Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is ÓLIN BYRJA Á MATARKJALLARANUM 18. NÓVEMBER UPPLIFÐU JÓLIN Hægeldaður Þorskur noisette hollandaise, hangikjöt Hreindýra Carpaccio trönuber, pekan hnetur, gruyére ostur, klettasalat Gljáð Lambafillet seljurótarfroða, rauðkál, laufabrauð Jólasnjór mjólkur- og hvítsúkkulaði, piparkökur, yuzu 9.490 kr. VEGAN JÓ Vatnsmelónutartar fivespice ponzu, lárpera, won ton Rauðrófu Carpaccio heslihnetur, piparrót, klettasalat Yuzugljáð Grasker greni, rauðbeður, kóngasveppir Risalamande kirsuber, karamella 7.99 JÓLALEYNDARMÁL MATARKJALLARANS 6 réttir að hætti kokksins leyfðu okkur að koma þér á óvart Eldhúsið færir þér upplifun þar sem fjölbreytni er í fyrirrúmi 10.990 kr. 0 kr. J LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Nú er hægt að fá alvöru hágæða rjómaost úr geitamjólk í verslunum hér á landi en norsku Snøfrisk- rjómaostarnir eru nú loksins fáan- legir. Snøfrisk-rjómaostar þykja í sérflokki en þeir eru án allra við- bættra efna og einungis bætt við smá salti til að draga fram nátt- úruleg bragðgæði geitamjólk- urinnar. Rjómaosturinn er gerður úr 80% geitamjólk og 20% kúa- rjóma og er útkoman einstaklega vel heppnuð enda njóta ostarnir mikilla vinsælda í heimalandinu. Snøfrisk-rjómaostarnir eiga ræt- ur að rekja til bæjarins Ørsta í Vestur-Noregi en það er rúmlega tíu þúsund manna bæjarfélag þar sem landbúnaður og sjávarútvegur eru aðalatvinnuvegirnir og geitur eru þar stór hluti. Vinsældir rjómaostsins hafa ver- ið miklar enda er bragðið ólíkt því sem við eigum að venjast. Osturinn passar vel í alla matargerð rétt eins og hefðbundinn kúarjómaostur og er fáanlegur í fjórum bragðteg- undum; hreinn, með hvítlauk og vorlauk, með rauðlauk og timían og með kantarellusveppum. Einstakt bragð Snøfrisk-geitarjómaosturinn kemur í fjórum bragðtegundum. Norski Snøfrisk-geitarjómaost- urinn loksins fáanlegur hér á landi Án allra viðbættra efna Geita- rjómaosturinn er náttúruafurð. Það er engin önnur en Linda Ben sem á veg og vanda af kökubækl- ingnum í ár og er hann sérlega glæsilegur eins og búast mátti við. Spennandi heimabakstur, guð- dómlegar kökur og æðislegir eft- irréttir eru aðalsmerki bæklingsins í ár. Pippsúkkulaðiís 500 ml rjómi 6 eggjarauður 170 g púðursykur 200 g Síríus-pralínsúkkulaði með pippfyllingu 6 Þeytið rjómann. 5 Þeytið eggjarauður og púð- ursykur mjög vel saman í annarri skál þar til létt, ljóst og blandan myndar borða ef þeytarinn er tekinn upp og deigið lekur aftur í skálina. 3 Blandið rjómanum varlega sam- an við eggjarauðublönduna með sleikju. 1 Skerið pralínsúkkulaðið niður og blandið því saman við. / Hellið ísnum í form, lokið því t.d. með plastfilmu og frystið yfir nótt (eða lengur). Rice Krispies-brúnkur 120 g smjör 2 egg 300 g sykur 1 tsk. vanilludropar 100 g hveiti 30 g Síríus-kakóduft 90 g smjör 90 ml síróp 300 g Síríus-pralínsúkkulaði með saltkaramellufyllingu U.þ.b. 120 g Rice Krispies eða þar til áferðin er orðin góð. 6 Kveikið á ofninum og stillið á 200°C með undir- og yfirhita. 5 Bræðið smjörið og leyfið því að kólna. 3 Þeytið saman egg og sykur í nokkrar mínútur þar til blandan er orðin létt og ljós og myndar borða. Hellið smjörinu út í ásamt van- illudropum og hrærið á meðan. 1 Sigtið hveiti og kakó út í og blandið öllu vel saman með sleikju. / Hellið deiginu ofan í smurt 25 x 35 cm form og bakið í um 15 mínútur. , Bræðið saman smjör og síróp, leyfið því að malla saman við vægan hita í örfáar mínútur. Slökkvið undir pottinum. ) Brjótið súkkulaðið út í pottinn og bræðið saman við hægt og rólega (ætti ekki að þurfa að kveikja undir pottinum aftur, best að sleppa því). ` Bætið Rice Krispies út í og blandið öllu varlega saman þar til allt Rice Krispies er þakið súkku- laði. _ Hellið Rice Krispies-blöndunni yfir brownie-kökuna. Skerið í litla bita, u.þ.b. 15 stk., þegar kakan hef- ur kólnað og Rice Krispies- toppurinn harðnað. Spennandi kökubækling- ur að hætti Lindu Ben Í huga margra boðar Kökubæklingur Nóa- Síríusar upphaf jólahá- tíðarinnar. Þá leggjum við drögin að jólabakstr- inum, hvaða desert við ætlum að hafa með jóla- matnum og öllu því sem við ætlum að borða þess á milli. Ljósmyndir/Nói-Síríus Rice Krispies Brownie Mögulega ein snjallasta samsetning síðari ára. Ísinn sem ærir óstöðugan Það má bóka það að einhverjir ærist af ánægju yfir þessum gómsæta ís. Spennandi Kökubæklingurinn í ár er sérlega glæsilegur og inniheldur fjölda bragðgóðra uppskrifta. Sælkerabakstur Linda Ben á heið- urinn af kökubæklingi Nóa-Síríusar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.