Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 VÍKINGUR SPILAR MOZART 19., 20. & 21. NÓVEMBER · ELDBORG Miðasala á tix.is og harpa.is Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Joe Biden Bandaríkjaforseti blés í gær til fundar með stjórnendum vöruhafn- anna í Los Angeles og Long Beach auk fulltrúa vörusendingafyrirtækja og smásölurisa á borð við FedEx, UPS, Walmart og Target ásamt forkólfum ýmissa stéttarfélaga vörubifreiða- stjóra og annarra sem bera ábyrgð á að koma vörum milli staða um gervöll Bandaríkin. Aukin verslun og færri í vinnu Tilefnið er bókstaflega að bjarga jól- unum, þar sem flöskuhálsar í vöru- flutningum og himinháir staflar af óaf- greiddum pöntunum stefna þessari mestu innkaupatíð ársins, sem nú fer í hönd, í voða, allt í boði heimsfaraldurs kórónuveiru eins og svo margt annað. Kemur þetta ástand til af stórauk- inni netverslun samhliða miklum fjar- vistum fjölda vinnandi fólks vegna far- aldursins og samgöngutruflunum, sem vart eiga sér hliðstæðu á friðartímum. Fari allt á versta veg er Bandaríkja- mönnum spáð hækkandi vöruverði og í versta falli vöruskorti eftir því sem há- tíð ljóss og friðar færist nær. Meðal leiða til úrbóta er að unnið verður allan sólarhringinn við framan- greindar hafnir, hjá hraðsendinga- fyrirtækjunum og á fleiri vinnustöðum til að saxa á kúfinn, sem gnæfir yfir vettvangi vöruflæðisstjórnunar um öll Bandaríkin. „Með þessum aðgerðum er verið að senda þau skilaboð til allra í birgðakeðjunni að þeir þurfi að bretta upp ermarnar og drífa hlutina af,“ sagði ónefndur embættismaður í Hvíta húsinu við Reuters-fréttastofuna Porcari „flöskuhálskeisari“ Sjálfur lét Biden heyra í sér um vörustífluna á Twitter þar sem hann skrifaði: „Stjórn mín sveitist blóðinu við að hraða vöruflutningum og koma birgðakeðjum okkar í samt lag.“ Sam- dráttur í sölu vegna þessara vand- kvæða gæti komið fjölda fyrirtækja í koll fyrir jólin og það aftur komið niður á viðhorfi almennings í garð Bidens. Aðgerðir hófust þegar í júní til að liðka fyrir flæði allrar vöru frá kjöti til hálfleiðara og var þá starfshópur sett- ur á laggirnar til höfuðs vandanum undir stjórn Johns Porcari, aðstoðar- samgönguráðherra í tíð Baracks Obama, sem ætlað er að vera „flösku- hálskeisari“ eða „bottleneck-czar“ og halda uppi þrýstingi á einkageirann til að koma hlutunum á hreyfingu. AFP Vöruflæði Drekkhlaðið gámafley Maersk lætur í haf frá New York. Tafir ógna jólavertíðinni - Biden fundaði með vöruflutningageiranum - Flöskuhálsar víða í birgðakeðjum Alþjóðlegar hjálparstofnanir stóðu í ströngu í Kabúl í Afganistan í gær við að dreifa matvælum, teppum og reiðufé til hundraða fjölskyldna á vergangi, sem margar hverjar eru á flótta frá heimahéruðum sínum vegna ofríkis talíbana. Fulltrúar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna eru staddir í Kabúl í kjöl- far viðvarana um að í hönd geti farið mannskæð hungursneyð í vetur. „Við höfum fengið þessa aðstoð, en við förum ekki gegnum veturinn á henni, við höfum ekkert nema guð og þurfum meiri hjálp,“ sagði Bibi Pashtoon, sem þáði nauðsynjar í Kabúl í gær. AFGANISTAN AFP Afgönsk börn bjóða te og vatn til sölu. Mannskæð hung- ursneyð yfirvofandi Pólsk stjórnvöld áforma að byggja múr á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands til að koma í veg fyrir að flóttamenn fari þar yfir. Þetta kemur fram í laga- frumvarpi sem lagt var fram á pólska þinginu í gær. Veggurinn, með hreyfiskynjurum, á að kosta 353 milljónir evra, jafnvirði nærri 53 milljarða króna. Ríkisstjórn Póllands samþykkti frumvarpið á þriðjudag en í at- hugasemdum kemur fram að fjöldi þeirra sem reyni að fara yfir landa- mærin sé vaxandi. Þúsundir flóttamanna, einkum frá Mið-Austurlöndum og Afríku, hafa reynt að fara yfir landamærin til Póllands frá Hvíta-Rússlandi, frá því í ágúst. Evrópusambandið segir að hvítrússnesk stjórnvöld hafi stuðlað að þessu til að bregðast við efnahagsþvingunum. Pólverjar hafa sent þúsundir hermanna að landa- mærunum, lýst yfir neyðarástandi þar og reist gaddavírsgirðingar. PÓLLAND Vilja reisa múr á landamærunum Kanadíski leikarinn William Shatner var hrærður eftir að hann lauk 11 mínútna flugferð út í geim með geimfari bandaríska fyrirtækisins Blue Origen í gær. „Allir í heiminum ættu að prófa þetta,“ sagði Shatner, sem er níræð- ur og þekktastur fyrir að leika hlut- verk kafteins James T. Kirk í sjón- varpsþáttum og kvikmyndum um Star Trek „Þetta var ótrúlegt.“ Shatner varð í gær elsti maðurinn til að fara í geimferð en geimfarið fór út fyrir Karman-línuna svo- nefndu sem er í 100 kílómetra hæð yfir sjávarmáli og almennt talin marka skilin milli andrúmslofts jarð- arinnar og geimsins. Með Shatner í ferðinni voru Aud- rey Powers, forstjóri Blue Origen, Ástralinn Chris Boshuizen, annar stofnandi Planet Labs og Glen de Vries frá Medidata Solutions. Jeff Bezos, stofnandi Blue Origin, tók á móti geimförunum þegar þeir lentu í Texas en Bezos fór í fyrstu geimferð fyrirtækisins í sumar. Shatner sagði eftir flugið að það hefði verið ótrúlegt að upplifa þyngdarleysi og sjá jörðina utan úr geimnum. „Þetta er djúpstæðasta reynsla sem hægt er að ímynda sér,“ sagði hann. „Ég vona að ég jafni mig aldr- ei á henni, ég vil ekki tapa þessari tilfinningu.“ Um 600 einstaklingar hafa nú far- ið í geimferð frá því Sovétmaðurinn Júrí Gagarín fór fyrstur út í geiminn 12. apríl árið 1961. „Ótrúleg og djúpstæð lífsreynsla“ - William Shat- ner varð í gær elsti geimfarinn AFP Lent Jeff Bezos nælir merki á William Shatner eftir lendinguna. (100 km) Heimild: Blue Origin Um 11 mínútna flugtími Karman-línan Lóðrétt flugtak Aðskilnaður (í 75 km hæð Lending með fallhlífum Þyngdarleysi Eldflaug lendir (8 km/h) Mannað flug Blue Origin New Shepard eldflaug Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að rússnesk stjórnvöld væru reiðubúin að auka útflutning á gasi en Rússar hafa verið sakaðir um að halda að sér höndum varðandi útflutning þótt gasskortur blasi við á meginlandi Evrópu. „Ef þeir biðja okkur að auka út- flutning enn meira erum við reiðu- búnir til þess. Við aukum hann eins mikið og félagar okkar biðja um,“ sagði Pútín á orkuráðstefnu í Moskvu í gær. Rússland er einn stærsti framleiðandi heims á olíu og gasi. Forsetinn sagði einnig að Rúss- land stefndi að því að verða kolefnis- hlutlaust fyrir árið 2060 og bætti við að hlutur olíu og kola í orkufram- leiðslu myndi minnka. Pútín hefur áður lýst efasemdum um að hlýnun andrúmsloftsins sé af mannavöldum en á síðustu mánuðum hefur hann slegið nokkuð annan tón. „Jörðin þarf á upplýstum og ábyrgum aðgerðum að halda og allir á markaði, bæði framleiðendur og neytendur, þurfa að horfa til fram- tíðar í þágu sjálfbærrar þróunar í öllum löndum,“ sagði Pútín. AFP Rætt um orku Vladimír Pútín á ráðstefnu um orkumál í Moskvu í gær. Geta aukið útflutning - Vladimír Pútín segir Rússa stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.