Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 10
VIÐTAL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í næstu viku birtir Creditinfo (CI) lista yfir þau fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði um að teljast framúr- skarandi. Byggist úttekt fyrir- tækisins á ársreikningum nærri 40 þúsund íslenskra fyrirtækja. Dagný Dögg Franklínsdóttir, forstöðu- maður viðskiptastýringar hjá CI, segir að á síðustu árum hafi um 2% íslenskra fyrirtækja uppfyllt skil- yrðin og því sé um mikinn minni- hluta fyrirtækja að ræða. Þessa dagana fara sérfræðingar CI yfir ársreikninga fyrirtækjanna og að sögn dr. Gunnars Gunnars- sonar, forstöðumanns greiningar og ráðgjafar hjá fyrirtækinu, bendir flest til þess að fjöldinn á listanum verði svipaður og hin síðustu ár eða einhvers staðar á bilinu 800 til 900. Hann viðurkennir í samtali á vett- vangi Dagmála að hann hafi síðustu tvö ár spáð því að fækkun yrði á list- anum, fyrst vegna falls WOW air og þeirra áhrifa sem það hafði á hag- kerfið en einnig í aðdraganda þess að listi þessa árs var tekinn saman. 70% virðast hverfa á braut Hins vegar sé afgerandi þróun í þá veru að ferðaþjónustufyrirtæki hverfi af listanum. Um 70% fyr- irtækja í þeim geira, sem hingað til hafi fyllt listann, hverfi af honum nú. Hann segist ekki hafa augljósar skýringar á því að ekki fækki á heildarlistanum en segir að þetta bendi að öllum líkindum til þess að það búi mikill kraftur í íslensku at- hafnalífi. Á fimmtudag í næstu viku stendur Creidinfo fyrir eins konar uppskeruhátíð þeirra fyrirtækja sem fylla listann yfir framúrskar- andi fyrirtæki. Dagný Dögg segir gaman að upplifa hversu mikið fyrir- tækin leggi upp úr viðurkenning- unni. Í mörgum tilvikum komi stór hluti starfsmanna þeirra fyrirtækja sem staðsett eru á landsbyggðinni til höfuðborgarinnar og geri sér glaðan dag í tilefni útnefningarinnar. Hún bendir einnig á að fyrirtæki nýti sér vottunina með ýmsum hætti. Það gerist bæði með innri markaðssetningu og til þess að und- irstrika gagnvart viðskiptavinum og birgjum að staða þeirra sé sterk. Að- eins fyrirtæki sem skilað hafa hagn- aði í þrjú ár í röð og standi sterkt eignalega geti komist á listann. Þá sé aukin áhersla á sjálfbærni og á komandi árum sé stefnt að því að hlutlægir mælikvarðar verði inn- leiddir við mat á frammistöðu fyr- irtækja í þeim efnum. Ferðaþjónustan lætur undan síga á listanum - Ekki útlit fyrir fækkun á lista Framúrskarandi fyrirtækja Framúrskarandi Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, og Dagný Dögg Franklínsdóttir forstöðumaður viðskiptastýringar ræða við Stefán Einar í Dagmálaþætti dagsins. 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 Hlýtt og notalegt Þinn dagur, þín áskorun 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is Kíktu í heimsókn! Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is Sjá nánar á patti.is Vandaðir sófar frá Fama Umhverfismál og nýting þess sem landið gefur verður í brennidepli á 39. landsþingi Kvenfélagasambands Íslands sem haldið verður í Borg- arnesi um helgina. Það sem jörðin gefur er yfir- skrift þingsins, en þangað eru konur hvattar til að mæta í bleik- um fatnaði. Slíkt tengist bleikum mánuði Krabba- meinsfélags Ís- lands. Að lokinni þingsetningu í Borgarneskirkju á föstudagskvöld fara þingfulltrúar á Hvanneyri. Þar tekur kvenfélagið 19. júní á móti konum í móttöku í Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Þar mun forseti Ís- lands, Guðni Th. Jóhannesson, flytja ávarp. Með Guðna kemur kona hans, Eliza Reid, en einnig flytja konur úr héraði tölur. Á þinginu munu kvenfélagskonur ræða og ráðgera störf sín og fluttir verða fyrirlestrar um til dæmis handverk og skógarnytjar. Á sunnudaginn verður nýr forseti Kvenfélagasambands Íslands til næstu þriggja ára kjörinn. Alls 195 konur af öllu landinu eru nú skráð- ar á þing sambandsins, en innan þess starfa 142 kvenfélög með um 4.500 félaga. „Stuðningur við góð málefni hefur alltaf verið stór þátt- ur í starfi kvenfélaganna. Slíkt er okkur ljúf skylda,“ segir Guðrún Þórðardóttir, fráfarandi forseti KÍ. Upplýst er í aðdraganda landsþings nú að kvenfélög hafa á árunum 2018-2020 gefið rétt liðlega 179 milljónir króna til ýmissa sam- félagsverkefna. Mest hefur farið til líknarmála, eða alls um 130 millj- ónir. sbs@mbl.is Gjafir þriggja ára 179 milljónir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarnes Kvenfélagskonur af öllu landinu eru væntanlegar þangað. - Landsþing Kvenfélagasambands Íslands er í Borgarnesi Guðrún Þórðardóttir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ummæli Ásgeirs Jónssonar seðla- bankastjóra í ViðskiptaMogganum í gær eru enn ein staðfestingin á al- varlegum afleiðingum þess hve lítið framboð hefur verið á lóðum til íbúðabygginga í borginni, sem hefur bein áhrif á fasteignaverðið, að sögn Eyþórs Arnalds, oddvita sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn. Nú þurfi ekki frekar vitnanna við. „Það hefur verið deilt um það hvort framboð á lóðum hafi áhrif á fasteignaverð en nú held ég að ekk- ert sé lengur um það deilt,“ segir Eyþór. Samtök iðnaðarins hafi farið yfir þetta, verkalýðshreyfingin lýst áhyggjum af litlu framboði, fast- eignasalar hafa staðfest þetta og svo núna seðlabankastjóri. „Lóðaverð hefur bein áhrif á fasteignirnar en það sem hefur átt sér stað er að borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík tók úr sambandi heilu hverfin sem áttu að byggjast upp. Ég get nefnt Úlfarsárdalinn sem dæmi. Þar átti að vera 20 þúsund manna byggð en hún var skorin nið- ur um helming. Síðan var sett sér- stakt ákvæði í lífskjarasamninginn um Keldnalandið og Keldnaholtið, sem ekki hefur verið staðið við af hálfu borgarinnar. Þessar ákvarðan- ir borgarinnar, að fella burt tíu þús- und manna byggð og standa ekki við það sem sett var inn í lífskjarasamn- inginn um Keldur, en þar ætlar borgin ekki að byggja fyrr en 2033 eða síðar, hafa einar og sér haft gríðarleg áhrif á fasteignamarkað- inn,“ segir Ey- þór. Nefna megi fleiri svæði í borginni, t.d. BSÍ-reitinn sem er álíka stór og Landspítalinn, þar sem hægt sé að byggja upp fjölda íbúða. Stýrihópur sem settur var á fót hafi enn ekki komið saman að sögn Eyþórs. ,,Það á ekki að leyfa neina íbúð í Örfirisey til ársins 2040 að ég tali nú ekki um Geldinganes og Kjalarnes, sem eru líka gríðar- lega stór mál en bara það að hætta við það sem borgin var búin að ákveða er búið að stórskaða fast- eignamarkaðinn.“ Stopp í samgöngumálum Eyþór tekur undir orð seðla- bankastjóra um skort á fjárfesting- um í umferðarmannvirkjum í borg- inni. „Það hefur verið algert framkvæmdastopp í samgöngu- málum undir forystu borgarinnar,“ segir Eyþór. „Þetta hefur gert það að verkum að það er líka erfiðara að búa í úthverfum og það hleypir upp verði fasteigna eins og seðlabanka- stjóri bendir á. Að óbreyttu mun straumurinn vera áfram á Selfoss, Akranes og Reykjanesbæ og þreng- ingastefnan hefur í raun og veru leitt af sér algeran framboðsskort á byggingarlandi í landmesta sveitar- félaginu.“ Stórskaðlegar ákvarðanir - Segir afleiðingar lóðaskorts staðfestar Eyþór Arnalds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.