Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 63
MENNING 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
T H E T E L E G R A P H
S . F. C H R O N I C L E
B B C
T I M E O U T
90%
F R Á L E I K S T J Ó R A T H E R I T U A L
R E B E C C A H A L L
N I G H T H O U S E
T H E
T O D A R K A N D D A N G E R O U S P L A C E S”
“A F I L M T H A T A L L O W S T H E M I N D T O G O
S I L V E R S C R E E N R I O T
86%
O R I G I N A L C I N
T H E A U ST I N C H R O N I C L E
SÍÐASTA BOND MYNDIN MEÐ DANIEL CRAIG
ÞESSA VERÐA ALLIR AÐ SJÁ Í BÍÓ
84%
N
æturhúsið er vönduð hroll-
vekja og tekst David
Bruckner listilega að
flétta saman ástarmissi og
þunglyndi við formúlu hryllings-
myndagreinarinnar. Myndin, sem var
frumsýnd á Sundance-kvikmynda-
hátíðinni í byrjun síðasta árs, fylgir
kennaranum Beth (Rebecca Hall) á
meðan hún tekst á við ýmsar tilfinn-
ingar sem koma upp á yfirborðið eftir
að eiginmaður hennar, Owen (Evan
Jonigkeit) fremur sjálfsvíg.
Í fyrstu virðist kvikmyndin fjalla um
eiginkonu sem uppgötvar leynilíf
eiginmanns síns eftir lát hans, hún
finnur til dæmis í tölvunni hans mynd-
ir af öðrum konum, sem allar eru líkar
henni. Hins vegar þegar líður á söguna
finnur hún teikningar, glósur og muni í
tengslum við myrku öflin. Ljóst er að
Owen var að fela eitthvað miklu myrk-
ara en framhjáhald. Beth lærir fljót-
lega að hún er öruggari núna þegar
eiginmaðurinn er látinn en þegar hún
svaf í sama rúmi og hann. Það stoppar
hana hins vegar ekki í að kalla hann
fram sem draug. Þráin og söknuður-
inn verður ekki yfirsterkari óttanum
heldur er líkt og þær tilfinningar sam-
einist.
Reimleikahúsið í myndinni er mód-
ernískt heimili við vatnið sem Owen
hafði byggt fyrir þau hjónin. Þar hellir
Beth í sig koníaki og leitar svara í um-
hverfinu sem allt í einu virðist lifna við
eins og þegar kveikt er á tónlistinni og
bankað á dyrnar um miðja nótt eða
þegar hún sér blóðug fótspor á heima-
gerðu bryggjunni þar sem eiginmað-
urinn skaut sig í höfuðið. Óljóst er
bæði fyrir áhorfendum og Beth hvort
hún sé vakandi eða í draumi en þannig
tekst Bruckner að framkalla ókenni-
leikann enda er það óvissan sem reyn-
ist vera hryllilegust.
Beth er tilbúin til að fórna eigin lífi
fyrir svör við spurningum sínum. Í því
annarlega ástandi sem Beth er býður
hún myrkrinu inn, og ekki í fyrsta
skiptið. Hér er ekki einungis átt við
reimleikann heldur getur myrkrið
einnig átt við um þunglyndið sem Beth
hefur tekist á við alla ævi. Það hafði
alltaf verið hún sem þurfti að bæla nið-
ur myrkrið en ekki Owen og kom það
því henni og öllum í kringum hana
mjög á óvart að hann skyldi falla fyrir
eigin hendi. Rebecca Hall fer á kostum
sem Beth og sýnir fimlega blöndu af
reiði, sorg og forvitni sem fylgir því að
missa ástvin án nokkurra svara.
David Bruckner gefur leikmyndinni
stórt hlutverk í kvikmyndinni með því
að láta reimleikahúsið lifna við í gegn-
um leikmyndina. Kvikmyndatökumað-
urinn, Elisha Christian, breytir yfir-
borði heimilisins í hreyfanlegt
púsluspil. Draugurinn eða veran í hús-
inu birtist sem skuggi eða útlínur ým-
issa hluta í rýminu sem enn og aftur
fær áhorfendur og Beth til að efast um
reimleikann í húsinu sjálfu. Myndin
neitar þannig að segja áhorfendum
hvað þeir eigi að hugsa eða útskýra
fyrir þeim hvað sé á seyði. Bruckner
er þó óneitanlega betri í að byggja upp
spennu en að leysa hana og neitar
áhorfendum um úrlausn svo þeir sitja
svekktir en skíthræddir eftir í lok
kvikmyndarinnar.
Forvitni „Rebecca Hall fer á kostum sem Beth og sýnir fimlega blöndu af reiði, sorg og forvitni sem fylgir því að
missa ástvin án nokkurra svara,“ segir í dómi um hryllingsmyndina Næturhúsið í leikstjórn Davids Bruckners.
Bíó Paradís
Næturhúsið/The Night House
bbbmn
Leikstjórn: David Bruckner. Handrit:
Ben Collins, Luke Piotrowski. Aðalleik-
arar: Rebecca Hall, Sarah Goldberg og
Vondie Curtis-Hall. Bretland og Banda-
ríkin, 2020. 107 mínútur.
JÓNA GRÉTA
HILMARSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Reimleiki eiginkonunnar
B
arnalestin er einlæg saga
um átök í barnssál Amer-
igos, ungs drengs sem býr
við þröngan kost með móð-
ur sinni í Napólí. Sagan er byggð á
sönnum atburðum; því þegar fátæk
börn úr suðrinu voru send til Norður-
Ítalíu til þess að búa við betri að-
stæður um tíma. Eftir að vera sendur
norður í allsnægtirnar á Amerigo erf-
itt með að koma
heim og stendur
hann frammi fyrir
þeim afarkostum
að dvelja með móð-
ur sinni í fátæktinni
eða yfirgefa hana
til þess að hætta að
lifa við skort.
Ég hef aldrei
brosað jafn mikið
út í annað við lestur nokkurrar bókar,
af hreinni meðaumkun með Amerigo,
vegna barnslegrar einlægninnar og
alltumlykjandi húmorsins sem minnti
oftar en ekki á það hve kaldur veru-
leiki aðalsögupersónanna er.
Barnalestin minnir óneitanlega á
Napólísögur Elenu Ferrante, sér-
staklega með tilliti til þess hve stóran
þátt umhverfið á í sögunni sjálfri.
Lesandinn fær að sjá bæði norðrið og
suðrið með augum barnsins, for-
vitnum, leitandi og fölskvalausum.
Tilfinningin fyrir umhverfinu verður
því ekki uppskrúfuð heldur eðlileg og
er auðvelt að staðsetja sig í sögunni
þrátt fyrir að veröldin sem þar er sagt
frá sé órafjarri íslenskum veruleika á
21. öldinni. Þýðingin spilar eflaust þar
inn í en hún var í höndum Höllu
Kjartansdóttur og er afar vel úr garði
gerð.
Hver einasta persóna bókarinnar
er áhugaverð; Amerigo, sem getur
fengið allt sem hann vill ef hann fórn-
ar öllu sem hann hefur; Antonietta
móðir hans sem á erfitt með að sýna
honum ást þótt ástin sé augljóslega til
staðar; Járnhausinn sem Amerigo
bæði fyrirlítur og dáist að; Pachio-
achia og Zandragliona sem aldrei
geta verið sammála; Derna sem óvart
eignast son í Amerigo og svo mætti
lengi telja. Þótt varla sé illsku að finna
í nokkurri persónu eru þær flestar
þrívíðar og fær lesandinn að kynnast
bæði kostum þeirra og göllum. Ég tók
ástfóstri við nánast hverja einustu
persónu og átti erfitt með að kveðja,
svo mannlegar voru persónurnar sem
birtust á síðum bókarinnar.
Þótt Barnalestin sé laus við mest-
allan æsing er söguþráðurinn spenn-
andi, kannski einmitt vegna þess hve
auðvelt er að finna til væntumþykju í
garð Amerigos. Vegna þess hve
áhugasöm ég var um vendingar í lífi
litla mannsins, og ákvarðanir sem
gátu bæði fært honum gott og illt, átti
ég erfitt með að leggja bókina frá
mér. Stuttir kaflarnir gera það líka að
verkum að það er auðvelt að réttlæta
það fyrir sjálfri sér að taka „bara einn
kafla enn“ fyrir svefninn, kafla sem
hæglega urðu tíu eða fleiri.
Bókin er því eintak sem undirrituð
mælir með að sé lesin í einum rykk.
Hún mun bæði hlýja lesanda sínum
og fylla hann depurð, kalla fram bæði
bros og einstaka tár.
Ljósmynd/Alferje Prestia
Viola Ardone Gagnrýnandinn mæl-
ir með því að saga hennar, Barna-
lestin, sé lesin í einum rykk.
Allt sem þú átt
fyrir allt sem þú vilt
Skáldsaga
Barnalestin
bbbbn
Eftir Violu Ardone.
Halla Kjartansdóttir þýddi.
Mál og menning, 2021. 244, kilja.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR