Morgunblaðið - 30.09.2021, Síða 36

Morgunblaðið - 30.09.2021, Síða 36
Umhverfismála- umræðan Yfir 40% hnatt- rænnar hlýnunar eru rakin til mann- virkjagerðar; steypa, stál og grjót. Bara sement telur um 8% á heimsvísu. Hlutur bíla sem knúnir eru jarð- efnaeldsneyti er 5% í þessari mynd. Stærst- ur hluti dægur- og stjórnmálaumræðu um umhverfismál á Íslandi hverfist um bíla og málefni með jafn- vel enn minni umhverfisáhrif. Mannvirkjahönnuðir taka ákvarð- anir um lausnir á umhverfis- og mannvirkjasviði og eru sem fagstétt mögulega stærsti einstaki áhrifavald- urinn þegar hnattræn hlýnun er ann- ars vegar. Af nýjum verkum að dæma eru fáir meðvitaðir um mikil umhverfisáhrif hönnunarákvarðana sinna. Mannvirkjahönnuðir eru enn fremur gjarnan neðarlega í gogg- unarröð um stefnumótun og stjórnun mikilvægra ákvarðana sem skapa gróðurhúsalofttegundir. Hærra settir á umhverfis- og mannvirkjasviði hins opinbera eru um þessar mundir nokkrir dýralæknar. Efnissóun í mannvirkjagerð svipar á margan hátt til matarsóunar. Á Ís- landi finnast fyrirmyndarfrum- kvöðlar sem hafa helgað sig baráttu gegn matarsóun – talið að yfir 30% matarframleiðslu heimsins sé sóað. Ætla má að efnissóun í mann- virkjagerð sé að minnsta kosti á pari við sóun í matvælaiðnaði. Of mikið efni og röng efnisnotkun er helsti vandinn í þessu samhengi. Hér skort- ir rannsóknir, sem á reyndar við flestalla málaflokka byggingariðn- aðarins hérlendis. Ólíklegt verður að teljast að dýralæknar sem þessi miss- erin hafa mikil áhrif í íslenskri mann- virkjagerð beri kennsl á rétt og rangt við stjórnun þessara tæknilega flóknu viðfangsefna. Erlendis þykir það víðast hvar eðlilegt að lykilstjórn- endur hafi þekkingu á viðfangsefnum sínum. Margvíslegur grænþvottur er áberandi þessi misserin og virkar vel. Á stundum virðist kerfið sjálft mesti blekkingarmeistarinn þegar kemur að umhverfismálum og mann- virkjagerð. Skilaboðin eru ekki í sam- ræmi við viðurkenndar rannsóknir. Þekkingu er víða ábótavant og end- urspeglast með skýrum hætti, s.s. á samgöngu-, orku- og húsbygg- ingasviði. Mögulega þess vegna byggjum við lífshættuleg samgöngu- mannvirki, ónýtar verksmiðjur og myglandi stórhýsi með ónýtum burð- arkerfum. Samhliða eykst hnattræn hlýnun sem aldrei fyrr. Frá árinu 2009 hef ég fengist við þróun lausna sem minnka losun gróð- urhúsalofttegunda í mannvirkjagerð – meðal annars með stuðningi Rannís – og fjárfest hálfum starfsferlinum í þau málefni. Lagðar hafa verið til lausnir sem minnka losun gróð- urhúsalofttegunda um tugþúsundir tonna á hvejru ári. Á Íslandi hef ég að mestu uppskorið árásir og níð sérhags- munagæsluliðasveita fyrir - þetta bara til upplýsingar um þýðingu þess stundum að vinna að nýsköpun og umhverfismálum á Íslandi. Lengst af snerust rannsóknir umhverfisáhrifa mannvirkja um rekstur og orkuþörf – passív hús varð til dæmis vinsælt þema. Í kjölfar bylgjunnar frá Gretu Thunberg færðist áherslan á efn- ismassann; sjálf byggingarefnin. Samkvæmt þýskum vísindamönnum er umræðan um 1,5 eða 2,0 gráðu hlýnun jarðar á verulegum villigöt- um, stefnan í dag sé nokkurn veginn þráðbein á 7,0 til 8,0 gráður miðað við gildandi reiknilíkön. Enda er mann- virkjagerð ekki að breytast í þessu tilliti, í öllu falli ekki á vegum hins op- inbera. Þá er rétt að spyrja; hver hef- ur áhuga á málefninu ef ekki stjórn- málaflokkur sem kennir sig við græn málefni? Á opinberum ráðgjafarmarkaði réttra tengslaneta, þar sem heilbrigð samkeppni á grundvelli þekkingar, reynslu og hæfni er kerfisbundið tak- mörkuð, má enn hagnast á óbreyttu ástandi – á stöðnun. Þannig er enn kynnt undir hnattrænni hlýnun og gerðar stórar áætlanir um að bæta verulega í í þeim efnum; meiri steypu, meira stál og meira grjót fyrir jafnvel hundruð milljarða. Til þess að gull- tryggja að sótsvörtum sporunum verði þrykkt með alvörutrukki á um- heiminn, virðist þess sérstaklega gætt að stjórnendur á mann- virkjasviðum stjórnsýslunnar hafi sem minnsta þekkingu og reynslu af viðfangsefninu; dýralæknar, lögfræð- ingar, vélfræðingar, en sérfræðingar í umhverfis- og mannvirkjaverkfræði hvergi sjáanlegir. Samtímis er frum- kvöðlum og stjórnendum í umhverf- isvænni mannvirkjagerð markvisst úthýst – umhverfisvænar lausnir jafnvel bannaðar sérstaklega í stórum opinberum útboðsverkum. Og þykir nákvæmlega ekkert tiltöku- mál, við hlæjum að þessu. En það er einhver sem greiðir reikninginn. Að mínu mati er talsvert svigrúm til þess að dýpka umhverfismála- umræðuna á Íslandi og setja fókus á mannvirkjagerð, mannvirkjahönnun, nýsköpun og tækniþróun. Umhverf- ismálaumræðan hverfist enn í dag um pínulítinn hluta þess sem orsakar hnattræna hlýnun. Jafnvel fleiri út- varps- og sjónvarpsþættir, kvik- myndir eða annað miðlunarefni, um pínulítinn hluta þess sem skapar vandann, mun aldrei gera meira en breyta pínulitlu – og þá bara ef vel tekst til. Framþróun á sér stað á sam- keppnisforsendum hæfni, þekkingar og reynslu – og frjórrar hugsunar. Þannig er umhverfisvandinn leystur. Líklegast er tímabært að stofna nýjan grænan stjórnmálaflokk sem tekur loftslagsmál alvarlega. Að út- hýsa markvisst þekkingu á umhverf- ismálum heilt kjörtímabil er ófyr- irgefanlegt og við því ber að bregðast. Gefum nýju fólki tækifæri. Eftir Magnús Rannver Rafnsson Magnús Rannver Rafnsson »Mannvirkjahönnuðir taka ákvarðanir um lausnir á umhverfis- og mannvirkjasviði og eru sem fagstétt mögulega stærsti áhrifavaldur hnattrænnar hlýnunar. Höfundur er verkfræðingur. 36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Landskjörstjórn kemur saman til fundar föstudaginn 1. október nk., kl. 16 til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir almennar alþingiskosningar sem fram fóru 25. september sl. Hér með er umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram við alþingiskosningarnar gefinn kostur á að koma til fundarins, sem haldinn verður á 2. hæð í Austurstræti 8-10, Reykjavík, húsnæði nefndasviðs Alþingis. Gengið er inn frá Vallarstræti. Reykjavík, 29. september 2021 Landskjörstjórn Fundur um úthlutun þingsæta Svartur á leik Höf. Stefán Máni Les. Rúnar Freyr Gíslason Dóttirin Höf. Anne Birkefeldt Ragde Les. Margrét Örnólfsdóttir Kakkalakkarnir Höf. Jo Nesbø Les. Orri Huginn Ágústsson Karitas án titils Höf. Kristín Marja Baldursdóttir Les. Kristín Marja Baldursdóttir Spegilmennið Höf. Lars Kepler Les. Kristján Franklín Magnús Ættarmótið Höf. Guðrún Guðlaugsdóttir Les. Sólveig Guðmundsdóttir Heiður Höf. Sólveig Jónsdóttir Les. Álfrún Helga Örnólfsdóttir Morðið í Drekkingarhyl Höf. Stella Blómkvist Les. Aníta Briem Tími nornarinnar Höf. Árni Þórarinsson Les. Hjálmar Hjálmarsson Kona eldhúsguðsins Höf. Amy Tan Les. Margrét Örnólfsdóttir vi ka 38 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. TOPP 10 vinsælustu hljóðbækur á Íslandi Á Íslandi fram- leiðum við meira raf- magn á hvern íbúa en nokkurt annað þjóð- ríki. Aðeins tæplega fimmtungur orkunnar fer til almennra nota, þ.e. til annars en stór- iðju. Til að beisla alla þessa orku hefur ís- lenskri náttúru verið fórnað; landslags- heildum og vatnsföllum hefur ver- ið umturnað og gróðri eytt. Sam- félög hafa klofnað vegna illdeilna. Ljós og orka bættu hag heimilanna Fram undir áttunda áratug síð- ustu aldar voru framkvæmdir við orkumannvirki almennt fremur smáar í sniðum. Markmiðið var að færa ljós og orku inn á heimili landsmanna og í kjölfarið gjör- breyttust lífskjör til hins betra. En síðan Búrfellsvirkjun var reist fyrir um 60 árum hafa of margar orkuframkvæmdir valdið djúp- stæðum og erfiðum deilum. Og orkan sem hefur verið aflað síðan þá hefur að mestu farið til orku- frekrar stóðiðju en hvorki til að lýsa upp heimili landsmanna né í almenna atvinnusköpun. Orkuframkvæmdir til ama Aðgengi að endurnýjanlegri orku hefur skipt miklu máli fyrir almenna velferð á Íslandi. Svo mun verða áfram. Það er áleitin spurning hvort velferð Íslendinga í framtíðinni sé háð því að áfram verði haldið á sömu braut, eða hvort þjóðin hefur val. Orkuskort- ur er ekki fyrirsjáan- legur ef sýnd er fyr- irhyggja. Meginstoðir ver- mætasköpunar á Ís- landi voru fram undir lok síðustu aldar fisk- veiðar og orkufrekur iðnaður. Undanfarna ártugi hafa fleiri stoð- ir komið til; ferða- þjónusta, störf sem byggjast á menntun og þekkingu svo sem þróun hugbúnaðar, menning og listir, þekkingariðnaður og fisk- eldi, þó umhverfisáhrif hins síð- arnefnda séu ágalli sem verður að lagfæra. Hér byggist velgengnin ekki á stórkarlalegum orkuverum. Þvert á móti eru orkufram- kvæmdir þessum atvinnugreinum til ama þar sem þær draga til sín vinnuafl, veikja samkeppnisstöðu og spilla náttúrulegu aðdráttarafli landsins. Það er engin ástæða til að óttast að velsæld á Íslandi framtíðar verði ógnað þó orku- framkvæmdir verði takmarkaðar – heldur er þetta spurning um val á leiðum. Annars vegar leið mikillar orkuvinnslu sem mun spilla nátt- úru landsins enn frekar – eða leið þar sem hægt verður að styrkja vernd náttúru, víðerna og lands- lags um leið og hlúð er að atvinnu- lífinu almennt. Nýjar áskoranir kalla á nýja forgangsröðun Almenn samstaða ríkir um það markmið að nýta orkulindir Ís- lands til nauðsynlegra umskipta í orkubúskapnum. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að bæta nýtingu á fyrirliggjandi mannvirkjum, breyta samgöngu- kerfum og neyslumynstrum og forgangsraða í hvað orkan fer, til að leysa af hólmi jarðefnaeldsneyti í samgöngum og sjávarútvegi. Það viðfangefni má leysa án þess að fórna verðmætri náttúru og lands- lagi undir stórkarlaleg orkumann- virki. Rammaáætlun gæti verið til stuðnings í því verkefni. Íslands leysir ekki orkuvanda Evrópu Þær raddir eru háværar um þessar mundir að Ísland sé mik- ilvægt orkubúr fyrir nágrannarík- in í Evrópu. Það er eðlilegt að þessar raddir komi úr orkugeir- anum sem vill að sjálfsögðu vaxa hratt og mikið. Hitt er verra að boðskapurinn virðist falla í frjóan jarðveg hjá nokkrum stjórn- málamönnum, sem jafnvel vilja fórna rammaáætlun í þessum til- gangi. Rétt er að hafa í huga að orkubúskapur Evrópu er vanda- mál af þeirri stærðargráðu að framlag Íslands til lausnar hans yrði afar léttvægt. Það mál verður fyrst og fremst leyst í hverju og einu Evrópuríki fyrir sig og í sam- starfi þeirra á milli. Lausnirnar eru þegar á teikniborðinu og munu komast til framkvæmda á næstu áratugum án orkuflæðis frá Ís- landi. Skemmst er að minnast góðs árangurs Bretlands og Dan- merkur í sínum orkuskiptum og Þýskalands sem stefni að því að vera 100% með endurnýjanlega orku árið 2030. Leggi íslensk stjórnvöld hins vegar upp í veg- ferð aukinnar orkuvinnslu er afar hætt við að miklu af verðmætri ís- lenskri náttúru verði fórnað – en ávinningur í loftslagamálum yrði lítill sem enginn. Raunveruleg framleiðsla grænnar orku á ekki að vera markmið í sjálfu sér og náttúruvernd og loftslagsvernd verða að haldast í hendur. Ísland er sannarlega land tæki- færanna en hins vegar eru lausnir gærdagsins ekki það sem við þurf- um á að halda nú: Tími stórkarla- legra orkumannvirkja er liðinn. Framundan er tími fjölbreytts at- vinnulífs þar sem lögð verður áhersla á að vernda einstaka nátt- úru landsins og víðerni. Kjósum þá framtíð en ekki drauga fortíðar. Eftir Tryggva Felixson » Lausnin er minni losun, að endur- nýjanleg orka leysi jarðefnaeldsneyti af hólmi, og að náttúru- vernd og loftslagsvernd haldist í hendur. Tryggvi Felixson Höfundur er formaður Landverndar. tryggvi@landvernd.is Lausnir gærdagsins eru úreltar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.