Morgunblaðið - 14.10.2021, Page 59
DÆGRADVÖL 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
tæknifélags Íslands árið 2013.
Í tilefni dagsins verður haldin
veisla fyrir börnin og tengdabörnin
og síðar verður önnur uppákoma
fyrir barnabörnin.
Fjölskylda
Eiginmaður Önnu er Arnlaugur
Guðmundsson, f. 21.7. 1945, tækni-
fræðingur. Þau búa á Vesturgötu í
Reykjavík. Foreldrar Arnlaugs
voru hjónin Guðmundur Arnlaugs-
son, f. 1.9. 1913, d. 9.11. 1996, rekt-
or, og Halldóra Ólafsdóttir, f. 20.7.
1915, d. 12.10. 1978, geðhjúkr-
unarkona. Þau voru búsett í
Reykjavík.
Börn Önnu og Arnlaugs eru 1)
Hlíf Thors Arnlaugsdóttir, f. 1.2.
1972, verkefnastjóri, búsett á Sel-
tjarnarnesi. Maki: Hilmar Thors, f.
3.12. 1965, framkvæmdastjóri; 2)
Guðmundur Arnlaugsson, f. 15. 10.
1976, sögukennari, búsettur í
Reykjavík. Maki: Ragnheiður
Gunnarsdóttir, f. 17.11. 1980, ferða-
fulltrúi; 3) Skúli Arnlaugsson, f. 2.5.
1980, hugbúnaðarsérfræðingur, bú-
settur í Reykjavík. Maki: Iðunn
Garðarsdóttir, f. 13.10. 1989, lög-
fræðingur. Barnabörnin eru níu.
Systkini Önnu: 1) Helga Krist-
jánsdóttir, f. 25.9. 1929, d. 10.7.
2008, handavinnukennari í Reykja-
vík. 2) Ása Kristjánsdóttir, f. 30.10.
1931, d. 6.9. 2018, húsfreyja í
Reykjavík. 3) Sæbjörn Krist-
jánsson, f. 19.1. 1947, tæknifræð-
ingur í Reykjavík.
Foreldrar Önnu voru hjónin
Kristján H. Kristjánsson, f. 18.3.
1897, d. 22.10. 1984, skipstjóri, og
Hlíf Magnúsdóttir, f. 3.8. 1906, d.
24.8. 1967, húsfreyja í Reykjavík.
Anna
Kristjánsdóttir
Maren Kirstine Nielsen
rak gestahús á Austurbrú
Niels Nielsen
smiður á Austurbrú í
Kaupmannahöfn
Anna Frederikke Sæbjörnsson
húsfreyja í Flatey
Magnús Sæbjörnsson
læknir í Flatey á Breiðafirði
Hlíf Magnúsdóttir
húsfreyja, Gerði,
Reykjavíkurvegi 27, Reykjavík
Hólmfríður Jónsdóttir
húsfr. á Hrafnkelsstöðum
Sæbjörn Egilsson
bóndi á Hrafnkelsstöðum
í Fljótsdal
Elísabet Helgadóttir
vinnukona á Bakka í
Vatnsdal,A-Hún., vesturfari
Bergur Friðrik Einarsson
bóndi á Núpi í Dýrafirði
Helga Ingibjörg Bergsdóttir
húsfreyja í Meðaldal
Kristján Andrésson
útvegsbóndi og sjómannafræðari í Meðaldal
Þorlaug Narfadóttir
húsfreyja í Meðaldal
Andrés Halldórsson
bóndi í Meðaldal í Dýrafirði
Ætt Önnu Kristjánsdóttur
Kristján Helgi Kristjánsson
skipstjóri, Gerði,
Reykjavíkurvegi 27, Reykjavík
„HANN VAR BARA 35 ÁRA ÞEGAR HANN
MÁLAÐI ÞESSA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hjálpa honum með
skattaskýrsluna.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
EITTHVAÐ ILMAR
DÁSAMLEGA
HEYRÐU MIG, ÞJÓNN!
HVERS VEGNA ERU
GAFFLARNIR ÞRÍR?
LÍKAR ÞÉR VIÐ ILMKERTIÐ
MITT MEÐ SMÁKÖKUILMINUM?
ÞARF ÉG Í ALVÖRU AÐ
KENNA ÞÉR BORÐSIÐI?
KERTI?!
SEGÐU HONUM BARA MEÐ HVAÐA
GAFFLI HANN Á AÐ STINGA ÞIG!
HVAÐ MEÐ
SMÁKÖKUILMANDI
SMÁKÖKUR?!
FLAUTIÐ
ÞEGAR ÞIÐ
HEYRIÐ
ÞÖGNINA
Helgi R. Einarsson sendi mér
póst, – honum datt þetta
svona í hug:
Staðan
Þingið, með öðrum orðum,
endar í föstum skorðum
menn sigla sinn sjó
saman, en þó
er í Miðflokknum færra en forðum.
Um morguninn þrír voru þeir,
svo þynntist hópurinn meir
því einn fór á braut,
um einelti hnaut
og eftir standa þá tveir.
Ég var að fletta Útvarpstíðindum
frá 1939 og rakst þar á þessar „Út-
varpsvísur“ (sendar frá Hólum í
Hjaltadal). Það leynir sér ekki að
menn væntu mikils góðs af útvarp-
inu og bundu bjartar vonir við það:
Víða á þekju um vetrarkveld
vindar kaldir stríða;
meðan ljúft við útvarpseld
inni stundir líða.
Fagnar menning framsýn öld,
fjendur verða bræður.
Tengist þekking, vit og völd,
viðtækið því ræður.
Fræddu göfga og frjálsa þjóð,
fræddu um lífsins kjarna.
Vertu eilíf andans glóð
allra landsins barna.
Og þar orti Sunnlendingur til út-
varpsins:
Vertu þinnar þjóðar sál
þrumaðu á himinboga
meðan íslenskt ómar mál
úti um land og voga.
Sameinaðu sveit og borg,
sendu burtu öfund.
Blessaðu sérhvert tún og torg,
tignaðu lífsins höfund.
Háar leiðir ljósvakans
lát oss boð þín færa.
Sverð og skjöldur sannleikans
sómi vor og æra.
Broddi B. Bjarnason yrkir á
morgungöngu í október.
Morgunsólin gyllir grund,
gleðin ekki mæðist.
Vaknar heimur léttist lund,
ljóð í huga fæðist.
Hans Natansson Ketilssonar
kvað:
Langdælingar lifa við
lítil efni, kátir,
elska dyggð og sómasið
sýnast mikillátir.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Miðflokknum
og Útvarpsvísur SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is