Morgunblaðið - 14.10.2021, Qupperneq 32
32 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
14.995.- / St. 21-30
Vnr.: E-73359151052
14.995.- / St. 21-30
Vnr.: E-73359152132
ECCO BARNASKÓR
VANDAÐIR OG HLÝIR GORE-TEX KULDASKÓR
12.995.- / St. 20-26
5 litir / Vnr.: E-764801
12.995.- / St. 20-26
5 litir / Vnr.: E-764801
KRINGLAN - SKÓR.IS KRINGLAN - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE
Fjarðaáls við Landsvirkjun – stærsti
samningur Landsvirkjunar – er
tengdur álverði og samningur
Landsvirkjunar við Norðurál var
tengdur álverði til 2020 en þaðan í
frá tengdur Nord Pool, norrænu
kauphöllinni með raforku. Samning-
ur Rio Tinto á Íslandi við Lands-
virkjun var á föstu verði sem var
tengt við verðlagsvísitölu Banda-
ríkjanna árin 2010 til 2020 en samn-
ingurinn var svo endurskoðaður.
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, staðfesti við
Morgunblaðið á dögunum að hækk-
andi álverð myndi auka tekjurnar
um milljarða í ár, ef álverð helst hátt.
Samningar Landsvirkjunar væru
að hluta tengdir álverði og þá sér-
staklega við Alcoa en að litlu leyti við
Rio Tinto. Hærra álverð þýddi því
hærra raforkuverð.
Álið kostar nú um 3.100 dali tonnið
í Kauphöllinni með málma í London
og lætur nærri að meðalverðið í ár sé
700 dölum hærra á tonnið en í fyrra.
Stefnir raunar í hæsta meðalverðið
frá árinu 2011 en leita þarf aftur til
2008 til að finna dæmi um jafn hátt
verð á áli og um þessar mundir.
Gerir ráð fyrir meiri orkusölu
Meðalverð á áli í London það sem
af er ári er 2.415 dalir og hefur ekki
verið jafn hátt síðan árið 2011.
Hörður hefur sagt við Morgun-
blaðið að áhrifin af hærra álverði
muni birtast í því að íslensku álverin
leitist við að halda fullum afköstum
og með því fullnýta svigrúmið innan
raforkusamninga umfram kaup-
skyldu. Varðandi áhrifin af hærra ál-
verði á afkomu Landsvirkjunar væri
að mörgu að hyggja. M.a. þyrfti að
taka tillit til afleiðusamninga.
Hagnaður Landsvirkjunar fyrir
óinnleysta fjármagnsliði var 99 millj-
ónir dala á fyrri hluta ársins en
meðalverðið á tonnið í Kauphöllinni í
London var 2.256 dalir á tímabilinu.
Meðalverðið er hins vegar 2.685
dalir á öðrum árshelmingi og verður
að óbreyttu enn hærra þegar honum
lýkur um áramót. Vegna þessa og
tengingar álverðs við raforkuverð
má ætla að tekjur og hagnaður
Landsvirkjunar aukist milli ára.
Búbót fyrir Landsvirkjun
Afkoma Landsvirkjunar og meðalálverð hvers árs
2.500
2.300
2.100
1.900
1.700
1.500
200
170
140
110
80
50
Heimsmarkaðsverð á áli, USD/tonn Hagnaður Landsvirkjunar,millj. USD
Heimild: Ársreikningar/ársskýrslur
Landsvirkjunar
Seld
raforka
Verð til stór-
notenda**
Álverð,
LME
Rekstrar-
tekjur
Hagn-
aður*
Ár TWst USD/MWst USD/tonn Milljónir USD
2011 12.778 28,7 2.419 436 106
2012 12.770 26,2 2.049 408 104
2013 13.186 25,8 1.887 423 122
2014 13.082 25,9 1.894 438 147
2015 13.900 19,2 1.680 421 131
2016 13.625 18,6 1.610 420 118
2017 14.325 21,4 1.978 483 153
2018 14.753 23,3 2.116 534 184
2019 14.028 23,2 1.810 510 176
2020 13.336 21,1 1.727 454 139
2021 (fyrstu 6 mán.) 2.256 262 99*Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði sem Landsvirkjun horfir á við mat á afkomu grunn
rekstrar fyrirtækisins. **Meðalverð. Flutningskostnaður er dreginn frá í útreikningi 20152020.
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
Fyrstu
6 mán.
2.256
184
147
2.116
106
2.419
1.610
99
- Fylgni hefur verið milli álverðs og hagnaðar Landsvirkjunar á síðustu tíu árum
- Orkuverðið er að hluta tengt álverði - Metverð á áli gæti stóraukið tekjurnar
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Útlit er fyrir að hagnaður Lands-
virkjunar aukist um tugi prósenta
milli ára vegna tengingar við álverð
og aukinnar eftirspurnar eftir orku.
Hér til hliðar má sjá hagnað fyrir-
tækisins frá árinu 2011, selt magn af
raforku, rekstrartekjur og meðal-
verð á orku til stórnotenda. Til
samanburðar er svo birt meðalverð á
áli í Kauphöllinni með málma í
London (LME) á sama tímabili.
Uppgjörsmynt Landsvirkjunar er
bandaríkjadalur og er því látið ógert
að umreikna stærðir í krónur og taka
þar með tillit til gengissveiflna.
Tekjur Landsvirkjunar náðu há-
marki árið 2018 og voru þá 534 millj-
ónir dala en það ár var metár í orku-
sölu hjá fyrirtækinu: Selt magn var
14,75 teravattstundir: Hagnaður fyr-
ir óinnleysta fjármagnsliði var 184
milljónir dollara og meðalverð til
stórnotenda án flutnings var 23,3
dollarar á megavattstund. Það er
meiri hagnaður og hærra orkuverð
til stórnotenda en dæmi eru um hjá
Landsvirkjun síðastliðinn áratug.
Fylgni við álverðið
Fylgni er milli heimsmarkaðs-
verðs á áli og hagnaðar Lands-
virkjunar síðustu ár (sjá graf).
Skýrist það af því að raforkusamn-
ingar Landsvirkjunar við álverin
hafa að hluta verið tengdir álverði.
Núverandi samningur Alcoa-
skoðum gögn Þjóðskrár Íslands
meira en tíu ár aftur í tímann má
sjá að verðhækkanir á höfuðborg-
arsvæðinu eru svipaðar eftir svæð-
um og jafnvel minni miðsvæðis
allra síðustu misseri,“ segir Kon-
ráð.
Hann segir að hækkanir hafi al-
mennt verið litlar og hóflegar á
tímabilinu frá 2017 til 2020 og
meiri á jöðrum höfuðborgarsvæð-
isins en miðsvæðis.
Hann segir að umferð hafi vissu-
lega áhrif á fasteignaverð. Þannig
sé eðlilega hærra verð miðsvæðis í
Reykjavík en á Akranesi svo dæmi
sé tekið.
Svipað og í öðrum löndum
Konráð segir einnig athyglisvert að
verðhækkanir fasteigna hér á landi
séu í mjög svipuðum takti og í Evr-
ópu og Bandaríkjunum, og minni en
í Danmörku svo dæmi sé tekið. „Ég
spyr mig hvort faraldurinn er sam-
eiginlegi þátturinn sem sé að valda
þessu í ólíkum löndum. Faraldurinn
hefur breytt neysluhegðun. Fólk var
lengi fast heima hjá sér og leitaði eft-
ir meira plássi, stærri garði o.s.frv.“
Konráð bendir á að margir hafi
haldið óbreyttum tekjum í faraldr-
inum á sama tíma og neyslumögu-
leikar hafi verið takmarkaðir. Því
hafi skapast svigrúm til fjárfestinga.
tobj@mbl.is
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Íslands, spyr í færslu á Twitter í
gær hvaða gögnum um fast-
eignamarkaðinn Seðlabankinn búi
yfir sem aðrir hafi ekki. Tilefnið er
viðtal við Ásgeir Jónsson seðla-
bankastjóra í ViðskiptaMogganum í
gær þar sem hann segir að hækk-
anir á fasteignamarkaði komi fyrst
og fremst miðsvæðis, sem stafi af
umferðinni. Fólk borgi mjög hátt
verð fyrir að komast í eignir sem
liggja tiltölulega miðlægt.
Konráð segir fullyrðingar Ás-
geirs ekki standast skoðun.
„Staðreyndin er sú að þegar við
Hækkanir miðsvæðis jafnvel minni
- Furðar sig á orðum bankastjóra
Íbúðir Verðhækkun er víða.
« Fríhöfnin í Kefla-
vík má notast við
hugtökin „Duty
Free“ og „Fríhöfn“
í markaðssetningu
sinni. Þetta er nið-
urstaða Neytenda-
stofu en stofn-
uninni barst fyrr á
þessu ári kvörtun
frá fyrirtækjunum
Sante ehf. og ST
ehf. þar sem því var haldið fram að hug-
tökin væru villandi enda væru verslanir
Fríhafnarinnar ekki alfarið undanþegnar
áfengis- og tóbaksgjaldi. Neytendastofa
hefur komist að þeirri niðurstöðu að
hugtakanotkunin haldi, enda sé áfeng-
is- og tóbaksgjald ekki tollur og þar
með væru verslanirnar tollfrjálsar
verslanir í þeim skilningi orðsins.
Fríhöfnin má kalla sig
fríhöfn fullum fetum
Arnar
Sigurðsson
14. október 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.81
Sterlingspund 176.97
Kanadadalur 104.19
Dönsk króna 20.159
Norsk króna 15.212
Sænsk króna 14.84
Svissn. franki 139.81
Japanskt jen 1.1446
SDR 182.93
Evra 150.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.7691
« Drög að uppgjöri
Arion banka fyrir
þriðja ársfjórðung
2021 liggja fyrir og
sendi bankinn frá
sér afkomuviðvörun
vegna þess í gær. Í
drögunum kemur
fram að afkoma
fjórðungsins sé já-
kvæð um 8,2 millj-
arða króna og
reiknuð arðsemi á ársgrundvelli er 17%.
Er afkoman umfram fyrirliggjandi spár
greiningaraðila.
Rekstrartekjur fjórðungsins námu 15
milljörðum en þar af voru tekjur af
kjarnastarfsemi 12,7 milljarðar og hækka
um 7,5% frá þriðja fjórðungi síðasta árs.
Rekstrarkostnaður fjórðungsins nemur
5,6 milljörðum og hækkar um tæp 7%
frá sama fjórðungi fyrra árs.
Hreinar þóknanatekjur aukast um
milljarð og nema 3,8 milljörðum. Hreinar
fjármunatekjur tvöfaldast og nema 1,4
milljörðum króna. Virðisbreyting útlána
er jákvæð um 0,7 milljarða en hún var
neikvæð um 1,3 milljarða á þriðja fjórð-
ungi síðasta árs.
Endanlegt uppgjör verður birt 27.
október.
Hagnaður Arion banka á
ný umfram væntingar
Benedikt
Gíslason
STUTT