Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 24
24 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
Kosta Ríka fann skellinn sem allar þjóðir, sem
reiða sig á komu ferðamanna, fundu þegar
heimsfaraldurinn skall á. Stuttu eftir að fyrsta
tilfellið greindist í Kosta Ríka hinn 18. mars í
fyrra var landamærum landsins lokað. Í ágúst
var ferðamönnum hleypt aftur inn í landið og í
nóvember þurftu ferðamenn ekki einu sinni að
framvísa neikvæðu PCR-prófi við komuna til
landsins. Seguro Sancho segir að prófin hafi
hægt á uppbyggingu í kjölfar faraldursins og
var ávinningur af notkun þeirra minni en ávinn-
ingur af komu ferðamanna. Krafa um grímu-
notkun, handþvott og fjarlægðarmörk hafi vald-
ið því að smittíðni meðal farþega á leið frá Kosta Ríka var undir 0,5%.
Ráðherrann þakkar samstilltu átaki íbúa landsins og ferðamanna um að
gæta vel að sóttvörnum. Alls hefur 21 flugfélag af 27 sem vöndu komur
sínar til Kosta Ríka hafið áætlunarflug á ný. Seguro Sancho segist gera
ráð fyrir að ferðaþjónustan þar í landi verði komin á fyrra skrið strax árið
2023 og vel á veg strax á næsta ári.
Opnuðu fyrr og allt gekk vel
KOSTA RÍKA HRISTI FARALDURINN AF SÉR SNEMMA
VIÐTAL
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Ferðamannaiðnaðurinn í Kosta Ríka
er vel skipulagður og hæfilega mið-
stýrður, án þess þó að einkaaðilum
sé settur stóllinn fyrir dyrnar. Gust-
avo Seguro Sancho ferðamálaráð-
herra landsins segir að með hæfi-
legri miðstýringu og yfirvegaðri
stjórnsýslu megi nýta ferðamanna-
iðnaðinn sem auðlind fyrir alla íbúa
landsins, óháð því hvar þeir búa.
Árið 1948 tók Kosta Ríka þá af-
drifaríku ákvörðun að losa sig við
herafla sinn og nýta útgjöldin í að
byggja upp innviði. Í stað herafla
kom sterkt velferðarkerfi og þétt net
þjóðgarða, sem þekja nú um 26%
flatarmáls landsins. Seguro Sancho
segir að með þessu hafi grunnurinn
að velgengni ferðaþjónustu þar í
landi verið lagður – velgengni sem
byggð er á sterkum innviðum, háu
menntunarstigi og miklum almanna-
gæðum í formi þjóðgarða og ríkrar
tilhneigingar íbúa til umhverfis-
verndunar.
Hóflegur vöxtur
Seguro Sancho segir að ferðaþjón-
usta í Kosta Ríka hafi ætíð verið talin
til auðlinda og tækis til þess að auka
félagslegan hreyfanleika og bæta
lífskjör í landinu. Hann segir að
komur ferðamanna til landsins hafi
aukist um 5% að jafnaði á ári frá
árinu 1991 til ársins 2019. Árið 1998
tók Kosta Ríka í fyrsta sinn á móti
milljón ferðamönnum á ársgrund-
velli og fyrir faraldurinn fór talan
hæst í 3,1 milljón. Í Kosta Ríka búa
rösklega fimm milljónir manna og
eru ferðamenn þar því töluvert færri
en íbúar, ólíkt því sem gerist hér á
landi, þar sem komufarþegar á ári
hverju eru margfalt fleiri en íbúar.
Seguro Sancho segir enda að íbú-
um Kosta Ríka hafi verið mikið
hjartans mál að ganga ekki fram af
náttúruauðlindum, náttúruperlum
og vinsælum ferðamannastöðum,
sem er einmitt það sem landið státar
helst af. Raunar eru sjálfbærni og
umhverfisvitund lykilorð í stefnu
stjórnvalda þar í landi á sviði ferða-
mála.
Hann segir enn fremur að mikil-
vægt sé að ganga ekki fram af nátt-
úrunni, í landi þar sem ferðamenn
koma helst til þess að heimskja nátt-
úruperlur. Þannig segir hann að
stjórnvöld hefðu aðallega beitt sér í
því að koma upp regluverki þar um,
til þess að gæta þess að ferðamanna-
iðnaður Kosta Ríka yxi jafnt og þétt.
Samstarf ríkis og einkageira
„Okkur var það alveg ljóst í upp-
hafi að við yrðum að setja strangt
regluverk til þess að vöxturinn yrði
hóflegur, af því þegar ferðaþjónusta
miðast út frá náttúrufegurð og nátt-
úruperlum, þá er ekki boðlegt að
hafa mikinn troðning. Ef ekki, þá
eyðileggjast náttúruperlurnar,“ seg-
ir Seguro Sancho við Mogunblaðið
og bætir við: „Auðvitað hefur þetta
þó verið samstarf [hins opinbera og
einkaaðila] sem ráðið hefur för síð-
ustu þrjá áratugi eða svo. Við erum
að sjálfsgöðu jákvæð í garð upp-
byggingar og erlendrar fjárfestingar
en reglurnar eru alveg skýrar.“
Ráðherrann útskýrir enn fremur
að regluverkið miðist aðallega út frá
skýru deiliskipulagi og regluverki
um nýbyggingar, græn svæði njóta
verndar og ekki má ganga of nærri
náttúrunni og lífríkinu.
„Þannig vinna allir. Lífríkið vinn-
ur, sem þýðir að jörðin öll vinnur,
íbúar landsins vinna og ferðamenn-
irnir vinna.“
Höfða til síns hóps
Seguro Sancho segir einnig að
markaðssetning á sviði ferðaþjón-
ustu sé mjög hnitmiðuð. Kosta Ríka
vill helst fá til sín vel menntaða og
vel stæða ferðamenn. Meðalfjöldi
gistinátta á hvern komufarþega í
Kosta Ríka er um 12 en meðalfjöldi
gistnátta í samkeppnisþjóðum er um
fimm nætur.
„Við viljum ekki, eins og aðrir, fá
til okkar ógrynni ferðamanna sem
koma í stuttan tíma bara til þess að
sötra á piña colada,“ segir ráð-
herrann og hlær.
Þannig reyna stjórnvöld í Kosta
Ríka að fá til sín ferðamenn sem
dvelja lengur, eyða meiru og njóta
náttúrunnar sem landið hefur upp á
að bjóða. Eins og Seguro Sancho út-
skýrir leitast stjórnvöld ekki við að
laga landið að ákveðnum markaði
ferðamanna, heldur stíla þau inn á
ferðamenn, sem þau telja að passi
við Kosta Ríka. Hann segir að Kosta
Ríka líti á sjálft sig sem gæðavöru í
ferðamannaiðnaðinum og gæðavöru
auglýsi maður ekki til hvers sem er.
Ísland finni sinn markað
Spurður um hvaða ráð hann
myndi gefa Íslandi, sem enn er á
ákveðnu þroskastigi hvað ferðaþjón-
ustu varðar, bendir Seguro Sancho á
að það verði að vera fyrir hendi
framtíðarhugsun. Ef aðeins er verið
að hugsa um vöxt brenni greinin út.
„Auðvitað er krafa um vöxt og
auðvitað verður einhver vöxtur að
verða, en það verður að liggja fyrir
þjóðarsátt um hversu langt eigi að
ganga í þeim efnum,“ segir Seguro
Sancho og bætir við: „Það eru til alls
konar módel, við erum með okkar
módel sem snýst um að ferðaþjón-
ustan sé tól til þess að vernda náttúr-
una og til þess að bæta lífskjör. Það
leiðir að því að bæði náttúran og vel-
ferð íbúanna hérna biðu þess ekki
bætur ef við hleyptum inn gríðarleg-
um fjölda ferðamanna án þess að spá
neitt frekar í það.“
Ferðaþjónustan álitin auðlind
- Hæfileg miðstýring og hæfilegur vöxtur leyfir ferðaþjónustunni í Kosta Ríka að dafna - Ferðamála-
ráðherra landsins segir að einkaframtaki sé fagnað en reglur séu skýrar - Hnitmiðuð markaðssetning
Kosta Ríka Gustavo Segura ferðamálaráðherra segir að hóflegur vöxtur sé lykillinn að sjálfbærri ferðaþjónustu.
Notaðir bílar
Meira úrval á
notadir.benni.is
Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035
Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Tökum aðeins 1 bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl.
Toyota Yaris Live ‘19, beinskiptur,
ekinn 51 þús. km. Verð: 1.990.000 kr.
Opel Insignia Cosmo ‘15, sjálfskiptur,
ekinn 78 þús.km. Verð: 2.690.000 kr.
Opel Crossland X Enjoy ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 27 þús. km. Verð: 2.550.000 kr.
591699 591774 800443
Gott úrval notaðra bíla
Einnig tökum við gamla bílinn uppí valda bíla fyrir 500.000 kr.*
SsangYongKorandoDlx ‘18, beinskiptur,
ekinn 42þús. km. Verð: 3.390.000 kr.
445801 4
x4
Grímuskylda á ströndinni.