Morgunblaðið - 30.09.2021, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 30.09.2021, Qupperneq 38
arfsmannafatnaður rir hótel og veitingahús Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði og öðru líni fyrir hótel Hafið samband við okkar frábæra starfsfólk og fáið nánari upplýsingar Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Njótum haustsins 38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Sýningaropnun laugardaginn 2. október kl. 14 Opið virka daga 10–18, laugardaga 12–16 Lokað á sunnudögum SOSSA Tvær sýningar í Gallerí Fold Bergmál hugans 2.-23. október RUNE MOLNES Entropy 2.-17. október Fyrir nokkru fór ég með bílinn minn í skoðun svo sem skylt var. Ég fékk smá- vægilega athugasemd um nauðsynlega við- gerð, enda bíllinn orðinn 23 ára gamall. Skoðunin gekk greið- lega, svo að ég gisk- aði á að hún hefði varla tekið meira en 10 mínútur. Það kom mér því á óvart að reikningurinn skyldi hljóða upp á 11.812 krónur. Hafði ég þó fengið 20% afslátt sem eldri borgari. Fullt gjald hefði ver- ið kr. 13.890. Tveimur dögum síðar fór ég með bíl eiginkonu minnar í skoðun. Hann fékk engar at- hugasemdir, enda nokkru yngri og lítið ekinn. Gjaldið var hið sama og áður. Skoðunarmaður var ekki sá sami og í fyrra skiptið. Í þetta sinn tók ég tímann. Reyndist hann vera tæpar níu mínútur. Þetta vekur til nokkurrar um- hugsunar um gjaldið. Segjum að meðalskoðun taki 15 mínútur, ríf- lega áætlað, þannig að fjórar skoð- anir náist á klukkustund. Það merkir að klukkutímagjaldið er hátt í 60 þúsund krónur. Nú er það mín reynsla og annarra sem ég hef spurt, að klukkutímagjald á bifreiðaverkstæði sé varla meira en 20 þúsund. Gjaldið fyrir skoðun er því þrisvar sinnum hærra. Í þessu sambandi er fróðlegt að rifja upp hvernig skoð- unargjaldið hefur breyst í áranna rás. Árið 1989 var gjaldið kr. 1.900. Árið 1995 var það kr. 2.910. Gjaldið nú er 13.890 eins og fyrr er sagt. Hækkunin frá 1989 til 1995 samsvaraði nokk- urn veginn hækkun framfærslu- vísitölunnar á þessum árum. Hækkunin eftir 1995 er hins vegar tvöfalt meiri en hækkun vísitöl- unnar. Þetta vekur þá spurningu hvað hafi breyst eftir 1995. Því er auðsvarað. Árið 1997 var skoðunin færð frá ríkinu til einkaaðila. Sú breyting hefur orðið bifreiðaeig- endum dýrkeypt. Hafi menn von- ast til þess að samkeppni þrýsti verðinu niður hefur sú von ekki ræst. Fáein orð um bifreiðaskoðun Eftir Þorstein Sæmundsson Þorsteinn Sæmundsson »Hækkun skoðunar- gjalds er tvöfalt meiri en hækkun vísi- tölu Höfundur er stjörnufræðingur. halo@hi.is Versnandi ástand á veginum sunnan Múlaganganna, sem grafin voru allt of ut- arlega, vekur spurn- ingar um hvort stríðið við aurskriðurnar, snjóflóðin og grjót- hrunið á þessari leið við utanverðan Eyja- fjörð sé tapað. Síð- ustu 10 árin hafa snjóflóðin sunnan ein- breiðu slysagildr- unnar verið til vand- ræða, í meira en 90 skipti. Fullvíst er tal- ið að Vegagerðin hafi beðið ósigur í stríðinu við náttúruöflin, sem hafa fyrir löngu unnið kapphlaupið og gert íbúum Dalvíkur og Fjallabyggðar lífið leitt. Fyrrverandi yf- irmaður samgöngu- mála, Kristján Lárus, skal svara því afdráttarlaust hvort hann láti sér það í léttu rúmi liggja að nátt- úruöflin geti árið um kring gripið inn í og svipt íbúa Fjallabyggðar öllu aðgengi að farþega- og sjúkrafluginu þegar veginum sunnan Múlaganganna er ekki treystandi þvert á allar veðurspár. Á þessari leið og vestan einbreiðu Strákaganganna versnar ástandið alla mánuði ársins nógu mikið til að einangrun Fjallabyggðar við landsbyggðina verði aldrei stöðvuð næstu áratugina, á meðan þing- menn Norðaustur- og Norðvest- urkjördæma taka misheppnaða fjármögnun Vaðlaheiðarganga fram yfir tvíbreið jarðgöng undir Siglufjarðarskarð og 1-2 km norð- an Dalvíkur. Fyrr mun nýja sveitarfélagið norðan Lágheiðar einangrast við bæði kjördæmin á meðan þessi göng eru ekki í sjónmáli næstu fjóra áratugina. Allir þingmenn Norðausturkjördæmis skulu kynna sér þörfina á því að Siglu- fjarðarflugvelli verði strax komið í viðunandi ástand ef Fjallabyggð einangrast næstu áratugina við landsbyggðina. Í apríl 2014 lagði Kristján L. Möller fram fyr- irspurn á Alþingi um undirbún- ingsrannsóknir á gangagerð milli Fljóta og Siglufjarðar, án þess að svör fengjust frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttir þáverandi innan- ríkisráðherra. Á sama tíma höfðu Ólafsfirðingar, Siglfirðingar og Fljótamenn miklar áhyggjur af versnandi ástandi í Almenn- ingum. Enn bíða göngin undir Siglu- fjarðarskarð þegar hættan á ein- angrun Fjallabyggðar við bæði kjördæmin eykst með hverjum degi sem líður. Fyrrverandi bæj- arstjóri Kópavogs og áður þing- maður Reykjaneskjördæmis, Gunnar Ingi Birgisson, sem tók við starfi bæjarstjóra Fjallabyggð- ar, barðist árangurslaust fyrir því að fyrrverandi ríkisstjórn tæki hið snarasta á þessu vandamáli til að setja inn á samgönguáætlun tví- breið jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta vegna slysahættunnar sem núverandi vegur í Almenn- ingum sleppur aldrei við. Þar halda þungaflutningarnir áfram að eyðileggja veginn, sem losnar aldrei næstu árin við 80 senti- metra jarðsig. Mín skilaboð til Kristjáns L. Möller fyrrverandi samgöngu- ráðherra eru þau að þessi fyrrver- andi ráðherra svari því strax hvernig íbúar Fjallabyggðar geti alla vetrarmánuðina sett traust sitt á Akureyrarflugvöll þegar starfsmenn Vegagerðarinnar kom- ast aldrei hjá því að loka veginum norðan Dalvíkur í fleiri vikur og mánuði vegna slysahættunnar, sem eykst allt of mikið á svæðinu alla leið að Múlagöngunum. Sunn- an einbreiðu slysagildrunnar sem uppfyllir ekki hertar örygg- iskröfur láta snjóflóðin, aurskrið- urnar og grjóthrunið þennan stór- hættulega veg aldrei í friði næstu 40 árin. Ég spyr: Hvernig getur þetta ástand norðan Dalvíkur tryggt nýja sveitarfélaginu öruggar heils- árssamgöngur við Akureyri ef vonsviknir Siglfirðingar og Ólafs- firðingar fá einn góðan veðurdag slæmar fréttir af því að aurskriður muni á hverri stundu sópa veg- inum sunnan Múlaganga niður í fjörurnar og eyðileggja alla veg- tengingu Fjallabyggðar við Eyja- fjörð? Önnur spurning: Skiptir það Kristján Lárus engu máli ef heimabyggðin hans einangrast endanlega við bæði kjördæmin? Vitlaus fjármögnun Vaðlaheið- arganga í formi vegtolla, sem Steingrímur J. blekkti Alþingi til að samþykkja sumarið 2012, kem- ur í veg fyrir að hægt verði um ókomin ár að taka á þessu vanda- máli norðan Dalvíkur, vestan gömlu Strákaganganna og brýn- ustu verkefnum hringvegarins. Þar má nefna tvíbreiðar brýr sem þola enga bið og eru alltof marg- ar. Því miður hafa þær allt of lengi setið á hakanum. Vorið 2005 taldi jarðfræðing- urinn úr Þistilfirði hin umdeildu Héðinsfjarðargöng þarfari en göngin undir Vaðlaheiði og Siglu- fjarðarskarð, sem íbúar Fjalla- byggðar og Fljóta berjast fyrir til að losna sem fyrst við slysagildr- una í Almenningum. Fyrr mun Fjallabyggð einangrast Eftir Guðmund Karl Jónsson »Enn bíða göngin undir Siglufjarð- arskarð þegar hættan á einangrun Fjallabyggð- ar við bæði kjördæmin eykst með hverjum degi. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.