Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
LAGARLÍF 2021
Ráðstefna um eldi og ræktun
Grand Hótel Reykjavík, 28. - 29. október
Skráning fer fram áwww.lagarlif.is
10:00
13:00
13:00
15:00
15:00
16:30
Gullteigur - Þróun byggða í tengslum við strandbúnað
Gullteigur - Menntun Starfsfólks í fiskeldi
Setur - Helstu hindranir á vegi þörungaræktunar
Gullteigur Staðleysur og áhrif þeirra á umræður um laxeldi
Setur - Skeldýrarækt
Móttaka við barinn
9:00
9:00
11:00
11:00
13:20
13:20
15:00
Gullteigur - Öryggismál starfsfólks í fiskeldi
Hvammur - Landeldi á Íslandi
Gullteigur - Framboð af vöru og þjónustu (sjóeldi)
Hvammur - Framboð af vöru og þjónustu (landeldi)
Gullteigur - Leyfisveitingar til sjókvíaeldis
Hvammur - Reynslusögur úr fiskeldi
Ráðstefnuslit
Fimmtudagurinn 28. október
Föstudagurinn 29. október
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
egar ég hafði lokið krabba-
meinsmeðferð og var að
fara aftur út í samfélagið,
þá skráði ég mig í há-
skólanám í stjórnmála-
fræði og ritlist. Ég gerði
það mér til endur-
hæfingar, því ég þurfti
að takast á við mikla
heilaþoku eftir krabba-
meinsmeðferðina, ég
þurfti í raun að endur-
hæfa heilann, minnið og
einbeitinguna. Á þessu
tímabili var ég að reyna
að átta mig á hver ég
væri, því ég breyttist
mikið við það að veikjast
alvarlega. Ég er ekki
sama manneskjan og ég
var áður en ég greindist
með krabbameinið. Við svona stórt
áfall þá komu öll gömlu áföllin upp á
yfirborðið, sem ég hafði aldrei unnið
úr,“ segir Ragnheiður Guðmunds-
dóttir sem sendi nýlega frá sér ljóða-
bókina PTSD, ljóð með áfallastreitu,
en þar yrkir hún ljóð til að vinna úr
áföllum og átta sig betur á sjálfri sér.
Móðir hennar, Bryndís Björgvins-
dóttir, teiknaði myndirnar í bókinni.
Ragnheiður greindist árið 2016
með krabbamein sem var mjög sjald-
gæft afbrigði.
„Það var aldrei hægt að full-
greina hverslags krabbamein ég
fékk. Tvisvar voru sýni send á rann-
sóknastofu í Boston en það eina sem
kom út úr því var að krabbameinið
væri skylt lífhimnu- og
eggjastokkakrabba-
meini. Fyrsta lyfja-
meðferðin sem ég fór í
virkaði ekki og sú næsta
var hryllilega erfið, en
hún virkaði á endanum
og ég fór líka í skurð-
aðgerð,“ segir Ragn-
heiður sem lauk sinni
krabbameinsmeðferð
fyrir fjórum árum.
„Ég þurfti að
byggja sjálfsmynd mína
alveg upp á nýtt, því
gömul áföll höfðu mótað
hana og hún var fyrir
vikið í molum. Hún var brengluð og
ég var full af sjálfshatri og mér
fannst ég einskis virði og ekki eiga
nokkra ást skilið. Á þessu tímabili
sem ég skrifaði ljóðin þá upplifði ég
mig nánast í tilfinningalegu frjálsu
falli. Ég þurfti að takast á við mikla
áfallastreitu og ofsakvíða. Í einum
tíma í ritlistinni vorum við að lesa ljóð
eftir Ástu Sigurðar og ungu krakk-
arnir sem voru með mér í tímanum
þau sáu allt annað út úr ljóðunum en
ég. Þau sáu kynlíf og ást en ég sá of-
beldi og meðvirkni. Ég veit að líf
Ástu var mjög erfitt og litað af of-
beldi sem hún varð fyrir og öðrum
áföllum. Ég tengdi strax við þessi
ljóð og það kveikti á áfallastreitunni
hjá mér þannig að ég var allt í einu
komin í svakalegt kvíðakast þarna
inni í tíma í háskólanum,“ segir
Ragnheiður og bætir við að hún hafi
hugsaði með sér að fyrst Ásta gat
skrifað um áföllin sín, þá ætti hún að
geta gert það líka.
Þráhyggja og meðvirkni
„Mig grunaði að það að skrifa
um áföllin mín gæti hjálpað mér að
skilja hvað var í gangi, hvers vegna
mér leið eins og mér leið og hvaðan
þær tilfinningar komu. Ég tók því
upp pennann og fór að skrifa. Þessi
ljóð fæðast á því tímabili sem ég var
að takast á við mikla áfallastreitu og
flest ljóðin eru skrifuð í kvíðaköstum.
Þarna er ég að reyna að skilja hvaðan
þessar hugsanir koma, en partur af
áfallastreitu er til dæmis skemmt
samskiptamunstur, meðvirkni og
þráhyggja. Með því að skrifa þessi
ljóð er ég líka að reyna að koma
þessu frá mér, ég þarf að geta horft á
þau utan frá með smá fjarlægð. Fólk
sem er ekki með áfallastreitu les
kannski ljóðin og telur þau vera ást-
arljóð, en fyrir mér eru þau alls ekki
ástarljóð, heldur ljóð um þráhyggju
og meðvirkni. Eitthvað sem maður
vill losna við,“ segir Ragnheiður og
bætir við að hún eigi það til að per-
sónugera áföllin í ljóðunum.
„Til dæmis í fyrsta ljóðinu í bók-
inni sem heitir Hernám, þar er ég að
persónugera krabbameinið sem réðst
inn í líf mitt og umturnaði öllu. Þegar
ég fékk krabbamein þá leið mér eins
og einhver væri að ráðast á mig.“
Skömmin er ekki mín
Í mörgum ljóðanna er fjallað um
þversagnakenndar og sjúkar tilfinn-
ingar sem fylgja ofbeldi, til dæmis að
elska þann sem er vondur við mann.
„Þegar gerandinn er einhver
sem er náinn manni, einhver sem
maður elskar, þá er maður miklu
lengur að koma auga á skemmdina í
samskiptunum. Sjálfsásökun er eitt
af því sem einkennir þá sem verða
fyrir ofbeldi, mér fannst allt sem ég
hafði orðið fyrir vera mér að kenna.
Ég hef verið að takast á við þessa
skömm sem fylgir því að verða fyrir
ofbeldi, ég er að reyna að hreinsa
hana út og átta mig á að skömmin er
ekki mín og var það aldrei,“ segir
Ragnheiður og bætir við að henni
hafi fundist það hjálpa sér mikið að
skrifa ljóðin niður.
„Ég skrifaði mig með einhverj-
um hætti frá þessum tilfinningum.
Að skrifa ljóðin hjálpaði mér að skilja
hvað var í gangi og ég þurfti að horfa
á þetta utan frá til að sjá hvar rót
þessara tilfinninga væri og að áföllin
sem ég hef orðið fyrir eru ekki mér
að kenna. Ég varð að losna við þá til-
finningu.“
Ragnheiður segir að með útgáfu
ljóðabókarinnar upplifi hún sig mjög
berskjaldaða.
„Ljóðin eru svo opinská, ég segi
frá mínum innstu tilfinningum. Ég er
að opna mig og ég efaðist um hvort
ég ætti að þora að gefa út þessa ljóða-
bók, en það er líka hluti af geranda-
meðvirkni minni, ég óttast hvaða
áhrif þetta hafi á suma þá sem ljóðin
eru um. Ég verð auðsæranleg með
því að sýna svona inn í kvikuna, en
um leið er það ákveðin leið til að ná
bata.“
Hefur tekið toll af mér
Eiginmaður Ragnheiðar er Raví
Rawat frá Indlandi, en þau kynntust
í Himalajafjöllum þegar hún var þar
á háfjallanámskeiði árið 2013.
„Hann stendur þétt við hlið mér
og hefur stutt mig heilshugar í öllum
mínum erfiðleikum. Hann gefur mér
eðlilega og heilbrigða ást, en ég hef
verið í samböndum sem eru alls ekki
heilbrigð og það hefur stundum áhrif
á samskipti okkar. Raví skilur mig og
þekkir mig og hann veit að ljóðin eru
aðferð mín til að tjá mig og koma
ákveðnum tilfinningum og hugsunum
frá mér,“ segir Ragnheiður sem er
afar þakklát fyrir að vera laus við
krabbameinið.
„Veikindin og krabbameins-
meðferðin hafar tekið rosalegan toll
af mér og ég er enn að takast á við af-
leiðingar, síþreytu, vefjagigt og
kvíðaröskun. Ég er þakklát fyrir það
góða sem kom út úr þessum veik-
indum, að þau urðu til þess að ég fór
að vinna í gömlu áföllunum. Í dag er
ég miklu sterkari einstaklingur en ég
var og sjálfsmynd mín hefur eflst
mikið. Mér finnst samt erfitt að sætta
mig við að hafa ekki sömu orku og ég
hafði, einbeitingu og annað slíkt. Þótt
ég sé viðkvæmari á einhvejrum svið-
um, þá er ég sterkari í grunninn, heil-
steyptari manneskja,“ segir Ragn-
heiður sem ætlar að halda ótrauð
áfram að skrifa og nú er hún að vinna
að skáldsögu.
Ekki sama manneskja og ég var
„Við svona stórt áfall, að greinast með krabbamein, þá
komu öll gömlu áföllin upp á yfirborðið, sem ég hafði
aldrei unnið úr,“ segir Ragnheiður Guðmundsdóttir
sem orti ljóð til að vinna úr erfiðum tilfinningum.
Morgunblaðið/Eggert
Ljóðskáld „Ég verð auðsæranleg með því að sýna svona inn í kvikuna, en um leið er það ákveðin leið til að ná bata.“
þú gerðir innrás í líkama minn
lagðir undir þig hug minn
sundraðir hjarta mínu
reifst niður veggi
og kveiktir í
Hernám
mig langar heim
mig langar heim
í hnipri
í dimmu skúmaskoti
með hnén
í faðminum
rugga ég mér
fram og aftur
heim –
þaðan sem sál mín kemur
Uppruni
sálar minnar