Morgunblaðið - 14.10.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.10.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Eyrarfjallsvegur er svolítið slæmur núna. Menn veigruðu sér við að fara af stað fyrir síðustu helgi til að hefla hann út af rigningarspánni. Þeir eru að fara af stað, vonandi í vikunni, með heflun á öllum veginum. Einnig á að bæta í malarslitlagið á verstu köflunum til að ná tökum á þessu fyrir veturinn,“ sagði Bjarni Stef- ánsson, deildarstjóri umsjónardeild- ar suðursvæðis Vegagerðarinnar. Miklar holur og drullupollar hafa gert þeim lífið leitt sem átt hafa leið um Eyrarfjallsveg (460) í Kjós að undanförnu. Um er að ræða sveita- veg sem liggur frá Hvalfjarðarvegi (47) og í kringum Eyrarfjallið. Hann er með malarlagi og þjónar bændum og búaliði á svæðinu og eins sumar- bústaðafólki. Bjarni segir aðspurður að Eyrarfjallsvegurinn sé ekki þyngri í viðhaldi en aðrir malarvegir. „Þessir malarvegir geta verið erf- iðir ef tíðin er þannig, þegar mikil rigning fer saman við umferð, þá getur þetta verið erfitt,“ sagði Bjarni. Hann segir að rigningartíðin í haust hafi gert mönnum erfitt fyrir því erfitt sé að hefla malarvegina á meðan það rignir sem mest. „Menn reyna að gera sitt besta núna til að vinna þetta upp.“ Meðalfellsvegur í sömu sveit er klæddur bundnu slitlagi. Ekki er á dagskrá, alla vega ekki í bráð, að setja slíka klæðningu á Eyrarfjalls- veginn, að sögn Bjarna. Kjós Rigningar og umferð eru fljót að setja mark sitt á malarvegi. Holur og drullupollar eru víða á Eyrarfjallsvegi. Ætla að hefla og fylla í verstu kaflana fljótlega - Eyrarfjallsvegur í Kjós er orðinn holóttur og leiðinlegur Holur Íbúar og sumarbústaðafólk vilja losna við holurnar. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það hefur verið leitað eftir því hvort það séu möguleikar á hjúkrunar- heimilum hér og þar að taka við fleir- um. Það eru mjög misjafnar að- stæður til að gera það,“ sagði Björn Bjarki Þor- steinsson, fram- kvæmdastjóri Brákarhíðar í Borgarnesi og formaður Sam- taka fyrirtækja í velferðarþjón- ustu (SFV). „Okkar viðbrögð hafa verið að spyrja hvort það sé raunverulegur vilji til að stíga skref aftur á bak. Það hefur náðst verulegur árangur á hjúkrunarheimilunum í að bæta að- búnað heimilismanna, þökk sé stefnu stjórnvalda. Með því að fjölga tvíbýl- um á ný væri verið að stíga skref til baka, að okkar mati, og rýra búsetu- gæði heimilismanna hjá okkur.“ Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna og fyrrverandi formaður SFV, sagði í aðsendri grein í Morgunblaðinu á þriðjudag- inn var að þeim hefði borist fyrir- spurn frá stjórnvöldum um hvort hægt væri að fjölga rúmum í ein- staklingsherbergjum Grundar svo þar dveldu tveir heimilismenn í stað eins. Með því átti að létta á erfiðri stöðu Landspítalans. Gísli Páll sagði að með slíkri ráðstöfun væri hoppað áratugi aftur í tímann. Björn Bjarki sagði að í Brákarhlíð væru nokkur biðrými fyrir fólk sem ekki er komið með varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Þar er fólk oft á tíðum í tvíbýli. Markmiðið er að fólk sem fær varanlega búsetu flytji strax eða í það minnsta fljótlega í einbýli. Í gær voru fjórir í biðrým- unum og er hjúkrunarheimilið í góðri samvinnu við Landspítalann, að sögn Björns Bjarka. Tækifæri til fjölgunar rýma Sóltún öldrunarþjónusta bauðst fyrir ári til þess að reka Oddsson- hótelið við Grensásveg sem hjúkr- unarþjónustu fyrir aldraða til að létta á Landspítalanum. Sú aðstaða gat nýst allt að 77 einstaklingum. Um sama leyti kom fram að fyrir- tækið Heilsuvernd kvaðst geta tekið við 100 sjúklingum frá Landspítala. Að því er Björn Bjarki vissi best hafði hið opinbera ekki tekið þessum tilboðum. Samtök fyrirtækja í velferðar- þjónustu sendu fjárlaganefnd Al- þingis minnisblað 21. maí 2019 um möguleg viðbótarrými á hjúkrunar- heimilum. Þar kom fram að þá hefði verið hægt að fjölga hjúkrunar- rýmum á hjúkrunarheimilunum á landinu öllu um að minnsta kosti 94- 96 rými væri vilji til þess. Að auki var hægt að bæta við um 13 rýmum með litlum tilkostnaði. Þá vildu rekstraraðilar minnst sex hjúkr- unarheimila byggja við eða breyta húsnæði sínu þannig að um 95 ný rými gætu orðið til. Ekki var brugð- ist við neinni þessara ábendinga, að sögn Björns Bjarka. Tækifærin eru enn til staðar. Nú er unnið að byggingu nýs 60 rýma hjúkrunarheimilis á Selfossi. Áætlað er að verkinu ljúki sumarið 2022. Möguleikar til fjölgunar rýma - Hjúkrunarheimilin hafa ekki áhuga á að leysa vandann með tvíbýlum Morgunblaðið/Eggert Hjúkrunarheimili Íbúar Seljahlíðar og starfsfólk í þríeykisgöngu. Björn Bjarki Þorsteinsson ÆFÐU SVEIFLUNA Í VETUR! ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS KOMDU MEÐ Í GOLFFERÐ TIL ALICANTE 10.000 KR.AFSLÁTTUR Á GOLFFERÐUMTIL ALICANTE Í NÓVEMBER OGDESEMBER EF BÓKAÐ ER FYRIR31. OKTÓBER INNIFALIÐ ÓTAKMARKAÐ GOLF INNRITUÐ TASKA 20 KG. 8 KG. HANDFARANGUR GOLFBÍLL INNIFALINN FLUTNINGUR Á GOLFSETTI VAL UM MORGUNVERÐ EÐA HÁLFT FÆÐI ÍSLENSK FARARSTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI NÓVEMBER OG DESEMBER GOLF TILBOÐ! EL PLANTIO VERÐ FRÁ 189.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA VERÐ FRÁ 179.900 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA Val um morgunverð eða hálft fæði, morgunverður innifalinn í verði ALICANTE GOLF VERÐ FRÁ 199.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Val um morgunverð eða hálft fæði, morgunverður innifalinn í verði Fjórar vikur eru liðnar frá fjölda- bólusetningum barna á aldrinum tólf til fimmtán ára við Covid-19- veirunni. Þar með ætti meirihluti aldurshópsins að vera kominn yfir aðaláhættutímann af alvarlegum aukaverkunum eftir seinni bólu- setninguna. Fram til dagsins í dag hafa fáar alvarlegar aukaverkanir verið til- kynntar eftir bólusetningar hjá þessum aldurshópi. Öll fengu börn- in bóluefni frá Pfizer. Eitt tilvik hjartabólgu hjá barni í kjölfar bólu- setningar hefur verið staðfest af Barnaspítala Hringsins fram til ell- efta október. Ekki hafa borist nein- ar tilkynningar um gollurshúss- bólgu hjá þessum aldurshópi. Lyfjastofnun, sóttvarnalæknir og læknar Barnaspítala fylgjast þó áfram grannt með mögulegum aukaverkunum í þessum aldurshópi. Yfirlit yfir tilkynntar aukaverkanir í aldurshópnum tólf til sautján ára er birt reglulega á vef landlæknis. Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru nú 40 prósent ein- staklinga í einangrun en eru innan við fimmtán prósent af íbúum landsins. Þrjú börn hafa lagst inn á Barnaspítala Hringsins vegna al- varlegra veikinda eftir að hafa sýkst af Covid-19. Tvö þeirra eru á aldrinum tólf til fimmtán ára en ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort þau hafi verið bólusett eða ekki. Þriðja barnið er aftur á móti yngra en fimm ára. Hlutfall full- bólusettra barna er 61,53 prósent og til viðbótar er bólusetning hafin hjá átta prósentum barna. Þá er hlutfall óbólusettra barna á aldr- inum tólf til fimmtán ára 30,49 pró- sent. Þetta kemur fram í tölulegum upplýsingum sem reglulega eru uppfærðar á covid.is. Eitt tilvik hjarta- bólgu hjá barni - Fáar alvarlegar aukaverkanir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bólusetning Fjórar vikur eru liðn- ar frá seinni fjöldabólusetningunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.