Morgunblaðið - 14.10.2021, Page 60

Morgunblaðið - 14.10.2021, Page 60
MEISTARADEILDIN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Breiðablik sá aldrei til sólar þegar liðið heimsótti Real Madrid í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu á Alfredo Di Stéfano-völlinn í Madríd á Spáni í gær. Leiknum lauk með 5:0-stórsigri Real Madrid en Caroline Möller, framherji Real Madrid, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Títtnefnd Möller kom Real Madrid yfir strax á 6. mínútu og hún tvöfald- aði forystu Madrídinga á 20. mínútu. Möller var hvergi nærri hætt og full- komnaði þrennuna undir lok fyrri hálfleiks. Olga Carmona bætti við fjórða marki Real Madrid á 47. mínútu áður en Lorena Navarro skoraði fimmta markið á 89. mínútu og þar við sat. Komust aldrei í takt við leikinn Blikar voru afar ólíkir sjálfum sér allan tímann og komust í raun aldrei í neinn takt við leikinn. Þeim gekk af- leitlega að halda í boltann og tókst aldrei að spila sig almennilega út úr frábærri hápressu Madrídinga. Þá voru margir leikmenn í vand- ræðum með fyrstu snertingu sína og þar af leiðandi voru spilkaflar liðsins aldrei langir þar sem þær töpuðu boltanum klaufalega trekk í trekk, oftast á eigin vallarhelmingi. Liðið sýndi frábæra takta í fyrstu umferð riðlakeppninnar gegn París SG á Kópavogsvelli þar sem liðið varðist gríðarlega vel sem ein heild og gaf stórstjörnum Parísarliðsins lítið sem ekkert pláss til að vinna með á eigin vallarhelmingi. Ef til vill var spennan of mikil far- andi inn í leikinn en Blikar nutu ekki sama stuðnings og þeir gerðu á Kópavogsvelli í fyrstu umferðinni, og munar eflaust um minna, enda gáfu stuðningsmennirnir liðinu mikinn aukakraft gegn Frakklandsmeist- urum París SG. Breiðablik er sem fyrr án stiga í þriðja og næstneðsta sæti riðilsins án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína, líkt og Zhytlobud Kharkiv, en París SG og Real Madrid eru í efstu tveimur sæt- unum með sex stig hvort. Næsti leikur Breiðabliks í Meist- aradeildinni er útileikur gegn Zhytlobud Kharkiv í Úkraínu 9. nóv- ember og liðið tekur svo á móti úkra- ínska liðinu á nýjan leik á Kópavogs- velli, átta dögum síðar. Blikar ólíkir sjálfum sér gegn stórliði Real Madrid - Caroline Möller fór á kostum fyrir Madrídinga og skoraði þrennu í fyrri hálfleik Ljósmynd/Real Madrid Vörn Blikinn Kristín Dís Árnadóttir hendir sér fyrir skot danska landsliðsframherjans Caroline Möller í gær. 60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 Meistaradeild kvenna A-RIÐILL: Wolfsburg – Servette............................... 5:0 Juventus – Chelsea .................................. 1:2 Staðan: Chelsea 2 1 1 0 5:4 4 Wolfsburg 2 1 1 0 8:3 4 Juventus 2 1 0 1 4:2 3 Servette 2 0 0 2 0:8 0 B-RIÐILL: París SG – Zhytlobud Kharkiv................ 5:0 Real Madrid – Breiðablik ........................ 5:0 Staðan: París SG 2 2 0 0 7:0 6 Real Madrid 2 2 0 0 6:0 6 Zhytlobud K. 2 0 0 2 0:6 0 Breiðablik 2 0 0 2 0:7 0 England Deildabikarinn: London City Lioness – West Ham.......... 0:1 - Dagný Brynjarsdóttir kom inn á sem varamaður hjá West Ham á 84. mínútu. >;(//24)3;( Olísdeild karla FH – Víkingur ...................................... 31:24 Staðan: ÍBV 3 3 0 0 91:83 6 Valur 3 3 0 0 84:65 6 FH 5 3 0 2 133:124 6 Haukar 4 2 1 1 114:105 5 Fram 3 2 0 1 80:75 4 KA 3 2 0 1 82:78 4 Stjarnan 2 2 0 0 66:63 4 Afturelding 3 1 1 1 87:86 3 Selfoss 4 1 0 3 96:109 2 Grótta 3 0 0 3 66:71 0 HK 3 0 0 3 75:89 0 Víkingur 4 0 0 4 88:114 0 Meistaradeild karla A-RIÐILL: Aalborg – Meshkov Brest................... 34:33 - Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Vardar Skopje – Montpellier ............. 25:31 - Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði ekki fyrir Montpellier. Staðan: Aalborg 6, Kiel 6, Montpellier 5, Pick Sze- ged 5, Vardar Skopje 5, Elverum 2, Zagreb 1, Meshkov Brest 0. B-RIÐILL: Kielce – Flensburg .............................. 37:29 - Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk fyrir Kielce og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 1 mark. Staðan: Kielce 6, Barcelona 4, Vezprém 4, Porto 4, París SG 3, Dinamo Búkarest 2, Motor 2, Flensburg 1. Danmörk Skanderborg – Esbjerg ...................... 23:32 - Steinunn Hansdóttir skoraði ekki fyrir- Skanderborg. Noregur Nærbo – Drammen.............................. 26:39 - Óskar Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Drammen. Sviss Spono Eagles – Zug............................. 28:31 - Harpa Rut Jónsdóttir var ekki í leik- mannahópi Zug. E(;R&:=/D Subway-deild kvenna Fjölnir – Keflavík ................................. 77:89 Valur – Breiðablik ................................ 73:70 Grindavík – Njarðvík......................... (42:44) _ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti. Staðan fyrir leik Grindav. og Njarðv.: Valur 3 3 0 259:209 6 Keflavík 3 2 1 232:213 4 Njarðvík 2 2 0 137:119 4 Haukar 2 1 1 128:129 2 Grindavík 2 1 1 152:163 2 Fjölnir 3 1 2 213:231 2 Breiðablik 3 0 3 210:231 0 Skallagrímur 2 0 2 136:172 0 Evrópubikar FIBA D-RIÐILL: Saratov – Zaragoza........................... 100:80 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði ekki fyr- ir Zaragoza en tók eitt frákast, gaf eina stoðsendingu og stal boltanum einu sinni. F-RIÐILL: Antwerp Giants – Sporting................ 80:75 - Elvar Már Friðriksson skoraði 18 stig fyrir Antwerp, gaf sjö stoðsendingar og tók fjögur fráköst á 32 mínútum. >73G,&:=/D Körfuknattleikur Evrópubikar kvenna: Ásvellir: Haukar – Villeneuve d’Ascq. 19.30 Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Þorlákshöfn: Þór Þ. – Vestri................ 18.15 Höllin Ak.: Þór Ak. – Njarðvík............ 19.15 Origo-höllin: Valur – Grindavík .......... 20.15 Meistaravellir: KR – Tindastóll .......... 20.15 1. deild karla: Flúðir: Hrunamenn – Fjölnir .............. 19.15 Í KVÖLD! Elvar Már Friðriksson átti stórleik fyrir Antwerp Giants þegar liðið tók á móti Sporting í F-riðli Evr- ópubikars FIBA í körfuknattleik í Belgíu í gær. Leiknum lauk með 80:75-sigri Antwerp en Elvar skor- aði 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf sjö stoðsendingar í leiknum og var stigahæsti maður vallarins. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en Antwerp leiddi með fimm stigum í hálfleik, 42:37. Antwerp er með tvö stig í efsta sæti F-riðils, líkt og Ionikos, en Bel- fius Mons og Sporting eru án stiga. Stórleikur í Evrópubikar Ljósmynd/FIBA Belgía Elvar Már fór á kostum fyrir Antwerp Giants gegn Sporting. Aron Pálmarsson er orðinn leikfær á ný og kom mjög við sögu í sigri Ála- borgar í Meistaradeildinni í hand- knattleik í gær. Aalborg vann Mes- hkov Brest 34:33 eftir spennandi leik í A-riðli keppninnar. Aron skoraði tvö mörk fyrir Alborg í leiknum en gaf auk þess sjö stoðsendingar á liðs- félagana. Haukur Þrastarson er einnig kom- inn á ferðina eftir krossbandsslit og skoraði tvö mörk þegar Kielce burst- aði Flensburg 37:29. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark fyrir pólska liðið. kris@mbl.is Aron átti þátt í níu mörkum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meistaradeildin Aron Pálmarsson gaf sjö stoðsendingar í gær. FH vann öruggan sigur á Víkingi 31:24 í Olís-deild karla í hand- knattleik í Kaplakrika í gærkvöldi. Það tók þó tíma fyrir Hafnfirð- inga að hrista nýliðana af sér. Leikurinn var í járnum í tæplega fjörutíu mínútur. Var staðan 18:16 fyrir Hafnfirðinga á 39. mínútu en þá tókst FH að stinga af. FH var yfir 13:12 að loknum fyrri hálfleik. Stórskyttan Egill Magnússon var markahæstur FH-inga með níu mörk og Einar Örn Sindrason skoraði fimm. Þjóðverjinn Phil Dö- hler varði 17 skot í marki FH. Jóhann Reynir Gunnlaugsson rað- aði inn mörkum fyrir Víkinga og skoraði 11 mörk í aðeins fjórtán tilraunum. Þar af voru fimm af vítalínunni. Hjalti Már Hjaltason og Arnar Steinn Arnarsson komu næstir hjá Víkingi með þrjú mörk hvor. Jovan Kukobat varði 15 skot fyrir Víking. FH hefur unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum sínum en Víkingur hefur tapað fyrstu þremur. sport@mbl.is Egill og Jóhann Reynir röðuðu inn mörkum mbl.is/Árni Sæberg Í Kaplakrika Arnar Gauti Grettisson í dauðafæri á móti Phil Döhler.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.