Morgunblaðið - 14.10.2021, Page 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
✝
Gerður Gests-
dóttir fæddist í
skólahúsinu á
Sveinsstöðum í
Austur-Húna-
vatnssýslu 2. júlí
1921. Hún lést á
dvalarheimilinu
Grund 2. október
2021, hundrað ára
að aldri.
Foreldrar henn-
ar voru Gestur
Oddfinnur Gestsson, síðar
kennari og skólastjóri í Flatey,
ættaður úr Dýrafirði, f. 2.1.
1895, d. 26.12. 1982, og Oddný
Ingiríður Sölvadóttir, ættuð úr
Svínadal í Austur-Húnavatns-
sýslu, f. 24.4. 1895, d. 13.5.
1945. Gerður var næstelst sjö
systkina en þau voru Björn, f.
1919, d. 1992, Þorsteinn Yngvi,
f. 1922, d. 1985, Nanna, f. 1925,
d. 1993, Heiður, f. 1930, Karl
Auðunn, f. 1932, d. 1939 og
Gestur Karl, f. 1947. Kona hans
er Valgerður Guðrún Ólafs-
dóttir. Börn þeirra eru Sús-
anna Margrét, Gerður, María
og Valgeir. Þriðja barn Gerðar
og Jóns er Ragnar, f. 1959.
Kona hans er Sigrún Sól Sól-
mundsdóttir. Þau eiga Kjartan
Þór, Kolbrúnu Rögnu og Karl
Yngva. Langömmubörnin eru
átján og langalangömmubörnin
þrjú.
Gerður og Jón bjuggu í Flat-
ey til ársins 1959 þegar þau
fluttu í Grundarfjörð og
skömmu síðar til Reykjavíkur.
Gerður rak heimili þeirra, bæði
á Hjallaveginum og í Sól-
heimum, en yngsti bróðir henn-
ar, Auðunn, bjó hjá henni til
ársins 2009. Þegar börnin voru
komin af höndum hóf Gerður
sjálfboðaliðastörf hjá Rauða
krossinum og sinnti þeim störf-
um um árabil. Síðustu árin bjó
Gerður á dvalarheimilinu
Grund.
Útför hennar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 14.
október 2021.
Auðunn, f. 1938, d.
2020.
Þegar Gerður
var barn að aldri
fluttist fjölskyldan
vestur á firði og
bjó lengst af á Pat-
reksfirði uns þau
fluttu í Flatey árið
1933. Þar átti
Gerður eftir að
búa næstu áratug-
ina. Árið 1946 gift-
ist hún Jóni Kristni Guðmunds-
syni, f. 1918, d. 1991. Foreldrar
hans voru Ragnhildur Svan-
fríður Jónsdóttir úr Hergilsey,
f. 1897, d. 1935, og Guðmundur
Jóhann Guðmundsson, síðar
bóndi á Brjánslæk, f. 1893, d.
1980. Gerður og Jón áttu þrjú
börn. Fyrst er Oddný Ingiríð-
ur, f. 1946. Hún var gift Gylfa
Jenssyni, þau skildu. Börn
þeirra eru Gerður, Guðrún
Arna og Jón Yngvi. Næstur er
Það eru mikil forréttindi að fá
að eiga ömmu eins lengi og við -
sum okkar komin hátt á sextugs-
aldur þegar við kveðjum hana.
Ótal minningar leita á, nú við
ferðalok. Sumar eru ömmu sjálfr-
ar, frekar en okkar. Má þar nefna
hlýjar minningar um Búkollu,
kúna sem ömmu dreymdi um að
eignast því að oft var erfitt að fá
mjólk í Flatey. Þar sem margoft
hafði komið fram að afi taldi það
hinn mesta óþarfa kom það ömmu
í opna skjöldu þegar hún sá til
hans teyma ókunna kusu eftir göt-
unni heim að Sólheimum einn dag-
inn. Þetta var reyndar kýr sem
Skáleyingar höfðu gefist upp á
vegna almennrar óþægðar og
voru dauðfegnir að selja. En
amma vissi ekkert um það þegar
hún fór á móti kúnni, rétti fram
höndina og klóraði henni og inn-
siglaði með því einstakt samband
þeirra. Búkolla var aldrei til vand-
ræða í Flatey og sum okkar leita
enn í skjól Búkollu í gamla fjósinu
á bak við Sólheima þegar við gist-
um í Flatey. Önnur minning er af
allt öðrum toga. Þegar amma er
ung stúlka verður fjölskyldan fyr-
ir þeim mikla harmi að Kalli litli
bróðir hennar drukknar á sól-
björtum ágústdegi. Frásagnir af
því höfum við engar frá ömmu
sjálfri. Í eitt einasta skipti minn-
umst við þess að hafa heyrt ömmu
víkja að atburðinum en það var
þegar annað barn í fjölskyldunni
lést af slysförum mörgum áratug-
um síðar. Þó að langur tími væri
liðinn var greinilegt að sársaukinn
hafði ekki dvínað. Engin leið er að
meta hvaða áhrif þetta hefur haft
á æviskeiðið en ósköp þótti okkur
stundum erfitt hvað amma var
slysahrædd um okkur í Flatey á
sumrin.
Þrátt fyrir allt var Flatey stað-
urinn hennar ömmu. Hún flutti
þangað barn að aldri og bjó þar
áfram með manni sínum, Jóni
Guðmundssyni úr Hergilsey, sem
hún giftist 1946. Fyrstu tvö börn-
in, Oddný og Gestur, fæddust með
stuttu millibili og Auðunn, bróðir
ömmu, sem hún ól önn fyrir fram á
efri ár, setti ævinlega mikinn svip
á fjölskylduna. Eftir breytingar á
búsetu í Flatey um 1960 var eyjan
upp frá því sumardvalarstaður
fjölskyldunnar og undi amma sér
hvergi betur. Þar hélt hún upp á
95 ára afmælið með pompi og
prakt og var með hugann við eyj-
una sína fram á síðustu stundu.
„Ég vildi að ég hefði komist í Flat-
ey í sumar“ varð henni oft að orði
síðustu mánuðina. En fleira bar á
góma. Amma var skemmtileg,
fylgdist vel með og vildi spjalla um
bókmenntir og pólitík við þau sem
höfðu áhuga. Það hafði hún sjálf
og náði að taka þátt í alþingiskosn-
ingum tveimur vikum áður en hún
féll frá. Eftir að hún flutti suður
var hún virk í starfi Rauða kross-
ins og lagði með því sitt af mörk-
um til að bæta samfélagið enda
hafði hún sterka réttlætiskennd
og samlíðan með þeim sem ekki
voru jafn gæfusamir í lífinu og
hún. Það verður einkennilegt að
eiga ekki lengur erindi til ömmu
að rekja helstu tíðindi af sér og
sínum. Hún hafði merkilega yfir-
sýn yfir stórfjölskylduna - fjórar
kynslóðir afkomenda – til hinstu
stundar og var hreykin af sínu
fólki. Við kveðjum ömmuna með
hlýja faðminn með einlægu þakk-
læti. Þvílík lukka að hafa átt hana
að.
Margrét, Gerður, María
og Valgeir Gestsbörn.
Gerður Gestsdóttir
✝
Sigríður Skúla-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1. maí
1926. Hún lést 3.
október 2021 á
Hrafnistu í Reykja-
vík.
Foreldrar henn-
ar voru Valgerður
Jónsdóttir frá Hópi
í Grindavík og
Skúli Þorkelsson
húsasmíðameistari
frá Smádölum. Sigríður var
önnur í röð þriggja systkina, og
eru þau nú öll látin.
Sigríður ólst upp við Fram-
nesveg í Reykjavík og bjó þar
fram að giftingu. Hún hélt heim-
ili fyrir föður sinn, sem var
Steinar Gíslason, f. 21. nóv-
ember 1964, maki Inga Rós Að-
alheiðardóttir, börn Tinna
Valgerður, Heiðar Steinn, Ómar
Hrafn, Jónína Líf og Mikael
Magnús. 4) Herborg María Páls-
dóttir, 10. september 1942, börn
Ingibjörg, Ragna, Ágúst og
Kjartan. Barnabarnabörn eru
tuttugu.
Didda, eins og hún var kölluð,
sá um heimilið og barnaupp-
eldið meðan maður hennar
stundaði sjómennskuna og gekk
því í öll störf sem því fylgdi. Hún
var mikil hannyrðakona og ligg-
ur margt fallegt eftir hana.
Seinna fór hún að vinna utan
heimilisins þegar börnin voru
uppkomin.
Þau bjuggu lengst af í Frosta-
skjóli en síðustu árin á Hrafn-
istu í Reykjavík.
Útförin fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 14.
október 2021, og hefst athöfnin
klukkan 13.
húsasmíðameistari,
eftir að móðir
hennar dó. Hún út-
skrifaðist frá Hús-
mæðraskóla
Reykjavíkur.
Hún giftist Gísla
Steinari Jóhann-
essyni 1. júlí 1950,
þau eignuðust þrjú
börn og eina fóst-
urdóttur. 1) Val-
gerður Gísladóttir,
f. 25. október 1954, d. 25. ágúst
1993, maki Gylfi Geirsson, sonur
þeirra er Gísli Geir. 2) Helga
Gísladóttir, f. 17. ágúst 1957,
maki Eiríkur Sigurðsson, börn
þeirra eru Matthías, Eiríkur
Valur og Sigurður Gísli. 3) Gísli
Elsku mamma hefur fengið
hvíldina 95 ára. Hún var góð
mamma, hugsaði vel um okkur
systkinin og pabba. Það birtast
margar myndir af uppvaxtarár-
unum þegar horft er til baka.
Hún var sjómannskona og sá
um heimilið og barnauppeldið.
Hún var sterk, dugleg, góð kona
og aldrei man ég eftir því að hún
kvartaði. Við bjuggum í Grana-
skjóli og Frostaskjólinu og þar
var nú margt hægt að upplifa. Við
krakkarnir vorum mikið úti í alls
konar leikjum og ævintýrum. Í
nærumhverfinu voru fjaran, mýr-
in, hestar, hænsnabú, nýbygging-
ar og öskuhaugar, þetta voru leik-
vellir okkar. Mamma kallaði úti á
svölum „matur“, þá hlupum við
heim. Hún gaf okkur frelsi til að
upplifa.
Það var henni mikið áfall þegar
Valgerður systir dó aðeins 38 ára
því þær voru mjög samrýndar.
Hún átti nokkrar góðar vin-
konur sem hún eignaðist í Hús-
mæðraskólanum og héldu þær
sambandi alla ævi. Henni fannst
gaman að handavinnu, saumaði á
okkur föt þegar við voru lítil og
stundaði alls konar hannyrðir;
postulínsmálun, skermasaum, út-
saum, glerlist, akrýlmálun, perlu-
saum o.fl. Mamma og pabbi höfðu
mjög gaman af því að ferðast
seinni árin, sérstaklega til sólar-
landa, og var hún þá „caddy“ hjá
pabba í golfinu.
Takk fyrir allt elsku mamma,
það var svo fallegt þegar lítill fugl
settist á opinn gluggann hjá þér
rétt áður en þú kvaddir og síðustu
orðin þín til mín voru „þakka þér
fyrir“.
Hvíldu í friði nú hjá Valgerði og
pabba.
Þín
Helga.
Móðir mín ólst upp á Framnes-
vegi 17 í Vesturbænum. Hún
gekk í Miðbæjarskólann og síðar í
Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Mamma og pabbi hófu sinn bú-
skap í Hátúni og síðar í Grana-
skjóli. Árið 1964 fluttu þau í hús
sem þau byggðu í Frostaskjóli
þar sem fjölskyldan óx úr grasi.
Faðir okkar var skipstjóri og
dvaldist því löngum stundum á
sjó og það kom í hlut mömmu að
sjá um allt heimilishald og uppeldi
á okkur systkinum. Hún var mjög
hagsýn húsmóðir sem er eigin-
leiki sem hún hefur sennilega til-
einkað sér í húsmæðraskólanum.
Ég var mikill mömmustrákur
og á mínum bernskuárum þvæld-
ist mamma með mig út um allan
bæ þegar hún var að „útrétta“
eins og hún kallaði það. Í þá daga
var hugsað um hverja krónu og
var hún mjög útsjónarsöm við
innkaup á heimilið. Verslað var
hjá Pöntunarfélagi lögreglu-
manna, Osta- og smjörsölunni á
Snorrabraut, slátur var tekið hjá
Sláturfélagi Suðurlands á Lindar-
götu og svona mætti lengi telja.
Og alltaf var ég í eftirdragi og
kynntist því mjög vel samfélaginu
á þessum tíma.
Mamma bjó okkur mjög ham-
ingjuríkt heimili og við vorum
hamingjusöm fjölskylda. Hún
hélt okkur mjög falleg jól,
skreytti mikið og bakaði átta sort-
ir af smákökum sem voru til langt
fram á sumar. Já það var oft mik-
ið fjör í Frostaskjólinu.
Mamma var mikil saumakona
og var alla tíð eitthvað að vinna í
höndunum. Við fórum iðulega í
verslanir sem seldu vefnaðarvöru
og snið til að sauma eftir. Hún
fékkst einnig við skermagerð,
glerlist og málaði myndir. Ég hef
oft hugsað að hún hefði sennilega
orðið fræg listakona ef hún hefði
tekið þann pól í hæðina. Hún var
einnig mikil íþróttakona og
minntist þess oft við okkur þegar
hún æfði skíði hjá Ármanni í
gamla daga.
Mamma var mjög sterk kona
og kvartaði aldrei ef eitthvað bját-
aði á og tókst á við lífið af æðru-
leysi.
Hún eignaðist okkur þrjú
systkinin, mig, Helgu og Val-
gerði. Einnig gekk hún frænku
okkar í móðurstað sem var þá á tí-
unda aldursári. Það var mömmu
mikill harmleikur þegar Valgerð-
ur systir okkar féll frá þá 38 ára
gömul.
Í húsmæðraskólanum kynntist
mamma sínum bestu vinkonum
og hélst sú vinátta hjá þeim alla
tíð. Mamma og pabbi voru vina-
mörg og ferðuðust mikið til „heitu
landanna“ eins og þau kölluðu
þau.
Mamma fylgdist mikið með
tískustraumum og var alltaf
klædd samkvæmt nýjustu tísku.
Það var gaman að heimsækja
hana á Hrafnistu nú síðustu árin
og færa henni Hello-blöðin sín
sem hún var mikil áhugamann-
eskja um. Svo töluðum við saman
í síma á kvöldin og tókum kvöld-
spjallið. Ég á eftir að sakna þess.
Þú ert besta mamma í heimi.
Guð geymi þig.
Þinn
Gísli.
Sigríður
Skúladóttir
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.
Okkar ástkæra dóttir, systir, mágkona,
frænka og vinkona,
RAKEL SVERRISDÓTTIR
kennari,
Mjósundi 13, Hafnarfirði,
er fallin frá.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið.
Sverrir Þorsteinsson Annetta Ásgeirsdóttir
Ásgeir Sverrisson Unnur P. Stefánsdóttir
Anna Karen Sverrisdóttir
Ríkharður Sverrisson Kristín Ingólfsdóttir
Árni Árnason Lára Sigríður Jónsdóttir
frændsystkinin og vinir
Ástkær eiginkona, móðir, stjúpmóðir, dóttir,
systir, tengdadóttir, mágkona og frænka,
HELGA BERGRÓS BIZOUERNE,
Hæðargarði 34, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi 8. október.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 18. október
klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Ljósið.
Louis Kotze
Mía Rós og Katla Kotze
Bergrós Ásgeirsdóttir
Patrick Bizouerne
Jóhannes Ásgeir Bizouerne
Hanna Dorothéa Bizouerne
Inès Bizouerne
Chrisna van Mieghem
Alida Kotze
Violette, Valentine og Björn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SÆVAR ÖRN KRISTBJÖRNSSON,
Sautjándajúnítorgi 1,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum 7. október.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 18.
október klukkan 15. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Lungu, samtök
lungnasjúklinga. Hægt er að nálgast streymi frá útförinni á
www.mbl.is/andlat
Erna Aradóttir
Ari Sævarsson Gitte Drescher
Sævar Örn Sævarsson
Gylfi Sævarsson Hafdís Bridde
afa- og langafabörn
Yndislega eiginkonan mín, móðir,
tengdamóðir og besta amma í heimi,
SIGURLAUG GUNNARSDÓTTIR,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
krabbameinsdeild Landspítalans
8. október. Útförin fer fram þriðjudaginn
19. október klukkan 15 í Hafnarfjarðarkirkju.
Hafsteinn Gunnar Haraldsson
Davíð Hafsteinsson, Unnur Björk Þórarinsdóttir
Ásta Rakel Hafsteinsdóttir, Sigurður Jónsson
Sara Gabríella Hafsteinsdóttir
Dagur, Júlía Björg, Karen Eva,
Jón Hafsteinn og Ellie Sigurlaug
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR ÓLAFUR BERGSSON
bifreiðarstjóri,
Yrsufelli 13,
andaðist á líknardeild Landspítalans
8. október í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Fella- og
Hólakirkju mánudaginn 18. október klukkan 13.
Lilja S. Mósesdóttir
Móses Helgi Halldórsson Borghildur Fjóla Kristjánsd.
Ester R. Lathrop Ryan Lathrop
Ólöf Sif Halldórsdóttir Bjarki Gannt Joensen
og afabörnin