Morgunblaðið - 14.10.2021, Qupperneq 37
37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
Við Reykjavíkurhöfn Ávallt er mikið um að vera á kajanum í Reykjavík og mikið af togurum sem leggja þar að landi og færa lífsbjörg í bú. Það er því eðlilega mikill erill við Reykjavíkurhöfn.
Eggert
Jessenius-lækna-
deildin í Martin í Slóv-
akíu (JFMED CU) er
ein af leiðandi lækna-
deildunum, ekki ein-
ungis innan Comenius-
ar-háskólans heldur er
hún einnig meðal bestu
læknadeilda í Mið-
Evrópu. Í dag eru um
það bil 1.700 stúdentar
við deildina í ýmsum námsverkefnum
og þar af eru fleiri en 600 sem koma
frá öðrum löndum, aðallega Noregi
og Íslandi. Á undanförnum árum hafa
stúdentar frá Íslandi sýnt aukinn
áhuga á því að læra við JFMED CU
og nú er 171 þeirra við nám þar.
Að koma á gagnkvæmri
samvinnu
Þökk sé afar hæfum kennurum við
háskólann og nútímatækni þá er
JFMED CU-læknadeildin sú deild
sem er í mestum hávegum höfð í
Slóvakíu og sú sem líka dregur að
nemendur frá öðrum löndum. Stúd-
entar sem útskrifast frá JFMED CU
og hefja störf sem læknar í heima-
landi sínu bera læknadeildinni gott
vitni. Samvinna á milli JFMED CU
og Menntaskólans á Akureyri hjálpar
til við að koma upplýsingum um Slóv-
akíu og JFMED CU á framfæri, ekki
aðeins meðal þeirra sem hyggjast
sækja um þar heldur líka meðal ís-
lensku þjóðarinnar. Það sem út úr
þessu langtímasamstarfi kom var að
lagt var fram sameiginlegt verkefni
sem hefur það að markmiði að þróa
samstarf á sviði menningar og
mennta á milli Íslands og Slóvakíu.
Þetta verkefni er styrkt af EES og
Norway Grants (með framlögum frá
Noregi, Íslandi og Liechtenstein).
Borgin Martin, þar sem Jessen-
ius-læknadeildin er, hefur hafið sam-
starf við Akureyri. Ján Danko, borg-
arstjóri í Martin, heimsótti Akureyri
og lét í ljós áhuga á að auka sam-
starfið á ýmsan máta. Sem staðfest-
ing á heimsókn hans og því sem hann
hafði fram að færa voru svo í kjölfarið
skrifleg samskipti á milli aðila.
Fulltrúar Akureyrar lýstu einnig
áhuga á að heimsækja Martin og
halda áfram samstarfi en Covid-19-
faraldurinn kom í veg fyrir það tíma-
bundið. Markmið beggja staða er hið
sama; að dýpka tengslin á milli Ís-
lands og Slóvakíu.
Kynning á menningu
Slóvakíu og Turiec-héraðinu
Þökk sé íslenskum stúdentum og
fjölskyldum þeirra hefur lifnað yfir
Martin-borg en hún einkennist af
akademísku andrúmslofti sem er
dæmigert fyrir háskólaborgir. Yfir
skólaárið lifnar yfir miðborginni
vegna erlendra stúdenta sem sækja
kaffihús, söfn og tónleika og er það
ekki síður náttúrufegurð umhverf-
isins sem laðar þá að. Þess vegna er
innifalið í verkefninu kynning á
menningu Slóvakíu með vídeói þar
sem beint er sjónum að Slóvakíu;
Turiec-héraðinu, þar sem Martin og
læknadeildin eru miðdepillinn.
Skipulagning menningarlegra
námskeiða og sumarmálaskóla
Samstarfsverkefni Jessenius-
læknadeildarinnar í Martin og
Menntaskólans á Akureyri byggist á
hugmynd að þróun, ekki einungis á
sviði mennta heldur einnig menning-
ar. Með skipulagningu námskeiða og
sumarmálaskóla er hægt að styrkja
menningar- og menntunartengsl og
dýpka tengslin á milli þátttakandi
stofnana og hagsmunaaðila. Ráðgert
er að vera með vinnustofu í Martin
þar sem athyglinni er beint að ís-
lenskri þjóðfræði og siðum og í vinnu-
stofunni á Akureyri verður sjónum
beint að menningu og menntun í Sló-
vakíu.
Viðfangsefnin voru undirbúin með
þá hugmynd að leiðarljósi að kynnast
fjölbreytileikanum sem í menning-
armun liggur; stuðla að gagn-
kvæmum skilningi, persónulegum
þroska og samstöðu, og nálgast og
hugsa um hlutina á nýjan hátt. Sam-
vinna í sköpun og sköpunarkraftur
eru sérstaklega mikilvæg í því að
skapa nýja nálgun og nýbreytni.
Eftir dr. Eriku
Halasová og
Runólf Oddsson
» Vegna sameiginlegs
verkefnis á milli
Menntaskólans á
Akureyri og Jessenius-
læknadeildarinnar í
Martin í Slóvakíu er
hægt að styrkja sam-
skipti á sviði menningar
og menntunar á milli
Slóvakíu og Íslands.Dr. Erika Halasová
Dr. Erika Halasová er fram-
kvæmdastjóri Bio Medical Center
í Martin og ræðismaður Íslands
með aðsetur í Martin. Runólfur
er fulltrúi JFM CU á Íslandi og
ræðismaður Slóvakíu á Íslandi.
Gagnkvæm samvinna MA og
Jessenius-læknadeildarinnar í Slóvakíu
Læknadeildin í Martin og Menntaskólinn á Akureyri fengu styrk frá sjóði
Íslands, Liechtenstein og Noregs til að efla samstarf á sviði menningar og
náms milli Íslands og Slóvakíu. Frá vinstri: Janík Martin réttarmeinafræð-
ingur, dósent og aðstoðarrektor, dr. Erika Halasová, Runólfur Oddsson,
Andrea Calkovská prófessor og Heimir Haraldsson, námsráðgjafi í Mennta-
skólanum á Akureyri. Myndin er tekin í Slóvakíu.
Runólfur Oddsson
Í dag efast fáir ef
nokkrir um mikilvægi
fiskeldis sem atvinnu-
greinar hér á landi.
Fjárfesting upp á tugi
milljarða króna liggur í
greininni og frekari
fjárfesting bíður eftir
leyfum til rekstrar. Út-
flutningsverðmæti eld-
islax jukust um 29% á
milli ára og fór vægi
hans í 70% útflutnings-
verðmætis eldisafurða á árinu. Nú er
svo komið að útflutningur á eldislaxi
skilar næstmestum verðmætum allra
fisktegunda sem fluttar eru frá Ís-
landi.
Það er skemmtileg staðreynd sem
kom fram á góðum
fundum Vestfjarðastofu
um fiskeldi nú í sept-
ember að 3% af útflutn-
ingsverðmætum Ís-
lands verða til í 1.500
fermetra sláturhúsi á
Bíldudal. Samfélögin
sem hýsa þessa vaxandi
atvinnugrein mega hafa
sig alla við að tryggja þá
innviði sem þurfa til að
mæta þörfum og halda
þræði í uppbygg-
ingaferlinu. Uppbygg-
ing á innviðum er
grundvöllur að vexti greinarinnar og
sameiginlegum ábata.
Fiskeldissjóðurinn
Fiskeldissjóður á sér stoð í lögum
sem voru samþykkt vorið 2019 um
töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og
fiskeldissjóð. Þar er gert ráð fyrir að
þriðjungur tekna af gjaldtöku af fisk-
eldi renni á komandi árum í Fiskeld-
issjóð sem sveitarfélög geta sótt í til
innviðauppbyggingar. Á dögunum
var úthlutað fyrstu greiðslum úr fisk-
eldissjóði og var til skiptanna 105 m.
kr. sem úthlutað var út frá umsókn-
um sveitarfélaga þar sem sjókvíaeldi
er stundað.
Þarna hefst kapphlaup um hver
eigi bitastæðustu umsóknina en mikil
vinna liggur á bak við hverja umsókn.
Þá eru sveitarfélögin í misjafnri stöðu
til þess að vinna umsóknir. Tvö sveit-
arfélög á Vestfjörðum fengu samtals
34 m. kr. og 70 m. kr. fóru til Aust-
fjarða, þrátt fyrir að meirihluta eld-
isafurða verði til á Vestfjörðum. Það
er ljóst út frá þessari útfærslu að
sveitarfélög geta ekki gert raunhæfa
fjárhagsáætlun eða framkvæmda-
áætlun með hliðsjón af starfsemi at-
vinnugreinarinnar eins og hægt er að
gera út frá öðrum greinum sem
stundaðar eru á svæðinu.
Brýnt að endurskoða
gjaldtökuheimildir
Í ljósi þessarar reynslu verður því
að segjast að þessi útfærsla sem gerð
var varðandi fiskeldissjóð árið 2019
voru mistök. Það er best að viður-
kenna það strax og bretta upp ermar.
Þörf er á að yfirfara laga- og reglu-
gerðaumhverfi gjaldtöku í fiskeldi og
sérstaklega það sem snýr að sveit-
arfélögum þar sem sjókvíaeldi er
stundað. Það þarf ekki að snúa að
aukinni gjaldtöku heldur þarf að
tryggja að tekjur af slíkri gjaldtöku
standi undir nauðsynlegum verk-
efnum þeirra sveitarfélaga sem
standa næst eldinu.
Sveitarfélög eiga ekki að þurfa að
ganga bónleið í samkeppnissjóð til að
fjármagna uppbyggingu sem nauð-
synleg er til þess að hámarksábati af
fiskeldi skili sér til samfélaganna
heldur verða stjórnvöld að tryggja
sanngjarna dreifingu þessara tekna.
Samfélagslegur ávinningur sjókvíaeldis
Eftir Höllu Signýju
Kristjánsdóttur » Sveitarfélög eiga
ekki að þurfa að
sækja um í samkeppn-
issjóð til að byggja upp
eins og nauðsynlegt er
til þess að hámarksábati
af fiskeldi skili sér.
Halla Signý
Kristjánsdóttir
Höfundur er þingmaður
Framsóknarflokksins.