Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021
✝
Kristín Jóns-
dóttir fæddist
á Akureyri 28. maí
1942. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 16. sept-
ember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Birna
Kristín Finns-
dóttir, f. 18. ágúst
1917, d. 11. ágúst
1990 og Jón Gunn-
laugur Sigurjónsson, f. 14.
október 1909, d. 22. mars 1986.
Systir Kristínar er Helga Jóns-
dóttir, f. 17. október 1937 og
bróðir hennar er Sigurjón
Hilmar Jónsson, f. 11. júlí 1947.
Eiginmaður Kristínar er
Rafn Sveinsson, f. 3. október
1941. Foreldrar hans voru
Sveinn Kristjánsson, f. 21. nóv-
ember 1922, d. 13. apríl 1994
og Úndína Árnadóttir, f. 12.
október 1923, d. 23. júlí 2010.
1985, maki Ásgeir Halldórsson,
þau eiga 3 börn. 3) Ingvar, f.
27. mars 1970, maki hans er Ír-
is Dröfn Jónsdóttir, f. 5. maí
1977, börn þeirra eru Sveinn
Rúnar, f. 1998 og Dagný Fjóla,
f. 2004.
Kristín ólst upp á Brekkunni
á Akureyri. Hún gekk í Gang-
fræðaskóla Akureyrar og hóf
störf í Súkkulaðiverksmiðjunni
Lindu og síðar við ýmis versl-
unarstörf hjá KEA. Kristín og
Rafn hófu búskap árið 1960 og
giftu sig 3. október 1962. Þau
bjuggu alla sína tíð á Akureyri
fyrir utan eitt ár þegar þau
bjuggu í Danmörku. Kristín hóf
síðan störf hjá Pósti og síma á
Akureyri og lauk prófi í Póst-
og símaskólanum sem tal-
símavörður. Hún starfaði hjá
Pósti og síma til starfsloka.
Útför Kristínar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 30.
september 2021, kl. 13. Streymt
verður frá útförinni á vefsíðu
Akureyrarkirkju.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Börn Kristínar
og Rafns eru: 1)
Sveinn, f. 15. júlí
1961, maki hans er
Berghildur Þór-
oddsdóttir, f. 15.
nóvember 1966.
Börn þeirra eru Al-
dís, f. 1997 og
Hulda Margrét, f.
2000. 2) Jón Rúnar,
f. 10. apríl 1965,
maki hans er Jón-
ína Vilborg Karlsdóttir, f. 30.
apríl 1964. Börn þeirra eru Ei-
ríkur Rafn, f. 1991, maki Eyrún
Lára Hansen, og Kristín Björg,
f. 1996, maki Bjarki Sím-
onarson. Barn Jóns er Birkir
Örn, f. 1987, maki Helga Sif
Pétursdóttir, þau eiga eitt
barn. Börn Vilborgar eru
Bjarni Gunnar Bjarnarson, f.
1979, maki Jóhanna Gunn-
arsdóttir, þau eiga 3 börn og
Ásta Dröfn Björgvinsdóttir, f.
Elsku amma Stína okkar. Það
er erfitt að koma því í orð hvað
okkur þykir vænt um þig og
hversu mikið við söknum þín.
Við erum ótrúlega heppnar og
þakklátar fyrir að hafa átt þig
sem ömmu. Þú varst alveg ein-
staklega ljúf og góð. Það geislaði
af þér gleðin og þú varst alltaf í
góðu skapi sama hvað á gekk. Það
var alltaf svo gott að koma í heim-
sókn til ykkar afa, þið tókuð á
móti okkur með hlýju og kærleik.
Við töluðum um lífið og tilveruna
og alltaf komstu fram með dýr-
indis bakkelsi.
Við eigum ótal minningar með
þér, elsku amma, og munu þær
lifa með okkur alla tíð. Það sem
einkennir allar okkar minningar
eru gleði, hlátur og væntum-
þykja.
Á okkar yngri árum vorum við
systur miklir heimþrárpésar en
aldrei fengum við heimþrá þegar
við gistum hjá ykkur afa. Þið buð-
uð alltaf upp á nóg af góðgæti
sem gerði kvöldið ennþá betra.
Það tók oft langan tíma að velja
mynd sem átti að horfa á, svo
langan að Hulda og afi voru yf-
irleitt sofnuð í sófanum áður en
valinu lauk. Það var svo notalegt
að geta skriðið upp í til ykkar á
miðri nóttu, vakna við morgunút-
varpið sem afi kveikti á og fá okk-
ur svo te og hrökkbrauð með
marmelaði í morgunmat.
Þú vildir allt fyrir barnabörnin
þín gera. Þú hrósaðir okkur út og
inn og studdir okkur í öllu því sem
við tókum okkur fyrir hendur.
Nú í seinni tíð hefur þú barist
eins og hetja. Þrátt fyrir öll veik-
indin sem þú gekkst í gegnum
skein alltaf af þér mikil lífsgleði.
Þú varst einstök og engum lík.
Við höfum alltaf og munum áfram
líta upp til þín og vonast til þess
að fá að líkjast þér, þó það væri
ekki nema bara smá.
Þín verður sárt saknað.
Þínar ömmustelpur,
Aldís og Hulda Margrét.
Nú er elsku Stína frænka farin
í framtíðarlandið.
Hún var mikill gleðigjafi og
alltaf gaman að vera með henni.
Við systkinadæturnar tuttugu og
fimm frá Ytri-Á í Ólafsfirði höfum
átt saman helgi á hverju ári síð-
astliðin 10 ár sem hefur tengt
okkur sérstökum böndum.
Við frænkurnar munum sakna
hennar mikið á okkar samveru-
stundum því hún skemmti okkur
með óborganlegum tilsvörum.
Hún naut sín vel í Edinborgar-
ferðinni þrátt fyrir að hafa ekki
fulla heilsu en skemmti sér samt
sem áður vel með okkur.
Elsku Stína frænka, takk fyrir
allar góðu stundirnar.
Ytri-Ár frænkurnar,
Kristín Björk
Guðmundsdóttir.
Í dag kveð ég kæra vinkonu,
Kristínu Jónsdóttur, en við
þekktumst frá unga aldri, ólumst
upp í sama hverfi á norðurbrekk-
unni á Akureyri. Foreldrum okk-
ar beggja var mjög vel til vina og
samskipti fjölskyldnanna mikil.
Fyrir stuttu rifjuðum við upp
gamlar minningar frá jólakvöldi í
Hlíðargötunni þegar við dönsuð-
um kringum jólatréð og jóla-
sveinninn kom og dansaði með
okkur og gaf okkur epli og app-
elsínur úr pokanum sínum. Eða
þegar við sátum uppi á eldhús-
bekk í Hlíðargötunni og biðum
spenntar eftir því að barnið fædd-
ist, það var þegar Guðrún systir
mín var að fæðast.
Það eru forréttindi að hafa átt
vinkonu eins og Stínu, eðliskostir
hennar einkenndust af ljúf-
mennsku, gleði og kærleika til
samferðamanna sinna. Stínu
fylgdi alltaf léttleiki og gleði enda
var kímnigáfan hennar einstök,
hún átti svo auðvelt með að sjá
það spaugilega í tilverunni, var
glettin og skemmtileg í tilsvörum.
Hún kunni þá list að skapa gott
andrúmsloft í kringum sig, sem
sannaði sig vel í saumaklúbbnum
sem við vorum sex vinkonur sam-
an í um árabil. Þá var oft glatt á
hjalla. Eins voru það dýrmætar
stundir sem vinkvennahópur átti
saman á hverjum miðvikudags-
morgni yfir kaffibolla og góðu
spjalli.
Stína kom úr skapandi um-
hverfi þar sem handverk var í há-
vegum haft. Hún var afkastamikil
hannyrðakona, útsaumur var
hennar fag og litavalið vafðist
ekki fyrir henni. Ég er henni afar
þakklát fyrir þann tíma sem við
áttum saman í saumunum og fyr-
ir allt það sem hún kenndi mér.
Stína var afar hreykin af sínum
stóra ættboga, en hún var af Ytri-
Ár-ætt á Kleifum í Ólafsfirði.
Frænkurnar úr þeirri ætt hafa
þann skemmtilega sið að hittast
reglulega í sumarhúsi, hafa
ákveðið þema í handavinnu og
klæða sig í síða kjóla og hatta.
Frænkurnar eru orðlagðar fyrir
dugnað og handlagni. Þetta voru
Stínu miklar yndisstundir sem
hún kunni vel að meta.
Fjölskyldan skipaði heiðurs-
sess í lífi Stínu, hún hugsaði ein-
staklega vel um sitt fólk, ræktaði
vináttuna af mikilli kostgæfni og
sýndi náungakærleik í verki.
Heimili þeirra hjóna er gest-
kvæmt og þau einstaklega gest-
risin og tekið á móti öllum með
hlýju og kærleik.
Englar eins og þú.
Þú tekur þig svo vel út
hvar sem þú ert.
Ótrúlega dýrmætt eintak,
sólin sem yljar
og umhverfið vermir.
Þú glæðir tilveruna gleði
með gefandi nærveru
og færir bros á brá
svo það birtir til í sálinni.
Sólin sem bræðir hjörtun.
Í mannhafinu
er gott að vita
af englum
eins og þér.
Því þú ert sólin mín
sem aldrei dregur fyrir.
(Þorkell Sigurbjörnsson)
Rabba, börnum og fjölskyldum
þeirra vottum við okkar dýpstu
samúð og megi kærleikurinn
leiða ykkur áfram í lífinu.
Margrét Guðmundsdóttir
og Kristinn Hólm.
Mig langar að minnast góðrar
vinkonu minnar Kristínar Jóns-
dóttur eða Stínu eins og hún var
ætíð kölluð.
Ég sé fyrir mér perluband fal-
legra minninga sem ná allt aftur
til 12 ára aldurs okkar. Við vorum
saman í skátunum og þar fæddist
sú hugmynd að gaman væri að
stofna saumaklúbb. Við vorum
fimm í þessum klúbbi sem entist
öll unglingsárin okkar og þau
voru ógleymanleg. Um 17 ára ald-
urinn breyttist allt eins og geng-
ur. Ein flutti til Lúxemborgar,
önnur gifti sig með stærðarinnar
kirkjubrúðkaupi og ég og ein önn-
ur fórum í skóla til Reykjavíkur.
Stína mín fór að búa með Rabba
sínum og átti sitt fyrsta barn.
Þegar ég svo giftist og eignaðist
mitt elsta barn þá tókum við upp
þráðinn að nýju og stofnuðum
nýjan saumaklúbb. Þar vorum við
sex allar ungar mæður með lítil
börn. Þessi klúbbur hefur enst
síðan. Það eru ótal minningabrot
tengd þessum klúbbi sem eru
ógleymanleg, mikið hlegið og haft
gaman. Ein í hópnum var mikil
sagnamanneskja sem kom okkur
oft til að hlæja dátt.
Stína átti gott með að sjá það
spaugilega í tilverunni. Hún var
alltaf tilbúin að létta undir með
öðrum. Ég minnist atviks þegar
maðurinn minn slasaðist illa og
þurfti að liggja á sjúkrahúsi lengi.
Þá kom hún færandi hendi með
sjónvarp handa honum. Því í þá
daga var ekki sjónvarp á stofum
sjúkrahússins. Oft þegar hún fór í
ferðir til útlanda átti hún það til
að koma með eitthvað fallegt
handa dætrum okkar sem voru
mikið veikar. Það gladdi þær
mjög. Hún var líka sú sem heim-
sótti þær reglulega þegar þær
lágu á sjúkrahúsi. Þeim þótti svo
óendanlega vænt um hana og
mátu hana mikils.
Stína var mikil hannyrðakona,
saumaði svo fallega dúka og
prjónaði fallegar flíkur. Hún átti
líka auðvelt með að leiðbeina öðr-
um með handavinnuna og kenndi
mér meðal annars kaðlaprjón á
mínum fyrstu búskaparárum.
Hún hefði sómt sér vel sem
handavinnukennari.
Ég er svo þakklát fyrir vináttu
okkar Stínu á okkar langa ævi-
vegi. Hún gerði tilveruna fallega
og betri. Það er svo gott að hafa
upplifað þessa tíma þar sem allir
gáfu sér stund hver með öðrum
eins og var í okkar uppvexti. Nú
eru tvær farnar úr hópnum og ég
trúi því að þær hittist í sumar-
landinu og geti hlegið saman.
Stína átti og á góða fjölskyldu,
yndislega og umhyggjusama syni
og tengdadætur og öll barna-
börnin. Eiginmaður hennar, Rafn
Sveinsson, hefur stutt hana á
aðdáunarverðan hátt í gegnum
hennar löngu veikindi og gert allt
sem hægt var henni til hjálpar.
Við Ingvi vottum þeim öllum
okkar dýpstu samúð.
Ásgerður og Ingvi.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta
sinni hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í
vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú yl og
geislum björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Fallin er frá yndisleg og afar
kær vinkona sem lést eftir erfið
veikindi. Ég finn fyrir miklum
söknuði og sorg í hjarta, en um
leið þakklæti fyrir okkar traustu
og góðu vináttu sem við höfum átt
í gegnum árin. Vinátta okkar
hófst fyrir rúmri hálfri öld þegar
ég fluttist til Akureyrar með til-
vonandi eiginmanni mínum. Stína
var fyrsta manneskjan sem ég
kynntist þar en hennar maður og
minn tilvonandi voru vinir. Sá
vinskapur hefur haldist alla tíð.
Stína kynnti mig fyrir vinkonum
sínum, sem eru elskulegar vin-
konur mínar í dag. Stína var ein-
stök kona og það fylgdi henni
ávallt mikil gleði, hún átti oft
hnyttin tilsvör og húmorinn var
alltaf til staðar. Hún var mikil
hannyrðakona og eftir hana
liggja afar falleg verk.
Kærleikur Stínu til barna
minna hefur verið þeim mikil-
vægur. Hún fylgdist með þeim
alla tíð bæði í leik og starfi. Í dag
hugsa þau til hennar með mikilli
hlýju og þakklæti. Minningin um
elskulega vinkonu lifir með mér
og fjölskyldu minni.
Ég votta Rabba og fjölskyld-
unni allri mína dýpstu samúð.
Megi góður Guð styrkja ykkur í
sorginni.
Guðbjörg.
Elsku besta Stína mín.
Þú varst alltaf svo ótrúlega góð
við mig og þú hefur alltaf verið í
miklu uppáhaldi hjá mér. Við eig-
um margar góðar minningar sem
ég mun varðveita að eilífu. Ein
góð minning var þegar ég kom
norður til ykkar Rabba og gisti
hjá ykkur í nokkra daga, við fór-
um meðal annars að tína rabar-
bara og gerðum sultu, þið keyrð-
uð með mig alla firðina fyrir
norðan og sögðuð mér allskonar
sögur, þegar ég ætlaði svo að fara
að keyra ein heim til Reykjavíkur
varstu búin að smyrja nesti og
sagðist ekki geta hugsað þér að
ég myndi keyra alein suður, þú
varst búin að ákveða að keyra
með mér og taka svo strætó aftur
til Akureyrar daginn eftir. Við
keyrðum til skiptis alla leiðina
suður, stoppuðum í Ólafslundi og
borðuðum nestið og svo sungum
við og hlógum alla leiðina, við vor-
um örugglega í svona sjö tíma að
keyra því okkur lá ekkert á. Þetta
er ein af mínum uppáhaldsminn-
ingum sem við áttum saman og
sýnir hversu góðhjörtuð þú varst
alltaf.
Fyrir tveimur árum þegar ég
var í bústað fyrir norðan hringdi
ég í þig og var að útskýra hvar
bústaðurinn var og þú áttir ekki
til orð þegar ég sagðist vera hin-
um megin við vatnið, þú hlóst og
hlóst og sagðir mér að þetta væri
sjór en ekki vatn, svo hlógum við
dátt í símann og síðan þá höfðum
við oft hlegið að þessu.
Ég mun sérstaklega sakna
þess að hringja í þig á afmælis-
daginn þinn og syngja fyrir þig
og að fá hringingu frá þér á mín-
um afmælisdegi og fá söng, það
var besti parturinn af afmælis-
deginum.
Ég sakna þín og elska þig,
besta og uppáhalds Stína mín.
Þín uppáhalds,
Hjördís.
Látin er góð vinkona mín og
vinnufélagi til margra ára. Stína
var okkur öllum sem með henni
unnu yndisleg og öllum þótti
vænt um hana. Stína var ráðagóð
og leitaði ég oft til hennar og hún
sá hlutina alltaf í réttu ljósi. Þeg-
ar ég sagði Hörpu dóttur minni
að Stína væri látin þá hugsaði
hún sig um og spurði svo Stína
fína, þannig var hún, alltaf flott
og fín og brosmild. Hún var fag-
urkeri fram í fingurgóma, alltaf
glæsileg og fallegt hennar heim-
ili. Ógleymanlegt er þegar hún
hélt upp á fimmtugsafmælið sitt
og tók þá á móti okkur í bláum
fallegum kjól, þar var hún eins og
drottning sem geislaði af, eins og
hún var reyndar alltaf. Stína bjó
yfir svo mörgum góðum eigin-
leikum, alltaf með bjarta brosið
sitt og gleði og jákvæðni að leið-
arljósi. Það var alltaf hægt að
stóla á skemmtilegar stundir
þegar Stína var með í för, hvort
sem það var í vinnunni eða á öðr-
um vettvangi. Það er ekki hægt
að minnast Stínu án þess að nefna
Rabba hennar, sem alltaf stóð
henni við hlið og var hennar mesti
félagi. Samheldnin á milli þeirra
var áþreifanleg og samband
þeirra einstakt. Elsku Stína, ég
mun alltaf sakna þín, gleðinnar
sem þú gafst af þér og fallega
hlátursins, með kærri þökk fyrir
allt.
Guðdómlegur geisli blíður
greiðir skuggamyrkan geim;
á undra vængjum andinn líður
inn í bjartan friðarheim.
(Hugrún)
Ég sendi Rabba og fjölskyldu
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Helga Ingólfsdóttir.
Kristín Jónsdóttir
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Ástkær bróðir okkar,
GUÐMUNDUR MARINÓ
ÞORGEIRSSON,
lést á sjúkrahúsinu á Siglufirði þriðjudaginn
21. september. Útförin fer fram frá
Siglufjarðarkirkju laugardaginn
2. október klukkan 14.
Hlekk á streymi má nálgast á: https://youtu.be/iaNEeTDLEJE
Bjarni Þorgeirsson
Kristín Þorgeirsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR,
Hraunvangi 3,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn
23. september. Útför fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 6. október klukkan 13.
Guðrún Jónsdóttir
Rannveig Jónsdóttir Þórður Óskarsson
Ragnar Jóhann Jónsson Anna María Þórðardóttir
ömmu- og langömmubörn
Elskuleg sambýliskona mín og systir okkar,
HILDUR JÓNASDÓTTIR,
Árhvammi, Laxárdal,
lést á Dvalarheimilinu Hvammi 22.
september. Jarðsungið verður frá
Þverárkirkju laugardaginn 2. október
klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Hvamm.
Jón Pétursson og systkini hinnar látnu