Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 62

Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Bayern München – Dynamo Kiev........... 5:0 Benfica – Barcelona ................................. 3:0 Staðan: Bayern München 2 2 0 0 8:0 6 Benfica 2 1 1 0 3:0 4 Dynamo Kiev 2 0 1 1 0:5 1 Barcelona 2 0 0 2 0:6 0 F-RIÐILL: Atalanta – Young Boys ............................ 1:0 Manch. United – Villarreal...................... 2:1 Staðan: Atalanta 2 1 1 0 3:2 4 Manch. United 2 1 0 1 3:3 3 Young Boys 2 1 0 1 2:2 3 Villarreal 2 0 1 1 3:4 1 G-RIÐILL: Salzburg – Lille ........................................ 2:1 Wolfsburg – Sevilla .................................. 1:1 Staðan: Salzburg 2 1 1 0 3:2 4 Sevilla 2 0 2 0 2:2 2 Wolfsburg 2 0 2 0 1:1 2 Lille 2 0 1 1 1:2 1 H-RIÐILL: Zenit – Malmö........................................... 4:0 Juventus – Chelsea .................................. 1:0 Staðan: Juventus 2 2 0 0 4:0 6 Zenit 2 1 0 1 4:1 3 Chelsea 2 1 0 1 1:1 3 Malmö 2 0 0 2 0:7 0 England B-deild: Millwall ..................................................... 1:0 - Jón Daði Böðvarsson var ekki í leik- mannahópi Millwall. Staða efstu liða: WBA 10 6 4 0 20:8 22 Bournemouth 10 6 4 0 16:7 22 Fulham 10 6 2 2 22:9 20 Coventry 10 6 1 3 12:11 19 Stoke City 10 5 3 2 14:11 18 Blackburn 10 4 4 2 18:12 16 Huddersfield 10 5 1 4 16:14 16 QPR 10 4 3 3 19:14 15 Luton 10 3 4 3 18:16 13 Skotland Motherwell - Celtic.................................. 0:4 - María Ólafsdóttir Gros kom inn á sem varamaður á 71. mínútu hjá Celtic. Danmörk Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Bröndby - Köge........................................ 2:0 - Barbára Sól Gísladóttir lék allan leikinn með Bröndby. Lettland Riga - Riga FS .......................................... 1:1 - Axel ÓskarAndrésson var allan tímann á varmannabekk Riga. Svíþjóð Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Brommapojkarna - AIK.......................... 3:2 - Hallbera Guðný Gísladóttir var ekki í leikmannahópi AIK. Eskilsminne - Kristianstad..................... 1:6 - Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdótt- ir voru ekki í leikmannahópi Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Sätra - Hammarby................................... 0:3 - Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki í leikmannahópi Hammarby. Morön - Piteå............................................ 0:1 - Hlín Eiríksdóttir kom inn á sem vara- maður á 86. mínútu hjá Piteå. Västerås - Örebro .................................... 0:7 - Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir léku báðar allan leikinn með Örebro. Kalmar - Växjö................................ 2:3 (frl.) - Andrea Thorisson kom inn á í hálfleik hjá Kalmar. - Andrea Mist Pálsdóttir lék allan leikinn með Växjö. B-deild: Norrby - Helsingborg ............................. 2:2 - Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Helsingborg. Noregur Stabæk - Strömsgodset........................... 0:0 - Ari Leifsson lék allan leikinn og Valdi- mar Þór Ingimundarson kom inn á sem varamaður á 70. mínútu hjá Strömsgodset. Staðan: Bodø / Glimt 20 12 5 3 41:19 41 Molde 20 11 5 4 48:25 38 Rosenborg 20 11 4 5 43:26 37 Kristiansund 20 11 2 7 28:25 35 Lillestrøm 20 10 4 6 32:26 34 Viking 20 9 5 6 39:39 32 Strømsgodset 20 8 5 7 31:27 29 Haugesund 20 8 4 8 32:32 28 Vålerenga 20 6 9 5 31:28 27 Odd 20 7 5 8 30:37 26 Sandefjord 20 7 4 9 26:35 25 Sarpsborg 08 20 5 5 10 20:32 20 Tromsø 20 4 7 9 24:36 19 Brann 20 4 5 11 25:39 17 Stabæk 20 4 5 11 26:41 17 Mjøndalen 20 2 8 10 22:31 14 B-deild: Jerv - Aalesund ........................................ 2:2 - Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn með Aalesund. Åsane - Sogndal ....................................... 1:0 - Emil Pálsson var ekki í leikmannahópi Sogndal. 4.$--3795.$ Undanúrslitaleikur Vestra og Vík- ings úr Reykjavík í bikarkeppni karla í knattspyrnu hefur verið færður frá heimavelli fyrrnefnda liðsins á Ísafirði til heimavallar KR sökum gífurlegrar snjókomu á Vestfjörðum. Olísvöllurinn á Ísa- firði er snæviþakinn og því hefur ekki verið hægt að æfa á honum undanfarna daga. Ekki er útlit fyr- ir að hann verði tilbúinn fyrir við- ureign heimamanna í Vestra gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Vík- ings á laugardaginn kemur og því þurfti að færa leikinn í Vesturbæ. Undanúrslitin á Meistaravöllum Ljósmynd/Kristinn Steinn Undanúrslit Vestri og Víkingur mætast í Vesturbænum. Eygló Fanndal Sturludóttir setti þrjú Íslandsmet og vann sig inn á heimsmeistaramót fullorðinna í ólympískum lyftingum með árangri sínum á EM U20-ára í Finnlandi í vikunni. Eygló setti Íslandsmet í snörun, jafnhendingu og í sam- anlögðum árangri. Eygló snaraði 89 kílóum og náði 108 kg í jafn- hendingu. Þar af leiðandi lyfti hún 197 kg samanlagt á mótinu en eins og áður segir er um Íslandsmet að ræða í öllum tilfellum. Hafnaði Eygló í 6. sæti á EM 20 ára og yngri. Vann sig inn á HM fullorðinna Ljósmynd/Lyftingasambandið Met Eygló Fanndal setti þrjú Ís- landsmet í Finnlandi á EM U20-ára. tímann frá því keppni í deildinni lauk segir Álfhildur hann hafa verið vel nýttan. „Við höfum nýtt tímann mjög vel. Við fengum leikmenn aftur sem voru í landsliðverkefnum eins og með U19 ára liðinu. Við höfum því undirbúið okkur mjög vel. Bæði haldið okkur á tánum með góðu spili en einnig farið yfir hvað við viljum gera í leiknum. Auðvitað höf- um við stúderað Breiðabliksliðið og Nik hefur farið vel yfir það,“ sagði Álfhildur. Hafa beðið lengi Þróttur sló út Fjarðabyggð/Hött/ Leikni, Selfoss og FH á leið sinni í úrslitaleikinn. Úrslitin hjá Þrótti í bikarleikjunum til þessa hafa verið afskaplega sannfærandi. Leikina vann liðið 7:1, 4:1 og 4.0. Breiðablik spilaði jafnari leiki á leið sinni í úr- slitin. Breiðablik vann Tindastól 2:1, Aftureldingu reyndar 5:0 en Val 4.3. Undanúrslitaleikirnir voru spilaðir 16. júlí og er því nokkuð langt síð- an. „Mér líst mjög vel á þetta. Við er- um búnar að bíða lengi eftir úrslita- leiknum, líklega síðan í júlí. Við er- um því mjög spenntar,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, þegar Morgunblaðið ræddi við hana á fundinum í gær. Í mörg horn er að líta hjá Blikum á þessu keppn- istímabili. Liðið átti lengi von um að verða Íslandsmeistari og auk bik- arúrslitaleiksins á liðið eftir að leika sex leiki í riðlakeppni Meist- aradeildar Evrópu. „Við tökum bara einn leik í einu. Gamla klisjan. Öll okkar einbeiting þessa dagana fer í bikarúrslitaleik- inn. Við spáum svo bara í framhald- inu eftir helgi.“ Ásta segist ekki eiga von á öðru en að Blikar fjölmenni á völlinn annað kvöld. „Það er farið að dimma á kvöldin og verður geggjað að spila í flóðljósunum. Ég held að markmiðið hjá félögunum sé að slá áhorfendamet. Vonandi tekst það. Það yrði gaman að fá fullt af fólki á leikinn, bæði Blika og Þróttara. Þetta eru tvö góð stuðningsmanna- félög. Mínir menn í Kópacabana [stuðningsmannakjarna Blika] mæta og halda uppi stuðinu. Við vorum á síðasta leiknum hjá strák- unum um síðustu helgi og ég kann- aði hvort Kópacabana ætli ekki að mæta á bikarúrslitaleikinn. Þeir ætla að gera það að sjálfsögðu enda hefur stuðningurinn verið mjög góður í allt sumar. Þeir eru alltaf mættir og syngja og tralla allan leikinn. Það skiptir bara máli þegar kemur að úrslitum og við erum því þakklátar fyrir það.“ Nokkuð hefur verið rætt og ritað um leikmannahópinn hjá Breiða- bliki á þessum árstíma. Tveir leik- menn fóru til náms í Bandaríkj- unum og leikmenn sem lánaðir voru til Augnabliks í sumar eru fé- lagsbundnir þar fram í miðjan októ- ber. Leikmannahópurinn hjá Breiðabliki er því frekar þunnur. Eru allar tilbúnar í slaginn sem á annað borð eru löglegar? „Já við erum allar heilar sem megum spila. Þessi æfingavika hef- ur verið góð og andinn er goður. Ég er svo sem ekki mikið inni í leik- mannamálum því stjórnin sér um það en það eru alla vega engin meiðsli hjá okkur eins og er,“ sagði Ásta Eir enn fremur við Morg- unblaðið. Ólík bikarsaga liðanna sem leika til úrslita - Þróttur í úrslitum í fyrsta skipti - Breiðablik hefur unnið tólf sinnum Morgunblaðið/Kris Leiðtogar Fyrirliðarnir Ásta Eir Árnadóttir og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir voru hressar á fundinum í gær og eru hér með bikarinn á milli sín. Önnur hvor þeirra mun veita bikarnum viðtöku á Laugardalsvelli annað kvöld. FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Breiðablik og Þróttur Reykjavík eigast við í úrslitum Mjólkurbik- arkeppni kvenna í knattspyrnu á Laugardalsvelli annað kvöld. Breiðablik hafnaði í 2. sæti í Pepsí Max-deildinni og Þróttur í 3. sæti. Liðin hafa því bæði átt ágætt tíma- bil auk þess sem Blikar leika í riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu næstu vikurnar. Saga þessara liða í bikarkeppn- inni er ólík. Breiðablik hefur tólf sinnum orðið bikarmeistari kvenna, síðast árið 2018. Þróttur leikur nú til úrslita í keppninni í fyrsta skipti. „Já það er kominn rosalegur spenningur í mig og allan hópinn en líka svolítið mikið stress,“ sagði Álf- hildur Rósa Kjartansdóttir þegar Morgunblaðið tók hana tali á blaða- mannafundi í gær. Hvernig reyna leikmenn að glíma við stressið? „Við reynum bara að hafa gaman af þessu. Sama hvernig fer þá er þetta ótrúlega stór sigur að vera komin í þennan úrslitaleik. Sér- staklega fyrir okkur í Þrótti.“ Verður þetta fyrsti bikarúrslita- leikurinn í sögu Þróttar og Álfhild- ur segist finna fyrir stemningu í fé- laginu fyrir leikinn. „Það er alveg magnað hversu góð stemning hefur myndast og hversu vel hefur verið stutt við bakið á okkur. Sama hvernig fer þá verður stutt vel við okkur. Ég held að það verði hörkumæting hjá Þrótturum. Ég gæti trúað að stúkan verði eld- rauð. Föstudagskvöld ætti að vera mjög góður tími fyrir fólk til að fara á völlinn og kíkja á okkur.“ Hraður uppgangur Lið Þróttar hefur verið í mikilli sókn. Liðið kom upp í efstu deild í fyrra og hélt þá sæti sínu í deild- inni. Gerði raunar gott betur og hafnaði í 5. sæti. Uppgangur liðsins hélt áfram í sumar þegar Þróttarar fengu bronsverðlaunin á Íslands- mótinu. Sá áfangi að komast í bik- arúrslit virðist rökrétt framhald af góðri frammistöðu Þróttar. „Jú við erum alltaf að fara einu skrefi ofar og árangurinn verður meiri á hverju tímabili sem er frá- bært. Við erum með rosalega góðan leikmannakjarna og Nik [Cham- berlain] hefur þjálfað liðið lengi. Auk þess er Edda [Garðarsdóttir] komin inn í þjálfarateymið sem er virkilega gott. Stöðugleikinn sem verið hefur síðustu ár er mik- ilvægur og við höldum áfram að byggja ofan á það.“ Spurð hvernig Þróttarar hafi nýtt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.