Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 4

Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Eyrarfjallsvegur er svolítið slæmur núna. Menn veigruðu sér við að fara af stað fyrir síðustu helgi til að hefla hann út af rigningarspánni. Þeir eru að fara af stað, vonandi í vikunni, með heflun á öllum veginum. Einnig á að bæta í malarslitlagið á verstu köflunum til að ná tökum á þessu fyrir veturinn,“ sagði Bjarni Stef- ánsson, deildarstjóri umsjónardeild- ar suðursvæðis Vegagerðarinnar. Miklar holur og drullupollar hafa gert þeim lífið leitt sem átt hafa leið um Eyrarfjallsveg (460) í Kjós að undanförnu. Um er að ræða sveita- veg sem liggur frá Hvalfjarðarvegi (47) og í kringum Eyrarfjallið. Hann er með malarlagi og þjónar bændum og búaliði á svæðinu og eins sumar- bústaðafólki. Bjarni segir aðspurður að Eyrarfjallsvegurinn sé ekki þyngri í viðhaldi en aðrir malarvegir. „Þessir malarvegir geta verið erf- iðir ef tíðin er þannig, þegar mikil rigning fer saman við umferð, þá getur þetta verið erfitt,“ sagði Bjarni. Hann segir að rigningartíðin í haust hafi gert mönnum erfitt fyrir því erfitt sé að hefla malarvegina á meðan það rignir sem mest. „Menn reyna að gera sitt besta núna til að vinna þetta upp.“ Meðalfellsvegur í sömu sveit er klæddur bundnu slitlagi. Ekki er á dagskrá, alla vega ekki í bráð, að setja slíka klæðningu á Eyrarfjalls- veginn, að sögn Bjarna. Kjós Rigningar og umferð eru fljót að setja mark sitt á malarvegi. Holur og drullupollar eru víða á Eyrarfjallsvegi. Ætla að hefla og fylla í verstu kaflana fljótlega - Eyrarfjallsvegur í Kjós er orðinn holóttur og leiðinlegur Holur Íbúar og sumarbústaðafólk vilja losna við holurnar. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það hefur verið leitað eftir því hvort það séu möguleikar á hjúkrunar- heimilum hér og þar að taka við fleir- um. Það eru mjög misjafnar að- stæður til að gera það,“ sagði Björn Bjarki Þor- steinsson, fram- kvæmdastjóri Brákarhíðar í Borgarnesi og formaður Sam- taka fyrirtækja í velferðarþjón- ustu (SFV). „Okkar viðbrögð hafa verið að spyrja hvort það sé raunverulegur vilji til að stíga skref aftur á bak. Það hefur náðst verulegur árangur á hjúkrunarheimilunum í að bæta að- búnað heimilismanna, þökk sé stefnu stjórnvalda. Með því að fjölga tvíbýl- um á ný væri verið að stíga skref til baka, að okkar mati, og rýra búsetu- gæði heimilismanna hjá okkur.“ Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna og fyrrverandi formaður SFV, sagði í aðsendri grein í Morgunblaðinu á þriðjudag- inn var að þeim hefði borist fyrir- spurn frá stjórnvöldum um hvort hægt væri að fjölga rúmum í ein- staklingsherbergjum Grundar svo þar dveldu tveir heimilismenn í stað eins. Með því átti að létta á erfiðri stöðu Landspítalans. Gísli Páll sagði að með slíkri ráðstöfun væri hoppað áratugi aftur í tímann. Björn Bjarki sagði að í Brákarhlíð væru nokkur biðrými fyrir fólk sem ekki er komið með varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Þar er fólk oft á tíðum í tvíbýli. Markmiðið er að fólk sem fær varanlega búsetu flytji strax eða í það minnsta fljótlega í einbýli. Í gær voru fjórir í biðrým- unum og er hjúkrunarheimilið í góðri samvinnu við Landspítalann, að sögn Björns Bjarka. Tækifæri til fjölgunar rýma Sóltún öldrunarþjónusta bauðst fyrir ári til þess að reka Oddsson- hótelið við Grensásveg sem hjúkr- unarþjónustu fyrir aldraða til að létta á Landspítalanum. Sú aðstaða gat nýst allt að 77 einstaklingum. Um sama leyti kom fram að fyrir- tækið Heilsuvernd kvaðst geta tekið við 100 sjúklingum frá Landspítala. Að því er Björn Bjarki vissi best hafði hið opinbera ekki tekið þessum tilboðum. Samtök fyrirtækja í velferðar- þjónustu sendu fjárlaganefnd Al- þingis minnisblað 21. maí 2019 um möguleg viðbótarrými á hjúkrunar- heimilum. Þar kom fram að þá hefði verið hægt að fjölga hjúkrunar- rýmum á hjúkrunarheimilunum á landinu öllu um að minnsta kosti 94- 96 rými væri vilji til þess. Að auki var hægt að bæta við um 13 rýmum með litlum tilkostnaði. Þá vildu rekstraraðilar minnst sex hjúkr- unarheimila byggja við eða breyta húsnæði sínu þannig að um 95 ný rými gætu orðið til. Ekki var brugð- ist við neinni þessara ábendinga, að sögn Björns Bjarka. Tækifærin eru enn til staðar. Nú er unnið að byggingu nýs 60 rýma hjúkrunarheimilis á Selfossi. Áætlað er að verkinu ljúki sumarið 2022. Möguleikar til fjölgunar rýma - Hjúkrunarheimilin hafa ekki áhuga á að leysa vandann með tvíbýlum Morgunblaðið/Eggert Hjúkrunarheimili Íbúar Seljahlíðar og starfsfólk í þríeykisgöngu. Björn Bjarki Þorsteinsson ÆFÐU SVEIFLUNA Í VETUR! ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS KOMDU MEÐ Í GOLFFERÐ TIL ALICANTE 10.000 KR.AFSLÁTTUR Á GOLFFERÐUMTIL ALICANTE Í NÓVEMBER OGDESEMBER EF BÓKAÐ ER FYRIR31. OKTÓBER INNIFALIÐ ÓTAKMARKAÐ GOLF INNRITUÐ TASKA 20 KG. 8 KG. HANDFARANGUR GOLFBÍLL INNIFALINN FLUTNINGUR Á GOLFSETTI VAL UM MORGUNVERÐ EÐA HÁLFT FÆÐI ÍSLENSK FARARSTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI NÓVEMBER OG DESEMBER GOLF TILBOÐ! EL PLANTIO VERÐ FRÁ 189.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA VERÐ FRÁ 179.900 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA Val um morgunverð eða hálft fæði, morgunverður innifalinn í verði ALICANTE GOLF VERÐ FRÁ 199.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Val um morgunverð eða hálft fæði, morgunverður innifalinn í verði Fjórar vikur eru liðnar frá fjölda- bólusetningum barna á aldrinum tólf til fimmtán ára við Covid-19- veirunni. Þar með ætti meirihluti aldurshópsins að vera kominn yfir aðaláhættutímann af alvarlegum aukaverkunum eftir seinni bólu- setninguna. Fram til dagsins í dag hafa fáar alvarlegar aukaverkanir verið til- kynntar eftir bólusetningar hjá þessum aldurshópi. Öll fengu börn- in bóluefni frá Pfizer. Eitt tilvik hjartabólgu hjá barni í kjölfar bólu- setningar hefur verið staðfest af Barnaspítala Hringsins fram til ell- efta október. Ekki hafa borist nein- ar tilkynningar um gollurshúss- bólgu hjá þessum aldurshópi. Lyfjastofnun, sóttvarnalæknir og læknar Barnaspítala fylgjast þó áfram grannt með mögulegum aukaverkunum í þessum aldurshópi. Yfirlit yfir tilkynntar aukaverkanir í aldurshópnum tólf til sautján ára er birt reglulega á vef landlæknis. Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru nú 40 prósent ein- staklinga í einangrun en eru innan við fimmtán prósent af íbúum landsins. Þrjú börn hafa lagst inn á Barnaspítala Hringsins vegna al- varlegra veikinda eftir að hafa sýkst af Covid-19. Tvö þeirra eru á aldrinum tólf til fimmtán ára en ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort þau hafi verið bólusett eða ekki. Þriðja barnið er aftur á móti yngra en fimm ára. Hlutfall full- bólusettra barna er 61,53 prósent og til viðbótar er bólusetning hafin hjá átta prósentum barna. Þá er hlutfall óbólusettra barna á aldr- inum tólf til fimmtán ára 30,49 pró- sent. Þetta kemur fram í tölulegum upplýsingum sem reglulega eru uppfærðar á covid.is. Eitt tilvik hjarta- bólgu hjá barni - Fáar alvarlegar aukaverkanir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bólusetning Fjórar vikur eru liðn- ar frá seinni fjöldabólusetningunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.