Morgunblaðið - 14.10.2021, Page 26

Morgunblaðið - 14.10.2021, Page 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 www.danco.is Heildsöludreifing Vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is Sápudæla Glær 18 cm. Hilla Blk 80x30x180 cm. Kertastj.CIRCLE 30 cm. Bekkur Flauel 100x50x42 cm. Speglabakki 35 cm. Gold Glerborðasett 45x45x50 cm. Þurrkuð strá Krókódílastjaki Gull 18 cm. Krókódílastjaki Svartur 18 cm. Speglasett 25/30x90/100 cm. Ilmolíuglös 100 ml Leopard svartur 32 cm. Lampi Tiger 32x48x17 cm. Að undanförnu hefur verið unnið að hönnun Káratorgs sem er á mótum Frakkastígs, Njálsgötu og Kára- stígs á Skólavörðuholti. Deild borgarhönnunar hjá um- hverfis- og skipulagssviði Reykja- víkurborgar hefur unnið að hönn- uninni ásamt ráðgjöfum Land- mótunar. „Káratorg fær nýja ásýnd sem notendavænt, fallegt og gróðursælt hverfistorg fyrir alla aldurshópa með sérstakri áherslu á yngstu börnin,“ segir í frétt frá borginni. Káratorg var einu sinni lagt undir bílastæði en hefur verið svokallað Torg í biðstöðu-verkefni frá árinu 2014. „Í gegnum það verkefni hefur torgið sannað sig sem mikilvægt hverfistorg fyrir íbúa og gesti mið- borgarinnar og hefur nýting þess aukist ár frá ári,“ segir í fréttinni. Kaffihús, bakarí og verslanir eru þar og stutt í Hallgrímskirkju. Verkhönnun fer fram í vetur en þá verður kafað dýpra í hönnun torgs- ins hvað varðar hæðarlegu, halla, lagnir, götugögn, gróður og yfir- borðsefni. Við lok hennar getur framkvæmd hafist. sisi@mbl.is Ljósmynd/Reykjavíkurborg Nýtt útlit Káratorg stendur á sólríkum stað og hefur notið mikilla vinsælda. Káratorgi breytt - Unnið er að hönnun torgsins - Framkvæmdir hefjast næsta ár Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Rangárþing ytra hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats nýrrar þjón- ustumiðstöðvar í Landmannalaug- um. Nú er meginþjónustukjarninn undir Laugahrauni en meginþungi þjónustunnar verður færður norður fyrir Námshraun og dagaðstaða norður fyrir Námskvísl. Samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar í febrúar 2018 er framkvæmdin háð mati á um- hverfisáhrifum. Landmannalaug- ar eru innan Friðlandsins að Fjallabaki og eru einn vinsælasti ferðamannastað- urinn á hálendi Íslands. Ágúst Sigurðs- son, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, segir að ferlið að breytingum á skipulagi í Landmannalaugum hafi tekið 6-7 ár, en nú sjái vonandi fyrir endann á því. Á síðustu árum hafi sveitarfélagið meðal annars staðið fyrir samkeppni um skipulag Landmannalauga og í kjölfarið unn- ið deiliskipulag sem hafi tekið gildi með fyrirvara um umhverfismat. Nú sé matsáætlun komin til Skipu- lagsstofnunar og á þeim grunni ætti umhverfismat að liggja fyrir á næsta ári í kjölfar athugasemda og úrvinnslu. Umsjón með matsvinnu er í höndum Landmótunar sf. Í þágu náttúruperlunnar Ágúst segir að ef allt gangi eftir verði vonandi hægt að byrja fram- kvæmdir á nýju svæði næsta haust. Sveitarfélagið hafi útvegað fjár- magn til að fara í gerð bílastæða, sem verði fyrsta verkefnið þar. Hann segir að ferlið sem tengist skipulagsmálunum sé flókið og kostnaðarsamt og leitað hafi verið til færustu sérfræðinga. Reynt hafi verið að fara eftir bókinni í einu og öllu og skilyrðum fylgt til hins ýtrasta í þágu náttúru- perlunnar í Landmannalaugum. Á svæði eins og í Landmannalaugum sé brýnt að vanda til verka. Varð- andi kostnað við skipulagsvinnuna segir Ágúst að styrkur hafi fengist til hennar, en eigi að síður lendi talsverður kostnaður á sveitarfé- laginu. Mikil uppbygging Áætlað er að flatarmál svæðis sem fari undir ný mannvirki, það er byggingar, palla, skýli, brýr, timb- urstíga o.fl., verði alls 4.900 fer- metrar. Móttökuhús á uppbyggðum bakka við Jökulgilskvísl á að þjóna gestum friðlandsins, sem og rann- sóknaraðilum og starfsmönnum. Þar verður veitingasalur, eldhús, snyrtingar, upplýsingaþjónusta, verslun með minniháttar viðlegu- búnaði, fræðslu- og kynningasalur, dagaðstaða fyrir landverði og rann- sóknaraðila og kaffistofa/hvíldar- rými. Við Námshraun er gert ráð fyrir sex gestaskálum með svefnaðstöðu fyrir 16-20 manns í hverjum skála og fjórum starfsmannaskálum sem hver rúmar 4-10 manns. Þar er áætlað að gerð verði manngerð laug og við Námshraun verði enn- fremur tjaldsvæði fyrir a.m.k. 150 tjöld og 50 húsbíla, hestagerði og hestaskýli. Fyrirhugaðar fram- kvæmdir fela í sér nokkra varnar- garða og rofvarnir fyrir Jökul- gilskvísl og Námskvísl. Flest mannvirki fjarlægð af svæðinu við Laugahraun Samfara uppbyggingu nýs tjald- svæðis og gistiaðstöðu norðan við Námshraun verða gerðar breyt- ingar á aðstöðu við skála Ferða- félags Íslands við Laugahraun, en skálinn er um 242 fermetrar og þar er gistipláss fyrir 78 gesti. Við skál- ann er gert ráð fyrir afmörkuðu tjaldsvæði fyrir gönguhópa, þó aldrei fyrir fleiri en 30 hefðbundin viðlegutjöld. Öll önnur mannvirki en skáli Ferðafélags Íslands skulu fjarlægð af svæðinu við Lauga- hraun, þ.e. hreinlætisaðstaða, hest- hús, starfsmannahús, aðstaða há- lendisvaktar og hestaleigu sem og önnur tímabundin aðstaða. Með matsáætlun sem nú hefur verið lögð fram fylgja ábendingar og athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlun og viðbrögð við þeim. Brugðist hefur verið við ýms- um athugasemdum, en sagt að aðr- ar verði teknar til skoðunar við gerð umhverfismatsskýrslu. Farsælla að laga eldra svæði Í athugasemdum frá Ferðafélagi Íslands er bent á að fyrirhugaðar breytingar á þjónustusvæði kunni að stofna mikilvægum hagsmunum FÍ í voða. Félagið áskilur sér rétt til bóta vegna mögulegs eignar- náms eða íþyngjandi skipulags- ákvæða. Þessum atriðum er ekki svarað í matsáætlun. „FÍ er enn þeirrar skoðunar að farsælla hefði verið að vinna með lagfæringar á núverandi svæði en að hefja nýtt landnám og uppbygg- ingu á nýju þjónustusvæði norðan Námshrauns, hefði verið einfaldara, fljótlegra, hagkvæmara og haft í för með sér mun minna rask,“ segir í athugasemdum FÍ. Ennfremur telur Ferðafélag Ís- lands að spurningum varðandi kostnað við uppbyggingu sé ósvar- að og bendir á að rekstrarlegar for- sendur í Laugum takmarkist við 3-4 mánuði á ári. Ef til lengingar tímabilsins eigi að koma þurfi að bæta samgöngur sem auki álag á svæðið. Um þessi atriði segir Ágúst sveitarstjóri að hann telji ekki að gengið verði á hlut Ferðafélagsins með breytingunum og skáli félags- ins fái að standa undir Lauga- hrauni. Samskiptin við Ferðafélagið hafi að mörgu leyti verið með ágæt- um. Vilja hefja vinnu á nýju svæði að ári - Flókið og kostnaðarsamt skipulagsferli í Landmannalaugum - Rangárþing ytra leggur fram matsáætlun - Þjónustumiðstöðin verður flutt úr Laugahrauni - Byrjað verður á bílastæðum Tölvumynd/VA-Arkitektar Við Námshraun Dæmi um mögulegt útlit þjónustuhúss við manngerða laug. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Friðland að Fjallabaki Svæðið undir Laugahrauni og skáli Ferðafélagsins. Ágúst Sigurðsson Landmannalaugar Lo ft m yn d ir eh f. Námshraun Laugar Norðurbarmur Laugahraun Jö ku lgi lsk vís l Námskvísl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.