Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 16
VIÐTAL
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Arnaldur Indriðason hefur í aldar-
fjórðung haft þann vana að senda
frá sér nýja bók hinn 1. nóvember.
Hann heldur uppteknum hætti í ár
en nú ber svo við að lesendur fá ekki
glæpasögu frá meistaranum sjálf-
um. Að þessu sinni verður enginn
Konráð og þaðan af síður Erlendur.
Arnaldur slær alveg nýjan tón í
skrifum sínum og sendir frá sér
sögulega skáldsögu.
Skáldsagan nefnist Sigurverkið
og gerist hún á sunnanverðum Vest-
fjörðum og í Kaupmannahöfn á 18.
öld. Henni er lýst sem margslung-
inni og harmrænni frásögn, „sem
lýsir á áhrifaríkan hátt beiskum ör-
lögum alþýðufólks og valdinu sem
það er undirselt,“ eins og það er orð-
að í káputexta bókarinnar.
Í Sigurverkinu segir af íslenskum
úrsmið sem situr í höll Danakon-
ungs og gerir upp forna glæsi-
klukku. „Kvöld eitt rekst sjálfur ein-
valdurinn, Kristján sjöundi, inn til
hans; að nafninu til enn höfuð rík-
isins en þykir ekki með öllum mjalla
og hefur verið ýtt til hliðar af syni
sínum og hirð. Þeir taka tal saman
og svo fer að úrsmiðurinn rekur fyr-
ir hátigninni dapurlega sögu föður
síns og fóstru sem tekin voru af lífi
að skipan fyrri konungs, föður
Kristjáns,“ segir í kynningu.
Arnaldur er fyrst spurður um þau
tímamót að hann hvíli glæpasagna-
formið, enda verða nú nokkur tíð-
indi að teljast í því eftir að hafa
skrifað 24 slíkar á jafnmörgum ár-
um.
Nýr vettvangur höfundar
– Hefur þessi bók verið lengi í
undirbúningi eða gerjun? Er ein-
hver sérstök ástæða fyrir að því að
þú berð niður á 18. öldinni?
„Alls ekki. Þetta var saga sem
kom til mín mjög skyndilega. Ég
fékk hugmyndina að bókinni í fyrra-
sumar og settist strax niður við
skrifin og lauk þeim nokkurn veginn
á sex mánuðum,“ segir höfundurinn.
„Hinir sannsögulegu atburðir
gerast á átjándu öld og þá var bara
að hverfa þangað með hjálp sagn-
fræðinnar. Mér fannst mjög gaman
og áhugavert að skrifa um átjándu
öldina vegna þess að það er auðvitað
nýr vettvangur fyrir mig sem rithöf-
und en líka áhugaverður og kannski
nýr vettvangur fyrir íslenskar bók-
menntir samtímans.“
Saga Jóns Sívertsen úrsmiðs
– Í káputexta er vísað til að bókin
sé að hluta til byggð á raunveruleg-
um atburðum. Eru það þekktir at-
burðir eða alþýðusögur sem þú hef-
ur grafið upp?
„Nei, þetta eru ekki þekktir at-
burðir, nema þá fólki vestur við
Breiðafjörð. Ég rakst á frásögn í
Árbók Ferðafélagsins um Rauða-
sandshrepp hinn forna sem rakti
ansi merkilegt dómsmál þar á svæð-
inu um miðja átjándu öldina. Ég
kannaðist við eitt nafnið í frásögn-
inni en það er Jón Sívertsen úrsmið-
ur í Kaupmannahöfn. Björn Th.
Björnsson listfræðingur hafði sagt
lítillega frá honum í bók sinni um Ís-
lendinga í Kaupmannahöfn og
hvernig hann var talinn hafa gert
við mikið listrænt úrverk í eigu
danska konungsins. Ég fékk þá hug-
mynd að slá saman frásögn af mála-
ferlunum við Breiðafjörðinn og sögu
úrsmiðsins í Kaupmannahöfn og við-
skiptum hans við kónginn Kristján
sjöunda, sem þótti töluvert galinn á
sinni tíð en með þeim
tekst svolítið sérstakt
samband. Fyrst og
fremst er þetta skáld-
skapur og sagan lýtur
að öllu leyti lögmálum
skáldskaparins.“
Vill koma sjálfum
sér á óvart
– Þú sagðir í við-
tali við Morgun-
blaðið fyrir ári að þú
myndir halda áfram
meðan þú gætir
komið sjálfum þér á
óvart við skrifin.
Manni sýnist að
þetta skref sé í fullu
samræmi við það … og jafnvel
kannski meðvitað í ljósi þess að
þetta er bók númer 25? Það eru nú
talsverð tímamót og kannski eðlilegt
að menn staldri við …
„Það er rétt. Þetta er í fullu sam-
ræmi við þessa þrá rithöfundar að
koma sjálfum sér á óvart. Þó er
þetta kannski ekki svo stórt hliðar-
skref þegar á allt er litið. Ég tel mig
raunar alltaf hafa verið að skrifa
sögur af þessu tagi, þótt form og
sögusvið sé ólíkt í þessu tilviki. Sög-
ur um lítilmagnann og
varnarleysi hans.
Það er hreinasta til-
viljun að Sigur-
verkið er bók númer
25, sem ég hef ekki
hugleitt neitt sér-
staklega en er auð-
vitað allnokkur
áfangi.“
Konráð snýr aftur
á næsta ári
Arnaldur kveðst
ekki geta sagt til um
það hvað framtíðin
beri í skauti sér á rit-
höfundarferli hans,
hvort von sé á fleiri
sögulegum skáldsögum og þá hve-
nær.
„Ekki í bili að minnsta kosti en
það er aldrei að vita. Konráð, heldur
broguð sögupersóna síðustu bóka
minna, verður í fullu fjöri um þar-
næstu jól get ég lofað.“
Saga sem kom til mín mjög skyndilega
- Arnaldur Indriðason sendir frá sér sögulega skáldsögu - Hvílir glæpasagnaformið í fyrsta sinn
- Sigurverkið gerist á 18. öld á Vestfjörðum og í Kaupmannahöfn - Vill koma sjálfum sér á óvart
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýr tónn Arnaldur Indriðason rithöfundur
sendir frá sér sína 25. skáldsögu. Sigurverkið
er þó fyrsta bók hans sem ekki er glæpasaga.
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
Í baráttu við COVID-19
býður Donnamaska, grímur
og andlitshlífar sem eru
gæða vara frá DACH og
notuð um allan heim.
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Covid gríma,þægilegri ogþéttir vel
Sími 555 3100 www.donna.is
Góð á erlendum
ferðalögum,
í flugvélum og
á flugvöllum
10 stk. verð
kr. 720
C-gríma Pandemic
Respirator andlitsgríma
SPORTÍS SKE I FAN 1 1
1 08 REYKJAV ÍK
S POR T I S . I S
520-1000
DÚNALOGN