Morgunblaðið - 30.09.2021, Page 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021
Þegar ég hugsa
um Dísu fyllist ég
stolti og lít á það
sem heppni að hafa
átt svona einstaka systur. Ég er
eiginlega montinn. Mannkostirn-
ir sem hún bjó yfir voru miklir.
Yfirvegun og innri ró sem fæst
ekki útskýrð. Eftirtektarverð
hlýja og virðing fyrir fólki. Gest-
risni og gjafmildi sem lyfti þeim
sem þáðu upp á hærra plan.
Dísa hafði einstaka nærveru.
Hún veitti mér og minni fjöl-
skyldu ávallt óskerta athygli og í
henni fann ég mikinn styrk og
réttsýni. Ég mat orð hennar og
ráð mikils.
Ég kom sem stundakennari í
Borgarhólsskóla síðastliðinn vet-
ur. Ég lenti í tölvuvandræðum
og Dísa kom til hjálpar. Þegar
Dísa var farin kom spurning frá
nemendum hvort við Dísa vær-
um systkini. Ég var svo stoltur
að segja þeim að svo væri.
Dísa var tveimur árum eldri
en ég. Við áttum góða æsku
saman, vorum samrýnd sem
krakkar og áttum gott systkina-
samband. Við vorum þó um
margt ólík. Hún var listfeng,
skrifaði sögur, teiknaði fallegar
myndir og hafði alltaf mjög fínt í
kringum sig. Ég var meira úti að
hjóla eða í fótbolta. Dísa var
sjálfstæð og sjálfri sér næg, fann
enga þörf til að vera önnur en
hún var til að falla í hópinn. Ég
sóttist meira eftir félagslegri
viðurkenningu með alls konar
stælum. Ég sé það auðvitað núna
að ég var bara að leika töffara,
Dísa var hins vegar ekta töffari.
Það var mikil gæfa fyrir Dísu
þegar Óli fjárfesti í henni þegar
hún var nýnemi í Framhalds-
skólanum á Húsavík. Þau fóru að
venja komur sínar heim á Stór-
hólinn og ég man hvað það var
gaman að verja með þeim kvöld-
stundum. Alltaf var nóg af
nammi og yfirleitt góð vídeó-
spóla í tækinu. Það skein í gegn
frá fyrsta degi hve samband
þeirra var gott og heilbrigt. Þau
fluttust saman til Reykjavíkur í
háskólanám. Á skólaárum mín-
um í Reykjavík kom ég oft til
þeirra og alltaf var komið fram
við mig eins og höfðingja.
Eftir háskólanám hjá Dísu og
Óla vorum við stórfjölskyldan
svo heppin að þau fluttust aftur
til Húsavíkur með litlu börnin
sín tvö, Halldór Tuma og Elínu
Önnu. Síðar komu Sigurður Búi
og Brynjúlfur Nóri til skjalanna.
Auðséð var hve Dísa unni börn-
unum sínum heitt, var þeim góð
fyrirmynd og örugg festa í róti
lífsins.
Heimili Dísu, bæði á Uppsala-
vegi og í Formannshúsi, báru
smekkvísi hennar gott vitni. Það
var svo gott að koma inn á þessi
heimili, góður andi, hlýleiki og
einhver einstök næmni á fegurð.
Einstakt kaffi, borið fram í ein-
stökum bollum með einstöku
meðlæti.
Öllum var gríðarlega brugðið
þegar Dísa greindist með
krabbamein fyrir um tveimur ár-
um. Aðdáunarvert var að sjá hve
Dísa tók veikindum sínum og
harkalegri meðferðinni af miklu
æðruleysi og staðfestu í að sigr-
ast á þeim. Núna síðsumars var
ljóst að þessi óværa ætlaði ekki
að sleppa tökunum, hún vék sér
undan öllum mögulegum úrræð-
um sem mannleg þekking býr
yfir. Í gegnum allt ferlið var
Dísa einstaklega dugleg og gerði
allt sem í hennar valdi stóð til að
Herdís Þuríður
Sigurðardóttir
✝
Herdís Þuríður
Sigurðardóttir
fæddist 7. júlí 1976.
Hún lést 18. sept-
ember 2021.
Útför Herdísar
fór fram 29. sept-
ember 2021.
ná bata. Hún vildi
ekki yfirgefa fólkið
sitt og barðist af
þvílíkri hetjudáð
þar til síðustu
kraftar hennar
þurru.
Elsku Dísa,
hvíldu í friði.
Þinn bróðir,
Brynjúlfur.
Herdís Þ. Sigurðardóttir er
látin. Fagmennsku hennar og
góðum störfum kynntist ég þeg-
ar ég kom til kennslu við Fram-
haldsskólann á Húsavík haustið
2015 þar sem hún var þá áfanga-
stjóri og aðstoðarskólameistari.
Frá fyrsta degi var mér ljóst að
Herdís var hæfileikarík mann-
kostakona. Hún var skarp-
greind, fljót að hugsa og sjá
lausnir, vandvirk og ósérhlífin.
Herdís hafði góða nærveru,
sýndi samferðafólki sínu athygli
og virðingu og bar hag nemenda
og skólans fyrir brjósti. Það var
gaman að vinna með Herdísi því
hún var glaðsinna, hláturmild og
kát og hafði ríka kímnigáfu.
Herdís var stoð mín og stytta
þegar ég tók að mér að vera
skólameistari skólaárið 2016-
2017. Áður en ég játaði beiðninni
um að taka starfið að mér
hringdi ég í Herdísi sem sagðist
myndi styðja mig. Eins og vænta
mátti stóð hún við orð sín og
stóð ráðagóð og traust við hlið
mér. Ýmis flókin mál mættu
okkur en Herdís var alltaf bjart-
sýn og missti aldrei trú á verk-
efninu. Þennan vetur kenndi
Herdís mér svo margt með
framkomu sinni, umhyggju,
glaðværð og ekki síst þeirri sýn
sem hún hafði á skóla og nám.
Hún gerði bæði kröfur til sín og
annarra en var sanngjörn og
réttsýn og hafði styrk til að
ganga í erfið verk og hugrekki
til að fylgja sannfæringu sinni.
Herdís var mjög skemmtileg-
ur persónuleiki, eins konar hús-
vískur heimsborgari. Húsvíking-
ur með sterkar rætur og mikinn
metnað fyrir samfélaginu og
staðnum og heimsborgari sem
naut ferðalaga innanlands og ut-
an, lýsti dvöl sinni á Ítalíu og í
Vestmannaeyjum, tedrykkju í
Bretlandi eða heimsókn á safn
þannig að mér fannst stundum
eins og ég hefði upplifað at-
burðina með henni.
Herdís var fyrst og síðast fjöl-
skyldumanneskja þar sem hún
notaði sömu eiginleika og í starf-
inu, samviskusemi, mildi, húmor
og gleði. Ómælt stolt, umhyggja
og ást sem hún bar til Óla og
barnanna fjögurra duldist eng-
um. Áslaugu Mundu, dóttur
minni, tók Herdís opnum örmum
og sýndi innileika og gæsku þeg-
ar hún varð vinkona Halldórs
Tuma, elsta sonar hennar. Skila-
boð sem fóru á milli okkar síð-
ustu misseri bera vitni um að
Herdís hafði trú á verkefninu
sem hún þurfti að glíma við og
að hún bjó enn yfir styrk og hug-
rekki. Og hún hélt áfram að
kenna mér svo margt með við-
horfi sínu og þakklæti.
Ég minnist Herdísar með
þakklæti og hlýju. Minningin um
heilsteypta og góða manneskju
gleymist ekki. Óla, börnunum og
allri fjölskyldu Herdísar sendum
við Gunnlaugur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Jóney Jónsdóttir.
Elsku Dísa! Mikið var það
hræðilega sárt að heyra að þú
hefðir kvatt þennan heim.
Um ókomna tíð munum við
geyma góðar minningar um þig í
okkar hjörtum, sem ylja munu
okkur á góðum stundum jafnt
sem erfiðum.
Dísa vinkona okkar með
hnyttinn húmor, sem alltaf varst
til í eitthvert glens og gaman. Þú
varst svo einstaklega hlý og
traust, hæglát en samt með
ákveðnar skoðanir, réttlát og
nærgætin. Þú varst alveg ein-
stök fyrirmynd fyrir alla í kring-
um þig með góðvilja þínum,
heiðarleika og þeirri virðingu
sem þú sýndir öllu þínu sam-
ferðafólki.
Kæra fjölskylda, við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð og
með harm í hjörtum þökkum við
Dísu fyrir einstakan vinskap.
Skarðið sem hún skilur eftir
verður aldrei fyllt en ljóslifandi
minningin um glæsilega konu
með leiftrandi augun og fallegu
spékoppana lifir áfram í hugum
okkar.
Að eiga vin er vandmeðfarið,
að eiga vin er dýrmæt gjöf.
Vin, sem hlustar, huggar, styður,
hughreystir og gefur von.
Vin sem biður bænir þínar,
brosandi þér gefur ráð.
Eflir þig í hversdagsleika,
til að drýgja nýja dáð.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði, kæra vinkona.
Guðrún Björg, Agnes Ýr
og Olga Hrund.
Við sitjum hljóð og reynum að
skilja hvers vegna, hvers vegna
þessi dýrmæta kona í lífi okkar
er kölluð á brott. Enginn lofaði
okkur að lífið yrði auðvelt eða
sanngjarnt en við áttum ekki
von á að það yrði svona ósann-
gjarnt.
Herdís byrjaði að vinna sem
íslenskukennari við Framhalds-
skólann á Húsavík haustið 2006.
Strax kom í ljós hversu vandvirk
og dugleg hún var. Hún var vin-
sæl meðan nemenda og sam-
starfsmanna. Þessi undurfagra
fíngerða og ljúfa kona leið um
gangana eins og hefðarkona frá
London. Enda var Dísa mikill
aðdáandi drottningarinnar þar
og á tyllidögum drakk hún enskt
te úr fallegum bolla frá London.
Herdís hafði mikinn metnað
fyrir starfi sínu og skólanum og
til gamans má geta þess að glós-
urnar hennar hafa verið notaðar
af fjölmörgum nemendum og
kennurum um allt land, því þær
þóttu svo góðar, skýrar og skil-
merkilegar. Herdís tók við sem
aðstoðarskólameistari árið 2012
og gegndi því starfi til ársins
2017. Það beið hennar gríðarlega
mikil vinna við að móta nýja
námskrá skólans fyrir utan allt
annað sem starfinu fylgdi. Her-
dís var mjög afkastasöm og
vandvirk og vann við þetta verk-
efni myrkranna á milli. Aldrei
kvartaði hún eða barmaði sér og
aldrei sagði hún frá því hvað hún
var dugleg eða hversu mikil
vinna þetta væri. Hún bara gerði
allt sitt ofboðslega vel. Dísa varð
skólameistari skólaárið 2017-
2018 og var skilningsríkur og
þrautseigur skólameistari. Hún
reyndist starfsfólki hér einstak-
lega vel og var vinsæl meðal
nemenda. Dísa var fyrst til að
hugga, styðja og styrkja okkur
starfsmennina ef eitthvað bjátaði
á í okkar einkalífi. Hún var sterk
og ákveðin og hún hafði sann-
arlega hjarta úr gulli.
Dísa var mikill húmoristi og
alltaf til í sprell og tók alltaf þátt
í skemmtiatriðum sem starfsfólk
skólans stóð fyrir. Hún hafði
mjög fágaðan smekk í gríninu og
var alls ekkert fyrir ódýra aula-
brandara. En þegar hún sagði
eitthvað skemmtilegt eða fyndið
kom þessi óborganlegi glampi í
augun á henni og sá glampi er
ein af sterkustu minningum okk-
ar um Dísu.
Herdís átti tvö börn þegar
hún kom til okkar og á meðan
hún vann hér komu tvö til við-
bótar. Það var því meira en nóg
að gera á stóru heimili, en með
honum Óla sínum bjó hún börn-
um sínum ástríkt og fallegt
heimili.
Í gegnum tíðina bauð Herdís
okkur nokkrum sinnum heim og
þá sá maður hvað allt var
smekklegt því Dísa hafði mikinn
áhuga á hönnun og heimili henn-
ar bar þess skýr merki og var
einstaklega fallegt en samt not-
hæft. Börnin hennar og vinir
þeirra voru alltaf velkomin og
þar mátti leika og það sást að
þau voru í forgangi og þau báru
virðingu fyrir fallegu hlutunum
sem mamma þeirra átti. Til þess
að rækta sjálfa sig lagði hún það
á sig að vakna klukkan sex á
morgnana og njóta kyrrðarinnar
í upphafi hvers dags með góðan
kaffibolla og hönnunarblað að
glugga í.
Elsku Óli, Halldór Tumi, Elín
Anna, Búi og Nóri, við sendum
ykkur okkar innilegustu samúð-
arkveðjur og megi allar góðar
vættir styrkja ykkur á komandi
árum.
Fyrir hönd fyrrverandi sam-
starfsfólks við Framhaldsskól-
ann á Húsavík,
Auður Jónasdóttir.
Í dag minnumst við bekkjar-
systkinin á Húsavík elsku Her-
dísar sem hefur nú kvatt allt of
snemma og eftir sitjum við í sorg
en með allar þær fallegu minn-
ingar sem við eigum um hana frá
skólagöngunni. Hógværu, bráð-
greindu og brosmildu stúlkuna
sem öllum líkaði einstaklega vel
við hvort sem um var að ræða
skólasystkini eða kennara.
Það kom okkur ekkert á óvart
þegar þau Óli Halldórs rugluðu
ung saman reytum og með hon-
um eignaðist hún einstaklega
fallega fjölskyldu og heimili á
Húsavík.
Það er ofboðslega þungbært
að hugsa til þess að hún sé horf-
in á braut og við sendum fjöl-
skyldu og vinum innilegar sam-
úðarkveðjur. Við munum halda
minningu og heiðri Dísu í okkar
bekk á lofti um ókomna framtíð.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum)
Fyrir hönd árgangs 1976 frá
Húsavík,
Arnar Þorvarðarson.
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Þökkum af alhug hlýjar kveðjur og samhug
við andlát og útför elskulegrar eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KRISTÍNAR ÓLAFSDÓTTUR
leikskólakennara,
Þorrasölum 5-7.
Vinum og vandamönnum þökkum við umhyggju og stuðning á
meðan á veikindum hennar stóð.
Starfsfólki LHS, blóð- og krabbameinslækningadeildar,
líknardeildar og Heru er þakkað sérstaklega fyrir meðferð og
umönnun.
Magnús Halldórsson
Unnur Gyða Magnúsdóttir Maron Kristófersson
Ólafur Magnússon Rakel Ýr Sigurðardóttir
Halldór G. Magnússon Erna Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og tengdaafi,
VALDIMAR ÓLAFSSON,
lögg. endurskoðandi,
lést á Landspítalanum 16. september.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 7. október klukkan 13.
Gígja Jóhannsdóttir
Jóhann Friðgeir Valdimarsson Íris Björk Viðarsdóttir
Valdimar Viktor Jóhannsson Ragnhildur Hauksdóttir
Viðar Snær Jóhannsson
Gígja Björk Jóhannsdóttir
Ástkær móðir mín, systir okkar
og mágkona,
ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR,
prófessor og rithöfundur,
sem lést á líknardeild Landspítalans
15. september, verður jarðsungin
frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 4. október klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni, sjá
https://www.youtube.com/watch?v=Xur7AuoYIwQ
Bjarki Kaikumo
Gylfi Gunnlaugsson Ragnhildur Hannesdóttir
Ólafur Gunnlaugsson Margrét Ingimarsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir,
tengdafaðir, afi og bróðir,
JÓHANN SÆVARSSON,
Sléttahrauni 26,
Hafnarfirði,
sem lést á krabbameinsdeild LSH
fimmtudaginn 23. september, verður jarðsunginn
frá Kirkju Óháða safnaðarins mánudaginn 4.október klukkan 14.
Ingibjörg G. Björnsdóttir
Sævar Björnsson
Dóra Ágústsdóttir Magnús Magnússon
Hanna Karen Atli Viðar
Gyða Rós Gunnþóra Rut
Gígja Rebekka Gunnar Valur
tengdabörn, barnabörn og systkini
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GRÉTAR JÓNSSON
frá Hóli í Sæmundarhlíð,
Jöklatúni 14, Sauðárkróki,
lést á heimili sínu 24. september.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
miðvikudaginn 6. október klukkan 14.
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlát
Ingibjörg Árnadóttir
Petrea Grétarsdóttir
Margrét Grétarsdóttir Páll Sighvatsson
Jóhanna Grétarsdóttir
Jón Grétarsson Hrefna Hafsteinsdóttir
og barnabörn