ná langtum meiri ár-
angri fyrir sama fé en hér heima.
Það sýna dæmin. Það er líka heims-
nauðsyn að stöðva eyðingu regn-
skóganna sem eru heimkynni dýr-
anna og lungu heimsins. Mestöll
plastmengun heimshafanna stafar
frá þróunarríkjunum sem t.d. losa
sorp í ár. Þarna þarf að lyfta grett-
istaki.
Margir vinstrimenn boða
framtíðarfátækt á Íslandi
Boðskapur þeirra sem vilja
minnka þjóðarframleiðslu á Íslandi
og draga samhliða úr neyslu hefur
falskan hljóm. Minnkun framleiðslu
hér mun færa hana annað og lífs-
kjörin með, þar með talda góða
heilbrigðisþjónustu. Sú leið sem ég
bendi á hér að ofan mun halda lífs-
kjörum okkar og framtíð-
arkynslóða góðum meðan heims-
markmið um minni mengun og
betra líf öðrum til handa nást.
Hvers vegna eigum við að fórna
lífskjörum okkar að nauðsynja-
lausu? Eru þjóðir heimsins á þeirri
vegferð? Mér sýnist sem betur fer
ekki. Þannig ætla Bretar t.a.m. að
draga mikið úr losun með orku-
skiptum. Þar snýst umræðan ekki
um lakari lífskjör til framtíðar. Það
er full ástæða til að segja: Bjarta
framtíð án meinlætastefnu.
Eftir Einar S.
Hálfdánarson »Minnkun þjóðarfram-
leiðslu mun færa lífs-
kjörin annað, þ.m.t. góða
heilbrigðisþjónustu.
Hægt er að viðhalda
lífskjörunum og vernda
umhverfið um leið.
Einar S. Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Horfum fram á veginn
Í umfjöllun um að-
gerðir í loftslags-
málum að und-
anförnu hefur það
vakið athygli mína
hversu lítið hefur
verið rætt um kolefn-
isspor vöruflutninga
og tækifærin til að
draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda
með auknum vöru-
flutningum á sjó hér á landi. Eins og
kunnugt er fer langstærstur hluti
vöruflutninga innanlands nú fram
með bifreiðum. Flutningar með
skipum eru orkuhagkvæmasta
flutningaleið vöru þar sem eldsneyt-
isnotkun er verulega minni á hvert
tonn sem flutt er með skipum en bif-
reiðum. Lætur nærri að áhrif á
loftslagið séu um 75% minni við
vöruflutninga á sjó í samanburði við
landflutninga.
Í ljósi þess að vega-
lengdir milli staða á Ís-
landi eru oft mun styttri
sjóleiðina en landleiðina
getur munurinn verið
enn meiri í mörgum til-
vikum. Það má því draga
verulega úr losun gróð-
urhúsalofttegunda ef
hægt er að snúa þeirri
umhverfislega slæmu
þróun sem varð hér á tí-
unda áratug síðustu ald-
ar og sinna stórum hluta
vöruflutninga innan-
lands aftur með skipum.
Nýjar áskoranir
Nýlega bárust fréttir af því að er-
lendir aðilar undirbúi nú stórfellda
flutninga af vikri frá Kötlusandi í
Mýrdal til Þorlákshafnar og munu
þeir flutningar auka álag á þjóðveg-
inn með frekari kostnaði við upp-
byggingu og viðhald vegarins. Verði
af slíkum fyrirætlunum ættu stjórn-
völd að sjá til þess að hinir erlendu
aðilar beri þann kostnað sem af
starfsemi þeirra mun leiða til og
varðar bæði slit á þjóðveginum og
aukna losun gróðurhúsaloftteg-
unda.
Aðgerðir til árangurs
Með vöruflutningum á sjó mun
ekki aðeins draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda heldur gæti jafn-
framt náðst fram verulegur þjóð-
hagslegur sparnaður, en fyrir liggur
að stærstan hluta slits á þjóðvegum
landsins má rekja til vöruflutninga.
Þannig er talið að hver vöruflutn-
ingabíll valdi sama álagi og sliti á
þjóðvegum landsins og 20 til 30 þús-
und venjulegir fólksbílar. Auk þess
má ætla að umferðaröryggi aukist
umtalsvert með því að flytja vöru-
flutninga í ríkum mæli af vegum
landsins á sjó.
En hvernig mætti efla vöruflutn-
inga með skipum á kostnað land-
flutninga? Ýmsar leiðir koma til
greina, þar á meðal að ríkissjóður
niðurgreiði vöruflutninga á sjó í
þágu aðgerða í loftslagsmálum. Í því
sambandi er rétt er að hafa í huga
að ríkissjóður greiðir í dag veru-
legar upphæðir í uppbyggingu og
viðhald vega vegna vöruflutninga.
Má ætla að niðurgreiðslurnar yrðu
aðeins brot af þeim kostnaði sem
sparaðist við minna álag af vöru-
flutningum á þjóðvegi landsins. Ef
til vill væri þó hentugra og meira í
takt við tíðarandann að nota mark-
aðslausnir sem fælust í því að vöru-
flutningar á landi greiddu beint fyr-
ir þann kostnað sem þeir valda
vegna aukins slits og viðhalds á
þjóðvegum landsins. Það væri líka í
samræmi við nytjagreiðsluregluna
svokölluðu (user pay principle). Með
núverandi tækni og þekkingu ætti
að vera einfalt að innheimta veg-
gjöld í samræmi við notkun þessara
farartækja á þjóðvegum landsins.
Fram hafa komið áætlanir um að
kostnaður ríkissjóðs geti verið á
bilinu 100-300 kr. á hvern ekinn
kílómetra vöruflutningabifreiða, allt
eftir stærð þeirra. Ef tekin yrði upp
gjaldtaka til að mæta þessum kostn-
aði blasir við að aðeins viðkvæmustu
vöruflutningarnir, þar sem flutn-
ingstími skiptir sköpum, yrðu áfram
á þjóðvegum landsins. Þannig yrðu
forsendur til vöruflutninga með
skipum gjörbreyttar, lækkun flutn-
ingsgjalda vegna minni eldsneyt-
isnotkunar, sem kæmi íbúum lands-
byggðarinnar vel, minni losun
gróðurhúsalofttegunda í aðgerða-
áætlun stjórnvalda staðreynd og
aukið umferðaröryggi á þjóðvegum
landsins.
Eftir Magnús
Jóhannesson » Lætur nærri að
áhrif á loftslagið
séu um 75% minni
við vöruflutninga á
sjó í samanburði við
landflutninga.
Magnús Jóhannesson
Höfundur er fyrrverandi
siglingamálastjóri.
Land tækifæranna í loftslagsmálum
– kolefnisspor vöruflutninga