Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 50

Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Guðrún Hrund var fyrsta barna- barn þeirra systra á Öldugötu 25a. Ég segi „þeirra systra“ af því hvern móðurhug þær þrjár báru til barna sinna fjórtán og létu ná yfir til þeirra barna eins langt og augað eygði. Foreldrar Guðrúnar, þau Hildur Vilhjálmsdóttir og Sig- urður Þórðarson, voru nútímaleg hjón og svo glæsileg að það var engu líkara en Cathérine De- neuve og Marcello Mastroianni væru tekin að bolloka á jarðhæð- inni – og spillti ekki fyrir að þau óku um á frönskum bíl í rétt rúmlega leikfangastærð, Renault Dauphine. Þau eru fyrstu nú- tímahjónin sem sögur fara af á Öldugötunni og Siggi er fyrsti karlmaðurinn sem ég sá hengja upp úr vél. Hildur vann fullan vinnudag á Tryggingastofnun ríkisins og Siggi var í alltgleyp- andi læknanámi hér heima fyrst og síðan í Þýskalandi. Það kom þar af leiðandi að ekki litlu leyti í hlut ömmunnar Gunnu og afans Villa að annast um frumburðinn. Sjaldan hefur maður orðið vitni að annarri eins endurnýjun líf- daga og þegar þessi sólargeisli tók að ferðast á milli hæða. Allir kepptust við að bera hana á höndum sér, það var slegist um að fá að passa hana, vakað yfir hverju hennar fótmáli og stans- laus fréttaflutningur af öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var kölluð Gu og munaði ekki nema einum staf að það segði alla söguna. Guðrún Hrund Sigurðardóttir ✝ Guðrún Hrund Sigurðardóttir fæddist 31. maí 1960. Hún lést 3. september 2021. Útför Guðrúnar Hrundar fór fram 28. september 2021. Það skal þurfa sterk bein til að þola annað eins eftirlæti og þau bein hafði Guðrún Hrund og sýndi strax og á reyndi. Fermingar- árið hennar veiktist móðir hennar af krabbameini og dó frá þremur börnum, Guðrún var elst en bræðurnir Arnar Þór á níunda ári og Andri Vil- hjálmur eins og hálfs árs. Það gefur augaleið hverjar skyldur hafa flust yfir á mjóar herðar ungu stúlkunnar, þótt móður- amman Gunna og móðursystirin Jódís væru ávallt umlykjandi og allt um kring. Það var glæsileg stúlka sem síðan spratt úr grasi á Háaleit- isbrautinni, með beinið í nefinu frá mömmu sinni og kímnigáfu pabba síns, en fyrst og síðast var hún auðvitað hún sjálf. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Sund, var einn vetur skiptinemi í Finnlandi, nam tvo vetur fatahönnun í Kaupmanna- höfn og síðan við handavinnu- deild KHÍ. Handmenntir í fjöl- breytilegustu myndum urðu starfsvettvangur hennar, ýmist við kennslu eða útgáfu Gestgjaf- ans þar sem hún var blaðamaður og síðar ritstjóri. Hugur hennar stóð til lista og málverkið átti hug hennar í æ ríkari mæli og al- farið síðasta spölinn. Það átti fyrir henni að liggja að veikjast af sama meini og móðir hennar, þótt nær hálfrar aldar framfarir í læknavísindum hefðu náð að framlengja líf krabbameinssjúklinga frá því sem áður var. Fyrir kom að fund- um okkar bar saman hér í hverf- isbúðinni og þá var hún ýmist að hefja, í miðri eða að ljúka með- ferð – og alltaf af sama óbilandi æðruleysinu. Síðast bar fundum okkar sam- an fyrir rúmum mánuði í jarð- arför Jódísar frænku okkar. Guðrún var sýnilega komin á leiðarenda, við vissum öll að sama fólk myndi að stuttri stund- arbið koma saman yfir moldum hennar. Sárastur harmur er kveðinn að börnum hennar, Hildi og Lárusi Georgsbörnum, og dótturdætrunum Ragnhildi Kötlu og Eddu Guðrúnu. En við sem eldri erum leitum huggunar í vissunni um að þetta dýrmæta sem við áttum saman muni lifa áfram og ávaxtast í afkomendum okkar, fæddum sem ófæddum. Pétur Gunnarsson. Ég var á táningsaldri þegar ég kynntist Guðrúnu Hrund mág- konu minni, ég stóð á hlaðinu heima í Holti ásamt 30 gæsar- ungum þegar bróðir minn kom akandi upp heimtröðina með kærustuna. Eftirvænting var í loftinu að fá að kynnast nýjum fjölskyldumeðlim. Er hún steig út úr bílnum hópuðust ungarnir að henni en ég man að hún horfði yfir skarann og beint í augun á mér og brosti brosi sem ég man svo vel eftir. Þannig var Guðrún, hún tók öllum með innilegu brosi. Og svo liðu árin og samband okkar var mikið. Það voru ferða- lög, sumarbústaðaferðir, matar- boð, utanlandsferðir og svo mætti lengi telja. Guðrún var ákveðin og gat verið býsna föst fyrir, alla vega fannst mér það oft þegar ég var að kljást við unglingaveikina. Svo fannst mér hún fulleftirlátssöm við þessa krakkaorma sem þau eignuðust þannig að stundum tókumst við á. En Guðrún var fljót að fyr- irgefa manni barnaskapinn. Guðrún lærði fatahönnun í Kaupmannahöfn og vann er heim var komið um tíma við að ritstýra tískuþáttum fyrir tímarit og dag- blöð. Þá fannst henni upplagt að kippa mér inn í það með sér og notaði mig sem „módel“. Þetta var mikil upphefð fyrir mig á mínum menntaskólaárum. Henni fannst gaman að sjá hvernig ég upphófst allur við þessa vinnu og má segja að hún hafi bjargað mér um ákveðið sjálfstraust. Seinna meir, er hún ritstýrði Gestgjafanum, setti hún mig og Másu í kokkahlutverk og setti í prent. Þegar Guðrún og bróðir minn bjuggu í Vestmannaeyjum fórum við oft til Eyja að heimsækja þau. Þá lenti maður í stór- veislum. Matargerð var eitt af áhugamálum Guðrúnar og í veislum hennar var mein af magaleysinu. Guðrún var afar listræn, hún var listakokkur, list- málari og teiknari og listasmiður enda liggur eftir hana fjöldi lista- verka hvort sem það er á striga eða úr viði sem hún fékk verð- laun og lof fyrir. Guðrún hafði smitandi hlátur og átti til að gera að manni góð- látlegt grín þegar átti við og hló þá þessum dillandi hlátri svo það var algjörlega ómögulegt að taka grínið eitthvað inn á sig eða verða fúll. Eins og ég kom að hér að ofan var samband okkar mikið og þegar „krakkaormarnir“ Hildur og Lalli bættust við var bara enn meira gaman, Guðrún var mikil mamma og hugsaði ein- staklega vel og fallega um börnin sín og passaði vel upp á þau. Guðrún atti langa og hetjulega baráttu við sinn sjúkdóm sem því miður bar hana ofurliði. Þrátt fyrir veikindin bar hún sig alltaf vel, var alltaf tilbúin með sitt innilega bros er maður hitti hana og hafði gaman af að spjalla. Aldrei kvartaði hún eða kveink- aði sér þó svo maður hafi vitað að baráttan var oft og tíðum mjög óvægin. Blóm eru mismunandi, sum fölna fyrr en önnur. Svo eru það önnur sem koma manni stöðugt á óvart, standa af sér sólarleysi og sudda og eru alltaf í blóma þrátt fyrir mikið mótlæti, þannig blóm var Guðrún Hrund. Guðrún fór frá okkur allt of fljótt en ég veit að hún er umvafin ástvinum sín- um, og er eflaust með eitthvað gott í pottunum segjandi frá ein- hverju skemmtilegu. Elsku Lalli og Hildur, Guð veri með ykkur í sorg ykkar. Özur Lárusson. Í dag geng ég með þig síðasta spölinn, mín kæra vinkona og tengda- móðir. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég byrjaði að koma á Laufás 4b Garðahreppi, eins og Garðabær hét þá. Ég og Bimbi sonur þinn urðum góðir vinir strax í upphafi skólagöngu okk- ar og spiluðum fótbolta í Stjörnunni sem átti okkar hug allan og alltaf tókstu vel á móti okkur vinunum þegar vinahóp- urinn var að troðast inn í and- dyri hjá þér. Ég, Bimbi og Gísli sonur þinn urðum óaðskiljan- Dýrley Sigurðardóttir ✝ Dýrley Sigurð- ardóttir fædd- ist 25. september 1936. Hún lést 19. september 2021. Dýrley var jarð- sungin 29. sept- ember 2021. legir vinir og á ég margar ljúfar minningar með þeim og Kalla sem vísaði okkur veg- inn á unglingsár- unum. Við Gísli lærðum vélvirkj- ann saman í Stál- vík og var hann einstakur félagi og vinur. Og svo mik- ill var heimagang- urinn minn að ég náði mér í eldri heimasætuna á bænum, Láru, sem síðar varð kona mín og þú þá orðin tengdamamma mín. Því spannar vinskapur okkar yfir 50 ár. Þú varst mér alltaf ljúf og góð og aldrei varð okkur sundurorða. En þrátt fyrir góð ár og ótrúlegan dugn- að þinn í vinnu, koma upp sex börnum og reisa þér lítið fal- legt sveitasetur sem þú nefndir Laufás, þá knúði sorgin of oft á þínar dyr. Við misstum Gísla í vinnuslysi 22 ára, sem var mik- ið áfall fyrir alla en hann átti von á sínu fyrsta barni með Maju. Tengdapabbi Daníel lést eftir snarpa baráttu við krabbamein aðeins 64 ára gam- all, litla barnabarnið þitt Sig- rún Lára sem lést 7 mánaða og svo misstum við Bimba úr krabbameini aðeins 56 ára sem lét eftir sig Önnu Kathrinu og fjóra drengi í Færeyjum. Árið 1997 eignaðist þú góðan vin Eð- varð (Ebbi) og áttir með honum 22 góð ár, þið voruð svo sam- hent og samheldin og þótti öll- um vænt um Ebba. Hann var bara þannig. Ebbi lést í nóv- ember 2019. Ég kvaddi þig inni á spítala þar sem þú lást orðin lasin og þreytt en samt settir upp skarpan svip þegar þú gafst mér þín síðustu ráð, um leið og þú yljaðir höndum mínum (ég er svo handkaldur), sem ég geymi í hjarta mínu. Takk, elsku Dýrley mín, fyr- ir samferðina í gegnum lífið og sofðu rótt. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (ÞS) Þinn tengdasonur, Sigurður Harðarson. Elsku Dýrley amma mun alltaf eiga einstakan stað í hjörtum okkar. Hjá okkur lifa áfram góðu minningarnar af sólbrúnni ömmu í sumarbú- staðnum Laufási á hlýjum sum- ardögum, umkringd óróunum sem hún hafði sankað að sér úr ólíkum heimshornum yfir árin, eða í kaffibolla í Flatahrauni þar sem við gátum spjallað klukkutímunum saman um allt milli himins og jarðar. Amma Dýrley var svo opin og hjálp- söm gagnvart börnunum sínum og barnabörnum og gaf alltaf bestu ráðin. Hún sýndi öllum skilning og var svo hlý og góð við okkur og börnin okkar Brynjar og Jófríði Övu. Okkur er fyrst og fremst þakklæti í huga við þessi skrif og erum svo innilega þakklát fyrir öll samtölin sem við áttum saman. Amma Dýrley tók öllum opn- um örmum og studdi þá sem stóðu henni næst í blíðu og stríðu, hún var nefnilega okkar stærsti stuðningsaðili. Hún var til að mynda alltaf mætt fyrst í veislurnar til að fagna lífs- áföngum okkar, stórum sem smáum. Þá er óhætt að segja að við systkinin komumst ekki í jólaskapið fyrr en við vorum búin að kíkja í heimsókn til ömmu á aðfangadag, fá okkur nokkra mola með kaffinu og skiptast á gjöfum. Amma kenndi okkur að vera góð hvert við annað, njóta hverrar stundar og grípa tæki- færin þegar þau gefa kost á sér. Við höldum fast í fallegar minningar um ömmu sem lifa áfram í hjörtum okkar. Gísli Már, Bryndís og Tinna. Kveðja til ömmu. Elsku amma mín kær, alltaf varst þú mér nær, ég sakna þín, góða amma mín. Já, mild var þín hönd er um vanga þú straukst, ef eitthvað mér bjátaði á. Minningu um þig ég geymi og aldrei ég gleymi hve trygg og trú þú varst alltaf. Við kveðjum þig, elsku amma, og geymum í ramma í hjarta okkar minningu þína. Ég mun ávallt elska þig, amma (KLS) Elsku mamma, Danni og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur samúð okkar. Lena Ósk og Kristín Lára Þóreyjar og Sigurðardætur. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Okkar ástkæri Finnbogi, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FINNBOGI JÓNSSON, verkfræðingur og fv. framkvæmdastjóri, Helgamagrastræti 23, Akureyri, lést í Vancouver í Kanada 9. september. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 8. október klukkan 15. Berglind Ásgeirsdóttir Esther Finnbogadóttir Ólafur Georgsson Ragna Finnbogadóttir Roberto Gonzalez Martinez barnabörn og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, AÐALHEIÐUR ÁRNADÓTTIR frá Hnífsdal, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði 28. september. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 9. október klukkan 14. Rannveig S. Pálsdóttir Ernir Ingason Jórunn Jóhanna Þórðardóttir Sólveig Friðbjarnardóttir Aðalsteinn Sigfússon Árni Júlíus Friðbjarnarson Ágústa Marísdóttir Snæbjörn Friðbjarnarson Anna Irena Smoter Aðalbjörg Friðbjarnardóttir og fjölskyldur Ástkær systir okkar, GUÐRÚN JÓNA ÞORKELSDÓTTIR NANNÝ KEEN lést sunnudaginn 5. september í Macon Georgíu, USA. Útförin fer fram í Macon í dag fimmtudaginn 30. september klukkan 15. (ísl. tíma). Útförinni verður streymt hjá dignitymemorial.com Hekla Þorkelsdóttir Vilhjálmur Þorkelsson og aðrir ættingjar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐA KRISTBJÖRG HJÁLMARSDÓTTIR læknaritari, frá Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 23. september. Indriði Birgisson Elín Erna Steinarsdóttir Steinar Birgisson Guðrún Geirsdóttir Ragna Birgisdóttir Jóhann Brandur Georgsson Gylfi Birgisson Rósa Hrönn Ögmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.