Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Vefverslun: selena.is
Ný sending
af Modal
náttfötum
frá
Á öldum áður, og
reyndar enn í dag,
hefur kaþólska kirkj-
an þurft að taka til
skoðunar hvort fólk
skuli gert að dýr-
lingum, en þetta er
starf sem er nefnt ka-
nónísering og er þá
aðilinn tekinn í dýr-
lingatölu. Þótt þetta
þyki kannski fram-
andi hérna á Íslandi
þá er vert að skoða hvernig staðið
var að þessu.
Til að fyrirbyggja að þeir yrðu
kanóníseraðir sem ekki áttu rétt á
því var mikilvægt að leita ráða til
að draga úr bjartsýni og illa
ígrunduðum ákvörðunum. Því
þótti mikilvægt að skipa mann
sem hafði það hlutverk að reyna
að útskýra kraftaverk dýrlingsins
þannig að atburðirnir hefðu verið
eðlilegir, og að kasta efa á að
kraftaverk hafi í raun gerst. Var
sá maður nefndur á latínu „Ad-
vocatus Diaboli“, sem myndi á ís-
lensku útleggjast sem talsmaður
andskotans. Er þessi frasi oft not-
aður í enskumælandi þjóðum sem
„Devils Advocate“. Afleiðing þess-
arar skipunar er sú að nið-
urstaðan um kanóníseringu er
óumdeildari og öruggari.
Þetta fyrirkomulag hefur
breiðst út í mörgum myndum til
að gefa okkur tryggari nið-
urstöður. Þegar verið er að hanna
öryggiskerfi hugbúnaðar, er oft
gott að sviðsetja árás á hugbún-
aðinn, til að sjá hvort að þeir sem
fremja árásina, geta fundið leiðir í
gegnum öryggi. Þetta er líka gert
á heræfingum þar sem oftast er
skipað tvö lið og þau látin fram-
kvæma verkefni gegn hvor öðrum.
Stundum er erfitt að sitja einn við
borðið og láta sér detta alla mögu-
leika í hug.
„Engin áætlun lifir af snertingu
við óvininn“ er málsháttur sem er
oft eignað Clausewitz. Þótt að
hann hafi auðvitað verið herforingi
þá er málshátturinn staðfær-
anlegur á nærri allt sem hugsast
getur, því að enginn getur hugsað
fyrir öllu, sérstaklega ef um er að
ræða óútreiknanlega fasta, t.d.
andstæðing eða mannlegt eðli. Til
þess eru nefndir nú oft skipaðar.
Nefndir hafa þann kost að þar
koma að mörg mismunandi álit og
reynt er að komast að heildstæð-
ari niðurstöðum þegar átt er við
vandamál. Nefndir eru þó ekki
vammlausar og geta skeikað. Því
er mikilvægt að vel sé skipað í
nefnd til að dekka öll horn, ef svo
má segja.
Ástæðan fyrir því að ég minnist
á þetta er að nýlegir
atburðir fengu mig
knúinn til að rita í
öllu alvarlegri tóni en
ég geri venjulega, því
að nú rita ég um mál
sem skiptir máli. Það
er nefndin sem dóms-
málaráðherra skipaði
um styttingu máls-
meðferðartíma í saka-
málum á rannsóknar-
og dómstigi. Þegar í
ljós kom að Jón
Steinar Gunnlaugsson
hafi verið skipaður í
nefndina risu margir á afturlapp-
irnar og létu vel í sér heyra. Svo
umdeildur maður átti að rýra nið-
urstöðu nefndarinnar svo hún tap-
aði trúverðugleika sínum og þótti
ómögulegt.
Þarna hafa gagnrýnendur Jóns
Steinar snúið röksemdarfærslunni
sem ég útskýrði fyrr í greininni
við. Þeir vilja sem sagt fjarlægja
mann sem hefur verið ötull tals-
maður réttarríkisins og sann-
gjarnar málsmeðferðar vegna þess
að þeim mislíkar skoðanir hans.
Fyrir vikið tapar nefndin trúverð-
ugleika sínum og gæti niðurstaða
hennar, ef hún verður róttæk, fall-
ið á prófi 70. gr. stjórnarskrár,
sem ógildir svo allar reglur og lög
sem sett verða á grundvelli nefnd-
arinnar, ef þær koma í veg fyrir
óhalla og óhlutdræga dómstóla. Sé
rannsóknarskyldu haldið til hlítar
við starf nefndarinnar, m.a. með
skipun umdeildra manna, sem vit-
að er að muni malda í móinn og
koma með skoðanir andstæðar
meirihlutanum, verður auðveldara
að færa rök fyrir því að nið-
urstaðan sé rétt því að hún verður
þá vel ígrunduð. Illa ígrunduð nið-
urstaða á ekki rétt á sér að vera
notuð til grundvallar laga og
reglugerða.
Það má því segja að andstæð-
ingar Jóns Steinars hafi skotið sig
í fótinn, með því að krefjast þess
að hann segði sig frá verkefninu,
sem hann svo gerði, því þau hafi
rýrt niðurstöðu nefndarinnar.
Geta nú andstæðingar sagt, að
nefndin hafi verið skipuð út frá
skoðunum fólks en ekki reynslu og
þekkingu, og niðurstaðan ákveðin
fyrir fram. Mikilvægt er að skoða
mál frá öllum hliðum til að komast
að réttri niðurstöðu, frekar en að
komast að „réttri“ niðurstöðu.
Eftir Arngrím
Stefánsson
» Illa ígrunduð
niðurstaða á ekki
rétt á að vera notuð
til grundvallar lögum
og reglugerðum.
Arngrímur
Stefánsson
Höfundur er guðfræðingur.
Umdeildir menn
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Um 3000
þjónustufyrirtæki
eru á skrá hjá
finna.is
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?
Hvað er vatn?
Væntanlega þykir
mörgum þessi spurn-
ing einkennileg, getur
nokkur vafi leikið á
því hvað vatn er?
Um vatn segir í
Wikipedia: „Vatn er
lyktar-, bragð- og nær
litlaus vökvi sem er
lífsnauðsynlegur öll-
um þekktum lífverum.
Vatnssameindin er
samansett úr tveimur vetnisfrum-
eindum og einni súrefnisfrumeind
og hefur því efnaformúluna H2O.
Það eru 1,4 milljarðar km³ vatns á
jörðinni sem þekja 71% af yf-
irborði hennar.“
Vatn hefur marga athyglisverða
og jafnframt óvenjulega eiginleika.
Vatn er til dæmis eina efnið á jörð-
inni sem getur verið í föstum, fljót-
andi og loftkenndum fasa og nú er
farið að tala um fjórða fasann
vegna þess að ekki er unnt að
skýra hegðun vatns að öllu leyti
með hinum þremur. Þegar vatn
frýs eykst rúmmál þess öfugt við
öll önnur efni en það léttist og ís
flýtur því á vatni og þegar frosið
vatn þiðnar breytast eiginleikar
sameindanna um tíma. Þá hefur
fljótandi vatn hæstu yfirborðs-
spennu allra vökva á jörðinni.
Margar flugur geta staðið á vatni
og eðla sem lifir í regnskógum
MiðAmeríku og ber fræðiheitið
Basiliscus basiliscus getur hlaupið
á vatni og er því gjarna nefnd Jes-
ús-eðlan.
Magn vatns á jörðinni er stöðugt
og því verður ekki breytt. Mað-
urinn er u.þ.b. 70% vatn og ófætt
mannsbarn í móðurkviði er um
90% vatn. Það má því segja að
hnötturinn sem við byggjum sé
risastór vatnsgeymir og við sjálf
séum jafnframt vatnsgeymir. Full-
orðinn maður þarf að drekka um
2,5 lítra af vatni á dag til að lifa
eðlilega og hann getur tekið upp
allt að 1,5 lítra í gegnum húðina.
Vatnssameindin er tvípóla. Vetn-
isfrumeindirnar eru með frekar já-
kvæða hleðslu en súrefnisfrum-
eindin neikvæða. Hún dregur því
að sér vetnisfrumeindirnar og hver
þeirra dregur síðan að sér súrefn-
isfrumeind og þannig
verða til klasar (e.
clusters) sem mynda
vatnið. Á níunda ára-
tug síðustu aldar birti
franski ónæmisfræð-
ingurinn Jacques Ben-
veniste bylting-
arkenndar kenningar
sínar um að vatn gæti
endurbyggt efni sem
það hefði komist í
snertingu við þótt
ekkert væri lengur
eftir af því í vatninu.
Vatn hefði með öðrum
orðum minni og ekki bara það,
hægt væri að gera stafrænt (e. di-
gitized) afrit af upplýsingum
vatnsins um efnið sem það hefði
komist í snertingu við, senda afrit-
ið milli landa sem tölvuskrá, koma
upplýsingunum fyrir að nýju í
hreinsuðu vatni á áfangastaðnum
og lesa þar upplýsingarnar um
aðskotaefnið úr vatninu. Benven-
iste fékk niðurstöður sínar birtar í
Nature, en ritstjórnin gerði fyr-
irvara um þær. Hann féll frá árið
2004. Einn af þeim sem voru ósátt-
ir við meðferðina á Benveniste var
franski veirufræðingurinn Luc
Montagnier, en hann hlaut Nób-
elsverðlaun árið 2008 fyrir að upp-
götva HIV-veiruna. Montagnier
fékk til samstarfs við sig fyrrver-
andi samstarfsmenn Benveniste
árið 2014 og beitti sömu aðferðum
og hann við að reyna að sanna
kenningar hans. Gögnin voru send
til Sannio Benevento-háskóla á
Ítalíu þar sem Vittorio Colantuoni,
prófessor í sameindalíffræði, tók
við þeim, viðurkenndi að hann
hefði verið fullur efasemda en
hefði ákveðið að láta háskóla sinn
taka þátt í tilrauninni vegna vin-
áttu við hinn franska starfsbróður
og af virðingu fyrir honum. Af há-
skólans hálfu sá Giuseppe Vitiello,
prófessor í eðlisfræði, um fram-
kvæmd hins ítalska hluta tilraun-
arinnar. Í klukkustund var hreins-
að vatnið látið „hlusta“ á stafrænu
merkin sem komu frá franska hlut-
anum. Niðurstaðan var að ítalska
hreinsaða vatnið gat endurgert
98% DNA sameindanna sem komu
í stafrænu formi frá Frakklandi í
tölvupósti. Rannsóknin var birt
hinn 11. maí 2017 í svissneska vís-
indaritinu MDPI sjá: https://
doi.org/10.3390/w9050339.
Árið 2018 flutti prófessor Vi-
tiello fyrirlestur sem hann kallaði
Water Electromagnetic Imaging
and the Polymerase Chain Reac-
tion á ráðstefnunni Physics Chem-
istry and Biology of Water sem
haldin hefur verið árlega frá árinu
2014. Í fyrirlestrinum sagði hann
frá rannsókninni, aðferðafræðinni
við hana og niðurstöðu hennar.
Fyrirlesturinn er aðgengilegur á
vefsvæði ráðstefnunnar.
Skilningur á eðli vatns hefur
aukist mikið síðustu ár með stór-
auknum rannsóknum og auðvelt er
að nálgast þær á netinu. Mig lang-
ar að lokum að geta um greina-
flokk sem birtist í vefritinu
Science in Society Archive eftir dr.
Mae-Van Ho. Um er að ræða sjö
greinar og hin síðasta ber heitið
Water Structured in the Golden
Ratio. Henni lýkur með hugleið-
ingu höfundar um að sam-
eindauppbygging vatns í sínu
hreinasta formi sé 1,6180339887…
þ.e. gullinsnið (e. the golden ratio)
sem sé lykill lífsins, lykill alheims-
ins, lykill alls.
Greinarhöfundur hlaut fyrir
margt löngu prestvígslu og starf-
aði í nokkur ár sem prestur innan
þjóðkirkjunnar. Hann umgekkst
því vatn öðruvísi en flestir gera,
hann vígði vatn til að skíra börn
upp úr því. Og hvað með það gætu
menn spurt, er vígt vatn eitthvað
öðruvísi en annað vatn? Svarið við
því er já, hornið milli vetnisfrum-
eindanna og súrefnisfrumeind-
arinnar breytist. Auðvitað þarf
ekki prest til að vígja vatn, það
getur hver sem er gert og best er
að sem flestir taki þátt í slíkri
vígslu, það þarf bara tvennt til:
Kærleika og þakklæti.
Eftir Odd
Einarsson »Maðurinn er 70%
vatn. Sameindaupp-
bygging vatns í sínu
hreinasta formi er í
gullinsniði sem er lykill
lífsins, lykill alheimsins,
lykill alls.
Oddur
Einarsson
Höfundur er áhugamaður um vatn.
oddureinarsson@gmail.com
Vatn