Morgunblaðið - 14.10.2021, Page 10

Morgunblaðið - 14.10.2021, Page 10
VIÐTAL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í næstu viku birtir Creditinfo (CI) lista yfir þau fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði um að teljast framúr- skarandi. Byggist úttekt fyrir- tækisins á ársreikningum nærri 40 þúsund íslenskra fyrirtækja. Dagný Dögg Franklínsdóttir, forstöðu- maður viðskiptastýringar hjá CI, segir að á síðustu árum hafi um 2% íslenskra fyrirtækja uppfyllt skil- yrðin og því sé um mikinn minni- hluta fyrirtækja að ræða. Þessa dagana fara sérfræðingar CI yfir ársreikninga fyrirtækjanna og að sögn dr. Gunnars Gunnars- sonar, forstöðumanns greiningar og ráðgjafar hjá fyrirtækinu, bendir flest til þess að fjöldinn á listanum verði svipaður og hin síðustu ár eða einhvers staðar á bilinu 800 til 900. Hann viðurkennir í samtali á vett- vangi Dagmála að hann hafi síðustu tvö ár spáð því að fækkun yrði á list- anum, fyrst vegna falls WOW air og þeirra áhrifa sem það hafði á hag- kerfið en einnig í aðdraganda þess að listi þessa árs var tekinn saman. 70% virðast hverfa á braut Hins vegar sé afgerandi þróun í þá veru að ferðaþjónustufyrirtæki hverfi af listanum. Um 70% fyr- irtækja í þeim geira, sem hingað til hafi fyllt listann, hverfi af honum nú. Hann segist ekki hafa augljósar skýringar á því að ekki fækki á heildarlistanum en segir að þetta bendi að öllum líkindum til þess að það búi mikill kraftur í íslensku at- hafnalífi. Á fimmtudag í næstu viku stendur Creidinfo fyrir eins konar uppskeruhátíð þeirra fyrirtækja sem fylla listann yfir framúrskar- andi fyrirtæki. Dagný Dögg segir gaman að upplifa hversu mikið fyrir- tækin leggi upp úr viðurkenning- unni. Í mörgum tilvikum komi stór hluti starfsmanna þeirra fyrirtækja sem staðsett eru á landsbyggðinni til höfuðborgarinnar og geri sér glaðan dag í tilefni útnefningarinnar. Hún bendir einnig á að fyrirtæki nýti sér vottunina með ýmsum hætti. Það gerist bæði með innri markaðssetningu og til þess að und- irstrika gagnvart viðskiptavinum og birgjum að staða þeirra sé sterk. Að- eins fyrirtæki sem skilað hafa hagn- aði í þrjú ár í röð og standi sterkt eignalega geti komist á listann. Þá sé aukin áhersla á sjálfbærni og á komandi árum sé stefnt að því að hlutlægir mælikvarðar verði inn- leiddir við mat á frammistöðu fyr- irtækja í þeim efnum. Ferðaþjónustan lætur undan síga á listanum - Ekki útlit fyrir fækkun á lista Framúrskarandi fyrirtækja Framúrskarandi Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, og Dagný Dögg Franklínsdóttir forstöðumaður viðskiptastýringar ræða við Stefán Einar í Dagmálaþætti dagsins. 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 Hlýtt og notalegt Þinn dagur, þín áskorun 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is Kíktu í heimsókn! Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is Sjá nánar á patti.is Vandaðir sófar frá Fama Umhverfismál og nýting þess sem landið gefur verður í brennidepli á 39. landsþingi Kvenfélagasambands Íslands sem haldið verður í Borg- arnesi um helgina. Það sem jörðin gefur er yfir- skrift þingsins, en þangað eru konur hvattar til að mæta í bleik- um fatnaði. Slíkt tengist bleikum mánuði Krabba- meinsfélags Ís- lands. Að lokinni þingsetningu í Borgarneskirkju á föstudagskvöld fara þingfulltrúar á Hvanneyri. Þar tekur kvenfélagið 19. júní á móti konum í móttöku í Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Þar mun forseti Ís- lands, Guðni Th. Jóhannesson, flytja ávarp. Með Guðna kemur kona hans, Eliza Reid, en einnig flytja konur úr héraði tölur. Á þinginu munu kvenfélagskonur ræða og ráðgera störf sín og fluttir verða fyrirlestrar um til dæmis handverk og skógarnytjar. Á sunnudaginn verður nýr forseti Kvenfélagasambands Íslands til næstu þriggja ára kjörinn. Alls 195 konur af öllu landinu eru nú skráð- ar á þing sambandsins, en innan þess starfa 142 kvenfélög með um 4.500 félaga. „Stuðningur við góð málefni hefur alltaf verið stór þátt- ur í starfi kvenfélaganna. Slíkt er okkur ljúf skylda,“ segir Guðrún Þórðardóttir, fráfarandi forseti KÍ. Upplýst er í aðdraganda landsþings nú að kvenfélög hafa á árunum 2018-2020 gefið rétt liðlega 179 milljónir króna til ýmissa sam- félagsverkefna. Mest hefur farið til líknarmála, eða alls um 130 millj- ónir. sbs@mbl.is Gjafir þriggja ára 179 milljónir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarnes Kvenfélagskonur af öllu landinu eru væntanlegar þangað. - Landsþing Kvenfélagasambands Íslands er í Borgarnesi Guðrún Þórðardóttir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ummæli Ásgeirs Jónssonar seðla- bankastjóra í ViðskiptaMogganum í gær eru enn ein staðfestingin á al- varlegum afleiðingum þess hve lítið framboð hefur verið á lóðum til íbúðabygginga í borginni, sem hefur bein áhrif á fasteignaverðið, að sögn Eyþórs Arnalds, oddvita sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn. Nú þurfi ekki frekar vitnanna við. „Það hefur verið deilt um það hvort framboð á lóðum hafi áhrif á fasteignaverð en nú held ég að ekk- ert sé lengur um það deilt,“ segir Eyþór. Samtök iðnaðarins hafi farið yfir þetta, verkalýðshreyfingin lýst áhyggjum af litlu framboði, fast- eignasalar hafa staðfest þetta og svo núna seðlabankastjóri. „Lóðaverð hefur bein áhrif á fasteignirnar en það sem hefur átt sér stað er að borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík tók úr sambandi heilu hverfin sem áttu að byggjast upp. Ég get nefnt Úlfarsárdalinn sem dæmi. Þar átti að vera 20 þúsund manna byggð en hún var skorin nið- ur um helming. Síðan var sett sér- stakt ákvæði í lífskjarasamninginn um Keldnalandið og Keldnaholtið, sem ekki hefur verið staðið við af hálfu borgarinnar. Þessar ákvarðan- ir borgarinnar, að fella burt tíu þús- und manna byggð og standa ekki við það sem sett var inn í lífskjarasamn- inginn um Keldur, en þar ætlar borgin ekki að byggja fyrr en 2033 eða síðar, hafa einar og sér haft gríðarleg áhrif á fasteignamarkað- inn,“ segir Ey- þór. Nefna megi fleiri svæði í borginni, t.d. BSÍ-reitinn sem er álíka stór og Landspítalinn, þar sem hægt sé að byggja upp fjölda íbúða. Stýrihópur sem settur var á fót hafi enn ekki komið saman að sögn Eyþórs. ,,Það á ekki að leyfa neina íbúð í Örfirisey til ársins 2040 að ég tali nú ekki um Geldinganes og Kjalarnes, sem eru líka gríðar- lega stór mál en bara það að hætta við það sem borgin var búin að ákveða er búið að stórskaða fast- eignamarkaðinn.“ Stopp í samgöngumálum Eyþór tekur undir orð seðla- bankastjóra um skort á fjárfesting- um í umferðarmannvirkjum í borg- inni. „Það hefur verið algert framkvæmdastopp í samgöngu- málum undir forystu borgarinnar,“ segir Eyþór. „Þetta hefur gert það að verkum að það er líka erfiðara að búa í úthverfum og það hleypir upp verði fasteigna eins og seðlabanka- stjóri bendir á. Að óbreyttu mun straumurinn vera áfram á Selfoss, Akranes og Reykjanesbæ og þreng- ingastefnan hefur í raun og veru leitt af sér algeran framboðsskort á byggingarlandi í landmesta sveitar- félaginu.“ Stórskaðlegar ákvarðanir - Segir afleiðingar lóðaskorts staðfestar Eyþór Arnalds

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.